Móbergshellur og málverk

Því er ekki logið upp á Árna J. Hann er fremstur reddara á meðal þingmanna og fremstur þingmanna á meðal reddara. Í þessu málverki á Grænlandi í félagi við pólitíska andstæðinga sína, er honum lifandi lýst.

Og það sem meira er, í þetta sinn, er ekkert að því þótt það komist í hámæli hvað aðhafst er.

Svo hefur ekki verið um öll greiðaverk Árna.

Stundum hefur hann aðeins fengið bágt fyrir greiðvikni sína og hjálpsemi.  

Árni J. er einn af gömlu fyrirgreiðslupólitíkusakynslóðinni sem réði þingheimi fyrir 15 árum og höfðu gert frá því að þingið var endurstofnsett.

Að redda málningu á hús, grús í grunn, hellum í hlaðið eða tönnum upp í Gústa, þótti sjálfssögð fyrirgreiðsla sem aðeins öfundarmenn höfðu eitthvað við að athuga og þá aðeins í stuttan tíma, eða þar til metingurinn var jafnaður með einhverri reddingu fyrir þá.

Mér finnst það vel til fundið hjá Árna að sína hversu smásmugulegt fólk getur verið,  með því að taka  upp á eigin arma og kostnað,  að fegra heimili ókunnugs manns á Grænlandi þegar honum sjálfum var fyrir skömmu meinað um fáeinar móbergshellur til að fegra eigið heimili út í Vestmannaeyjum.


mbl.is Þingmenn máluðu húsið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvernig er þetta með vinstrigræna kappann.  Það hefur farið meiri málning á belginn á honum en húsið sjálft.

Reið hann kannski húsum í einhverri merkingu þess orðasambands.

marco (í táradalnum) (IP-tala skráð) 29.8.2010 kl. 11:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband