Skáldskapur á mbl.is

Þessi hluti fréttarinnar, er að mestu tilbúningur, hver sem höfundurinn er.

Um tuttugu mótmælendur klifruðu upp á topp bílsins, nokkrir með flöskur, og öskruðu meðal annars „látum hausana af þeim fjúka,“ og „íhaldsmanna-sori.“ Að sögn fréttamiðla þar í landi sakaði parið ekki en sjónarvottar segjast hafa séð Karl skýla konu sinni sem virtist frekar skelkuð. 

Parinu var fljótlega bjargað úr bílnum og þau keyrð heim á leið í merktum lögreglubíl.

Hvergi hefur komið fram, hvorki í vitnisburðum sjónarvotta, né á þeim myndum sem teknar voru af atburðunum, að árásarmennirnir hafi stokkið á þak bifreiðar Karls Bretaprins og eiginkonu hans Kamillu.

- Það er líka rangt að Karli og Kamillu hafi verið "bjargað" af vettvangi í lögreglubíl. Þau komu til áfangastaðar sem var aðeins handan við hornið, í þeim bíl sem ráðist var að.

Fyrirsögnin á fréttinni er einnig vafasöm; "Vildu sjá haus Bretaprins fjúka"

Ef breska lögreglan hefði aðgang að gögnum sem sýndu að kvatt var til morða á konungsparinu, mundi ásrásin vera meðhöndluð sem morðtilraun. Svo er ekki.

Jafnvel mestu sorpblöðin í Bretlandi komast ekki hálfkvist við þennan uppslátt á mbl.is.

 


mbl.is Vildu sjá haus Bretaprins fjúka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ahem... það er kannski orðum aukið að mótmælendur hafi komist uppá þakið á bílnum, en:

http://abcnews.go.com/International/british-prince-charles-royal-car-attacked-luck-photographer/story?id=12363034

http://www.dailyrecord.co.uk/news/uk-world-news/2010/12/10/rioters-shout-off-with-their-heads-as-they-attack-car-carrying-prince-charles-wife-camilla-86908-22773859/

http://www.bbc.co.uk/news/uk-11967984 :

"On Regent Street, their car was surrounded by as many as 20 demonstrators, chanting "Off with their heads" and "Tory scum". One of the windows was smashed and paint was thrown at the vehicle."

http://www.huffingtonpost.com/2010/12/10/prince-charles-car-attack_n_794903.html

...og svo má lengi telja

Brynjar Björnsson (IP-tala skráð) 10.12.2010 kl. 17:18

2 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Jamm, Brynjar,þessu er samt orðum aukið á mbl.is. - Aðeins hefur tekist að finna eina upptöku af einum manni sem hrópar í símann sem upptakan var tekin á; "Off with their heads". Sama rödd hrópar nokkru síðar "Tory Scum".  Engin frétt talar um að  mótmælendur klifri upp á topp bílsins eða að hjónakornunum hafi verið bjargað í burtu í lögreglubíl.

Svanur Gísli Þorkelsson, 10.12.2010 kl. 18:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband