Vissulega munu múslímar verða áfram við völd í Egyptalandi

Fréttaflutningur Mbl.is af mótmælunum í Egyptalandi er litaður af miklum fordómum og vanþekkingu. Í þessari frétt er talað um ótta Ísraela við að múslímar komist til valda í Egyptalandi. Fyrir það fyrsta er núverandi forseti Hosini Mubarak og aðrir valdhafar Egyptalands múslímar.

Þeir sem koma til að taka við völdum ef Múbarak fer frá, verða að öllum líkindum múslímar enda þjóðin íslömsk.

Það sem Ísraelsmenn og aðrir óttast er að einhverjir öfgasinnaðir múslímar komist til valda í Egyptalandi. Það er til vansa að engin tilraun er gerð til að greina þarna á milli í þessari frétt, rétt eins og munurinn sé enginn. 

Þá er þráfaldlega talað um Egyptaland sem "Arabaland" og þjóðina sem Arabaþjóð. Hvorugt er rétt. Stærsti hluti þess fólks sem býr í Egyptalandi er ekki arabískur heldur þjóð innfæddra sem kallaðir eru Egyptar.


mbl.is Ísraelar óttast múslímastjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Als

Þrátt fyrir þínar ágætu athugasemdir þá verður að viðurkennast að þau stjórnvöld sem nú eru við lýði í Egyptalandi teljast ekki "múslímsk". Ekki frekar en einræði í "kristnu" landi teldist "kristin" stjórn. Ætli nokkur velkist í vafa um hvað átt er við í þessari frétt; þ.e. að múslímsk stjórn yrði meira eða minna með öfgaformerkjum.

Eins má ljóst vera að Egyptar hafa talið sig til hins arabíska heims; alltjent höfðaði Nasser mjög til þess á sínum tíma þegar hann var að hvetja til átaka við Ísrael og krafðist forystu á meðal Arabalanda til þess að takast á við Gyðingana. En væntanlega réði þar mestu tvennt - annars vegar ásókn Nassers til valda og hins vegar áhugi hans á að eyða Ísraelsríki.

Sumir hafa bent á að kristnir á meðal Egypta fylli um tíunda part þjóðarinnar og var m.a. tekið eftir því við mótmælin að margir Egyptar vildu benda á þetta; að þeir væru þjóð múslima OG kristinna - væntanlega til þess að ýta undir það viðhorf að öfgaöfl komust ekki  til valda. Þó ekki allir, sbr. Múslímska bræðralagið, sem nýtur þó nokkurs stuðnings hjá Egyptum. Eins má segja að viðhorf Egypta í garð Ísraels er ekki jafn "jákvætt" og hefur verið hjá stjórnarherrunum um langt skeið - enda hafa þeir getað reitt sig á stuðning Bandaríkjanna vegna þessa - með fjárframlögum, matargjöfum og vopnum.

En, sem ég segi, rétt skal vera rétt og athugasemdir þínar eru eftir orðanna skilgreiningu.

Ólafur Als, 3.2.2011 kl. 12:15

2 Smámynd: Óskar Þorkelsson

tek undir með þér Svanur, ég bloggaði btw um muslim brotherhood hér um daginn.. fór svona á handahlaupum yfir sögu þeirra..

Ég hef enga trú á því að egypt endi sem islamicstate ´i anda arabíu eða irans.. til þess eru þeir of fjölþjóðlegir

Óskar Þorkelsson, 3.2.2011 kl. 16:46

3 identicon

Mismunur hinna myrku miðalda í Evrópu og Mið-austurlöndum má segja í stuttu máli, að í Mið-austurlöndum var það einn þjóðflokkur sem var ofan á. En í Evrópu var það "ein" mannkynsaga sem varð ofan á.  Kíktu á myndastyttur í Egyptalandi, þeir líkjast að engu núverandi egyptum.  Við köllum þessar þjóðir því Araba, því það er sama hvort þeir kalla sig sjálfir Persa, Araba eða eitthvað annað ... þeir eru sama þjóðarbrot.  Önnur þjóðarbrot mið-austurlanda hafa horfið í "þvott" á þjóðarbrotum, þar sem aðal kynstofninn fær allar kerlingarnar til að eiga með þeim börn, meðan hinir sem urðu undir í baráttunni fengu ekkert ... "Ástin" sigraði segja kerlingar ... "Ástin" á peningum og "macht".

Hvað varðar uppreisnina í Egyptalandi, finnst mér að þú ættir að beina sjónum þínum á þann veg að sjá að hér er ekki fjallað um hlutina á sama hátt og þegar mótmælin voru á hinu himneska torgi í Peking.  Hér eru Bandaríkjamenn ekki að sekja Mubarak, og ekki er um þetta fjallað eins og þann stórglæp sem í raun er verið að fremja.  Sem þýðir að Íslendingar, og Bandaríkjamenn, og stór hluti hins vestræna heims ... eru auvirðulegir hræsnarar.  Sem segja "miljónir" drepast þegar einhverjir sem þeim ekki líkar við er að framkvæma verknaðinn, en síðan eru þetta bara "slagsmál" á milli með og á móti, þegar um er að ræða þá sem fólki líkar við.  Ekki er um það fjallað að "lögregla" og aðrir eru í almenningsklæðum meðal þeirra sem eru að berja á lýðnum...

Hafið í huga, að með ykkur er fylgst ...

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 3.2.2011 kl. 18:46

4 Smámynd: Óskar Þorkelsson

BÖH.. persar og arabar eru álíka skyldir og íslendingar og rússar. bara svo það sé haft á hreinu.. tala ekki einu sinni sama tungumál..

Óskar Þorkelsson, 3.2.2011 kl. 19:10

5 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Sæll Bjarne.

Það sem þú segir um Egypta er einmitt ástæða þess að ég hef orð á þessari ónákvæmu farsetningu mbl.is. Fólk er greinilega farið að trúa þessu bulli.

Mannfræðirannsóknir á nútíma Egyptum hafa leitt í ljós að Y litningur þeirra er 80,3% af Afrískum uppruna, nánar tiltekið frá jaðri Sahara eyðimerkurinnar. Y litningar sem hugsanlega má rekja til Araba má finna í minna en 5% af Egyptum. 

Hvað útlit snertir eru það helst Koptar sem varðveitt hafa upprunalegt útlit Egypta vegna þess að þeir giftast ekki út fyrir trúarbrögðin. Koptar telja 10% þjóðarinnar.

Mannfræðilega eru því Egyptar ekki af arabískum ættflokki komnir og því leikur enginn vafi.

Persar og þá sérstaklega Íranar, eru hinir upprunalegu aríar og ekki upprunalega af ætt Semíta eins og Arabar og Gyðingar eru.

Fram að þessu hef ég fylgst með þessari "uppreisn" í beinni og látið mig litlu varða hvernig hún er túlkuð af íslensku pressunni.  Klækir Múbaraks og skuggasveina hans, eru öllum sem vilja sjá augljósir. Það breytir því ekki að enginn augljós foringi hefur byrst meðal mótmælendanna. Meðal þeirra er allt í hálofti líka. En satt að segja tekur því ekki að setja fram einhverja nákvæma greiningu á málinu hér. 

En ég tek undir með Óskari, það eru litlar líkur að að öfgasinnar nái völdum þótt þeim geti vissulega vaxið fiskur um hrigg  þegar frá líður.

Svanur Gísli Þorkelsson, 3.2.2011 kl. 19:25

6 identicon

ÓÞ, Íslendingar og Færeyjingar tala varla sama tungumál, og hefur ekki verið framkvæmd neitt "stórt" til að skilja þessar tvær þjóðir af.  Tungumálið er enginn vitnisburður um aðkomu fólks.  Stærsti hluti Svía eru Hollenskir og þýskir að uppruna, en tala Sænsku en ekki Hollensku.

SGÞ, Ekki ætla ég að deila um þessar niðurstöður. En ég vil benda þér á þá staðreind, að Y litningar hafa nánast ekkert að gera með ættfræði.  Það er í konunni, sem litningastigið er óbreitanlegt frá kynslóð til kynslóðar, og ekki í hinu mannlega geni.

Að lokum vil ég því benda á að notkun Y litninga í þessu sambandi get ég ekki séð annað en vafasamt í besta tilviki.  Menn hér áður töldu "Afríku" vera uppruna mannkyns, vegna þess að þar voru menn á lægsta stiginu.  Og töldu menn að menn þróuðust út frá þessu stigi ... en ef þú kíkir á styttur í Egyptalandi, fer ekki á milli mála Asíu svipurinn á þeim.   Svipur myndastytta frá 4000 til 2600 BC eru svo auðþekkjanlega Asíu menn að það er ekki einu sinni findið.

Og, þetta með Aría er orðið afskaplega þreitt bull.  Hafðu fyrir því að skoða kínverskar fornaldarsögur, og kynna þér nútíma rannsóknir á ættfræði.  Við, þessir hvítu og ljóshærðu, erum "mutants" í orðsins fyllstu merkingu.  Í kínverskum fornaldarsögum er fullt af slíkum "draugum".

Þessi áróður gyðinga um það að Arabalöndin skulu vera einhver heilagur kaleikur, er ógeðslegur.  Hræsnin og lygin fær mann til að klígja.  Að ganga eftir þessu geðveikislega Aría bulli, og græðgi í olíu gullið þarna er sú versta lygi og hræsni sem má hugsa sér.  Það fer ekkert á milli mála, að Biblían er stolin frá fyrstu síðu, til þeirrar síðustu.  Og er viðbrögð Afghana við að sprengja andlitin á styttunum, í stíl við aðrar aðfarir bæði nútíma, og forntíða, til að dylja sögu landa og mankyns.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 3.2.2011 kl. 20:01

7 Smámynd: Óskar Þorkelsson

BÖH , tungumálið var aukaatriði þótt þú teljir það aðalatriði ;)

Óskar Þorkelsson, 3.2.2011 kl. 20:10

8 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Bjarne skrifar;

En ég vil benda þér á þá staðreind, að Y litningar hafa nánast ekkert að gera með ættfræði.  Það er í konunni, sem litningastigið er óbreitanlegt frá kynslóð til kynslóðar, og ekki í hinu mannlega geni.  

Wikipeadia segir þetta;

A man's patrilineal ancestry, or male-line ancestry, can be traced using the DNA on his Y chromosome (Y-DNA) through Y-STR testing. This is useful because the Y chromosome passes down almost unchanged from father to son, ie, the non recombining and sex determining regions of the Y chromosome do not change. A man's test results are compared to another man's results to determine the time frame in which the two individuals shared a most recent common ancestor or MRCA. If their test results are a perfect, or nearly perfect match, they are related within genealogy's time frame.[1]

Bjarne bætir við;

Og, þetta með Aría er orðið afskaplega þreitt bull. 

Um þetta bull segir Wikipeadia;

As an adaptation of the Latin Arianus, referring to eastern part of ancient Iran, 'Arian' has "long been in English language use".[11] Its history as a loan word began in the late 18th century, when the word was borrowed from Sanskrit ārya[1] to refer to speakers of North Indian languages.[11] When it was determined that Iranian languages — both living and ancient — used a similar term in much the same way (but in the Iranian context as a self-identifier of Iranian peoples), it became apparent that the shared meaning had to derive from the ancestor language of the shared past, and so, by the early 19th century, the word 'Aryan' came to refer to the group of languages deriving from that ancestor language, and by extension, the speakers of those languages.[12]

Svanur Gísli Þorkelsson, 3.2.2011 kl. 21:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband