Að náða bankaræningja

BillykidÞað skiptir kannski litlu fyrir Billy the Kid eins og komið er, hvort hann verður náðaður eða ekki fyrir þessi níu morð sem vitað er með vissu að hann framdi. Alla vega hefur hann ekki tækifæri lengur til að bæta fyrir brot sín. Billy the Kid er af mörgum, þ.á.m. af nafna sínum Joel, sem söng um hann vinsæla ballöðu, sagður bankaræningi. Þótt hann hafi eflaust haft margt misyndisverkið á samviskunni, var bankarán aldrei eitt af því.

Íslenskir bankaræningjar sitja nú margir eins og útlagar á setrum sínum (hole in the wall)  í útlöndum og virðast eiga litla von um sakaruppgjöf frá almenningi þótt ránin hafi aldrei verið og verði líklega aldrei lagalega sönnuð upp á þá.

Nú þegar landsmenn eru farnir að nota aftur kreditkortin sín af krafti og líka að spandera fúlgum í flugelda eins og fréttir herma, er spurning hvort ekki sé komin tími til að náða kallana og bjóða þá aftur velkomna til starfa við að byggja upp landið sem þeir fóru eitt sinn svo illa með.  

Þeir mundu hafa það umfram Billy the Kid að fá tækifæri til að bæta fyrir brot sín og ölast uppreisn æru í lifanda lífi, frekar en löngu eftir dauða sinn eins og hugmyndin virðist vera með náðun Billy the Kid.

 

 


mbl.is Billy the Kid ekki náðaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjalti Tómasson

Spurning hversu miklir þessir snillingar koma í verk ef þeir þurfa að starfa í dagsljósinu án stuðnings samverkamanna sinna úr hinum ýmsu flokkum sem ekki hafa í dag til þess tækifæri að höndla með lög og reglugerðir þeim til aðstoðar.

Ég held að það væri okkur mikil blessun ef þessir menn sæju sóma sinn í að láta ekki sjá sig hér á meðal vor nema til að koma og standa fyrir máli sínu og leggja sitt af mörkum til að greiða úr þeirri flækju sem þeir hafa komið okkur í.

Þá fyrst væri hægt að ræða einhverskonar náðun í huga fólks og fyrirgefningu.

Annars óska ég þér og þínum alls hins besta á nýju ári og þakka þér fyrir skrif þín á liðnu ári

Hjalti Tómasson, 2.1.2011 kl. 14:31

2 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Takk fyrir það Hjalti og sömuleiðis.

Svanur Gísli Þorkelsson, 4.1.2011 kl. 00:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband