8.11.2010 | 23:33
C-3PO ♫♫♪♫
Augljóst er að stór hluti bloggara skilur ekki Jón Gnarr. Líka er augljóst að meirihluti þeirra sem ekki skilja Jón Gnarr eru í "gamla Sjálfstæðisflokknum" og halda að allt sé eins og áður var.
Þeir skilja ekki að þegar þeir kalla Jón Gnarr "trúð" er það mikið hól fyrir Jón Gnarr og allir fylgjendur Jóns klappa saman hreifunum fyrir því.
Þegar Jón hagar sér eins og hann viti ekki neitt um pólitík, finnst gamla flokks meðlimunum það vera hneisa. Jón telur sér það hins vegar til tekna og þeir sem kusu hann segja sjúkk, sem betur fer.
Með öðrum orðum, "gamli Sjálfstæðisflokkurinn" skilur ekki geimverumálið hans Jóns.
Ég ráðlegg þeim öllum að festa sem fyrst kaup á einum C-3PO vélmenni sem skilur öll mál alheimsins, stilla hann á "íslensk pólitík í dag", og láta hann þýða það sem haft er eftir Jóni Gnarr.
Megi mátturinn vera með yður.
Geimvera í íslenskum stjórnmálum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Spaugilegt, Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 23:35 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Check this out
Efni
Tenglar
Gott að vita
- Origins Of Conflict In The Middle East: Afar góð grein um atriði sögunnar sem sjaldan er fjallað um
- HÆTTULEGAR HUGMYNDIR
- Knattleikur, helg Íþrótt? Frábær síða um uppruna "Knattsleiks eða Íshokkí"
- Rökvillur og samræðubrellur Greinargóð lýsing á helstu rökvillum og samræðubrellum
- Stjórnarskrá Íslands Stjórnarskrá
- Af hverju hata þeir okkur? Jihad í nútímasögu íslam og Mið-Austurlanda Magnús Þorkell Bernharðsson
- Fasistar og hálfvitar
ELDRI FÆRSLUR
- Ef til er Guð, hver skapaði þá Guð?
- Kom Kristur árið 1844?
- Email að handan
- Stighækkandi opinberun, tengslin milli manna og Guðs samkvæmt Bahai kenningum
- Matthías Jochumsson og hinn persneski Messías
- Gyðinglegur uppruni landvætta og skjaldarmerkis Íslendinga
- Orð sem vert er að kunna skil á
- Guð er Allah - Allah is God - God est Theos - Hvaða tungumál talar þú?
- Tahirih
- Kahlil Gibran og Bahai trúin
- http://
Myndbönd
Bloggvinir
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Fanney Amelía Guðjonsson
- Dagný
- Sigrún Jónsdóttir
- Anna Einarsdóttir
- Anna Gísladóttir
- Arnar Pálsson
- Arinbjörn Kúld
- Ketill Sigurjónsson
- Sóldís Fjóla Karlsdóttir
- Egill Bjarnason
- Baldur Kristjánsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Bjarni Harðarson
- Sigurbjörn Friðriksson
- Anna
- Gunnhildur Sigurjónsdóttir
- Guðmundur Ásgeirsson
- BookIceland
- brahim
- Charles Robert Onken
- Hannes
- Tryggvi Hjaltason
- Anna S. Árnadóttir
- Hrannar Baldursson
- Dúa
- Drífa Kristjánsdóttir
- Edda Agnarsdóttir
- Viðar Eggertsson
- Einar G. Harðarson
- Erla J. Steingrímsdóttir
- Eskil
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Eydís Hentze Pétursdóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Finnur Bárðarson
- Fjarki
- Árni Karl Ellertsson
- Púkinn
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Brattur
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Guðmundur Pálsson
- Graceperla
- Grétar Mar Jónsson
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Guðjón Ó.
- Guðmundur Júlíusson
- Gulli litli
- Gylfi Guðmundsson
- Halla Rut
- Hallmundur Kristinsson
- Haraldur Rafn Ingvason
- Þorkell Sigurjónsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Aðalheiður Haraldsdóttir
- Ómar Bjarki Kristjánsson
- Kaleb Joshua
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Himmalingur
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Sigga Hjólína
- Bókaútgáfan Hólar
- Hólmdís Hjartardóttir
- Höskuldur Búi Jónsson
- Hrafn Andrés Harðarson
- Óskar Steinn Gestsson
- Hugrún Jónsdóttir
- Óskar Arnórsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Svava frá Strandbergi
- Kári Gautason
- Jón Baldur Lorange
- Já Ísland
- Jakob S Jónsson
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Jens Guð
- Jóhann G. Frímann
- Jóhannes Þór Skúlason
- Jóna Á. Gísladóttir
- Jonni
- Jón
- Bergur Thorberg
- Kalikles
- ÞJÓÐARSÁLIN
- Hjalti Tómasson
- kiza
- Sólveig Klara Káradóttir
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Hrafnhildur Þórarinsdóttir
- Kristberg Snjólfsson
- Kolbrún Hilmars
- Kristinn Theódórsson
- Heimir Eyvindarson
- OM
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Leikhópurinn Lotta
- SeeingRed
- Lýður Pálsson
- Lýður Árnason
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Marinó G. Njálsson
- Marinó Már Marinósson
- Magnús Bergsson
- Mofi
- Guðbjörg Hrafnsdóttir
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Nexa
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Aðalsteinn Baldursson
- Jón Svavarsson
- Páll Vilhjálmsson
- Sandra María Sigurðardóttir
- Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Heimir Tómasson
- Róbert Tómasson
- Sæmundur Bjarnason
- Fullt nafn
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sammý
- Sigurður Fannar Guðmundsson
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigurður Ingólfsson
- Sigþrúður Pálsdóttir
- Sigurveig Eysteins
- Sigurður Jónsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Auðun Gíslason
- Óskar Þorkelsson
- Helga skjol
- Gunnar Skúli Ármannsson
- hilmar jónsson
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Þorsteinn Briem
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Grétar Eiríksson
- Sigurður Árnason
- Svala Jónsdóttir
- Svartagall
- Óskar Helgi Helgason
- TARA
- Þarfagreinir
- Þór Saari
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Þórdís Bachmann
- Þór Ludwig Stiefel TORA
- Sigurður Rósant
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Eiríkur Ingvar Ingvarsson
- Andrea
- Villi Asgeirsson
- Vilhjálmur Árnason
- Margrét Sigurðardóttir
- Zaraþústra
- Zedith
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Steinþór Ásgeirsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 45
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 41
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég geri ráð fyrir að C-3PO mundi bræða úr sér á mettíma ef hann ætti að koma fyrirbærinu "íslensk pólitík" yfir á eitthvert vitrænt format. Meira að segja Babelfiskurinn mundi sennilega frekar velja djúpsteikingarpott en það verkefni.
Hins vegar þarf ekki nema meðal treggáfaðan undirritaðan úthverfabúa til að skilja hvað Gnarrinn er að tala um.
Það sem ég held að flestir flaski á þegar þeir hlust á hann, er að ósjálfrátt gera menn ráð fyrir, stöðu hans vegna, að hann tali "pólitíkísku" - og fatta ekki að þetta er bara einfalt mannamál...
Haraldur Rafn Ingvason, 8.11.2010 kl. 23:58
Já,já svo verða menn leiðir á því.taka upp gamla lagið.
Helga Kristjánsdóttir, 9.11.2010 kl. 00:51
Þeir hafa ekki húmor fyrir Jóni Gnarr en hafa því meiri húmor fyrir pólitíkusum sem koma okkur sisona í,tja eigum við að segja um 250milljarða skuldir. Dýrt spaug það.
Jónas Magnússon, 9.11.2010 kl. 00:56
Það tekur Gnarrin áratug að hreinsa upp sorann sem fyrrernar hans í borgarstjórn bjuggu til!
Sigurður Haraldsson, 9.11.2010 kl. 01:08
Ég tók gleði mína á ný að sjá smá töggur í Jóni. Ég kaus ekki Davíð B. Ekkert!!! Ég kaus alvöru mann sem þorir að ganga í verkin og hrista ærlega upp í hlutunum! Jón virðist hafa endurheimt þennan neistann.
Gallinn við Jón er að hann fattar ekki alveg hvað hann er stór. Hann hefur charisma á við Adolf Hitler, en innræti eins og Olaf Palme. En það verður til einskis ef maður kastar slíkum gjöfum fyrir Samfylkingarhunda og lætur þá stela af sér dýrðinni.....Já, Jón tekur strætó eins og Palme og allt! Það eina sem getur orðið nógu mikið "turn off" til að hann missi þann sjarma sem hann hefur í augum fólksins er þetta daður hans við smáborgara eins og Dag Ekkert.
Og þó ég taki undir orð Jóns um Sjálfstæðisflokkinn, þá verð ég að vara hann við einu. Enginn er stærri en óvinur sinn. Jón er of stór og mikill til að berjast við drauga. Það mun smækka Jón og gera að engu að berjast við svona lítinn draug eins og Sjálfstæðisflokkinn.
Veldu þér stærri óvini, Jón! Á alheimsmælikvarða! Verðuga óvini fyrir stóran mann. Ekki afturgöngur. Ekki láta gínurnar í Samsullinu draga þig niður á sitt level og eiga óvini af þeirra stærðargráðu.
Þú ert stór og mikill. Þú hefur tækifæri til að GERBREYTA landinu þínu. Fáðu ráð hjá ALVÖRU "sérfræðingum", "galdraköllunum" á bak við tjöldin. Hættu að hlusta strengjabrúður ;)
Það kaus enginn "sérfræðingana". Og það kaus enginn bara Jón Gnarr. Fólkið kaus byltinguna sem Jón getur komið til leiðar, ef hann sannfærist um eigið ágæti.
Karl (IP-tala skráð) 9.11.2010 kl. 03:14
Allir elska alvöru Jón, en enginn þolir gerfi Jón, skuggan af sjálfum sér sem skuggaverurnar í Samfó eru að reyna að breyta honum í.
BB (IP-tala skráð) 9.11.2010 kl. 04:49
Sá sem ætlar að vera samfó samfó kemst aldrei á leiðarenda...Dragbítarnir töpuðu kosningunum.
BB (IP-tala skráð) 9.11.2010 kl. 04:51
Jón Gnarr hefur sýnt og sannað að hver sem er getur tæknilega verið borgarstjóri. Til þess þarf enga sérstaka hæfileika. Það er sárt fyrir alvörugefna atvinnupólitíkusa að horfa upp á. Nú er ég ekki að segja að Gnarr sé hæfileikalaus, síður en svo, honum er margt til lista lagt.
Meðal annars er hann frábær spéspegill fyrir samferðafólk sitt. Þeir sem líta í hann og búast við að sjá óbrenglaða mynd, verða stöðugt fyrir vonbrigðum.
Svanur Gísli Þorkelsson, 9.11.2010 kl. 10:12
Jón kom með nokkra ágætis punkta í kastljósi; Sem er meira en nokkur annar íslenskur stjórnmálamaður hefur gert.
Maður fór alveg skalann, alveg frá OMG upp í hlátursköst :)
doctore (IP-tala skráð) 9.11.2010 kl. 11:07
Out with the old and in with the new! Lifi pönkið! Og Súrreal Anarkismi! Niður með ESB! Áfram Norður Atlandshafsbandalagið! Lifi Jón Gnarr!
Bestur (IP-tala skráð) 9.11.2010 kl. 12:44
Það sem vitleysingar eins og "Svanur" skilja ekki er að "alvörugefnir atvinnupólítíkusar" komu landinu í skítinn!!! Það þarf menn hafna yfir skilgreiningar og merkimiða til að hífa okkur þaðan upp! Jón Gnarr er snillingur! Snillingar eru ekki framleiddir á færiböndum eins og "atvinnupólítíkusarnir!" Ef allir væru eins og Svanur hefði meðalmennskan alltaf vinninginn.
Ja (IP-tala skráð) 9.11.2010 kl. 12:46
Heyrðu mig Ja, þú kannt að skrifa en ertu læs?
Svanur Gísli Þorkelsson, 9.11.2010 kl. 12:51
Ég vil fá Dabba aftur í borgina!
Gamli Sjálfstæðisflokkurinn (IP-tala skráð) 9.11.2010 kl. 18:34
Geimverur eru sexý!!!
Geimvera (IP-tala skráð) 10.11.2010 kl. 16:06
Svanur, ég þakka boðið, en bloggvini vil ég enga eiga. Kýsa að standa hér einn.
Björn Birgisson, 11.11.2010 kl. 00:13
Sæll Björn. Ég sé það núna á síðunni þinni að þú ert ekkert fyrir vinskapinn. Ég var einmitt að gera gangskör að því að fá á listann hjá mér þá sem ég les reglulega og hef ekki haft í sjónmáli á stjórnunarsíðunni.
kv.
Svanur Gísli Þorkelsson, 11.11.2010 kl. 00:23
Svanur Gísli, þakka þér samt innilega fyrir boðið. Ég met það mikils, sem og þau skrif þín sem ég hef séð. Svona er nú bara minn stíll og sérviska, minn kæri! Veit að ýmsum fellur það illa í geð. Þannig verður þetta nú samt.
Björn Birgisson, 11.11.2010 kl. 00:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.