Hvernig verður utanþingsstjórn til

Til að utanþingsstjórn geti orðið að veruleika þarf annað tveggja að koma til. Það fyrra er að efnt verði sem fyrst til kosninga og í þeim verði flokkum veitt svo rækileg ráðning að fylgi þeirra nánast þurrkist út,  líkt og gerðist á Ítalíu fyrir nokkrum árum.

Hin aðferðin er mun fljótlegri, þ.e. að fá þá til að draga sig í hlé. Til þess þyrfti ríkisstjórnin sem fyrst að biðjast lausnar, svo að forseti Íslands geti skipað utanþingsstjórn til að skipuleggja og halda utan um endurreisn efnahagslífsins.

Utanþingsstjórn er í þingræðisríki ríkisstjórn sem tekur við völdum tímabundið þegar ekki tekst að mynda ríkisstjórn eftir hefðbundnum lýðræðislegum leiðum af einhverjum ástæðum. Utanþingsstjórnir eru skipaðar beint af þjóðhöfðingja og stjórna með stuðningi eða hlutleysi löggjafarvaldsins.

Þorvaldur Gylfason segir svo um utanþingsstjórnina 1942-44 sem er eina skiptið sem slík stjórn hefur verð skipuð á Íslandi.

Íslendingar hafa einu sinni búið við utanþingsstjórn, í miðju stríði 1942-44. Hún var skipuð vegna þess, að þingflokkarnir komu sér ekki saman um myndun meirihlutastjórnar. Ríkisstjóri Íslands þurfti því að taka af skarið og skipaði stjórn undir forsæti dr. Björns Þórðarsonar, héraðsdómara í Reykjavík. Björn hafði boðið sig fram til þings 1927 fyrir Framsóknarflokkinn, en ekki náð kjöri. Með honum í stjórninni sátu við fimmta mann Björn Ólafsson stórkaupmaður, sem var tengdur Sjálfstæðisflokknum og síðar þingmaður hans 1948-59, og Vilhjálmur Þór, forstjóri SÍS og síðar seðlabankastjóri, nátengdur Framsóknarflokknum. Utanþingsstjórnin var í daglegu tali kölluð "Coca Cola"-stjórnin, þar eð eigendur verksmiðjunnar voru Björn Ólafsson og Vilhjálmur Þór, holdgervingar helmingaskiptanna.

Utanþingsstjórn nú yrði líkt og fyrr litin hornauga á Alþingi. Sex ráðuneyti myndu duga: forsætis, utanríkis, fjármála, heilbrigðis- og menntamála, atvinnuvega (byggða, iðnaðar, landbúnaðar, sjávarútvegs, viðskipta), og innanríkis (dóms, kirkju, félagsmála, samgöngu, umhverfis).


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég held að forseti geti ekki, samkvæmt okkar stjórnskipan,  skipað utanþingsstjórn nema fullreynt sé að ekki náist saman starfhæf stjórn á Alþingi. Reynslan af stjórninni '42 - '44 var ekki góð, hún var lítið annað en nefnd sem sá um daglegan rekstur, valdið og löggjöfin fer ekki úr höndum Alþingis við skipun slíkrar stjórnar.

Veikleiki núverandi stjórnar liggur í lausagöngusauðunum sem láta stjórnast af tilfinningum og skoðanakönnunum.

Halda menn t.d. að slík stjórn yrði til einhvers gagns í ástandinu núna? Ég held ekki. Þá hefðum við 63 stjórnarandstöðu þingmenn í stað 28 til 31 eftir því hvernig vindar blása.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 5.10.2010 kl. 23:04

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Halda menn t.d. að utanþingsstjórn yrði til einhvers.... átti þetta að vera.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 5.10.2010 kl. 23:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband