Svona ættu þingkosningar að vera

Í dag gengur íslenska þjóðin til persónukosninga og sannar þar með að þær eru raunhæfur valkostur til að velja hóp af fólki til ábyrgðaverka fyrir hana.  Í þetta sinn er valið fólk til að semja tillögur að nýrri stjórnarskrá með aðferð sem gæti hæglega getið af sér nýja tegund lýðræðis.

Ekkert mælir á móti því að nota sama fyrirkomulag til að velja fólkið sem á að fylgja stjórnarskránni öðru fremur, þ.e. þingmenn þjóðarinnar.

Atgervi og persónukostir, skoðanir og hæfni frambjóðenda ættu að ráða vali kjósenda í stað steinrunnins fylgi við pólitíska flokka þar sem leiðtogavaldið er mikilvægasti hluti kerfissins. 

Persónukjör til þings mundi losa þjóðina undan hinum fjölmörgu neikvæðu áhrifum flokkakerfisins. Það mundi gera þingið að starfandi heild án sérstaks meiri og minnihluta og með persónukjöri til þings yrði hver ríkisstjórn sem mynduð væri í raun þjóðstjórn mínus flokkræðið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband