Nakin í fötum

Sally, eiginkona Johns Bercows,Er það ekki reglan að þegar teknar eru nektarmyndir af einhverjum, er viðkomandi nakinn á myndunum? Er hægt að vera nakin og klæddur á sama tíma? Erum við kannski öll nakin í fötunum okkar? Þetta er frétt af konu sem lét "taka mynd af sér nakinni vafinni í lak".

Svo vildi til í morgunn að ég rak augun í þessa mynd af Sally, eiginkonu Johns Bercows forseta neðri deildar breska þingsins.

Á henni er hún vafin í lak sem gæti alveg eins verið grískur kjóll eða rómversk "tóka" klæði. Alla vega var hún ekki nakin, nema auðvitað innan undir lakinu. Já, Það er nokkuð víst að innan undir því var hún allsber.

Henni finnst það aulalegt að hafa látið taka þessa mynd af sér. Enn aulalegra var að hafa Big Ben turninn, elsta reðurtákn Lundúnaborgar, í bakgrunni myndarinnar. Sértaklega þar sem beðmál voru til umræðu í viðtalinu sem fylgdi myndinni. -

Annars er konan kunn af ýmsu misjöfnu. Hún var að egin sögn eitt sinn mikill brennivínsþambari og partýkona og það sem verra er, hún er rauðhærð.  

Nú reynir hún sitt besta til að verða bresk útgáfa af Cörlu Bruni, eiginkonu Nicolas Sarkozy Frakklandsforseta. Hún veit að það er sérstaklega mikill svipur með henni og Cörlu þegar þær stenda við hliðina á bændum sínum.


mbl.is Var „alger auli"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband