Hið kínverska Gestapo

Þetta er kínverska leiðin. Fólk bara hverfur fyrirvaralaus og sést aldrei aftur. Sérsveitir (PAP) kínversku öryggislögreglunnar haga sér eins og Gestapo í Þýskalandi á sínum tíma og það eru engar ýkjur.

Þær ráða yfir ólöglegum sveitum eins 6-10 Office sveitinni sem hafa það að sérsviði að fanga og pynda Falun Gong meðlimi.  Yfirvöld í Kína hafa alltaf hagað sér eins og þeim komi það ekkert við hvað aðrar þjóðir hugsa eða segja um þau. Og vegna þess hafa flestar þjóðir gefist upp við að gagnrýna mannréttindabrot í Kína.

Að auki er Kína komið með efnahagslegt hreðjatak á fjölda þjóða. Engin þorir að segja neitt. Íslendingum þykir nú voða fínt að bjóða þessum gráðuga og miskunnarlausa risa í kaffi og kökur heim til sín og Kínverjum þykir gaman að Íslendingum. Þeir eru sniðugir og kunna að bora holur og búa til lakkrís.

Þegar að Jón Gnarr afhenti Liu Qi,fyrrverandi borgarstjóra Peking (1999-2003) og formanns undirbúningsnefndar Ólympíuleikanna í Peking og núverandi  aðalritara kínverska kommúnistaflokksins,  mótmælabréf vegna Liu Xiaobo, á dögunum, hlógu margir að honum.

Aðrir sögðu að Jón væri bara að sækjast eftir athygli.

Sannleikurinn er sá að Jón Gnarr er eini íslenski áhrifamaðurinn á sem hefur vogað sér að mótmæla á svona beinan hátt fangelsi friðarverðlaunahafans. Það væri óskandi að fleiri fetuðu í hans spor.

 

 


mbl.is Eiginkona Xiaobao „horfin“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Svanur. þessi pistill þinn er alveg frábær! Jón Gnarr veit og skilur hvað orðin: "Mannúð og réttlæti fyrir alla heimsbúa" þýða!

Horfði á ræðuna hans Jóns Gnarr í Höfða núna áðan og gleðin yfir að sjá hann, Yoko Ono og þessa dásamlegu baráttu-blökku-konu gladdi mig meir en orð fá lýst!

Þannig bara virka mínar réttlætis-tilfinningar! Á svona kærleika nærist bara mitt hjarta!

Ég var með syni mínum úti í Viðey í kvöld þegar kveikt var á friðar-súlunni góðu. Og mikil var gleði mín að sjá þar son Yoko Ono og John Lennons ganga þar um eyjuna og heilsa kurteisilega öllum jafnt á göngu sinni um eyjuna! Hann var þarna í eigin persónu og ekki var að sjá að friðar og kærleiks-sinnanna frábæri sonur hefði ofmetnast eða einangrað sig með elítu-einangrunar-varðhundum!

Og það var mín stærsta upplifun í kvöld af þessum dásamlegu persónum sem eru boðberar friðar í heiminum!

það gladdi mig mest af öllu í kvöld að sjá friðar og kærleiks-barn johns og Oko sanna það með framkomu sinni að hann er raunverulegt kærleiks-barn friðar og kærleiks-boðbera-foreldra 20 aldarinnar!

Til hamingju með 70 ára afmælisdaginn John Lennon og fjölskylda

Án kærleika og friðar er lífið nánast einskis virði! Svo mikið hef ég þó lært í lífinu

Fyrirgefðu Svanur að ég skuli troða þessu öllu inn á þitt blogg, en það virtist eitthvað svo velkomið og sjálfsagt miðað við þína sýn á mannúð og réttlæti? 

M.b.kv. 

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 10.10.2010 kl. 00:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband