12.12.2010 | 02:22
Ríkidæmi Íslands og fátækt flóttafólksins
Því ber að fagna að Ísland hefur ákveðið að taka upp þráðinn aftur eftir nokkurt hlé og reynir að standa við skuldbindingar sínar gagnvart flóttamannhjálp Sameinuðu þjóðanna. Þessir sex kólumbísku flóttamenn sem fréttin greinir frá, bætast nú við allstóran hóp landa sinna sem Ísland hefur veitt heimili og ríkisfang. -
Ætíð þegar Ísland tekur við flóttamönnum heyrast nokkrar hjáróma raddir sem kyrja sönginn "við ættum frekar að hugsa um okkar eigið fólk". -
Sá söngur er rammfalskur, því okkur ber skylda til að hjálpa meðbræðrum okkar sem miklu verr er komið fyrir en okkur, eftir getu. Sem betur fer, fer þessum fals-röddum samt fækkandi og því ber einnig að fagna. Aðstæður flóttafólks eru að sönnu miklu verri en verstu aðstæður fólks hér á landi og því er þetta ekki spurning um forgangsröðun, því Ísland er ríkt land og mikið velferðarríki miðað við heimalönd flestra flóttamanna.
Flóttamenn til landsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Aukaflokkur: Mannréttindi | Breytt s.d. kl. 12:05 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Check this out
Efni
Tenglar
Gott að vita
- Origins Of Conflict In The Middle East: Afar góð grein um atriði sögunnar sem sjaldan er fjallað um
- HÆTTULEGAR HUGMYNDIR
- Knattleikur, helg Íþrótt? Frábær síða um uppruna "Knattsleiks eða Íshokkí"
- Rökvillur og samræðubrellur Greinargóð lýsing á helstu rökvillum og samræðubrellum
- Stjórnarskrá Íslands Stjórnarskrá
- Af hverju hata þeir okkur? Jihad í nútímasögu íslam og Mið-Austurlanda Magnús Þorkell Bernharðsson
- Fasistar og hálfvitar
ELDRI FÆRSLUR
- Ef til er Guð, hver skapaði þá Guð?
- Kom Kristur árið 1844?
- Email að handan
- Stighækkandi opinberun, tengslin milli manna og Guðs samkvæmt Bahai kenningum
- Matthías Jochumsson og hinn persneski Messías
- Gyðinglegur uppruni landvætta og skjaldarmerkis Íslendinga
- Orð sem vert er að kunna skil á
- Guð er Allah - Allah is God - God est Theos - Hvaða tungumál talar þú?
- Tahirih
- Kahlil Gibran og Bahai trúin
- http://
Myndbönd
Bloggvinir
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Fanney Amelía Guðjonsson
- Dagný
- Sigrún Jónsdóttir
- Anna Einarsdóttir
- Anna Gísladóttir
- Arnar Pálsson
- Arinbjörn Kúld
- Ketill Sigurjónsson
- Sóldís Fjóla Karlsdóttir
- Egill Bjarnason
- Baldur Kristjánsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Bjarni Harðarson
- Sigurbjörn Friðriksson
- Anna
- Gunnhildur Sigurjónsdóttir
- Guðmundur Ásgeirsson
- BookIceland
- brahim
- Charles Robert Onken
- Hannes
- Tryggvi Hjaltason
- Anna S. Árnadóttir
- Hrannar Baldursson
- Dúa
- Drífa Kristjánsdóttir
- Edda Agnarsdóttir
- Viðar Eggertsson
- Einar G. Harðarson
- Erla J. Steingrímsdóttir
- Eskil
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Eydís Hentze Pétursdóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Finnur Bárðarson
- Fjarki
- Árni Karl Ellertsson
- Púkinn
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Brattur
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Guðmundur Pálsson
- Graceperla
- Grétar Mar Jónsson
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Guðjón Ó.
- Guðmundur Júlíusson
- Gulli litli
- Gylfi Guðmundsson
- Halla Rut
- Hallmundur Kristinsson
- Haraldur Rafn Ingvason
- Þorkell Sigurjónsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Aðalheiður Haraldsdóttir
- Ómar Bjarki Kristjánsson
- Kaleb Joshua
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Himmalingur
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Sigga Hjólína
- Bókaútgáfan Hólar
- Hólmdís Hjartardóttir
- Höskuldur Búi Jónsson
- Hrafn Andrés Harðarson
- Óskar Steinn Gestsson
- Hugrún Jónsdóttir
- Óskar Arnórsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Svava frá Strandbergi
- Kári Gautason
- Jón Baldur Lorange
- Já Ísland
- Jakob S Jónsson
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Jens Guð
- Jóhann G. Frímann
- Jóhannes Þór Skúlason
- Jóna Á. Gísladóttir
- Jonni
- Jón
- Bergur Thorberg
- Kalikles
- ÞJÓÐARSÁLIN
- Hjalti Tómasson
- kiza
- Sólveig Klara Káradóttir
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Hrafnhildur Þórarinsdóttir
- Kristberg Snjólfsson
- Kolbrún Hilmars
- Kristinn Theódórsson
- Heimir Eyvindarson
- OM
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Leikhópurinn Lotta
- SeeingRed
- Lýður Pálsson
- Lýður Árnason
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Marinó G. Njálsson
- Marinó Már Marinósson
- Magnús Bergsson
- Mofi
- Guðbjörg Hrafnsdóttir
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Nexa
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Aðalsteinn Baldursson
- Jón Svavarsson
- Páll Vilhjálmsson
- Sandra María Sigurðardóttir
- Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Heimir Tómasson
- Róbert Tómasson
- Sæmundur Bjarnason
- Fullt nafn
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sammý
- Sigurður Fannar Guðmundsson
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigurður Ingólfsson
- Sigþrúður Pálsdóttir
- Sigurveig Eysteins
- Sigurður Jónsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Auðun Gíslason
- Óskar Þorkelsson
- Helga skjol
- Gunnar Skúli Ármannsson
- hilmar jónsson
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Þorsteinn Briem
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Grétar Eiríksson
- Sigurður Árnason
- Svala Jónsdóttir
- Svartagall
- Óskar Helgi Helgason
- TARA
- Þarfagreinir
- Þór Saari
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Þórdís Bachmann
- Þór Ludwig Stiefel TORA
- Sigurður Rósant
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Eiríkur Ingvar Ingvarsson
- Andrea
- Villi Asgeirsson
- Vilhjálmur Árnason
- Margrét Sigurðardóttir
- Zaraþústra
- Zedith
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Steinþór Ásgeirsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.12.): 1
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 22
- Frá upphafi: 786941
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 21
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll og blessaður. Það verður að taka fram að aðalmunurinn á heimóttarlegum sveitalubba og veraldarvönum heimsborgara er viss einfeldni sem einkennir þann fyrrnefnda, sem hefur flest sín kynni af hinum ytri heimi gegnum Hollywood myndir og annan yfirborðskúltúr með pólítískt agenda af ýmsu tagi...meðan heimsborgarinn hefur skyngst undir yfirborðið og þekkir fleiri hliðar og fleiri fleti á málunum en sá fyrrnefndi veit að eru til, enda ekki gerðar myndir, né einu sinni skrifaðar bækur, um allar hliðar Nýja Heimsins, og veruleika okkar hér og nú.
Það er staðreynd að það eru í hópi "flóttamanna" alls staðar í hinum Vestræna heimi eru útsmognir lygarar sem ljúga sig út úr vandræðum með að flýja land...og að það eru engar yfirgripsmiklar rannsóknir að baki því að taka við öllum flóttamönnum. Þar er málum hvað helst ábótavant á Íslandi af öllum löndum hins Vestræna heims, afþví hér er hvað minnst reynsla, þekking og raunsæi, og þetta vita einhverjir glæpamenn alveg örugglega... Það er alveg bókað mál að það er auðveldara að flýja hingað en til Englands.
Hér á landi er fólk sem flóttamenn sem heldur því fram að leyniþjónustur og mafíur séu á hælunum á því, en hver getur sannað slíkt? Ekki geta þau veifað wikileaks skýrslum framan í yfirvöld hér. Flóttamenn frá Kólumbíu sem hingað koma segjast almennt vera að flýja glæpasamtök eða yfirvöld, án þess að geta sannað hvourgt fyllilega, en ekki fátækt. Eðli málsins samkvæmt væru þessi glæpasamtök varla enn starfandi ef þau væru það léleg að meira að segja einhverjir opinberir starfsmenn á Íslandi gætu rakið slóð þeirra. Og varla hafa þeir heldur aðgang að leyniþjónustum Kólumbíu. Hins vegar er vitað mál að þar eru miklir glæpir og tollurinn hér á það til að mismuna fólki frá þessu landi út af einfaldri tölfræði varðandi hvaðan eiturlyfjasmyglarar koma helst.
Allt þetta gefur tilefni til að viðvörunarbjöllur hringi, án þess þó að neinn taki það af fólkinu að leyfa því að njóta vafans. En heimóttarlegir sveitalubbar halda áfram að kyrja "Imagine" og horfa á Hollywood, með höfuðið niðri í sandinum eins og strútur og bómull í eyrunum. Og margir slíkir eru einmitt opinberir starfsmenn á Íslandi.
Vonandi er þetta gott fólk sem er að koma inn í landið. En í innflytjendamálum verður að fara varlega og viturlega. Heiðursmorðum fækkar ekkert í heiminum eða glæpagengum við það að syngja John Lennon í sturtu og horfa á Hollywood myndir á Seiðisfirði. En fáfræði getur aftur á móti eyðilagt og skemmt samfélög.
Og pólítísk réttsýni gerir engan mann betri. Það lætur manni sjálfum líða vel að horfa framhjá ágöllum og hættum, en hjálpar engum öðrum. Og þeir sem þurfa mest að tönglast á sjálfsögðum hlutum sem liggja í augum uppi og eru öllu vitibornu fólki sýnilegir eins og að við séum öll jöfn, útlendingar séu líka fólk og flóttamenn hafi líka mannréttindi...........eru almennt þeir hinir sömu sem eiga innra með sér eitthvað bágt með að trúa þessu og eiga í einhverri óskaplegri glímu við eigin fordóma. Í örvæntingarfullri glímu við þá eiga þeir það til að stofna sjálfum sér og samfélagi sínu í hættu með afneitun og sykursætri fals-sýn á heiminn. Fordómar eru á báða bóga og fordómar innflytjenda gagnvart löndunum sem þeir búa í eru í dag ekkert síður alvarlegt vandamál en fordómar innfæddra gagnvart innflytjendum, þó það sé ekki jafn mikið í tísku á Seiðisfirði að ræða þau vandamál, og menn jafnvel hræddir að opna muninn um heiðursmorð og annað slíkt, af ótta við að vera kallaðir nazistar fyrir að vera hvorki blindir né heyrnarlausir.
Útlendingur. (IP-tala skráð) 12.12.2010 kl. 04:34
Í þessu tilviki er ég alveg ósammála þér. Íslandi ber skylda að sjá um sitt eigið fólk ... skylda.
Flóttamenn eru pólitísks eðlis, og ekki fólk í ánauð. Þú getur litið á Julian Assange sem pólitískan fanga hjá vesturveldunum. Finnst þér að þú eigið að hýsa hann og veita honum skjól? Af hverju ekki, vegna þess að þér finnst hann vera glæpamaður að gera vesturveldinn að aulum, með upplýsingum sínum. Þér finnst líka sjálfsagt að klína á hann nauðgunar kæru, sem við vitum allir innra með okkur að er fölsk.
Þetta er bara eitt dæmi um okkar eigin hræksni ... við hjálpum gyðingum og teljum okkur gott fólk. Hvað er það sem gerir gyðinga betri en aðra? ekkert. Við erum "gólem" í þeirra augum, við höfum ekki sálir ... að hvaða leiti eru þeir skárri en kínverjar?
Já, sjáðu Kína ... þar býr 1,3 miljarðar manna. Og þar eru miljónir manna sveltandi, hafa ekki í sig eða á, eru bæklaðir án þess að fá að éta. Hefur þú séð fólk sem vantar á hendur og fætur, skríða eftir götum til að betla fyrir mat?
Eru það þessir bækluðu, sem skríða eftir götum, og vantar á hendur og fætur, sem eru að koma til Íslands? Nei.
Að öllu öðru leiti, tek ég fyllilega undir "Útlendingur".
Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 12.12.2010 kl. 12:39
Ég tek undir orð Útlendings og Bjarne.
Sumarliði Einar Daðason, 12.12.2010 kl. 14:21
Svanur, ég flokkast áreiðanlega með hópi þeirra sem kyrja "við eigum fyrst að hugsa um okkar fólk", en hugsanlega út frá öðrum forsendum en þú gefur í skyn.
Ísland er ekki land ríkidæmisins í öðrum skilningi en að það er ríkt af tækifærum. Þau tækifæri eru misvel nýtt og krefjast þess alltaf að íbúarnir taki þátt. Hér á landi verða engin gæði til nema menn nenni að skapa þau. Og í seinni tíð; ef fyrir því fæst leyfi hins opinbera.
Það er eitt að segja við flóttamanninn: þú ert velkominn til Íslands en þú verður að taka þátt og leggja þitt af mörkum í þínu nýja landi.
Annað er að segja við hann: Ísland jafnast á við aldingarðinn Eden og þar þarf ekkert að hafa fyrir lífinu.
Það svona rétt hvarflar að mér að innflytjendavandamál á vesturlöndum eigi rætur að rekja til útópískra væntinga innflytjandans í upphafi. Hvaða skoðun hefur þú á þessu?
Kolbrún Hilmars, 12.12.2010 kl. 17:20
Útlendingur: Þú kemur inn á mörg atriði sem eru krufningar virði og eru heldur kunnugleg úr þessari umræðu um fjölmenningarsamfélagið. Í heildina held ég samt að þau séu nær því að vera hluti að vandmálinu enn lausninni. - Að tíunda vandkvæðin en minnst ekki einu orði á það jákvæða sem á móti kemur, og gefa jafnframt í skyn að þeir sem eru hallir undir einfaldar grundvallareglur mannréttinda séu með hausinn í sandinum, eru ekki sannfærandi málflutningur.
Svanur Gísli Þorkelsson, 12.12.2010 kl. 19:11
Bjarne: Flóttafólk er flóttafólk af mörgum ástæðum. Oftast eiga styrjaldir, hungursneyðar og náttúruhamfarir einhvern þátt í því ástandi. Pólitískir flóttamenn eru e.t.v. fámennasti hópurinn. Líkt og útlendingur leggur þú áherslu á það sem miður hefur og getur farið í tengslum við flóttamannhjálp, en slíkar úrtölur, þótt gagnlegar geti verið til að forðast vítin, geta ekki ráðið úrslitum um það hvort við sem þjóð tökum þátt í flóttamannaaðstoð eða ekki.
Svanur Gísli Þorkelsson, 12.12.2010 kl. 19:16
Kolbrún;Innflytjendamál hafa víðast hvar á vesturlöndum farið úr böndunum, alveg eins og aðstæðurnar sem skapað hafa flóttamannvandamálin. Vesturlönd eru í augum margra bláfátækra Afríkubúa, horn gnægta og margir Evrópubúar brosa í kampinn svo skín í gulltennurnar yfir ódýra vinnuaflinu sem flýtur yfir landamærin -
Ísland er meðal ríkustu þjóða jarðarinnar og því fleira fólki sem við getum gefið tækifæri til betra lífs, því betra. - En það er ekkert betra að vera betlari á Íslandi en í Kólumbíu. Auðvitað, eins og reynslan á Íslandi af flóttafólki hefur verið, sér að fyrir sér eins fljótt og hægt er og tekur þátt í samfélaginu svipað og aðrir Íslendingar
Svanur Gísli Þorkelsson, 12.12.2010 kl. 19:30
Kæri Svanur. Ég verð að valda þér vonbriðgum með því að þú ert lítill mannþekkjari, afburðarlélegur í lestri milli lína, og greinilega ekki vel að þér um umheiminn.
"Þú kemur inn á mörg atriði sem eru krufningar virði og eru heldur kunnugleg úr þessari umræðu um fjölmenningarsamfélagið" Ég skal lofa þér því að hafa búið út um allan heim hef ég mun fleira um þessi mál að segja en þú hefur nokkurn tíman heyrt eða látið þér detta í hug.
"í heildina held ég samt að þau séu nær því að vera hluti að vandmálinu enn lausninni. - Að tíunda vandkvæðin en minnst ekki einu orði á það jákvæða sem á móti kemur, "
Um hvað ert þú að tala? Það sem ég er að segja er staðreynd. Og ég get ekki fullyrt þau hafi rétt fyrir sér en ég hef talað við fólk frá þessu landi sem um ræðir sem fullyrðir að hér á landi séu glæpamenn frá Kólumbíu...sem hafi logið sig inn á yfirvöld. Það má vera lygi, en ég sé samt ekki afhverju þau ættu að ljúga þessu upp á samlanda sína. Maður veit samt aldrei. Þetta væri ekki fyrsta mál sinnar tegundar ef svo væri og mjög þekkt vandamál ytra.
"og gefa jafnframt í skyn að þeir sem eru hallir undir einfaldar grundvallareglur mannréttinda séu með hausinn í sandinum, eru ekki sannfærandi málflutningur."
Ég læt stóran hluta tekna minna rakna til mannréttarmála, hef starfað við mannréttindamál og þau eitt af mínum aðaláhugamálum og ég er skráður meðlimur fjölda mannréttindasamtaka. Ég er ekki venjulegur Íslendingur og ekki fjölskylda mín heldur og stórhluti þess fólks sem mig skiptir persónulega mestu máli eru af öðrum kynþáttum en venjulegir Íslendingar. Kynþáttur er hugtak sem er ekki til í mínum heimi eða mínum huga. En ég er upplýstur maður sem þekki margar hliðar á tilverunni, sem þú annað hvort ekki þekkir eða villt ekki þekkja.
Mannréttindi gufa sem dögg fyrir sólu þar sem óvarlega er farið, rasað um ráð fram og skammsýni er sýnd. Heiðursmorð hverfa ekki við það að þú syngir John Lennon í sturtunni þinni, eða til dæmis sú staðreynd að í Íslandi nútímans eru að alast upp algjörlega mállaus börn, sem tala ekkert tungumál vel, alin upp hjá erlendum einstæðum mæðrum, eða sú staðreynd að ekki eitt einasta tælenskt-íslenskt barn hefur lokið menntaskólanámi. Þar sem staðið er af innflytjendamálum óplanað eins og á Íslandi verður til stéttaskipting, misskipting, hópamyndun, glæpir og öllu þessu fylgir hnignun mannréttinda. Ég bjó lengi á stað þar sem bæði heiðursmorð og hryðjuverk eru daglegt brauð, og get ekki deilt sýn þinni á heiminn sem þú sérð úr kálgarðinum þínum á Eskifirði, og hjálpar engum nema þér sjálfum, en stefnir mannréttindum almennt og framtíð og jöfnuði og velferð hér á landi í hættu. Heimska drepur mun oftar en illska. Það er nú svo sorglegt. Afsakið ef hreinskilnin særir þig.
Útlendingur (IP-tala skráð) 12.12.2010 kl. 22:30
Og já Bjarne, þú segist taka undir orð mín , en við deilum greinilega ekki skoðunum á gyðingum. Ég hef ekkert á móti gyðingum og er þeim einmitt mjög tengdur á margan hátt og þekki þá fjölmarga og almennt af góðu einu. Gyðingar eru jafn margvíslegir og mismunandi og annað fólk, og þeirra fortíð og hefð gölluð með góðar hliðar sem slæmar, eins og öll önnur mannleg menning sem til hefur verið hér á jörðinni. Það er heldur ekkert allt fallegt í Íslendingasögunum. Það eru til rasistar meðal gyðinga eins og allra annarra, svo og menn með annarlega og hættulega hugmyndafræði, rétt eins og hjá öðrum hópum fólks. En meirihluti þeirra er gott fólk, sem lítur alls ekkert niður á aðra menn, og mjög lítill hluti gyðinga er bókstafstrúar, og jafnvel þeir sem það eru greinast í marga mismunandi hópa, sem hafa afar mismunandi skoðanir á öllu undir sólinni, og af þeim má jafnvel læra góða og áhugaverða hluti, enda er þetta 5000 ára gömul menning.
Útlendingur (IP-tala skráð) 12.12.2010 kl. 22:33
Og Bjarne, Gólem erum við ekki í augum gyðinga, enda venjulegur gyðingur ekki alvarlega geðsjúkur og haldinn ranghugmyndum. Gólem merkir uppvakningur, og er hugtak úr gömlum galdrafræðum, sem fáir leggja neinn trúnað á. Það er enginn lítill sértrúarsöfnuður meðal gyðinga, ekki einu sinni þeir fuðrulegustu, sem heldur því fram að menn af öðrum þjóðflokkum en gyðingar séu lifandi dauðir uppvakningar, nei...
Útlendingur (IP-tala skráð) 12.12.2010 kl. 22:40
Útlendingur. Málflutningur þinn er á þann veg að ég gruna þig um að vera tröll :) Náttúrulega er hugsandi að þú sért það ekki, en flest bendir til þess að þú sért það.
Ég leyfi tröll í hófi svo það er lagi.
Svanur Gísli Þorkelsson, 12.12.2010 kl. 23:47
Sæll og blessaður Svanur. Málflutningur þinn gefur aftur á móti engum tilefni til að álykta eitt né neitt, því of augljóst er að þú veist ekkert um hvað þú ert að tala. Kólumbískir flóttamenn koma ekki hingað út af fátækt. Lærðu landafræðina þína væni. Það er mikið fátækt í Kólmunbíu, en fólkið sem flýr Kólumbíu er ekki að gera það út af fátækt, fátæklingarnir verða eftir. Ég ætla ekki að afsaka það að vita meira um þessi mál en þú, vera ekki eins blindur af einhverri heimskulegri hugmyndafræði eða tískustraumum á Eskifirði, og hafa ólíkt þér varið milljónum af eigin fé og árum af eigin tíma í mannréttindamál, en samt telur þú þig umkominn til að dæma mig. Heimska drepur væni minn. Illmennin geta ekki neitt án heimskingjanna. Forðastu því heimsku og að hlaupa eftir einhverjum tilfinningum sem ekkert dýpra liggur á bak við en tár felld yfir Hollywood mynd. Ég á vini frá öllum heimsálfum sem ég myndi deyja fyrir, og þekki veruleikan á bak við hlutina sem þið sauðirnir viljið ekki einu sinni kynna ykkur, af leti og sérhlífni. Það þarf að hugsa öll mál langt fram í tíman. Ef þú trúir mér ekki varðandi Tælendingana etc þá eru til félagsfræðirannsóknir um þessi mál. Ríkinu ber siðferðileg skylda til að taka aðeins á móti því magni af fólki, og standa að öllum málum varðandi alla innflytjendur, á þann hátt að það leggi ekki bæði líf þeirra og annarra í rúst, með því að skapa grundvöll fyrir hópamyndun, stéttaskiptingu, aukna misskiptingu og minna frelsi í framtíðinni. Eins og hefur víða gerst nú þegar. Hægri öfga kapítalistum er sama um þessi mál því þeir fá ódýrt vinnuafl og er drullusama um mannréttindi og stéttaskiptingu hvort eð er. En þeir geta aðeins hrint plönum sínum í framkvæmd út af heimsku velmeinandi kollega sína á vinstri vængnum, sem skortir bæði menntun og rökhugsun varðandi þessi máli. Þeir sem vilja innflytjendum í raun vel vilja ekki búa til hér stóran hóp fólks annars flokks ríkisborgara, heldur standa vel og skynsamlega að málunum svo þetta fólk fái færi til að aðlagast almennilega. Þá þurfa líka að koma til mun hærri útgjöld til málefna innflytjenda, og það gert skylda fyrir börn þeirra að læra móðurmál sitt, svo þau endi ekki mállaus, eins og börn margra velmeinandi kvenna sem kenna börnunum sínum brotna íslensku í staðinn, og taka því frá barninu grundvöllinn að læra neitt mál, faðirinn fjarverandi og vinir og vandamenn oft engir.
Útlendingur (IP-tala skráð) 13.12.2010 kl. 13:16
Þessi mál hafa nefnilega margar, margar hliðar Svanur og það er ábyrgðarleysi og siðleysi að standa ekki vel að þeim. Eins var fullkomlega rétt hjá Birni Bjarnasyni, þó ekki sé hann skoðanabróðir minn að flestu leyti, að setja á lög til að koma í veg fyrir óæskileg hjónabönd hér á landi, sem ekki er stofnað til af fólki sem raunverulega þekkir hvert annað, né heldur af ást og kærleika. Wikileaks hefur einmitt komið upp um nýja hlið á þeim málum, kynlífsþrælkun og mannssal sem þrífst innan íslenskra hjónabanda þar sem mennirnir hafa náð sér í fallegar austur evrópskar konur sem lifa svo hræðilegu lífi hér á landi. Þetta er aðeins ein af ótal, ótal hliðum á innflytjendamálum sem almenningur þekkir ekki til. Og það er enginn rasismi að viðurkenna það. Margt það fólk sem mér finnst vænst um er Pólverjar og ég hef enga fordóma gagnvart Austur Evrópubúum, og þó ég viðurkenni að óvandaðir aðilar misnoti konur frá Baltnesku löndunum, veit ég um mörg falleg og góð hjónabönd fólks af sitt hvorum upprunanum og væri ekki væru slík hjónabönd ekki til. En einmitt það gerir að verkum að mér finnst því meiri glæpur að Íslendingar hunsi bara þessi mál og standi svona illa að þeim, og saklausar stúlkur frá Austur Evrópu, blásaklaus börn Asískra kvenna sem eru nánast dæmd til að verða undirmálsfólk af kerfinu og annað saklaust fólk þurfi að gjalda fyrir svo einhverjum wanna-be hippum geti liðið betur og þeir legið í leti með höfuðið ofan í sandinum í einhverjum gerfi-heimi. Á meðan brjóta þessir sömu mannréttindi með leti og ómennsku sinni, heimsku og fáfræði. Og finnst þetta allt svo smart? Hverjum er ekki sama um örlög Fatimu sem er neydd til að giftast frænda sínum eða Jóns sem er drepinn fyrir að ætla að giftast Fatimu, meðan við fáum okkar kebab og nokkra arabíska tónlistarmenn? Þannig hugsar hinn eigingjarni og sjálfhverfi vinstrimaður um þessi mál, meðan kapítalistarnir hlægja alla leið í bankann borgandi sín lágmarkslaun að því hvað það er auðvelt að fá þá til að sofna á verðinum með að "set the tune". Og þannnig byrjar hnignunin á lífsgæðum og mannvirðingu.
Útlendingur (IP-tala skráð) 13.12.2010 kl. 13:41
Og varðandi Jón og Fatimu...Því færri sem koma í einu, því minni líkur á að jaðarsamfélag skapist án raunverulegra tengsla við innfædda, en skortur á slíkum tengslum elur á fordómum, sem stundum verða jafnvel að ofbeldisfullri og hættulegri hugmyndafræði, í garð innfæddra. Ghettómyndun drepur lýðræði, mannréttindi, frelsi og mannvirðingu. Þannig er það nú. Það er verið að gera fólkinu greiða með að skapa þannig aðstæður að þau verði að aðlagast öðrum, en geti ekki flúð inn í sinn einkaheim, og fái þannig tækifæri til að læra af sýn innfæddra á heiminn, eignast kannski nokkra alvöru vini með fólksins í landinu, og jafnvel opna hugan fyrir að kannski verði Fatima ekkert endilega að giftast náfrænda sínum, þó allir aðrir í fjölskyldunni hafi gert það, kannski sé Islam ekki allsherjar sannleikurinn um allt og alla...og allt í lagi fyrir Fatimu að fá sér kristinn eða trúlausan mann. Og þá jafnvel að þó Fatima tæki upp Búddhatrú, og gerist þannig "réttdræp" samkvæmt Sharia, ætti kannski bara að yppa öxlum og hugsa að það sé ekki það versta sem gæti gerst og leyfa henni að taka sjálfstæðar ákvarðanir. Ef við bærum hagsmuni þessa fólks að leiðarljósi myndum við hugsa svona. En það gera ofur- kapítalistarnir ekki, og hinir eru of fáfróðir til að gera neitt. Þess vegna er ástandið víða orðið eins hörmulegt og það er og lífið jafn hræðilegt hjá jafn mörgum og framtíðin jafn hættulegur staður ef við breytum ekki um stefnu og veljum skynsemi.
Útlendingur. (IP-tala skráð) 13.12.2010 kl. 13:49
Fyrir það fyrsta "Útlendingur"gerir þú mikið úr eign reynslu og þekkingu á málum innflytjenda og flóttafólks. Framburður manneskju sem skírskotar svona mikið til eigin reynslu og þekkingar í málflutningi sínum, verður ætíð ósannfærandi ef viðkomandi kemur ekki fram undir nafni. - Þú getur verið hver sem er, og þar sem þú kemur inn á fjölda atriða, sum það hugaverð að vera vel svara virði, ættirðu að koma fram undir nafni og þá getum við haldið áfram þessari umræðu.
Þú hefur tvisvar minnst á Seyðisfjörð. Hvað ertu að fara með því?
Svanur Gísli Þorkelsson, 13.12.2010 kl. 19:05
Farðu bara sjálfur á wikileaks að lesa ef þú trúir mér ekki...þú sérð þá kannski að þinn eigin nánasti veruleiki er ekki allsherjar sannleikurinn um þessi mál. Það er annað sjónarhorn þeirra sem hafa búið meira en 80% af æfi sinni erlendis en þeirra sem búa hérna heima, sérstaklega ef maður hefur ekki bara verið í einhverju "vernduðu umhverfi" eins og háskólabæjum eða rétt svo kíkt til Noregs og Danmerkur eins og flestir Íslendingar sem búa úti. Farðu svo bara að tala við fólk sem vinnur hjá barnaverndarnefndarstofu, (það er alvarlegt vandamál hversu mörgum erlendum foreldrum finnst í lagi að beita börnin sín ofbeldi...þau eru bara komin það stutt í þróuninni í þeim málum, þetta þótti líka í lagi hér fyrir 100 árum...) og fólkið sem vinnur hjá Alþjóðahúsinu um þau fjölmörgu vandamál sem ekki eiga upp á pallborðið hjá fjölmiðlum, afþví hægrimenn vilja ódýrt vinnuafl og vinstri menn sykursætan fals-veruleika sem þjónar engum tilgangi nema dekri við þeirra eigin tilfinningar með afneitun og glansmyndum.
Ég kæri mig ekki um að koma fram undir nafni og hef mínar ástæður fyrir því. Það er minn réttur og ef þú virðir hann ekki þá virðir þú heldur ekki tjáningarfrelsi. Ég hef aldrei skrifað um neitt undir nafni og mun ekki gera það. Ég er ekki týpan sem vill trana sér fram og vekja athygli. Mína vinnu hef ég ævinlega unnið í skugganum og kann því best. Ég hef fengið viðurkenningar og verðlaun og ekki mætt á staðinn. Svo mjög hata ég athygli. Ef þú getur ekki virt mismunandi persónueiginleika þá áttu það bara við þig. Ég get þá alveg eins alhæft að þú þurfir að blaðra um allt sem þér dettur í hug undir nafni af tómri athyglissýki og narcissisma, meðan þeim sem eitthvað liggur á hjarta í óeigingirni þurfa ekki á neinu sviðsljósi að halda heldur bara koma boðskap til skila. Eða kannski getum við bara sleppt því að alhæfa um hvern annað. Þú veist vel hvað ég meina með Seiðisfirði og ættir ekki að þykjast vera eitthvað greindarskertur og skilja ekki það sem þú skilur vel.
Útlendingur (IP-tala skráð) 14.12.2010 kl. 01:10
Hvað áttu við með "Seiðisfirði" Útlendingur?
Svanur Gísli Þorkelsson, 14.12.2010 kl. 07:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.