Hvað gerir maður nú um helgar

Það munað litlu að óvinum X-factors, eða á ég að segja óvinum Simons Cowell, tækist að eyðileggja keppnina með því að halda inni í henni alllengi hinum vita-laglausa spilagosa Wagner. Í stað hans þurftu áhorfendur sem aldrei hafa verið fleiri að X-factor, að sjá á bak nokkrum frábærum keppendum, allt of snemma.

Mörgum er í nöp við völd Cowell yfir breska tónlistarmarkaðinum og er þess skemmst að minnast þegar milljónir tóku sig saman um að hala niður gamla smellinum Killing in the Name með Rage Against the Machine til að hamla því að x-factor sigurvegarinn færi ekki sjálfkrafa í fyrsta sætið yfir jólin 2009. 

Ekkert slíkt mun gerast yfir þessi jól og Simon og hans lið; Cheryl Lloyd, Mary Byrne, Rebeccu Ferguson , One Direction, með Matt í fararbroddi, mun bera herðar og höfuð yfir annað tónlistarfólk á tónlistar-sölulistunum Bretlands þetta árið.

Þrátt fyrir þessa vitleysu með Wagner, eru flestir á því að keppnin í ár hafi verið sú besta fram að þessu og að hver og einn af þeim sem komust í úrslitin hefðu sómt sér vel sem sigurvegarar. Auðvitað datt maður sjálfur ofaní í X-faxtor svartholið um hverja helgi, þrátt fyrir góðan ásetning um að gera það ekki. Spurning hvað maður tekur sér nú fyrir hendur :(


mbl.is Fyrrum málari sigraði í X Factor
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hörður Sigurðsson Diego

Ja, nú er bara að bíða eftir næstu keppni, BGT í UK og X-factor í USA. Þótt það hafi skemmt UK-keppnina fyrir mér í ár þegar Gamu var hafnað (sé á fréttum að ég er ekki sá eini sem hneykslaðist á því) þá er þetta alltaf jafngaman, ekki síst vegna þessu hversu góð pródúseringin er. Maður hefur sjaldan séð jafngóða sviðsetningu eins og í þessum þáttum. Þeir sem eiga heiðurinn þar eru snillingar.

Ferlegt að þetta skuli ekki vera sýnt á Íslandi.

Hörður Sigurðsson Diego, 13.12.2010 kl. 09:36

2 identicon

Það er aðeins hægt að horfa á þetta í byrjun, þegar ruglukollarnir koma fram.
Rest er æla

doctore (IP-tala skráð) 13.12.2010 kl. 10:24

3 Smámynd: Hörður Sigurðsson Diego

Hvaða vitleysa Doktor. Þótt rugludallarnir séu broslegir stundum, ef ekki pínlegir, þá eru það þessir hæfileikaríku sem gefa þáttunum gildi sitt. Það er svo gaman að sjá einhvern nóboddí koma og slá verðskuldað í gegn.

Hörður Sigurðsson Diego, 13.12.2010 kl. 10:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband