Þróaði fyrstu pentium fartölvuna

Herra Vickram Bedi, sá sami og ásakaður er ásamt íslenskri konu fyrir að hafa svikið fé út úr bandarískum auðjöfri, er eigandi fyrirtækissins Datalink Computer. Datalink Computer Products Inc. og  the D.N. Bedi Property group eru bæði félög í eigu herra Vickram Bedi.

Vickram þessi ku heita fullu nafni Baba Vickram A. Bedi og er fæddur árið 1974. Hann er sagður sonur Baba Shib Dayal Bedi og komin af hinni fornfrægu Bedi ætt, (Veda) auðugra stórkaupmanna og heldrimanna frá Indlandi.

Þá er því haldið fram í Wikipedia grein um Bedi fjölskylduna (sem reyndar notast við vafasamar og órekjanlegar heimildir) að Vickram hafi þróað fyrstu pentium fartölvuna árið 1994 þrátt fyrir að fyrstu pentium örgjafarnir fyrir fartölvur hafi ekki komið á markaðinn fyrr en 1997.

Til að fá nánari upplýsingar um það sló ég á þráðinn til Datalink í New York en fékk þær upplýsingar að Herra Bedi væri vant við látinn og ekki við fyrr en einhvern tíman í næstu viku.

Þá má geta þess að í þessari frétt mbl.is er sagt frá fjárgjöfum Bedi til Demókrata, en hann er einnig á lista yfir þá sem gáfu fé til Repúblikana.


mbl.is Segir að auðmaðurinn hafi gefið sér peningana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ótrúleg frétt.  Halda því fram að auðmaðurinn hafi gefið peningana er ótrúlegt. Verður fróðlegt að fylgjast með málinu

Baldur (IP-tala skráð) 10.11.2010 kl. 13:41

2 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Þetta fer að minna á sumar svikasögurnar úr hruninu hérna heima. Skúffufyrirtæki, fjárgjafir til pólitíkusa, uppdiktaðar ógnir, sjálfataka fjármuna o.s.f.r.

Svanur Gísli Þorkelsson, 10.11.2010 kl. 13:46

3 identicon

Svanur,

  Þú tekur greinilega við af keflinu frá Bedi fjölskyldunni, sem virðist vera í blóð borið að vera atvinnu lygarar, sbr. þessa "vitneskju" þína um tölvuþróun þeirra

Birgir (IP-tala skráð) 10.11.2010 kl. 13:49

4 identicon

Fyrstu Pentium örgjörvarnir komu á markaðinn í mars 1993. Það er því ekkert ólíklegt að einhver hafi búið til fartölvu 1994 með slíkum örgjörvum.

Það er hægt að búa til fartölvur þó svo örgjörvin sé ekki sérstaklega ætlaður í slíkt. Rafhlaðan hefur væntanlega ekki dugað lengi. Hér áður fyrr voru fartölvur ekki eins litlar og við þekkjum í dag - man einhver eftir Osborne?

JS (IP-tala skráð) 10.11.2010 kl. 15:02

5 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Birgir, hvað áttu við? Lestu bara það sem ég vitna til hér.

Baba Vickram A. Bedi (born 1974, son of Baba Dr. Dina Nath Bedi) developed the world's first Pentium-based laptop in 1994 and is the President of Datalink Computer Products Inc. and the D.N. Bedi Property group. The family possesses a family tree which was verified by British Indian Government in 1941. Dr. Punit Bedi (son of Sat Parkash Bedi) is a renowned Physician/Cardiologist and Humanist.

Svanur Gísli Þorkelsson, 10.11.2010 kl. 15:03

6 Smámynd: Einar Steinsson

Borðtölvuörgjörvar eru oft notaðir í ódýrar fartölvur (ekki sérlega góð hugmynd samt) þannig að sá hluti getur alveg passað. En annars er þessi saga öll eins og hún komi úr lélegum reifara.

Einar Steinsson, 10.11.2010 kl. 17:19

7 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Stelpan hefur verið alin upp í því að svíkja stela og vera óheiðarleg þannig er það nú því miður að það læra börnin sem fyrir þeim er haft!

Sigurður Haraldsson, 10.11.2010 kl. 23:22

8 identicon

Er þetta stórfrétt sem á það skilið að birtast á forsíðum dagblaðanna?

Eru engin brýnni innanlandsmál sem við þurfum að hugleiða?

Agla (IP-tala skráð) 11.11.2010 kl. 11:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband