14.1.2011 | 19:57
Fegurstu íslensku orðin....
Skáld þjóðarinnar voru dugleg í eina tíð við að mæra íslenska tungu. Í dag eru þau sparari á hrósið. Raunsæið varð rómantíkinni yfirsterkari.
"Ástkæra, ylhýra málið, og allri rödd fegri." kvað Jónas Hallgrímsson, og "Ég lærði að orð er á íslensku til um allt, sem er hugsað á jörðu." skrifaði Einar Benediktsson.
Jónas getur vel staðið á sinni skoðun, enda fegurðarskyn fólks mismunandi og hugtakið afstætt. En óhætt er að fullyrða að sá sem kenndi Einari var að ýkja. Fjölmörg hugtök eru til á erlendum tungum sem engin orð eru til um á íslensku.
Sem dæmi má taka orðið Matrix. Flestir vita nokkurn veginn hvað það þýðir, þótt ekkert eitt sambærilegt orð sé til í íslensku?
Að mínu áliti fer fegurð tungumáls eftir grunnhugsuninni sem býr að baki orðunum og grunnhugsunin veðrur ætíð tengd síbreytilegum veruleika og upplifunum okkar frá mínútu til mínútu hvort sem við erum höll undir rómatík eða raunsæi.
Til dæmis getur setningin "Ég elska þig." verið það fegursta sem þú hefur nokkru sinni heyrt. Og mínútu seinna gæti það verið setningin "það er ekki illkynja."
Meginflokkur: Menning og listir | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Vísindi og fræði | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Check this out
Efni
Tenglar
Gott að vita
- Origins Of Conflict In The Middle East: Afar góð grein um atriði sögunnar sem sjaldan er fjallað um
- HÆTTULEGAR HUGMYNDIR
- Knattleikur, helg Íþrótt? Frábær síða um uppruna "Knattsleiks eða Íshokkí"
- Rökvillur og samræðubrellur Greinargóð lýsing á helstu rökvillum og samræðubrellum
- Stjórnarskrá Íslands Stjórnarskrá
- Af hverju hata þeir okkur? Jihad í nútímasögu íslam og Mið-Austurlanda Magnús Þorkell Bernharðsson
- Fasistar og hálfvitar
ELDRI FÆRSLUR
- Ef til er Guð, hver skapaði þá Guð?
- Kom Kristur árið 1844?
- Email að handan
- Stighækkandi opinberun, tengslin milli manna og Guðs samkvæmt Bahai kenningum
- Matthías Jochumsson og hinn persneski Messías
- Gyðinglegur uppruni landvætta og skjaldarmerkis Íslendinga
- Orð sem vert er að kunna skil á
- Guð er Allah - Allah is God - God est Theos - Hvaða tungumál talar þú?
- Tahirih
- Kahlil Gibran og Bahai trúin
- http://
Myndbönd
Bloggvinir
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Fanney Amelía Guðjonsson
- Dagný
- Sigrún Jónsdóttir
- Anna Einarsdóttir
- Anna Gísladóttir
- Arnar Pálsson
- Arinbjörn Kúld
- Ketill Sigurjónsson
- Sóldís Fjóla Karlsdóttir
- Egill Bjarnason
- Baldur Kristjánsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Bjarni Harðarson
- Sigurbjörn Friðriksson
- Anna
- Gunnhildur Sigurjónsdóttir
- Guðmundur Ásgeirsson
- BookIceland
- brahim
- Charles Robert Onken
- Hannes
- Tryggvi Hjaltason
- Anna S. Árnadóttir
- Hrannar Baldursson
- Dúa
- Drífa Kristjánsdóttir
- Edda Agnarsdóttir
- Viðar Eggertsson
- Einar G. Harðarson
- Erla J. Steingrímsdóttir
- Eskil
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Eydís Hentze Pétursdóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Finnur Bárðarson
- Fjarki
- Árni Karl Ellertsson
- Púkinn
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Brattur
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Guðmundur Pálsson
- Graceperla
- Grétar Mar Jónsson
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Guðjón Ó.
- Guðmundur Júlíusson
- Gulli litli
- Gylfi Guðmundsson
- Halla Rut
- Hallmundur Kristinsson
- Haraldur Rafn Ingvason
- Þorkell Sigurjónsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Aðalheiður Haraldsdóttir
- Ómar Bjarki Kristjánsson
- Kaleb Joshua
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Himmalingur
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Sigga Hjólína
- Bókaútgáfan Hólar
- Hólmdís Hjartardóttir
- Höskuldur Búi Jónsson
- Hrafn Andrés Harðarson
- Óskar Steinn Gestsson
- Hugrún Jónsdóttir
- Óskar Arnórsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Svava frá Strandbergi
- Kári Gautason
- Jón Baldur Lorange
- Já Ísland
- Jakob S Jónsson
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Jens Guð
- Jóhann G. Frímann
- Jóhannes Þór Skúlason
- Jóna Á. Gísladóttir
- Jonni
- Jón
- Bergur Thorberg
- Kalikles
- ÞJÓÐARSÁLIN
- Hjalti Tómasson
- kiza
- Sólveig Klara Káradóttir
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Hrafnhildur Þórarinsdóttir
- Kristberg Snjólfsson
- Kolbrún Hilmars
- Kristinn Theódórsson
- Heimir Eyvindarson
- OM
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Leikhópurinn Lotta
- SeeingRed
- Lýður Pálsson
- Lýður Árnason
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Marinó G. Njálsson
- Marinó Már Marinósson
- Magnús Bergsson
- Mofi
- Guðbjörg Hrafnsdóttir
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Nexa
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Aðalsteinn Baldursson
- Jón Svavarsson
- Páll Vilhjálmsson
- Sandra María Sigurðardóttir
- Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Heimir Tómasson
- Róbert Tómasson
- Sæmundur Bjarnason
- Fullt nafn
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sammý
- Sigurður Fannar Guðmundsson
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigurður Ingólfsson
- Sigþrúður Pálsdóttir
- Sigurveig Eysteins
- Sigurður Jónsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Auðun Gíslason
- Óskar Þorkelsson
- Helga skjol
- Gunnar Skúli Ármannsson
- hilmar jónsson
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Þorsteinn Briem
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Grétar Eiríksson
- Sigurður Árnason
- Svala Jónsdóttir
- Svartagall
- Óskar Helgi Helgason
- TARA
- Þarfagreinir
- Þór Saari
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Þórdís Bachmann
- Þór Ludwig Stiefel TORA
- Sigurður Rósant
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Eiríkur Ingvar Ingvarsson
- Andrea
- Villi Asgeirsson
- Vilhjálmur Árnason
- Margrét Sigurðardóttir
- Zaraþústra
- Zedith
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Steinþór Ásgeirsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 786804
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 13
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Á ensku máli getur orðatiltækið "það er ekki illkynja" verið "no your are not positive" hvað þá orðatiltæki um að vikomandi sé dauðadæmdur með hryllilegt HIV-Alnæmismit: "Yes, you are positive".
Svo segja þeir um "jákvætt hugarfar" = "Think positive".
Ljóta tungumálið þessi Enska.
Kveðja, Björn bóndi
Sigurbjörn Friðriksson, 14.1.2011 kl. 21:43
Hvað um ljósmóðir?, að mínu mati fallegasta orðið sem við eigum.
Bergljót Gunnarsdóttir, 15.1.2011 kl. 05:36
"Beauty is in the eye of the beholder" er líka rosalega flott, en ekki svo auðvelt að yfirfæra á ástkæra ylhýra málið.
Ég er á nokkuð langri lífsgöngu búin að læra sannindi þau sem felast í orðum "Spíra gamla" og gvöð hvað það hjálpaði mér mikið að þurfa ekki alltaf að hafa áhyggjur af smekkleysi annarra!
Bergljót Gunnarsdóttir, 15.1.2011 kl. 05:50
"Beauty is in the eye of the beholder" má snara yfir á ástkæra ylhýra með "Sitt sýnist hverjum um gullið". Eigi hljómar það verr í mínum eyrum en ensku orðin, en eins og áður gat: Sitt sýnist hverjum um gullið!
Magnús Guðnason (IP-tala skráð) 15.1.2011 kl. 09:03
"Orginal" er ekki auðvelt að þýða.
Davíð Kristjánsson (IP-tala skráð) 15.1.2011 kl. 22:10
Davíð Kristjánsson; Upprunalegur, upphaflegur, frumlegur o.s.frv., o.s.frv., fyrir orðið "original", fer eftir því um hvað er verið að fjalla. Íslenskan hefur hugtak yfir hvað sem er undir sólinni, eins og Einar Benediktsson þjóðskáld gaf í skyn, því Íslenskan leyfir notkun nýyrða ómælt ef með þarf.
Ég kann ekki Latínu, en mér skilst að það tungumál sé álíka uppbyggt og norrænan, að þar sé hægt að smíða nýyrði yfir flest og/eða öll hugtök. "Encyclopædia" = "Alfræði- (orðabók)" eru þetta ekki álíka nafnorð yfir sama hugtakið o.s.frv. Þetta er líklegastsðurningu um hugmyndaflug, hugmyndaauðgi.
Mér finnst ákaflega gaman að fylgjast með svona spekúlasjónum (hehehe) og breinstorming (ennþá meira hehehe) sem ég vil kalla vangaveltur og hugarflug.
Bergljót Gunnarsdóttir; Hann Svanur Gísli Þorkelsson kom með einstaklega skemmtilegaútlistun á því hvaðan "Beuty is in the eye of the beholder" kemur upphaflega, úr Forngrísku ef ég man rétt. Hinsvegar, hvaðan svo sem það kemur skipðtir ekkimáli, þetta er ákaflega fallegt orðatiltæki, þótt það komi úr því ljóta tungumáli Enskunni. Má ég reyna: "Fegurðin er í hjarta þess sem sér".
Kær kveðja, Björn bóndi
Sigurbjörn Friðriksson, 16.1.2011 kl. 17:36
Hvað um þetta Björn bóndi?
Fegurðin er upplifun þess sem finnur hana.
Kær kveðja, Bergljót
Bergljót Gunnarsdóttir, 16.1.2011 kl. 21:11
"Sínum augum lítur hver silfrið" kemst nær enskunni en fyrri tillaga mín. "Sínum augum..." nær ágætlega yfir "...in the eye of the beholder". Orðréttar þýðingar geta verið varasamar og óþjálar.
Magnús Guðnason (IP-tala skráð) 16.1.2011 kl. 22:52
Magnús og Bergljót: Sagði ég ekki? Íslenskan er hafsjór af tjáningamöguleikum.
Kv, Björn bóndi
Sigurbjörn Friðriksson, 17.1.2011 kl. 12:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.