Undarleg tilviljun

Ég hef bloggað tvisvar um þetta mál og gerðist meira að segja svo djarfur að hringja í tölvu fyrirtæki Vickram Bedi til að fá frekari upplýsingar um aðkomu hans að þróun pentium fartölvunnar, sem sagt er að hann hafi á afrekaskrá sinni í Wikipedia grein á netinu.  - Ég hef verið nettengdur í fjölda ára og aldrei þurft að hafa neinar sérstakar áhyggjur af netvörnum.

Í gær brá svo við að allar varnir höfðu varla við að láta mig vita af tölvuormi sem var stöðugt að reyna að komast inn í tölvuna mína og sækja þar persónuupplýsingar, leyniorð og kreditkortanúmer. Allur gærdagurinn fór í að koma tölvunni í samt lag og kveða niður orminn. Ég er ekki sérlega tölvufróður maður, en kemst samt af. Undarleg tilviljun fannst mér samt að verða fyrir svona "árás" á sama tíma og ég er að fjalla um Bedi/Davidson málið á blogginu mínu.


mbl.is Fórnarlamb bíræfinna svikahrappa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Helvítið ertu nú mikil Gróa á Leiti. Ég hef reyndar líka skrifað tvær færslur um málið en þú ert í hreinni rannsóknarblaðamennsku og leggur heilbrigði tölvu þinnar að veði. Þetta er greinilega Bedi-ormur sem þú ert kominn með - eða Helguvírus

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 11.11.2010 kl. 10:53

2 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Helguvírus getur maður fengið á því að skoða fáklæddar myndir ... segir mér fróður maður.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 11.11.2010 kl. 10:55

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Kom hann að þróun Pentium örgjörvans?

Hann er greinilega patólógískur lygari greyið.  Tegund að geðklofa og afar slæmt mál, sem fólk ræður ekkert við.  

Ég hef á tilfinningunni að það eigi meira skrítið eftir að koma upp úr þessum kýrhus. Miklu meira.

Jón Steinar Ragnarsson, 11.11.2010 kl. 13:15

4 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Jón Steinar, þar sem Swannie svarar ekki, tel ég víst að hann hafi orðið Bedi orminum að bráð.

Bedi er með Pentium Inside og kemur líklegast ekki út fyrr en eftir 25 ár..

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 11.11.2010 kl. 13:53

5 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Seint svara sumir Villi ...:) Nei, ég veit ekkert hvort það er eitthvað samband þarna á milli. En eins og Jón segir á eftir að koma meira í ljós um þetta sérkennilega mál. Mér fannst það mjög forvitnilegt að Bede skuli sagður hafa þróað fyrstu pentium fartölvuna og ákvað að hnýsast dálítið eftir að ég fékk ábendingu um það í athugasemd að það gæti vel staðist. - Svo kom þessi ormskratti strax á eftir en eldveggurinn stóð hann af sér held ég. -

Svanur Gísli Þorkelsson, 11.11.2010 kl. 16:59

6 Smámynd: Ólafur Eiríksson

Kannski hefur Vicram Bedi hannað þína tölvu Svanur?

Ólafur Eiríksson, 11.11.2010 kl. 20:42

7 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Gvöð

Svanur Gísli Þorkelsson, 11.11.2010 kl. 21:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband