Burqa, tákn um kúgun

Hvað eftir annað rekst maður á umfjöllun um Burqa búning múslímakvenna og slæðuna sem oftar en ekki fylgir þessum  búningi. Í hugum margra er spurningunni hvort Burqa sé "fangelsi" eða "vernd" fyrir konuna ósvarað. Skoðum aðeins söguna.

Í Kóraninum er hvergi minnst á Burqa. Múhameð bauð fylgjendum sínum að virða reglurnar um "hijab"sem átti upphaflega við tjaldvegg sem hengdur var umhverfis vinnusvæði og vistarverur kvenna í hálfköruðum búðum Spámannsins í Medína eftir flótta hans frá Mekka. Reglurnar voru einfaldlega þær að karlmennirnir áttu að halda sig utan tjaldveggsins fyrir utan málsverðartíma nema þeir væru sérstaklega boðnir. -

"Ó þið sem trúið. Komið ekki í híbýli spámannsins til að matast fyrir utan viðeigandi tíma, nema að þið hafið fengið til þess leyfi. En ef ykkur hefur verið boðið, komið þá og þegar máltíðinni er lokið, hverfið þá á braut. Staldrið ekki við til samræðna, því það veldur spámanninum ama og að biðja ykkur um að fara er honum feimnismál; en Guð er ekki feiminn við sannleikann. Og þegar að þið biðjið konur spámannsins um eitthvað, gerið það handan tjalds. Þetta er hreinna fyrir ykkar hjörtu og þeirra."

Þessi einföldu tilmæli Múhameðs til fylgjenda sinna áttu eftir að hafa víðtæk áhrif. Um leið og hann dróg eðlileg efnisleg mörk milli fjölskyldu sinnar og átrúendanna lagði hann félagslegan grundvöll að aðgreiningu stétta og aðgreiningu kynjanna. Tjaldið sem að greina átti vistarverur kvenna spámannsins frá almúganum var fljótlega fært að andliti þeirra og blæjan sem var í fyrstu vernd þeirra og skjól, varð að tákni stöðu þeirra í samfélaginu.   Í 33. Versi 35 súru er sú staða skírð. "

 "Karlmenn eru verndarar og forsjáendur kvenna. Vegna þess að Guð hefur gefið öðru þeirra meira en hinu og vegna þess að þeir sjá fyrir fyrir þeim með getu sinni. Þess vegna eru réttsýnar konur innilega undirgefnar og gæta þess í fjarveru þess sem Guð ætlar þeim að gæta."

windowslivewriterphotosthatchangedtheworld-9d70par131896 Á fyrstu öld Íslam gengu kvenmenn hvorki í burqa búningum né báru þær almennt andlitsslæður. Þær klæddust samt oft, eins og kynsystur þeirra af öðrum trúarbrögðum, (kristni og gyðingdómi) höfuðklútum (Khimar) einkum til að skýla sér frá hita. Slíkir klútar þjóna líka til að uppfylla trúarlega skyldu í öllum þremur trúarbrögðunum sem boða að hylja beri höfuðkoll sinn fyrir Guði.

Í Íslam eru múslímar hvattir til að sýna hógværð í klæðnaði, bæði karlmenn og kvenmenn. Kvenmenn eru hvattir til að klæða "fegurð" sína af sér og er þar átt við brjóst, hár, axlir og handleggi.  Smá saman var farið að beita ákvæðum "hijab" til að móta klæðnað kvenna á almannfæri. Tjaldið sem umlukti hýbýli þeirra var fært upp að andliti þeirra og líkamir þeirra umvafðir þeim. Ef þær þurftu að ferðast var þeim gert að hýrast í Hovda (tjaldhýsi á hesti eða úlfalda).

Í gegn um aldirnar hefur andlitsslæðan og burqa búningurinn tekið á sig mismunandi myndir. Konur Mullahnna (prestaanna) og virtra kennimanna Íslam gerðu sér far um að sýna guðrækni sína og bónda síns með því að klæðast eftir ströngustu túlkunum og við það varð klæðnaðurinn að einskonar hefðarkvennabúningi.

Þegar að Íslamska heimsveldinu tók að hnigna, tóku Persar og Arabar upp afar einstrengingslega stefnu í öllum málum hvað varðaði rétt kvenna til menntunar og sjálfræðis. Misrétti varð að almennri reglu frekar en undantekningu. Samtímis varð andlistslæðan og burqa búningurinn að tákni um kúgun þeirra.

Bhutto_Benazir Í löndum Íslam í dag er samt mjög misjafnt hvernig konur og menn þeirra álíta að þessum reglum Kóransins sé fullnægt. Víst er að mestu öfgunum var náð í valdatíð Talibana í Afganistan.

Sumar konur klæðast aðeins Khimar höfuðklútnum, aðrar klæðast niqab sem er bæði höfuð, háls og andlitsslæða. Þá velja sumar að klæðast Chador sem er létt útfærsla á burqa. Í sumum löndum múslíma eins og Pakistan eru engin lög í gildi um klæðnað kvenna.

Sá búningur sem varð seint á síðustu öld einskonar árétting rétttrúnaðar Íslamskra kvenna, ekki hvað síst á Vesturlöndum þar sem þessi klæðaburður var í auknum mæli gagnrýndur, var hannaður í Afganistan.

Holland var fyrsta landið í Evrópu til að banna burqa-búningin á opinberum vettvangi en til þess er hann  einmitt ætlaður. Múslímar klæðast allt örðum klæðnaði heima hjá sér. 

Þessi grein er endurbirt í tilefni þessarar fréttar.


mbl.is Frakkar setja bann við búrkum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Brynjar setti hér inn athugasemd sem ég fjarlægði vegna ósæmilegra ummæla hans. Hann kemur inn á vers 33.59 í Kóraninum sem hann telur skýr fyrirmæli Múhameðs til kvenna um að nota andlitsblæjur.

Þetta er misskilningur. Versið gerir einmitt ráð fyrir að konurnar geti þekkst.

Í súru Al-A'raf 7:26 er þetta nánar skýrt.

“O you Children of Adam! We have bestowed on you raiment to cover your shame as well as to be an adornment to you. But the raiment of righteousness, that is the best. Such are among the Signs of Allah, that they may receive admonition.” (Quran Sura Al-A'raf 7:26)

Svanur Gísli Þorkelsson, 15.9.2010 kl. 09:18

2 identicon

Enn reynirðu að krydda burt ýlduna Svanur. 

Ó þið sem trúið. Komið ekki í híbýli spámannsins til að matast fyrir utan viðeigandi tíma, nema að þið hafið fengið til þess leyfi. En ef ykkur hefur verið boðið, komið þá og þegar máltíðinni er lokið, hverfið þá á braut. Staldrið ekki við til samræðna, því það veldur spámanninum ama og að biðja ykkur um að fara er honum feimnismál; en Guð er ekki feiminn við sannleikann. Og þegar að þið biðjið konur spámannsins um eitthvað, gerið það handan tjalds. Þetta er hreinna fyrir ykkar hjörtu og þeirra."

Þessi tilvitnun í kóraninn hefur mér alltaf þótt einstaklega hlægileg.  Kallfjandinn er orðinn þreyttur á gestagangi og lætur því guð almáttugan opinbera sér hvernig fólk á að haga sér í kringum hann.

marc o (í táradalnum) (IP-tala skráð) 15.9.2010 kl. 09:20

3 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Þessi hugarheimur er þér mjög fjarri marco. En það þarf góðan vilja til að læra að skilja annað fólk frá fjarlægum menningarsvæðum.

Múhameð var að setja reglur fyrir íslamíska menningu eins og raunin varð, ekki aðeins þá sem héngu við eldhúsið þegar þeir áttu að vera úti á akrinum að vinna.

Sumt fór úrskeiðis fljótlega, annað mun seinna og í dag er afl trúarinnar til umbóta horfið með öllu.

En að afneita sem villutrú og bulli öllu framlagi Íslam til heimsmenningarinnar, er mikil bjögun á sannleikanum.

Svanur Gísli Þorkelsson, 15.9.2010 kl. 09:54

4 Smámynd: Arnar

Afhverju setturðu mynd af múslimakonum í þessari múnderíngu að skjóta af byssum?

Arnar, 15.9.2010 kl. 11:10

5 identicon

Ég hef aldrei neitað að íslam hafi átt sitt framlag til heimsmenningarinnar. 

Það framlag er þó í a.m.k. 99% tilfella til óþurftar.

marco (í táradalnum) (IP-tala skráð) 15.9.2010 kl. 11:54

6 identicon

Þetta er fyrir karla með "lítil" typpi og brotna sjálfsmynd.. .þess vegna hylja þeir dömurnar...

doctore (IP-tala skráð) 15.9.2010 kl. 12:23

7 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Arnar. Af því mér finnst það lýsa ofstækinu vel, að þjálfa konur til að drepa eins og aðra hermenn, en láta þær klæðast burqu.

Svanur Gísli Þorkelsson, 15.9.2010 kl. 13:55

8 identicon

Svanur ... þessu skylt ... ég hef verið að reyna að ræða við Vantrúarmenn (HÉR) um hvort leyfa eigi byggingu mosku hér á landi og hef komist að því að Vantrú er í raun stuðningsaðili islams. Ég hefði haldið að Vantrú væri á móti útbreiðslu skipulagðra trúarbragða eins og þeir segjast reyndar vera í stefnuskrá sinni en í ljós hefur komið að þeir styðja 100% við að múslimar fái að reisa hér eins margar moskur og þeir vilja ... og skýla sér á bak við trúfrelsisást sína.

Hvaða skoðun hefur þú á þessu?

Hólímólí (IP-tala skráð) 15.9.2010 kl. 18:06

9 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Jæja Hólímólí.

Ég er loks búinn að stauta mig í gegnum umræðuna á síðu Kristins. Mér sýnast Vantrúarmenn vilja gæta jafnræðis gagnvart trúarbrögðunum um leið og þeir eru einnig andvígir þeim. Þeir vilja einnig, þrátt fyrir andstöðu sína við trú og trúarbrögð, að hver hafi rétt til að iðka sinn sið, svo fremi sem það kemur ekki opinberri stjórnsýslu við og að það hafi ekki skaðleg áhrif á samfélagið. Hvað er skaðlegt og hvað ekki, er svo dálítið á reiki.

Ég er persónulega hlynntur trúfrelsi og vil verja rétt hvers einstaklings til að tjá trú sína, byggja sér tilbeiðsluhús o.s.f.r. á meðan allar reglur um mannréttindi eru virtar. - Íslam í fjörumbrotum sínum, gefur rúm fyrir allskonar fáránlegar túlkanir á trúarriti sínu og margar af þeim bjöguðu stefnum eru stórhættulegar. Sumar reyna að afla sér almennrar viðurkenningar meðal hófsamra múslíma með að fjármagna fyrir þá moskur, víða um heiminn. Ég tel fulla ástæðu til að vera á varðbergi gagnvart uppgangi wahaabisma sem dæmi.

Svanur Gísli Þorkelsson, 15.9.2010 kl. 21:02

10 Smámynd: Arnar

Svanur, þannig að konur í búrka eru hriðjuverkamenn (konur) ?

Arnar, 16.9.2010 kl. 10:39

11 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Arnar; Það sagði ég ekki. En þessar konur eru byltingarverðir í Íran og sú stofnun er reyndar til alls líkleg.

Svanur Gísli Þorkelsson, 16.9.2010 kl. 13:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband