22.11.2010 | 21:07
Hinn laglausi, sú afkáralega og sú skelfda
Vinsælustu sjónvarpsþættirnir í Bretlandi, The X Factor, Strictly come dancing og Im A Celebrity... Get Me Out Of Here, eiga það sameiginlegt að almenningur ræður nokkru um framvindu þáttana.
Í X factor ráða símakosningar því hvorn af tveimur neðstu, dómararnir fá að velja um að reka heim.
Í Strictly come dancing, ræður atkvæðafjöldi algerlega hver fer heim.
Í Im A Celebrity... , ræður almenningur hver þátttakenda verður að takast á við að leysa þrautirnar sem ræður fjölda matarskammtanna til hópsins.
Í öllum þessum þáttum sem nú eru í sýningu í Bretlandi og víðar, hefur almenningur tekið völdin og gert alla þættina heldur pínlega á að horfa. Afkáraleikinn er greinilega mun vinsælla sjónvarpsefni en hæfileikar og atgervi.
Í X factor nær Simon Cowell varla upp í nefið á sér fyrirvandlætingu yfir því að Wgner Carrilho 54 ára gamall einkaþjálfari,sem er upprunalega frá Brasilíu skuli komast áfram á kosnað frambærilegra söngvara. Simon hefur nokkuð til síns máls, því Wagner getur tæpast haldið lagi. Fram að þessu hefur hann ekki lent einu af tveimur neðstu sætunum og þess vegna fær Simon ekkert að gert.
Almenningur heldur Wagner inni og mann grunar að hann geri það bara til að gera Simon gramt í geði.
Sama er upp á tenngnum í danskeppninni Strictly come dancing. Þar greiðir almenningur Önnu Widdecombe, 63 ára fyrrum þingmanni Íhaldsflokksins atkvæði sín, þrátt fyrir að konan sé vita taktlaus og stirð fram úr hófi.
Dómararnir gefa henni alltaf lægstu einkunnir sem sést hafa í keppninni, en hún kemst ætíð áfram. Reyndar gerir hún sjálf út á afkáraleikann og hefur gaman að. Dómararnir sem líta á þetta sem "alvöru" danskeppni, vita ekki sitt rjúkandi ráð.
Im A Celebrity... Get Me Out Of Here þættirnir eru búnir að vera í gangi í viku að þessu sinni. Sama konan hefur á verið valin á hverjum degi til að gangast undir ógeðslegar þrautirnar sem þeir bjóða upp á í þeim þáttum. Hún heitir Gillian McKeith og er 52 ára næringarfræðingur.
Gillian er haldin mikilli skordýra-fóbíu og er grænmetisæta þar að auki. Þrautirnar fela það gjarnan í sér að skríða á meðal fjölda skordýra, nagdýra og skriðdýra, nagdýra og leggja þau sér til munns, ósoðin blönduð saman við leðju og drullu. (Spurning hvað hún er að gera í þætti sem þessum.)
Gillian varð svo miður sín í gærkveldi að hún fékk aðsvif og hné niður meðvitundarlaus í beinni útsendingu. Hún var borin burtu en fréttir herma að hún ætli sér ekki að gefast upp.
Meginflokkur: Sjónvarp | Aukaflokkar: Fjölmiðlar, Lífstíll, Tónlist | Breytt s.d. kl. 21:11 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.