11.8.2010 | 00:40
Skammarlegar ofsóknir
Írönsk yfirvöld ásaka þau fyrir að njósna fyrir Ísrael. Þrjár konur og fjórir karlmenn, miðaldra íranskt fjölskyldufólk, voru sótt heim til sín um miðja nótt í Maí 2008 og hafa setið í fangelsi í rúm tvö ár. Nú hefur dómur loks verið kveðinn upp. Í 20 ár skulu þau dúsa í fangelsi.
Stjórnvöld í Íra hafa löngum haft horn í síðu stærsta minnihlutahópsins í landinu, Bahaía og ofsótt hann frá því að hann varð til 1844. Þetta Fólk tilheyrir honum.
Fangarnir Fariba Kamalabadi, Jamaloddin Khanjani, Afif Naeimi, Saeid Rezaie, Mahvash Sabet, Behrouz Tavakkoli og Vahid Tizfahm voru allir meðlimir þjóðarnefndar sem sinnti lágmarksþörfum baháí samfélagsins í Íran. Samfélagið telur um 300.000 meðlimi og er stærsti trúarminnihluti landsins.
Sjömenningarnir höfðu setið um 20 mánuði í fangelsi áður en þeir voru fyrst leiddir fyrir rétt 12. janúar síðastliðinn. Allan þann tíma fengu þeir að ræða við lögfræðing sinn í tæpa klukkustund.
Réttað hefur verið stuttlega yfir þeim fimm sinnum síðan en réttarhöldum lauk 14. júní. Baháíarnir voru m.a. ákærðir fyrir njósnir, áróðursstarfsemi gegn islam og stofnun ólöglegrar stjórnar. Öllum ákærum var undantekningarlaust vísað á bug.
Ekki snefill af sönnunargögnum var lagður fram við réttarhöld þeirra sem fóru fram fyrir luktum dyrum. Stjórnvöld voru heldur ekki að hafa fyrir því að tilkynna neinum um að þau hefðu hlotið dóm. Vitneskjan um dóminn barst í gegnum lögfræðing þeirra.
Mannréttindasamtök og stjórnvöld víða um heim, meðal annars mannréttindavakt Sameinuðu þjóðanna hafa fordæmt handtökurnar.
Bandaríkin skora á Írana að fresta aftökum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Trúmál og siðferði | Aukaflokkar: Mannréttindi, Trúmál, Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.