Fegurstu íslensku orðin....

Skáld þjóðarinnar voru dugleg í eina tíð við að mæra íslenska tungu. Í dag eru þau sparari á hrósið. Raunsæið varð rómantíkinni yfirsterkari.  

"Ástkæra, ylhýra málið, og allri rödd fegri." kvað Jónas Hallgrímsson, og "Ég lærði að orð er á íslensku til um allt, sem er hugsað á jörðu." skrifaði Einar Benediktsson.

Jónas getur vel staðið á sinni skoðun, enda fegurðarskyn fólks mismunandi og hugtakið afstætt. En óhætt er að fullyrða að sá sem kenndi Einari var að ýkja. Fjölmörg hugtök eru til á erlendum tungum sem engin orð eru til um á íslensku. 

Sem dæmi má taka orðið Matrix. Flestir vita nokkurn veginn hvað það þýðir, þótt ekkert eitt sambærilegt orð sé til í íslensku?

Að mínu áliti fer fegurð tungumáls eftir  grunnhugsuninni sem býr að baki orðunum og grunnhugsunin veðrur ætíð tengd síbreytilegum veruleika og upplifunum okkar frá mínútu til mínútu hvort sem við erum höll undir rómatík eða raunsæi.  

Til dæmis  getur setningin "Ég elska þig." verið það fegursta sem þú hefur nokkru sinni heyrt. Og mínútu seinna gæti það verið setningin "það er ekki illkynja."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

Á ensku máli getur orðatiltækið "það er ekki illkynja" verið "no your are not positive" hvað þá orðatiltæki um að vikomandi sé dauðadæmdur með hryllilegt HIV-Alnæmismit: "Yes, you are positive".

Svo segja þeir um "jákvætt hugarfar" = "Think positive".

Ljóta tungumálið þessi Enska.

Kveðja, Björn bóndi   

Sigurbjörn Friðriksson, 14.1.2011 kl. 21:43

2 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Hvað um ljósmóðir?, að mínu mati fallegasta orðið sem við eigum.

Bergljót Gunnarsdóttir, 15.1.2011 kl. 05:36

3 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

"Beauty is in the eye of the beholder" er líka rosalega flott, en ekki svo auðvelt að yfirfæra á ástkæra ylhýra málið.

Ég er á nokkuð langri lífsgöngu búin að læra sannindi þau sem felast í orðum "Spíra gamla" og gvöð hvað það hjálpaði mér mikið að þurfa ekki alltaf að hafa áhyggjur af smekkleysi annarra!

Bergljót Gunnarsdóttir, 15.1.2011 kl. 05:50

4 identicon

"Beauty is in the eye of the beholder" má snara yfir á ástkæra ylhýra með "Sitt sýnist hverjum um gullið". Eigi hljómar það verr í mínum eyrum en ensku orðin, en eins og áður gat: Sitt sýnist hverjum um gullið!

Magnús Guðnason (IP-tala skráð) 15.1.2011 kl. 09:03

5 identicon

"Orginal" er ekki auðvelt að þýða.

Davíð Kristjánsson (IP-tala skráð) 15.1.2011 kl. 22:10

6 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

Davíð Kristjánsson;  Upprunalegur, upphaflegur, frumlegur o.s.frv., o.s.frv., fyrir orðið "original", fer eftir því um hvað er verið að fjalla.  Íslenskan hefur hugtak yfir hvað sem er undir sólinni, eins og Einar Benediktsson þjóðskáld gaf í skyn, því Íslenskan leyfir notkun nýyrða ómælt ef með þarf. 

Ég kann ekki Latínu, en mér skilst að það tungumál sé álíka uppbyggt og norrænan, að þar sé hægt að smíða nýyrði yfir flest og/eða öll hugtök. "Encyclopædia" = "Alfræði- (orðabók)" eru þetta ekki álíka nafnorð yfir sama hugtakið o.s.frv.  Þetta er líklegastsðurningu um hugmyndaflug, hugmyndaauðgi.

Mér finnst ákaflega gaman að fylgjast með svona spekúlasjónum (hehehe) og breinstorming (ennþá meira hehehe) sem ég vil kalla vangaveltur og hugarflug.

Bergljót Gunnarsdóttir;  Hann Svanur Gísli Þorkelsson kom með einstaklega skemmtilegaútlistun á því hvaðan "Beuty is in the eye of the beholder" kemur upphaflega, úr Forngrísku ef ég man rétt.  Hinsvegar, hvaðan svo sem það kemur skipðtir ekkimáli, þetta er ákaflega fallegt orðatiltæki, þótt það komi úr því ljóta tungumáli Enskunni.  Má ég reyna: "Fegurðin er í hjarta þess sem sér".

Kær kveðja, Björn bóndi 

Sigurbjörn Friðriksson, 16.1.2011 kl. 17:36

7 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

 Hvað um þetta Björn bóndi?

 Fegurðin er upplifun þess sem finnur hana.

Kær kveðja, Bergljót 

Bergljót Gunnarsdóttir, 16.1.2011 kl. 21:11

8 identicon

"Sínum augum lítur hver silfrið" kemst nær enskunni en fyrri tillaga mín. "Sínum augum..." nær ágætlega yfir "...in the eye of the beholder". Orðréttar þýðingar geta verið varasamar og óþjálar.

Magnús Guðnason (IP-tala skráð) 16.1.2011 kl. 22:52

9 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

Magnús og Bergljót:  Sagði ég ekki?  Íslenskan er hafsjór af tjáningamöguleikum.

Kv, Björn bóndi  

Sigurbjörn Friðriksson, 17.1.2011 kl. 12:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband