Marsbúa cha cha cha

Ísland úr NATOÖgmundur hefur hitt marsbúana. Hann hefur lært að að drekka súkkulaði, borga gamlar skuldir  og slappa af í baði.

Greinilega ekki allir búnir að gleyma gömlu loforðunum.

Loks er hann kominn í tandurhreina vinstristjórn. Einhverjir af með-ráðherrunum tóku eflaust þátt í keflavíkurgöngunum á sínum tíma, aðrir hafa örugglega blístrað Nallann 1.Maí. Nú er komið að því að standa við stóru orðin.

Valdið til að láta reyna á þjóðarvilja í þessu máli, er óskorað, eins og er. Nú skal nota tækifærið og koma þessu gamla barrátumáli í framkvæmd.


mbl.is Íhugi þjóðaratkvæði um NATO
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þó ég vilji gjarnan sjá Ísland utan NATO þá hefði þessi yfirlýsing Ögmundar alveg þolað að bíða til morguns. Ég hefði að óreyndu talið að einhver mikilvægari mál og öllu þarfari ættu að standa hjarta verkalýðsforingjans nær en þjóðaratkvæðagreiðsla um þetta gamla gæluverkefni. 

En lengi skal manninn reyna, ég hélt að einhverjir dagar liðu áður en Ögmundur færi að reyna á þolrifin í samráðherrunum en sennilega náum við ekki inn í helgina áður en það verður staðreynd.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 3.9.2010 kl. 01:25

2 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Já Axel, ég er viss um að það taka margir undir þetta. Ég held að þetta sé eitthvað persónulegt. Það gerðist einhvern veginn svona: Á vinafundi fyrir stuttu, var hann spurður í einlægni hvers vegna hann væri í pólitík ef ekki til að koma hugsjónunum sínum í framkvæmd.

Ögmundur gerði sér grein fyrir að hann var bara eins og allir aðrir og yrði það áfram, nema að hann byrjaði á að efna. Í ákafa sínum og gleði, yfir að vera kominn aftur í ríkisstjórn og fá þannig annað tækifæri til raunverulegra áhrifa, tók hann þá ákvörðun að leiða til lykta þetta gamla barráttumál vinstri manna, hverju sem tauataði.- Hann vill svo mikið vera sannur og heiðarlegur, góður og auðmjúkur. Þess vegna vill hann ekki vera í NATO.

Svanur Gísli Þorkelsson, 3.9.2010 kl. 01:49

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Er þetta ekki bara einhver sneið vegna samþykktar Mölersins á þvi að veita Hollenskum málaliðum aðstöðu til heræfinga hér.  Klofningurinn minnkar ekki við innkomu Ögmundar og vonandi fer þetta helvíti að leysast upp þarna við Austurvöllinn áður en þeir steypa okkur í eilífa glötun.

Ríkistjórnin gaf út tölusettan lista um markmið sín í 20 atriðum í dag. Þar er ekki minnst á Evrópubandalags- umsóknina/samningana/könnunarviðræðurnar/aðlögunarferlið. Ekki púst.

Ef þetta riðlast ekki í sundur á næstu vikum, þá er víst að það verður í nóvember, þegar útlendu banksterarnir fella skuldabréfin og innheimta veðin, samkvæmt samkomulagi Steingríms og Jóhönnu við glæpakartellið AGS.

Jón Steinar Ragnarsson, 3.9.2010 kl. 01:51

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Jón Steinar, ég er afar ósáttur við brotthvarf Kristjáns úr stjórninni, en ég er að sama skapi ósáttur við hans síðasta andvarp í stjórninni, ef satt er.

Ég er illa svikinn ef endurkoma Ögmundar verður ekki þynnirinn sem leysir endanlega upp, með skjótum hætti,  það litla lím sem eftir er í þessari ríkisstjórn. 

Ekki ólíklegt að það gerist áður en biðlaunatíma ráðherrana, sem viku, líkur.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 3.9.2010 kl. 03:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband