Sterki leiðtoginn

 Jón Gnarr er að reyna að hætta að reykja. Andstæðingar hans gera mikið úr því að hann viðurkennir, af þeim sökum, að vera pirraður út í sjálfstæðismenn. Þeir eiga bágt með að skilja hvernig maður í pólitískri ábyrgðarstöðu getur leyft sér að tjá sig á heiðarlegan hátt um sjálfan sig. Þeir segja það merki um veikleika og vanhæfni. Þeir eru vanir því að pólitíkusar afneiti statt og stöðugt breyskleikum sínum og kenni öðrum um ef eitthvað bjátar á. Þeir eru vanir hinum sterka leiðtoga, sem aldrei viðurkennir mistök. 

Persónulega finnst mér Jón Gnarr maður meiri fyrir að viðurkenna að nikótínleysið hafi áhrif á hann. Styrkleiki hans sem leiðtogi felst í heiðarleika hans, ekki hversu góður hann er í að hylma yfir galla sína.


mbl.is Pirringur vegna nikóktínfíknar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Jón Gnarr hefur helst unnið sér til óhelgis að vera ekki Sjálfstæðismaður. Ef hann söðlaði um og gengi í Sjálfstæðisflokkinn fengi hann um leið betri og áferðafallegri umsagnir. Rétt eins og varð með Gunnar Örlygsson þingmann Frjálslynda flokksins, sem Davíð nokkur Oddson kallaði glæpamann í þingræðu. Sú skilgreining hvarf eins og dögg fyrir sólu um leið og Gunnar gekk í Sjálfstæðisflokkinn.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 31.8.2010 kl. 13:12

2 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Flokkspólitísku gleraugun eru sett upp í hvert sinn sem fólk finnur til óöryggis og hræðslu. Huggun hins örvinglaða er sótt í hið kunnuglega. - Mér finnst meira bera á pólitískum einstrengingshætti nú en oft áður. En vonandi eru það bara háværar raddir minnihlutans. -

Margir hafa samt gefist upp við að ná fram breytingum og þeir sem ekki eru fyrir nokkrar breytingar gefnir, hverfa að sjálfsögðu til gamalkunnra en úreltra flokkspólitíkur. -

Samt eru jákvæðar blikur á lofti. Jón Gnarr og Besti flokkurinn er ein slík, einnig niðurstaða sveitarstjórnarkosninganna á Akureyri.

Svanur Gísli Þorkelsson, 31.8.2010 kl. 13:27

3 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Mikið rétt. Það er virðingarvert og styrkur að sýna svona hreinskilni.

Og þetta gæti orðið til að fólk hætti reykingum með borgarstjóranum, hver veit? Þar mundu sparast þokkalegar fjárhæðir :)

Rúnar Þór Þórarinsson, 31.8.2010 kl. 14:17

4 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Já, piltar, það má nú á milli vera að steita skapvonzku sinni á samstarfsfólki sínu, þó annarra flokka sé, og að vera hreinskilinn. Satt að segja á ég erfitt með að skilja þessar varnir sem sumir vilja halda uppi fyrir fíflaganginn hjá Jóni Gnarr. Kann að vera að flokkspólitísku gleraugun ráði þar einhverju um og menn gangi fram fyrir skjöldu fyrir allt það sem ekki tengist Sjálfstæðisflokknum í einhverskonar blindri heift.

Ég færi varlega í að bera saman L-listann á Akureyri og sk. Bezta flokk í Reykjavík. Þar eru allt aðrar áherzlur. L-listinn fór af strax af stað sem alvöru afl með stefnuskrá og vilja til að vinna en ekki með einhverjum fíflagangi um að redda sér og öðrum vinnu. Þó "mitt fólk" fyrir norðan hafi tapað fyrir L-listanum þá tek ég ofan fyrir þeim sem að honum standa og óska þeim til hamingju með verðskuldaðan árangur.

Svo veit ég ekki, Rúnar, með sparnaðinn. Álögur á tóbak, áfengi og eldsneyti eru meðal þeirra fáu tekjuleiða sem ríkisstjórnin sér.

Emil Örn Kristjánsson, 31.8.2010 kl. 15:21

5 Smámynd: Hjalti Tómasson

Þið megið ekki dæma sjálfstæðismenn of hart.

Þeir eru ekki forritaðir af flokknum til að viðurkenna yfirsjónir eða að ræða málin af hreinskilni og þegar þeir reka sig á slíkt á opinberum vettvangi þá er von þeir verði fyrir dálitlu áfalli. Það er sama og með alkahólista, fyrstu skrefin geta verið erfið til að breyta viðhorfum sínum en ef viljinn og getan eru til staðar þá eiga þeir ágætar líkur á að ná bata.

Gefum sjálfstæðismönnum séns. Kannski þurfa þeir bara tíma til að átta sig á að tímarnir eru að breytast og gömlu aðferðirnar eru ekki að virka.

Fyrir fólk sem er háð því að láta flokkinn hugsa fyrir sig þá er bara eðlilegt að þeim þyki hreinskilni óþægileg og jafnvel svolítið hallærisleg.

Verum umburðalynd og gefum þeim séns á að átta sig. Kannski koma þeir okkur á óvart einhvern daginn.

Hjalti Tómasson, 31.8.2010 kl. 15:22

6 identicon

Laga aðeins þessa setningu hjá þér Svanur... sjá hvort þú sjálfur hefur áhrif á sjálfan þig og stöðu þína í raunveruleikanum
Trúar-gleraugun eru sett upp í hvert sinn sem fólk finnur til óöryggis og hræðslu.

Þetta var nú létt og leikandi, ha :)

Þetta flokkarugl á íslandi minnir mig á það þegar ég var í kúrekaleik sem krakki... lok lok og læs... og allt það sem maður var í sem barn; Það er alþingi íslendinga, og borgarstjórn, ruglað lið í hverju sæti... Ég kaus Gnarr vegna þess að hann sagðist vera ruglaður og svona... var ekkert að plata eins og hinir ;)

DoctorE (IP-tala skráð) 31.8.2010 kl. 17:13

7 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Jón Gnarr er í góðum félagsskap hvað snertir baráttuna við nikótínið. Hin sterki leiðtogi Barack Obama hefur ekki getað hætt að reykja og það er ekkert launungarmál.

Nikótín er erfiðasta fíkniefnið, 33% þeirra sem byrja að reykja geta með engu móti hætt því, hvernig sem þeir reyna. 

Ómar Ragnarsson, 31.8.2010 kl. 22:14

8 identicon

Jón Gnarr og Besti flokkurinn var það langbesta sem gat komið fyrir í íslenskri pólitík í vor. Nú vonar maður bara að alþingiskosningar skelli á sem fyrst þanng að hægt sé að halda hreinsunarstarfinu áfram.

Bylting án blóðsúthellinga ... þannig á lýðræðið að vinna.

Hólímólí (IP-tala skráð) 31.8.2010 kl. 23:35

9 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Sjálfstæðismenn eru alveg jafn óþolandi - þó maður sé með eða án nikitónfráhvarfa. Heimskan- hrokinn og fáfræðin sem kemur frá þessu liði er með eindæmum og oftast nær býr þetta lið í fallsveruleika sem á sér enga stoð við raunveruleikan. Hvert sem þessi flokkur kemst til valda, skilur hann sviðna jörð eftir sig.

Brynjar Jóhannsson, 1.9.2010 kl. 06:42

10 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Fyndið hvernig sjálfstæðismenn kalla Besta Flokkinn alltaf "sk. Bezta Flokk".

Það er kannski ráð sem fleiri ættu að taka eftir hinum svokölluðu "sjálfstæðis"mönnum og "sjálfstæðis"flokknum. Það er kaldhæðnislegt til þess að hugsa að meiri hjarðhegðunin og ósjálfstæðið er lang mest í þeim tjaldbúðum.

Rúnar Þór Þórarinsson, 1.9.2010 kl. 13:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband