Ætti að malbika yfir Ísland

Ricky GervaisRicky Gervais, grínistinn sem er hvað kunnastur fyrir að semja og leika í gamanþáttunum The Office, er að leggja af stað í enn eina "uppistand" ferðina um Bretland. Samkomurnar eru auglýstar í sjónvarpi og sýnir auglýsingin Ricky gera stólpagrín að Íslandi. Svona fer kappinn orðum um landið bláa;

"Hvað er þetta með Ísland, hver er tilgangurinn með þessu krummaskuði? Ég meina, landið er gjaldþrota. Það ætti að malbika yfir allt klabbið og búa til úr því almennileg bílastæði fyrir restina af Evrópu. Ég meina, svona er landið aðeins sóun á rými".

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Glettilega góð hugmynd, en ber ekki vott um mikla landafræðiþekkingu.

Dagný (IP-tala skráð) 1.12.2010 kl. 18:19

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Svo mætti skjóta því að grínistanum að dýrustu bílastæðin yrðu í kringum Eddjafjadlajorkudl... :)

Kolbrún Hilmars, 1.12.2010 kl. 18:30

3 Smámynd: Óskar Þorkelsson

snilld :)

Óskar Þorkelsson, 1.12.2010 kl. 19:03

4 identicon

Old news :)

Gott hjá honum + að hann tæklar trúarbrögð í leiðinni(Act of god)
http://doctore0.wordpress.com/2010/11/19/ricky-gervais-live-act-of-god-science-tour/

DoctorE (IP-tala skráð) 1.12.2010 kl. 19:11

5 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Hvar varstu búinn að heyra þetta DrE? -

Svanur Gísli Þorkelsson, 1.12.2010 kl. 20:22

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þetta er búið að vera á youtube um talsverðan tíma. Finn það ekki núna. Hann talar um þetta í samhengi við ferð til dublin með uppistand, þegar hann þurfti að leigja sér þyrlu af því að flugumferðin stoppaði út af Eyjafjallajökli.  Kostaði hann 10.000 pund, en hann hefði getað tekið ferjuna, sem hefði þýtt að hann væri í of mikilli nálægð við pöbulinn. No offence, but, scum, segir hann og veifar yfir áhorfendur.

Barandarinn var raunar eins og DrE segir um Guð og klásúlu í tryggingaskilmálum sem fríar tryggingafélög frá greiðslu unir hugtakinu "Act of God". 

Barndarinn endar svo á símtali milli tryggingasölumanns og guðs þar sem sölumaðurinn er að fá staðfestingu við mat á tjóni.  Guð jánkar flugstoppinu, en segist hvergi hafa komið nærri í tilfelli bíls sem tré hafði dottið á. Á þeim tíma var hann í afríku, önnum kafin við að gefa litlum börnum AIDS.

Jón Steinar Ragnarsson, 2.12.2010 kl. 00:13

7 identicon

Ég er með yfirnáttúrulega hæfileika Svanur minn :)

doctore (IP-tala skráð) 2.12.2010 kl. 09:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband