5.10.2010 | 01:39
Hættuleg hugmynd
Sé það rétt greining hjá Einar Mar stjórnmálafræðingi að stjórnmálakreppa sé í landinu, má alveg færa fyrir því nokkuð góð rök að sú kreppa sé aðeins hluti af þeirri kreppu sem ríkir almennt í landinu.
Pólitíska kreppan er tilkomin m.a. af því að alþingismönnum er ætlað að skipta sér upp í lið, með og á móti. Allir verða að þykjast vita hvað þeir eru að gera, hvort sem það er satt eða ekki.
Nú bregður svo við að enginn virðist vita hvað á að gera og því þrasa pólitíkusarnir út í loftið til þess eins að hylja það að þeir vita ekki hvernig á að bregðast við vandanum. Ef þú heyrir stjórnmálamann gagnrýna látlaust "andstæðinga" sína, er það ekki vegna þess að það sem hann segir er staðföst skoðun hans, heldur að hann veit ekki hvernig á að leysa málin.
Önnur ástæða kreppunnar er að margir stjórnmálmenn gera sér ljóst að vangeta þeirra til að finna lausnir við vandamálunum sem að steðja, er tengs því að stjórnmálaflokkarnir hafa koma því til leiðar að ákvarðanir varða að vera teknar á þröngum pólitískum grunni, ekki með hag almennings í huga. Þeir vita að ef þeir ættu að vinna þjóðinni gagn gegnheilt, mundu þeir verða að ganga úr flokknum. Og ef allt ætti að vera eins og best gæti orðið, væri best að banna stjórnmálaflokkum að bjóða fram og tak þess í stað upp persónukjör. Það veldur alltaf kreppu hjá fólki að tala gegn betri vitund.
En þetta er mjög hættuleg hugmynd. Að hægt sé að velja meðlimi löggjafrasamkundu sem síðan mundi velja ríkisstjórn án þess að stjórnmálaflokkar þurfi nokkuð að koma við sögu, er einnig framandi hugmynd. Kæmi slíkt til framkvæmda mundi það raska öllum valdahlutföllum í landinu og gera flokkseigendurnar og þá sem fjármagna starfsemi þeirra, valdalausa. Í öðru lagi er hugmyndin svo róttæk að hún hræðir fólk. Fólk er tilbúið að ganga í gegnum ótrúlegar þjáningar, frekar en að breyta kerfinu sem það býr við. Í því m.a. fest styrkur flokkseigendanna. Þeir vita að fólk er hrætt og hræðsla skapar kreppu.
Stjórnmálakreppa í landinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Heimspeki, Mannréttindi | Breytt s.d. kl. 01:48 | Facebook
Athugasemdir
Ef þú heyrir stjórnmálamann gagnrýna látlaust "andstæðinga" sína, er það ekki vegna þess að það sem hann segir er staðföst skoðun hans, heldur að hann veit ekki hvernig á að leysa málin.
góð athugasemd
Óskar Þorkelsson, 5.10.2010 kl. 07:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.