Jólahald fátækra

RjúpaFlestar af núveandi matarhefðum Íslendinga á jólum, hafa borist til landsins frá nágrannalöndunum. Nokkrar eru samt heimatilbúnar og eiga það að auki sameiginlegt að verða viðteknar vegna fátæktar og sparnaðar ólíkt því sem gengur og gerist meðal annarra þjóða þar sem jólamatar-hefðirnar hafa mótast af því besta og dýrasta sem völ er á.

til dæmis er Rjúpa hvergi etin sem Jólamatur, nema á Íslandi. Haft er fyrir satt að neysla hennar á jólum hafi eingöngu komið til vegna þess að fátæktin hafi verið svo mikil sumstaðar á norðurlandi  þaðan sem siðurinn ku ættaður, að ekkert annað kjötmeti hafi staðið þar til boða á Jólum. -

LaufabrauðÞá er það alkunna að laufabrauðið, sem einnig finnst hvergi nema á Íslandi, varð til vegna skorts á mjöli. Ekki þótti stætt á því að sleppa brauðmeti algjörlega um jól, þótt hráefnið væri bæði  illfáanlegt og dýrt.

Jafnvel á tuttugustu öld móta sparnaðaraðgerðir landans matar-neysluvenjur hans á jólum.

Appelsín og MaltUm 1940 kemur hið gómsæta Malt á markaðinn. Það varð þegar vinsæll drykkur en þótti tiltölulega dýr. Fljótlega fór fólk að drýgja maltið með  gosdrykkjum og þegar Egils appelsín kom á markaðinn 1955 þótti það fara betur saman en nokkuð annað með Maltinu. Fimm árum síðar var siðurinn orðin útbreiddur um allt land og hefur síðan verið óformlegur jóladrykkur íslenskra heimila.

Vafalaust eru dæmin fleiri þótt eg muni ekki eftir fleirum bráð. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Sæll Svanur,

Mikil og djúp sannindi í þessum pistli, fyrir utan sögugildið sannarlega.

Af einhverjum óskiljanlegum ástæðum, er ég með frosið hangikjötslæri í frystikistu og dós af grænum ORA.  Allt annað er útlenskt, en það væru engin jól, ef ekki væri fyrir þetta tvennt að minnsta kosti.

Myndi stökkva af litlu bretti fyrir rjúpubringu og maltflösku!

Þetta flokkast á undir 3ja lið afstæðiskenningarinnar. 

Jenný Stefanía Jensdóttir, 7.12.2010 kl. 03:00

2 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Ég myndi stökkva af stóru, en það yrði að vera eðalrauðvín í stað maltsins.

Engin kenning hér, bara matarást!

En greinin er skemmtilega góð. Kreppa eða ekki, við lærum ekki að vera fátæk í anda. Það er ekki í þjóðarsálinn.i

Bergljót Gunnarsdóttir, 7.12.2010 kl. 22:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband