6.8.2010 | 17:13
Níu bloggsíðum lokað í kjölfar trúardeilna á blog.is
Svo virðist sem blog.is hafi loks tekist að þagga niður í Greflinum (Guðbergi Ísleifssyni) . Eins og bloggarar á þessum slóðum vita, var bloggsíðum hans lokað í kjölfarið á trúarrifrildi við Kristinn Theódórsson sem rekur trúarþrasvöll mikinn hér á blogginu.
Af blog.is var helst að skilja að Guðbergur væri tröllabloggari og því ekki húsum hæfur en skírskotaði þó að mestu til almennra notkunarreglna sem gilda á svæðinu.
Grefill undi lokununum illa og reyndi halda áfram bloggi í gegnum síðu félaga síns Kristjáns Sigurjónssonar. (Grefilinn sjálfur) Það endaði með að blog.is lokaði fyrir lánsíðuna og einnig einkasíðu Kristjáns, kiddi.blog.is. -
Guðbergur leitaði þá næst á náðir frænda síns, Steindórs Friðrikssonar sem aldrei hefur bloggað hér á blog.is og fékk hann til að opna síðuna ofbeldi.blog.is með það í huga að fjalla um Grefilsmálið.
Þeirri síðu var umsvifalaust lokað af blog.is.
Í þokkabót var svo lokað á ip tölu tölvu Guðbergs sem gerir honum ómögulegt að gera athugasemdir á blog.is úr henni.
Síðurnar sem blog.is hefur lokað vegna Grefils eru því nú orðnar níu, sex á kennitölu Guðbergs sjálfs, tvær á kennitölu félaga hans Kristjáns og eina á kennitölu frændans, Steindóri.
Guðbergur segir að persónulega hafi sér ekki borist viðvaranir eða neinar skýringar frá blog.is um ástæður fyrir lokuninni.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Fjölmiðlar, Trúmál | Breytt 10.8.2010 kl. 15:25 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Check this out
Efni
Tenglar
Gott að vita
- Origins Of Conflict In The Middle East: Afar góð grein um atriði sögunnar sem sjaldan er fjallað um
- HÆTTULEGAR HUGMYNDIR
- Knattleikur, helg Íþrótt? Frábær síða um uppruna "Knattsleiks eða Íshokkí"
- Rökvillur og samræðubrellur Greinargóð lýsing á helstu rökvillum og samræðubrellum
- Stjórnarskrá Íslands Stjórnarskrá
- Af hverju hata þeir okkur? Jihad í nútímasögu íslam og Mið-Austurlanda Magnús Þorkell Bernharðsson
- Fasistar og hálfvitar
ELDRI FÆRSLUR
- Ef til er Guð, hver skapaði þá Guð?
- Kom Kristur árið 1844?
- Email að handan
- Stighækkandi opinberun, tengslin milli manna og Guðs samkvæmt Bahai kenningum
- Matthías Jochumsson og hinn persneski Messías
- Gyðinglegur uppruni landvætta og skjaldarmerkis Íslendinga
- Orð sem vert er að kunna skil á
- Guð er Allah - Allah is God - God est Theos - Hvaða tungumál talar þú?
- Tahirih
- Kahlil Gibran og Bahai trúin
- http://
Myndbönd
Bloggvinir
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Fanney Amelía Guðjonsson
- Dagný
- Sigrún Jónsdóttir
- Anna Einarsdóttir
- Anna Gísladóttir
- Arnar Pálsson
- Arinbjörn Kúld
- Ketill Sigurjónsson
- Sóldís Fjóla Karlsdóttir
- Egill Bjarnason
- Baldur Kristjánsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Bjarni Harðarson
- Sigurbjörn Friðriksson
- Anna
- Gunnhildur Sigurjónsdóttir
- Guðmundur Ásgeirsson
- BookIceland
- brahim
- Charles Robert Onken
- Hannes
- Tryggvi Hjaltason
- Anna S. Árnadóttir
- Hrannar Baldursson
- Dúa
- Drífa Kristjánsdóttir
- Edda Agnarsdóttir
- Viðar Eggertsson
- Einar G. Harðarson
- Erla J. Steingrímsdóttir
- Eskil
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Eydís Hentze Pétursdóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Finnur Bárðarson
- Fjarki
- Árni Karl Ellertsson
- Púkinn
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Brattur
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Guðmundur Pálsson
- Graceperla
- Grétar Mar Jónsson
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Guðjón Ó.
- Guðmundur Júlíusson
- Gulli litli
- Gylfi Guðmundsson
- Halla Rut
- Hallmundur Kristinsson
- Haraldur Rafn Ingvason
- Þorkell Sigurjónsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Aðalheiður Haraldsdóttir
- Ómar Bjarki Kristjánsson
- Kaleb Joshua
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Himmalingur
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Sigga Hjólína
- Bókaútgáfan Hólar
- Hólmdís Hjartardóttir
- Höskuldur Búi Jónsson
- Hrafn Andrés Harðarson
- Óskar Steinn Gestsson
- Hugrún Jónsdóttir
- Óskar Arnórsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Svava frá Strandbergi
- Kári Gautason
- Jón Baldur Lorange
- Já Ísland
- Jakob S Jónsson
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Jens Guð
- Jóhann G. Frímann
- Jóhannes Þór Skúlason
- Jóna Á. Gísladóttir
- Jonni
- Jón
- Bergur Thorberg
- Kalikles
- ÞJÓÐARSÁLIN
- Hjalti Tómasson
- kiza
- Sólveig Klara Káradóttir
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Hrafnhildur Þórarinsdóttir
- Kristberg Snjólfsson
- Kolbrún Hilmars
- Kristinn Theódórsson
- Heimir Eyvindarson
- OM
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Leikhópurinn Lotta
- SeeingRed
- Lýður Pálsson
- Lýður Árnason
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Marinó G. Njálsson
- Marinó Már Marinósson
- Magnús Bergsson
- Mofi
- Guðbjörg Hrafnsdóttir
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Nexa
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Aðalsteinn Baldursson
- Jón Svavarsson
- Páll Vilhjálmsson
- Sandra María Sigurðardóttir
- Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Heimir Tómasson
- Róbert Tómasson
- Sæmundur Bjarnason
- Fullt nafn
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sammý
- Sigurður Fannar Guðmundsson
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigurður Ingólfsson
- Sigþrúður Pálsdóttir
- Sigurveig Eysteins
- Sigurður Jónsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Auðun Gíslason
- Óskar Þorkelsson
- Helga skjol
- Gunnar Skúli Ármannsson
- hilmar jónsson
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Þorsteinn Briem
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Grétar Eiríksson
- Sigurður Árnason
- Svala Jónsdóttir
- Svartagall
- Óskar Helgi Helgason
- TARA
- Þarfagreinir
- Þór Saari
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Þórdís Bachmann
- Þór Ludwig Stiefel TORA
- Sigurður Rósant
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Eiríkur Ingvar Ingvarsson
- Andrea
- Villi Asgeirsson
- Vilhjálmur Árnason
- Margrét Sigurðardóttir
- Zaraþústra
- Zedith
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Steinþór Ásgeirsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 786804
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 13
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hvað er það sem Grefill á að hafa gert til að verðskulda þessa meðferð? Það er greinlegt að hann hefur haft einhverjar upplýsingar um málið sem blog.is vildi ekki að honum tækist að koma frá sér. Hvaða ástæður aðrar geta verið fyrir því að svona brögðum beitt til að þagga niður í mönnum?
Snorri Sveinn (IP-tala skráð) 6.8.2010 kl. 18:33
Ég hef enga trú á að það sé verið að þagga niður í Grefli vegna þess að hann býr yfir einhverri vitneskju sem hann hefur ekki fengið tækifæri til að koma á framfæri. Mér finnst eins og Grefill fari einfaldlega í taugarnar á þeim hjá blog.is. svona eins og gestur sem mikið hefur farið fyrir í boðinu, er vísað á dyr, en reynir að komast aftur inn um gluggann.
Svanur Gísli Þorkelsson, 6.8.2010 kl. 19:22
Gæti verið. Þekki ekki alla málavöxtu. En þyrfti þá ekki að bæta þessu inn í notendaskilmálana ... "Þoli starfsmenn blog.is viðkomandi bloggara ekki af hvaða ástæðu sem er, geta þeir án viðvörunar eða fullnægjandi skýringa lokað bloggi hans, svo og vina hans og ættmenna, líka án nokrurra viðvöruna eða skýringa."
Snorri Sveinn (IP-tala skráð) 6.8.2010 kl. 20:33
Jú, það yrði að vera nokkurn veginn þannig.
Svanur Gísli Þorkelsson, 6.8.2010 kl. 20:52
Þetta er farið að líkjast Sænsku bloggunum- Censur, censur og meiri censur ef það er ekki pólutískt korekt og boðar ekki "rétta" sannleikann til lesandans. Fólk verður að vera meðvitað.
V. Jóhannsson (IP-tala skráð) 6.8.2010 kl. 22:54
Kannski hafa bloggumsjónarmenn keypt "leiðindaskjóðu" Grefilsins og ákveðið í leiðindum að loka síðuni? þeir hljóta að ranka við sér og opna fyrir Grefilinn að lokum!!
Guðmundur Júlíusson, 7.8.2010 kl. 00:02
Ég viðurkenni að að ég er pínu pirraður yfir þessari hegðun blog.is
Mér hefur fundist þetta hið einkennilegasta mál, þeas. Grefils og K. Th málið, og þó fleiri hafi lent í moð-þrasi við trúleysingja þá hafa þeir hinir sömu ekki verið bannaðir (að mínu viti).
Reynir örugglega á þolrifinr að "þrasa" við einhvern einstakling en fá á móti holskeflu af mótbárum sem ganga mest útá útúrsnúning og yfirklór. Að ekki sé minnst á þegar "hópurinn" setur sig á hærri vitsmunalegri stall en viðmælendur og með svörum gera lítið ír vitmunum þeirra. (hefur verið mín tilfinning þegar les svör þessara aðila)
Við lestur reglna blog.is þá er erfitt að sjá hvar brot Grefils liggja nema, eins og þú tekur fram, að nokkurs konar pirringur sé í gangi hjá umsjónamönnum bloggsins.
Þó verður að segjast, frá mínu áliti, að ásökun um "tröllun" (sem 'nota-bene' er ásökun á Grefil sem kemur að mestu frá trúleysingjum) er eiginlega það sem ég hef álitið þeirra framlegð í margar umræður.
Ignito, 7.8.2010 kl. 01:02
Blog.is er sem sagt lögreglan, rannsakandinn, ákæruvaldið, saksóknarinn, dómarinn og böðullinn og áskilur sér rétt til að beita þessu valdi sínu í þessari röð án þess að sá ákærði eða nokkur á hans vegum fái að mótmæla, hvað þá verjast. Og dómurinn er endanlegur.
Það setur að manni nettan hroll.
Snorri Sveinn (IP-tala skráð) 7.8.2010 kl. 02:19
Ég verð að viðurkenna að miðað við margt það sem sumir bloggarar láta frá sér fara þá finnst mér ekki næginleg ástæða mbl.is til að útiloka einn mann á þennan hátt. Hver og einn bloggari ræður auðvitað hvejir koma inn á hans síðu svo það ætti að vera nóg.
Lýsingin sem þú notar Svanur um pirrandi gestinn í parýinu er svona það sem ég hef hugsað. Ég hef reyndar sagt DoctorE að ég hafi neyðst til að loka á hann á mínu bloggi af nákvæmlega þessari ástæðu. það var ekki vegna þess að ég þyldi ekki hans umræðustíl eða árásir hans heldur fannst mér hann leiðinlegur við viðmælendur mína og þeir áttu það til að flýja umræður þegar hann kom inn í þær - oft með innlegg sem voru alveg út úr kú og ómálefnaleg.
--
Kristinn kvartaði undan Grefli við mbl.is hann hefur viðurkennt það. Einu sinni fékk ég hótun um að ef ég breytti ekki fyrirsögn á blogginu mínu þá yrði kvartað undan mér við mbl.is - ég tók það blogg út enda nennti ég ekki neinu stríðsbrölti við menn útí bæ, en það sem var athugunarvert var að þar fór einmitt maður sem hefur farið mikinn gegn trúmálum og verið býsna hvass við marga einstaklinga og gagnvart lífsskoðunum þeirra.
Mér finnst að fólk þurfi aðeins að líta í eigin barm og á eigin framgöngu og skoða hvort að þeir séu of fókuseraðir á flísina í auga bróður síns en sjái ekki bjálkann í eigin auga. Ég er ekki að segja að það sé réttlátt sem t.d. Grefill sagði um Kristin, en Kristinn hefur margoft skrifað eineltisblogg, eins og hann kallar þau sjálfur og tekið menn fyrir og svo hafa skoðanabræður komið inn og tekið undir kórinn.
Einhverju/m eineltisbloggum hefur hann eytt út.
Dæmi um það hvernig hann hefur tekið mann fyrir eru umræður um meintan óheiðarleika séra Kristins Jens Sigurþórssonar og íað að siðblindu einnig.
Ekki veit ég hvort að Kristinn Jens hefur einhvern tímann kvartað við mbl.is en tilefnið hefur mér þótt ærið.
Hér eru nokkur "klip" úr umræðum:
"Ef það er eitthvað eitt hægt að segja um séra Kristinn Jens Sigurþórsson, þá er það sú augljósa staðreynd að maðurinn er einstaklega óheiðarlegur."
Matthías Ásgeirsson, 11.5.2010 kl. 08:59"
"Presturinn er óheiðarlegur í rökræðum.
Kristinn Theódórsson, 11.5.2010 kl. 10:49"
" Séra Kristinn er botnlaust óheiðarlegur, ósköp svipað og Mofi.
Theódór Gunnarsson, 11.5.2010 kl. 15:00"
Annars má finna dæmi um þetta á fleiri stöðum, en þessi ummæli eru tekin úr þessu bloggi: http://kt.blog.is/blog/kt/entry/1053704/
Það sem virðist stundum gerast í samræðum á bloggi er að umræðan hættir að vera rökræða, heldur fer að snúast um persónu manna og taka menn sér það misnærri sér.
Ef að menn eru ósammála eða finnst rökræðan léleg, þá verða þeir bara að frábiðja sér rökræðuna en ekki fara út í nafnaköll eða úthrópanir á persónu viðkomandi, sem endar þá - já, kannski með ósköpum.
Jóhanna Magnúsdóttir, 7.8.2010 kl. 08:43
Vegna þess sem þú segir hér, Jóhanna, vil ég benda þér á að lesa aðdragandann að því að við Kristinn fórum í "one-on-one"-umræðuna.
Þetta er stytt og breytt útgáfa ... orginallinn er hér, komment #1.
----------------------------
Sæll, Kristinn.
Við erum að tala um umræðuna sjálfa, þ.e. umræðu um trú annars vegar og trúleysi hins vegar.
Við erum að tala um að þessi umræða fari oft niður á lágt plan vegna þess að menn eru alls ekki sammála um hvernig beri að skilgreina hugtökin trú og trúleysi.
Þess vegna fara menn alltaf, á einhverju stigi umræðunnar, að þrasa um þessar skilgreiningar í stað þess að ræða um sjálfa trúna og sjálft trúleysið.
Þetta þras er hins vegar yfirmáta heimskulegt því báðum aðilum ætti að vera ljóst að þegar annar aðilinn sér bláan bolta en hinn aðilinn sér rauðan bolta þá fari umræðan alltaf út í móa ef deila á um hvort boltinn sé blár eða rauður.
Til að ræða málin almennilega, þ.e. trú og trúleysi, þá VERÐA núna báðir aðilar þeirrar umræðu sem til dæmis fór fram hjá Hrannari að koma sér saman um hvernig þeir eiga að túlka hugtökin trú og trúleysi.
Að öðrum kosti munu "trúaðir" og "trúlausir" aldrei geta rætt þessi mál af vandvirkni og virðingu, bæði fyrir hver öðrum og fyrir málefninu sjálfu.
Frá mínum bæjardyrum séð þá snýst vandamálið um þetta:
Í þau örfáu skipti sem ég hef þorað (nennt) að blanda mér inn í trúarumræður hér á blogginu þá fæ ég alveg um leið það "attitude" frá vantrúarmönnum og þeim sem skilgreina sig trúlausa að ef ég er ekki alveg sammála þeirra rökum og viðhorfum 100%, þá hljóti ég að vera "trúaður".
Og það er alveg ljóst að skilningurinn sem þeir leggja í orðið "trúaður" er að sá trúaði hljóti þá - fyrst hann er trúaður (þ.e. ekki trúlaus eins og þeir) - að trúa á alls konar vitleysu eins og upprisu, meyfæðingu, að einhver hafi skapað alheiminn á sjö dögum og svo framvegis.
Þar með hljóti hann líka að vera hálfviti ... eða a.m.k. ekki mjög gáfaður.
Þetta er "attitude"-ið sem ég fæ a.m.k. um leið og ég lýsi þeirri skoðun minni að "trúleysi" sé í rauninni trú, bara ekki eins trú og sú sem vantrúarmenn skilgreina.
Á þetta vilja vantrúarmenn alls ekki fallast ... að láta það einu sinni út úr sér að trúleysi sé trú ...Boing ... maður er kominn með stimpil á ennið.
A-S-N-I stendur á því stórum stöfum frá þeirra sjónarhóli séð.
Í svona umræðu verða menn alltaf að hafa það í huga ef þeir vilja að hún gangi upp og skili einhverju: Umræðan fer út um þúfur um leið og annar aðilinn fer að óvirða hinn aðilann persónulega. Þá fer allt í lok, lok og læs.
Í þeim efnum eru það nánast alltaf hinir "trúlausu" sem ríða á vaðið. Um leið og einhver segist trúa á "eitthvað" þá ráðast trúlausir á hann með alls konar stimplum, allt frá vandlætingu og upp í að vera samsekir morðingja, eins og DoktorE verður tíðrætt um.
Ég spyr mig: Hvað er að þessu liði, þessu "trúlausa" liði? Af hverju í ósköpunum finna þau öll fyrir þessari skyndilegu og svakalegu, persónulegu andúð í minn garð, bara af því að ég segist trúa á Guð? Samt nær mín trú ekki þangað að ég trúi "ævintýrunum" í biblíunni. Ég trúi ekki á upprisuna, meyfæðinguna, Nóaflóðið ... o.s.frv. heldur lít á þessar sögur sem dæmisögur og myndlíkingar, skrifaðar af mönnum en ekki Guði. Ég sé "Guð" frá allt öðrum sjónarhóli en þeir sem trúa að sögurnar í biblíunni hafi gerst í rauninni.Af hverju kemur enginn þeirra trúlausu og spyr kurteislega: Má ég biðja þig að skilgreina trú þína svo ég geti rætt við þig um hana frá sama sjónarhorni og þú sérð sérð hana - í stað þess að ráðast bara beint á mig fyrir að nefna Guð?
Af því þeim trúlausu dettur það ekki í hug. Frá sjónarhóli þeirra þá er trú bara eitt: Tóm vitleysa frá a til ö ... og þeir þá sjálfvirkt vitleysingar sem trúa.
Þar með er umræðan komin beint út í persónulegt skítkast.
Þetta er vandamálið í trúarumræðu hér á blogginu að mínu mati.
Grefill (IP-tala skráð) 7.8.2010 kl. 09:58
Langbest að blogga á blogspot.com eins og ég. Þar eru engin vandræði né vesen.
H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 7.8.2010 kl. 10:29
Segðu það bara eins og það er Jóhanna, þú ert að hanga í pilsfaldinum á honum Sússa... þó svo að þú sért búin að dissa ruglukollabókina að miklu leiti.
Þú og margir aðrir hreinlega þolið ekki að heyra að sögurnar um hann Sússa séu uppspuni frá a-ö... að meintur boðskapur hans sé ekkert annað en ógnir og terror.
Þetta er aðferðafræði þeirra sem þola ekki að heyra sannleikann :)
DoctorE (IP-tala skráð) 7.8.2010 kl. 11:28
lol þessi þráður verður fljótur að snúast upp í þras um trú vs. trúleysi :)
En bara til skilgreiningar, þá er trúleysi aldrei trú. Það að trúa ekki á eitthvað getur aldrei verið það sama og að trúa á eitthvað.
Reyndar eru til 2 gerðir af þeim "trúlausu", þ.e. þeir sem virkilega trúa því að guð sé bull og svo hinir (sem ég tel nú að séu í meirihluta) sem neita einfaldlega að trúa því. Hinir síðarnefndu eru trúlausir (hvað varðar guð í það minnsta), á meðan hinir eru vissulega trúaðir.
Svo er spurningin á hvorum hópnum menn lenda oftar þegar trúmál ber á góma :)
Davíð Oddsson, 7.8.2010 kl. 11:54
Ja, það sem læra ber af þessu er, að menn skulu fara varlega í að ræða við suma og jafnvel alveg sleppa því bara - þ.e. ef menn vilja á annað borð eiga blogg hér. Það virðist vera fyrsta ályktunin og í framhaldi er eðlilegt að draga þá ályktun að sumir hafi betri tengsl inná mbl.bloggstjórnunina en aðrir.
Það er bara þannig.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 7.8.2010 kl. 12:10
Ég held að það sem menn ættu að læra af þessu, er að menn ættu kannski að fá sér einn eða tvo kaffibolla og jafnvel að horfa á góða mynd, áður en menn setjast við bloggið sitt og ausa úr skálum reiði sinnar :)
Þó mér finnist nú reyndar full hart fram gengið gagnvart Greflinum, þá var það samt ekki alveg tilhæfulaust.
Davíð Oddsson, 7.8.2010 kl. 12:16
Davíð, það var víst alveg tilhæfulaust að lokað var á mig ... nema frá þeim sjónarhóli að ef ég átti það skilið að lokað væri á mig, þá væri hægt að loka fullt af bloggsíðum á nákvæmlega sömu forsendum, þar á meðal þeirra sem ég var að deila við.
Ég gerði ekkert sem var verra en það sem þeir gerðu og ekkert sem var verra en fjölmargir aðrir hafa gert.
Grefill (IP-tala skráð) 7.8.2010 kl. 12:26
ég trúi á upprisu Grefils
hart finnst mér að honum vegið af stjórnendum blog.is.
Það er einfaldlega pirrandi fyrir marga, þegar menn/konur koma fram með rök.
ég er hvorki sammála né ósammála honum, nema bæði og.
blog.is verður einfaldlega að sætta sig við það að sumir skrifa meira og sumir minna. Ef um refsivert athæfi er talið að ræða er hægt að snúa sér að dómstólum.
Annars finnst mér þessi umræða núna um trú/trúleysi einungis áhugaverð því hún sýnir ákveðnar "taktíkur" í rökræðu, rökleysu og hegðun þeirra hópa sem aðhyllast öðru hvoru hvort tveggja og allt eða ekkert þar á milli.
Valgeir (IP-tala skráð) 7.8.2010 kl. 12:39
Sæll Grefill. Ég sagði ekki að þú hefðir átt lokunina skilið, ég benti bara á að hún var ekki alveg tilefnislaust. Mér hefði nú fundist nægjanlegt hjá blog.is að biðja þig að "slaka aðeins á" bara í stað þess að loka á þig.
Persónulega þykir mér missir af þér á blog.is, þar sem ég hafði mjög gaman af því að lesa skrifin þín. Vonandi opna þeir á þig aftur.
Davíð Oddsson, 7.8.2010 kl. 12:46
Heitir hann ekki guðbergur ísleifsson. Þú skrifar nefnilega Ísleifur.
Brynjar Jóhannsson, 7.8.2010 kl. 14:00
Þakka þér fyrir. Það eu enn dálítil fúlheit í manni út af þessu.
Grefill (IP-tala skráð) 7.8.2010 kl. 14:03
Ég myndi ráðleggja Greflinum að opna bara Wordpress-blogg. Þangað nær hrammur Árvakurs ekki.
Theódór Norðkvist, 7.8.2010 kl. 14:39
Theódór: Er að setja það upp, þ.e. Wordpressblogg!
Svanur, það er rétt hjá Brynjari, þú kallar mig Ísleif nokkrum sinnum, en hann var og er pabbi minn. Ég heiti Guðbergur.
Grefill (IP-tala skráð) 7.8.2010 kl. 14:48
Mér fannst Grefilsbloggið þrælskemmtilegt og sakna þess héðan.
Hæ Grefill. Vinsamlegast láttu okkur fá slóðina á nýja bloggið þitt þegar það verður tilbúið.
Mbk
Kama Sutra, 7.8.2010 kl. 20:07
Sæl Jóhanna, það er aldeilis að þú hefur ákveðið að gera grein fyrir mér og minni hegðun, hér á bloggi Svans.
En það er ekkert að því, ég hef ekkert á móti gagnrýni á mig sem er fólgin í meiru en staðlausum upphrópunum. Ég tel að ég hafi rekið mig á að þið KJS þekkist, svo það er auk þess ekki óeðlilegt að þú takir að þér að verja hann dálítið.
Ég benti á að skrif hans væru komin langt út fyrir velsæmismörk og óskaði eftir því að færslurnar um mig yrðu teknar út, því hann sinnti því ekki sjálfur þegar ég bað hann að nota um mig aðeins minni orð en siðlausan, net-ofbeldismann og mannorðsmorðingja. Þetta eru orð sem gefa til kynna ofbeldi gagnvart öðru fólki og það er allt annað en að kalla menn t.d. fífl, bjána eða lygara.
-
En þetta er mjög einfalt, Jóhanna. Ég hef alveg verið dónalegur og harkalegur. En ég hef ekki notað svona stór orð um neinn, hvað þá trekk í trekk í fyrirsögnum og greinum ásamt fullum nöfnum þeirra og ég hef auk þess aldrei neitað að verða við því að draga úr slíkri orðnotkun í greinum og fyrirsögnum sé þess óskað.
Það geta allir skrifað eitthvað í reiði og gert mistök. En að sjá ekkert að svona málflutningi og neita að leiðrétta hann er málið sem hér um ræðir og það er ég ekki sekur um og því algjör óþarfi að vera að bera hegðun mína saman við hegðun Grefils. Hefði hann einfaldlega fallist á að draga aðeins úr ósómanum væri hann ennþá að hatast út í mig á blogginu sínu og það væri bara í fínu lagi. Hann má alveg hata mig, karlinn.
Séra KJS má alveg biðja mig að eyða einhverjum orðum úr færslum mínum um hann eða mlda og þá verð ég líklega bara við því. En hann veit alveg upp á sig sökina Grúturinn sá, enda hefur hann ekkert kvartað. Hann er oft ansi fýldur gaur þegar hann þvælist um undir dulnefnum og veit vel sjálfur að hann á skensið skilið - enda reyndar ekki um orð eins og ofbeld og morð að ræða.
Kristinn Theódórsson, 8.8.2010 kl. 00:03
Veistu mér er alveg sama hvað gerðist ykkar á milli Grefillsins og hins aðilans.
Það er undir öllum kringumstæðum algjörlega ÓAFSAKANLEGT að eyða eða loka af notanda. Þ.e ef hann er ekki að bróta nein lög. Mál- og tjáningarfrelsi er tryggt í stjórnarskrá Íslands og einnig í mannréttindasáttmála sameinuðu þjóðanna.
Það er jú takmörk á þessu frelsi en það er aðeins ef manneskjan er að vinna eða gera eitthvað gegn frelsis hins aðilans. Þá eru t.d persónuárásir ekki löglegar né rasismi.
Vísindavefurinn tekur nokkuð vel á þessu máli http://visindavefur.hi.is/svar.asp?id=2307
Blog.is gengur allt of langt með þessu!
jakob Ómarsson (IP-tala skráð) 8.8.2010 kl. 00:23
Jóhanna
Þetta er rétt hjá Kristinni og varðandi hans eineltisblogg þá fóru þau aldrei yfir strikið, ekki í mínu tilfelli alla. Hann t.d skrifaði eineltisblogg um mig en það féll um sig sjálft því ég nennti ekki að taka þátt í því - einfaldlega vegna þess að hann virtist ítrekað vera til í að túlka það sem ég sagði á sinn hátt í stað þess að skilja hvað ég raunverulega var að meina. Hitt er aftur á móti staðreynd að hann fór hvergi með neinar ærumeiðingar eða var með stóryrði í minn garð. Hann gagnríndi mig aðeins efnislega og á því er reginn munur og að skrifa aftur ítrekað róg sem er ekki á rökum reistur. En það gerði Grefill sig sekan um.
Þar að auki voru ásakanir um að Kristinn hafi reynt að falsa umræðunar bara kostulegur brandari eða þess eðlis að ég hálf vorkenni Grefilli, því þar fór hann algjörlega yfir strikið.
Brynjar Jóhannsson, 8.8.2010 kl. 04:00
Takk fyrir þetta Brynjar
Hvað ertu að bulla, Jakob? Blog.is er með notendaskilmála sem notendur samþykkja með því að blogga hér. Samkvæmt þeim skilmálum mega þeir loka á blogg þyki þau fara yfir strikið og blog.is ákvarðar hvað þykir vera yfir strikið.
Ekkert að þessu, þótt hugmyndir um algjört málfrelsi séu vissulega góðra gjalda verðar. Þetta er bara ekki opinbert fyrirtæki og ekki almennar reglur sem gilda, heldur reglur blog.is.
Kristinn Theódórsson, 8.8.2010 kl. 07:41
Ég verð að svara þessu.
Brynjar: Ég skrifaði engan róg um Kristinn og sú staðreynd að hann falsaði umræðuna eftir á til að reyna að láta líta svo út fyrir að ég hefði yfirgefið hana en ekki hann er enginn brandari, heldur grafalvarlegt mál.
Atburðarásin:
1. Ég og Kristinn komumst að samkomulagi um að fara í umræðu um trúmál.
2. Sett er upp form og reglur sem fara skal eftir. Kristinn segir mér að semja reglurnar. Ég geri það. Kristinn gerir athugasemdir og breytir dálitlu með mínu samþykki.
3. Form umræðunnar er klárt og reglurnar líka.
4. Umræðan hefst.
5. Áður en umræðan er hálfnuð ákveður Kristinn að draga sig úr henni þótt það sé skýlaust brot á reglunum þar sem sagði að báðir aðilar ættu að fá að ljúka sínu máli til fulls.
6. Kristinn þykist vilja leyfa mér að halda áfram þótt hann sé hættur, en hefur svo þráðinn opinn fyrir alla þótt það sé líka skýlaust brot á reglunum.
7. Ég bið Kristinn að standa við ritstjórnarlega ábyrgð sína og fjarlægja athugasemdir annarra svo ég geti haldið áfram með mitt mál.
8. Kristinn neitar að verða við því og er þar með að þverbrjóta reglurnar sem hann hafði samþykkt.
9. Ég segi mig frá umræðunni. Umræðunni er lokið.
10. Kristinn falsar umræðuna nokkrum klukkustundum síðar.
11. Kristinn tilkynnir öllum að ég hafi hlaupist frá umræðunni.
12. Ég segi Kristni að hann muni ekki komast upp með að falsa umræðuna svona eftirá og ljúga síðan upp á mig á þennan hátt.
13. Kristinn viðurkennir hvorki að hafa falsað umræðuna né lokið henni.
14. Ég sýni Kristni að ég á afrit af umræðunni eins og hún var fyrir fölsun.
15. Kristinn sér að hann kemst ekki upp með fölsunina og breytir öllu til baka. Við þetta dettur stór hluti kommenta úr því samhengi sem þau höfðu verið í.
16. Ég ásaka Kristinn um:
Svik = fyrir að svíkja mig og fara ekki eftir reglum umræðunnar.
Fölsun = Fyrir að falsa umræðuna.
Lygi = Fyrir að viðurkenna ekki sök sína.
Tilraun til mannorðsmorðs = Fyrir að dreifa þeirri lygi og fölsun að ég hafi hlaupist á brott frá umræðunni.
17. Ég verð fyrir stanslausum árásum Vantrúarliðsins og Kristins á mínum eigin síðum.
18. Kristinn kvartar um orðanotkun mína sem var ekkert nema sannleikur málsins.
19. Síðunum mínum er lokað.
20. Mikið rifrildi fer af stað á mörgum síðum.
21. Ég og Kristinn náum samkomulagi um að láta málið niður falla.
22. Kristinn svíkur samkomulagið nánast strax.
23. Gerð er síðasta tilraun til að ná sáttum. Það tekst ekki.
24. Ég geri Kristni skýrt lokatilboð. Hann fer undan í flæmingi.
25. Ég dreg mig út.
Brynjar ... þú segir að ásakanir mínar um fölsun eigi ekki við rök að styðjast.
Hér er tilboð til þín: Annað hvort kemur þú til mín eða ég til þín og þú leyfir mér að sýna þér hvernig málið lítur út frá mínum sjónarhóli. Það tekur mig bara nokkrar mínútur að sýna þér um hvað málið snýst.
Síðan skaltu koma aftur á þennan þráð og greina frá niðurstöðu þinni.
Tekurðu því tilboði?
Ath.: Þetta tilboð stendur fyrir hvern sem er og vill kynna sér sannleika málsins í eitt skipti fyrir öll þannig að allar getgátur séu úr sögunni. Ég skal hlíta niðurstöðu hvers sem er en ekki fyrr en hann/hún hefur leyft mér að flytja mál mitt.
Grefill (IP-tala skráð) 8.8.2010 kl. 08:50
ps.: ég gerði Kristni tilboð um að fá óvilhallan aðila til að dæma um hvort hann hefði falsað umræðuna eða ekki. Þessu tilboði þorir Kristinn ekki að taka því hann veit að ég hef rétt fyrir mér.
Grefill (IP-tala skráð) 8.8.2010 kl. 08:56
Jóhanna Magnúsdóttir: Ég bið þig um að hitta mig og leyfa mér að sýna þér málavexti. Þú segist ekki þola ofbeldi og hvers konar kúgun og óvirðingu náunga gegn náunga.
Leyfðu mér að sýna þér mína hlið á málinu og ég treysti þér til að dæma um það þannig að því ljúki.
Grefill (IP-tala skráð) 8.8.2010 kl. 09:02
Þessi undarlega lýsing Guðbergs á atburðarásinni er vægast sagt hlutdræg. Henni er rétt lýst hér í innleggi #105 - takið eftir því að aðeins ég veit hver ásetningur minn var, það veit Guðbergur ekki og getur ekkert sannað um.
En þess utan þá var þessi tittlingaskítur þess eðlis að Guðbergur hefði bara getað leiðrétt hann, í stað þess að fárast, og þetta var auk þess ekkert mannorðsmorð á honum og enginn spáði neitt í þetta bull fyrr en hann fór sjálfur að vekja á þessu eins mikla athygli og hægt var.
Þetta er í alla staði hlægileg mýfluga um ekki neitt sem Guðbergur getur ekki einu sinni sannað að hafi verið viljandi gerð og hann vakti sjálfir svo mikla athygli á og argaðist svo mikið yfir að það er ekki aftur snúið fyrir hann.
Kostuleg vitleysa bara.
Og síðan talar Guðbergur alltaf um mig í sömu andrá og einhverja stráka sem voru að rífa kjaft við hann. Sjálfur hef ég aldrei hallmælt honum og geri hann ekki ábyrgan fyrir svívirðilegum innleggjum vina sinna og frænda, þótt hann geri mig alltaf ábyrgan fyrir innleggjum annarra.
Ég er sekur um að hafa endað leiðinlegar umræður og að hafa strítt Guðbergi aðeins með að hann hefði ekki rökin sem hann lofaði okkur. Hitt er allt misskilningur og pjatt. ómerkilegur útúrsnúningur á bulli sem ekkert var.
Kristinn Theódórsson, 8.8.2010 kl. 11:32
Ég stend við það að ef Brynjar eða Jóhanna (eða einhver) vill gefa mér séns og hitta mig þá skal ég sýna þeim fram á að það sem ég segi er sannleikur og sanna með óyggjandi sönnunargögnum svo ekki verður um villst að það var rakinn ásetningur Kristins að falsa umræðuna og koma síðan höggi á mig með fölsun sinni.
Takið eftir að Kristinn ljær ekki máls á því að leggja þetta í dóm óvilhalls aðila til að fá endanlega niðurstöðu. Ástæðan er að hann veit að ég ég get sannað mitt mál.
Þess í stað heldur Kristinn áfram sama bullinu í þeirri von að hann nái að segja lygina svo oft að honum verði trúað.
Mitt tilboð: Gefið mér hálftíma til að sýna ykkur sönnunargögn mín í eigin persónu. Ef úrskurður ykkar eftir það er að ég hafi rangt fyrir mér þá skal ég gangast undir þann úrskurð, biðja Kristinn afsökunar á "tittlingaskítnum" og aldrei minnast á málið framar.
Hafi Kristinn rétt en ekki ég fyrir sér, þá ætti hann að fagna því að fá bara endanlega niðurstöðu í málið svo hægt sé að ljúka því endanlega.
Grefill (IP-tala skráð) 8.8.2010 kl. 12:18
Svanur: Getur þú bara ekki auglýst eftir einhverjum góðum manni eða konu sem vill taka að sér að dæma í málinu þannig að því ljúki? Algjört skilyrði af minni hálfu er að viðkomandi sé hlutlaus og geti hitt mig til að leyfa mér að flytja mitt mál í 30 mínútur og leggja fram sönnunargögn.
Grefill (IP-tala skráð) 8.8.2010 kl. 12:27
Guðbergur þú leggur svo lágt að þú tekur ættingja með þér í þetta.
Svo ertu með þetta nafnkall. Kallar aðra með skítakast þegar þú hegða þér nákvæmlega eins hræsnari. Kallar Vantrú bókstaftrúarfólk án þess að hafa hugmynd hvað það þýðir. Þér hefur ekki tekst að rökstyðja neitt sem þú hefur sagt um Vantrú eða aðra hlut.
Arnar (IP-tala skráð) 8.8.2010 kl. 12:40
Nú má búast við að fleiri svona komment komi inn frá mönnum Kristins. Allt kapp skal lagt á alls konar ósannar dylgjur til að koma í veg fyrir að málið fari í dóm óhlutdrægs aðila.
Grefill (IP-tala skráð) 8.8.2010 kl. 12:48
Ég er ekki í Vantrú né maður Kristins. Hvorki þú né Kristinn vinni í þessu málum. Ef síðan þín væri opnuð sem ég og aðrir trúleysingar eru hlynntir gætum við sé hvað þú hefur skrifað : til vantrúarúlfar og fleira. Eini sem er að segja ósannir ertu þú.
Arnar (IP-tala skráð) 8.8.2010 kl. 12:55
Ef Kristinn og menn hans væru ærlegir og vildu að sannleikur málsins yrði öllum ljós þá myndu þeir fagna því og styðja að málið yrði lagt fyrir óvilhallan dóm í stað þess að halda dylgjunum bara áfram eins og þessi Arnar hér fyrir ofan er að reyna að gera.
Grefill (IP-tala skráð) 8.8.2010 kl. 13:06
Farið í skæri blað og steinn.
Arnar (IP-tala skráð) 8.8.2010 kl. 13:26
"Samkvæmt þeim skilmálum mega þeir loka á blogg þyki þau fara yfir strikið og blog.is ákvarðar hvað þykir vera yfir strikið."
Og finnst þér það í lagi? Að þeir geta ákveðið hvað sé í lagi og hvað ekki. Hvaða skoðanir og hverjar ekki? Eina sem þeir tala um er að hann Grefill hafi verið of persónulegur í árásum sínum, en það hafa margir aðrir gert, er það ekki? Þú verður að svara þessu. Ekki neina langloku, bara já eða nei.
"Málfrelsi eða tjáningarfrelsi eru þau mannréttindi að geta tjáð skoðanir sínar án ritskoðunar eða þvingana." - wikipedia
Þau á blog.is geta ekki gerst svo merkileg að vera ákæruvaldið, dómarinn og böðullinn. Það er ekki þeirra að dæma um hvað sé rangt og hvað ekki. Hann á þennan rétt og engin getur tekið hann frá honum, lög landsins eru hærri sett en notendaskilmálar blog.is.
jakob Ó (IP-tala skráð) 8.8.2010 kl. 13:48
Grefill.
Kristinn falsaði aldrei umræðunar. Honum varð kannski á mistök og það er allt annað mál. Hann hætti augljóslega í þessum rökræðum vegna þess að þú komst ekki með ein einustu rök og er ég varst stöðugt að draga umræðuna á langinn. þessvegna var tilgangslaust að ræða við þig og svo það sé á hreinu þá var hann var hvergi að ráðast að mannorði þínu en þú aftur á móti ferð þú offörum í ásökunum um hann. Að áfella manneskju um að hann sé mannorðmorðingi eða falsara er alvarlegt mál og klárlega brot á lögum. Þú virðist ekki skilja hvenær þú stígur yfir strikið. Þú ert greinilega að taka þessu of alvarlega. Enda eru hér aðeins munnhögg á bloggheimum og ekkert meira heldur en það. Þetta mál er stormur í vatnsglasi en fyrir þér er þetta heimstyrjöld.
Vertu nú góður við þig láttu mál linna. Það er enginn tilgangur að halda þessari sápuóperu áfram og þessi krossför þín á kristtinni hefur eingöngu endað á því að þú ert búinn að fá hvern einasta heilvita mann upp á móti þér.
lifðu heill og farðu vel með þig.
Brynjar Jóhannsson, 8.8.2010 kl. 14:03
Brynjar ég sé að þú vilt ekki að sannleikur málsins komi fram frekar en Kristinn. Ég mundi sannarlega vilja að Kristinn kærði mig fyrir ummæli mín um sig því þá gæfist mér tækifæri til að sanna mitt mál.
Ég er með borðleggjandi sannanir fyrir því að Kristinn falsaði umræðuna vísvitandi til að koma höggi á mig. Að þú viljir ekki sjá þær heldur halda þig við "hear-say" segir eiginlega allt um þína afstöðu.
Jóhanna, ef þú rekst hér inn þá er ég að vona að þú viljir sjá sannleikann í málinu.
Svanur: Hvernig líst þér á að auglýsa eftir hlutlausum dómara?
Grefill (IP-tala skráð) 8.8.2010 kl. 14:44
Jakob, þakka þér fyrir að benda á þetta. Það hef ég einnig gert. Blog.is lokar án viðvörunar á síðurnar mínar, síðu vinar míns og síðu fænda míns án nokkurra skýringa, aðeins ályktana út í loftið.
Þeir gefa hvorki mér, vini mínum né frænda eitt einasta tækifæri til að bera hönd fyrir höfuð okkar heldur taka það fram að lokunin sé endanleg og óhagganleg.
Síðan lokar blog.is á ip-töluna mína til að reyna að þagga alveg niður í mér.
Á meðan halda Kristinn og félagar áfram að níða mig og ljúga um mig og málið á sínum sínum og í kommentakerfi annarra.
Við það gerir blog.is enga athugasemd.
Hér er eitthvað meira en lítið skrítið í gangi.
Grefill (IP-tala skráð) 8.8.2010 kl. 15:02
Jakob
Ritstjórar allra miðla í einkaeigu áskilja sér rétt til að taka afstöðu til þess sem er birt í þeim, enda geta þeir lent í því að teljast ábyrgir fyrir skrifunum.
Ásakanir Grefils voru allt of geggjaðar og það sáu blog.is menn strax.
Guðbergur
Brynjar er með þetta. Þetta var ómerkilegt fjas á bloggsíðu og jafnvel þó þú hefðir rétt fyrir þér (sem þú hefur ekki) voru viðbrögðin gjörsamlega óréttlætanleg vitleysa. Það kallar það enginn net-ofbeldi og mannorðsmorð að koma illa út út einhverju þrasi á lítt lesinni bloggsíðu, hvort sem það fór fallega fram eða ekki. Þetta var ómerkilegt fjas og bara til gamans gert fyrir þá sem nenntu að taka þátt í því.
Ein færsla um hversu mikill bjáni ég er hefði verið í fínu lagi, en gífuryrðin voru svo stjórnlaus og ákafinn svo mikill að halda mætti að ég hefði kallað þig barnaníðing.
Reyndu nú að átta þig á því að málavextir skipta engu máli, umræðan var bull, fölsunin ekki merkileg og ekki gerð með vilja til að klekkja á þér og eftirleikurinn tómur skrípaleikur. Orðin áttu ekki rétt á sér, því þau voru of stór fyrir lítið ómerkilegt fjas og þú hefðir aldrei misst bloggin þín ef þú hefðir bara hunskast til að draga aðeins úr yfirlýsingunum eins og ég bað þig um.
Kallaðu mig asna og bjána, kallaðu þetta lygar og falsanir, nobody cares, en gleymdu því að kalla mig mannorðsmorðingja og ofbeldismann fyrir þetta hlægilega fjas, það gengur ekki upp, eins sýndi sig svo eftirminnilega og þar með er þetta útrætt.
Kristinn Theódórsson, 8.8.2010 kl. 15:11
Hættu nú að segja "Kristinn og félagar", Guðbergur. Hvaða ómerkilegheit eru þetta!? Ég hef aldrei nítt þig fyrir fimm aura og er ekki ábyrgur fyrir bullinu í öðrum. Reyndu nú að koma dálítið hreint til dyranna í þessari vitleysu.
Kristinn (ég) hefur aldrei sagt neitt ljótt um þig og er ekki að níða þig hér eða neins staðar.
Kristinn Theódórsson, 8.8.2010 kl. 15:16
Kristinn þó að þú sért að skrifa hér á blog.is þýðir það alls ekki að þú sért að skrifa fyrir morgunblaðið. Þeir bera engan vegin ábyrgð á því sem þú skrifar, það gerir þú og þú einn.
Í notendaskilmálum þeirra stendur orðrétt.
"Með því að staðfesta þessa skilmála er notandi að staðfesta að hann beri ábyrgð á öllum skrifum, myndbirtingum, myndbandabirtingum og öðru efni sem birtist á síðu hans. Óheimilt er að birta á síðum efni sem særir blygðunarsemi manna. Morgunblaðið ber á engan hátt ábyrgð á því sem notandi eða þeir sem heimsækja síðu notanda setja á síðu notanda."
Kristinn þú svaraðir ekki spurningunni minni.
"Eina sem þeir tala um er að hann Grefill hafi verið of persónulegur í árásum sínum, en það hafa margir aðrir gert, er það ekki?"
Einnig spurði ég þig hvort að þér finndist þessi fullyrðing þín í lagi?
"Samkvæmt þeim skilmálum mega þeir loka á blogg þyki þau fara yfir strikið og blog.is ákvarðar hvað þykir vera yfir strikið."
jakob (IP-tala skráð) 8.8.2010 kl. 15:46
Jakob
Lestu svar blog.is hér og skilmálana í heild hér.
Ég hef ekkert við þessar reglur að athuga. Ef ég hefði farið yfri strikið eins og Grefill gerði þá mætti blog.is klárlega loka á mig. Grefill var í tvígang búinn að fá óskir frá mér um að draga aðeins úr látunum - sem ég benti þeim á - en virti mig ekki viðlits.
Nei Grefill var ekki bara of persónulegur, hann var of stóryrtur og atgangurinn of öfkakenndur með 5-6 færslum um mig á nokkrum dögum. Þetta leit út eins og herferð byggð á rógburði og perósnulegu mati á ómerkilegu bulli - og var það.
En já, blog.is áskilur sér rétt til þess að loka síðum og til að gera það ef þeim þykja reglur brotnar. Það kemur fram í skilmálum og notendur eru hér frítt gegn því að sætta sig við þær reglur. Ég sé ekkert að þessu.
En ef þessir skilmálar væru ekki þarna og almenn lög giltu, væri klárlega hægt að ætlast til þess að dómsvöld skæru úr um svona nokkuð og allir kæmust að öðru leyti upp með að segja hvað sem er.
Kristinn Theódórsson, 8.8.2010 kl. 16:04
Borðliggjandi sannanir um að Kristinn hafi falsað samræðunar ? voðalega ertu dramatískur Greffill. Það er ekki eins og Kristinn hafi verið að falsa launaseðil til að svíkja undan skatti eða hafi falsað niðurstöður í prófi til að komast í gegnum Háskóla. Eina sem kristinn gerði var að taka upp einhverjar færslur út og trúi ég því ekki fyrir mitt litla líf að hann hafi gert það til þess að falsa þessar umræður.
Það vill nefnilega svo til að ég las yfir þessar umræður og höfum eitt á hreinu ég er trúaður á einhverskonar líf eftir dauðann. Kristinn hafði nákvæmlega enga ástæðu til þess að falsa þessar umræður vegna þess að hann er greinilega miklu betri í rökræðum en þú. Í raun er ég farin að hallast að því að þú hafir gert þér upp þessa skýringu vegna þess að þú vissir að þessi rökræða væri fyrir fram töpuð.
Þú baðst um hlutlausa skýringu og fékkst hana. Ég er bara að skoða hlutina raunsætt og reyna að sjá þetta eins og þetta kemur mér fyrir sýnir. þetta er ekkert nema stormur í vatnsglasi og er ég farinn að hallast að því að þetta er bara grín hjá þér. Einhvers konar gjörningur.
Brynjar Jóhannsson, 8.8.2010 kl. 16:13
Komið þið sæl,
Ég vil fyrst biðjast afsökunar á því að hafa rifið plástur af sárum sem líklegast hefði átt að fá að gróa í friði. Þ.e.a.s. þeim sárum sem mynduðust við rökræður Kristins og Grefils. Stundum er betra að skipta sér ekki af!
Fyrst er víst best að ég svari Kristni,
"Sæl Jóhanna, það er aldeilis að þú hefur ákveðið að gera grein fyrir mér og minni hegðun, hér á bloggi Svans."
Ég biðst aftur forláts, en mér fannst þetta bara nærtækasta dæmið til að sýna fram á að menn hafa gerst býsna persónulegir í gagnrýni án þess að lokað sé fyrir þá á blog.is
Ég þekki Kristinn Jens ekki mikið, ég gifti einu sinni með honum, þ.e.a.s. ég fékk að halda töluna yfir brúðhjónunum að þeirra ósk í kirkjunni, en hann sem vígður prestur sá um giftinguna - og í vetur bauð hann mér svo að flytja hugvekju á aðventukvöldi, þetta eru einu viðkynni okkar Kristins. En þau hafa kannski orðið til þess að skrif þín um hann vöktu athygli mína. Ég "þekki" þig í raun mun betur þó að við höfum aldrei hist!
Rétt er að taka fram að viðkynni okkar hafa verið góð og rökræður skemmtilegar þó að við höfum fjarri því alltaf verið sammála. Ég þekki þig það vel að ég tel líka að þú hafir ekki þörf fyrir að "falsa" rökræður og myndir ekki njóta þess að sigra í slíkum rökræðum á fölskum forsendum.
"Ég benti á að skrif hans væru komin langt út fyrir velsæmismörk og óskaði eftir því að færslurnar um mig yrðu teknar út, því hann sinnti því ekki sjálfur þegar ég bað hann að nota um mig aðeins minni orð en siðlausan, net-ofbeldismann og mannorðsmorðingja. Þetta eru orð sem gefa til kynna ofbeldi gagnvart öðru fólki og það er allt annað en að kalla menn t.d. fífl, bjána eða lygara."
Ég er algjörlega sammála því að slíkar upphrópanir eru engum til góðs og síst þeim sem hrópar. Ég er í raun ekki nægjanlega vel inni í þessu og hyggst ekki ganga lengra í því heldur, því að ég er með öðru vísi lausnir í huga.
Ég tel að í raun hafi hlutirnir farið algjörlega óvart úr böndunum, og það hafi enginn einbeittur "brotavilji" verið fyrir hendi.
Þess vegna tel ég tilgangslaust að vera að grafa í gögn, hvernig var þetta og hvernig var hitt, með einhvern Sherlock Holmes (þetta er til þín líka Guðbergur) en ég tel að þið báðir ættuð bara að brenna þessar brýr að baki og takast í hendur og horfa fram á veginn. Mér finnst jafnframt að blog.is ætti að opna aftur fyrir aðgang Grefils/Guðbergs. Auðvitað myndi hann lofa að láta þig í friði og ekki koma með svona yfirlýsingar aftur. Ég tel það hina skástu lausn.
Ég held að þið séuð báðir góðir gæjar, þó að einhver þrjóska sé á báða bóga. Sá vægir er vitið hefur meira, er mín uppáhaldssetning (þó að börnin mín séu búin að fá nóg af henni) og ef þið hafið báðir mikið vit - þá ætti þetta að ganga upp.
"Séra KJS má alveg biðja mig að eyða einhverjum orðum úr færslum mínum um hann eða mlda og þá verð ég líklega bara við því. En hann veit alveg upp á sig sökina Grúturinn sá, enda hefur hann ekkert kvartað. Hann er oft ansi fýldur gaur þegar hann þvælist um undir dulnefnum og veit vel sjálfur að hann á skensið skilið - enda reyndar ekki um orð eins og ofbeld og morð að ræða."
Ég hef aldrei rætt við sérann um þessi skrif og reyndar ekki sett mig inn í þau, en vissulega, eins og áður sagði - hefur mér þótt nóg um yfirlýsingar um hann af þinni hálfu og skoðanabræðra.
Skrifa næsta innlegg til Grefils/Guðbergs, en læt staðar numið í bili.
Jóhanna Magnúsdóttir, 8.8.2010 kl. 16:27
Grefill sagði að andstæðingar hans væru bjánar sem hefðu verið Punk'd! Að hann hefði staðið á bakvið gabbsíðuna kvak.blog.is og væri sjóaður í svona gríni.
Klárlega er mögulegt að maðurinn sé einhverskonar Silvía Nótt bloggsins og sitji heima hjá sér og hristist af hlátri.
Kristinn Theódórsson, 8.8.2010 kl. 16:30
Grefill/Guðbergur,
Eins og kom fram í mínu fyrra innleggi þá tel ég vonlaust að farið sé í einhvers konar leynilöggustarf vegna þessa máls.
Það varð eitthvað klúður - ég trúi því ekki upp á Kristin að það hafi verið viljandi, en ég trúi því að það hafi verið klúður. Þú taldir það vera viljandi og þér sárnaði það illilega að þú ákvaðst að taka Kristin fyrir og svo kom eitthvað skrítið blogg um að þú hefðir unnið í rökræðum og mynd af "loser" o.s.frv. sem mér fannst stórskrítið.
Þetta er bara það sem athygli mín beindist að. Ég viðurkenni alveg þessa úlfatilfinningu þegar margir vantrúarmenn koma í einu inn í þínar rökræður og ætla sér að "steikja" þig. Það getur verið hluti af þessu. Þeirra sannleikur er trúleysi og þeim finnst því að trú mín byggist á lygi. Það er a.m.k. mín upplifun. Annars ætlaði ég ekki að fara að tala um Vantrú hér, þetta beinist að samskiptum þín og Kristins - og þið tveir eigið að leysa þau en ekki ég eða blog.is þó að valdið sé vissulega hjá blog.is
Þú skrifar mjög sanngarnan texta hér í fyrsta innleggi þínu og yfirvegaðan - og þannig texta minnist ég að hafa lesið frá þér. En á mörgum öðrum stöðum kemur fram mjög mikil dramatík og upphrópanir - og reikna ég með því að það sé vegna særinda út í Kristin (og kannski fleiri).
Úti er sól, - var að koma úr langri göngu - látið nú bara sólina flæða um ykkur og hreinsa út ergelsið, báðir tveir og reynið að fyrirgefa hvorum öðrum. Þú hefur verið mun stóryrtari í garð Kristins en hann í þinn garð, en aftur á móti hefur þér þótt hann vera að fara illa með þig og vera óheiðarlegur. Það er það sem þú krefst rannsóknar á, en ég vil treysta Kristni til að vera heiðarlegur og mér sýnist hann hafa viðurkennt að hafa gert ýmis mistök í þessu samhengi. Er það ekki nóg og er ekki bara best að hætta þessum deilum?
Stigið bara báðir upp úr sandkassanum, setjið fókusinn á rólurnar eða vegasaltið. Sandkassinn gleymist fljótt.
Aðal málið er s.s. núna að horfa fram á veginn og mér finndist alveg mætti skora á mbl.is að opna aftur fyrir þitt blogg Guðbergur, og málið grafið og gleymt - í sandkassanum. Tíminn er of dýrmætur fyrir svona rugl.
Við erum svo fljót að gleyma - það sést best í pólitíkinni.
Jóhanna Magnúsdóttir, 8.8.2010 kl. 16:51
Kristinn, ef þetta er rétt hjá þér - að Grefill sé viljandi að leika þetta og sé bara að gera sér upp særindi og fíflast með fólk skal ég persónulega kaffæra hann í sandkassanum!
Jóhanna Magnúsdóttir, 8.8.2010 kl. 16:58
Sæl, Jóhanna ... úr því sem komið er þá get ég því miður ekki gengið frá þessu máli í "orð á móti orði"-stöðu því það kemur þannig út fyrir mig að ég hafi sakað Kristinn um eitthvað að ósekju. Við það hvorki vil ég né get unað.
Ég ER með borðleggjandi sannanir fyrir máli mínu og er alveg tilbúinn til að standa og falla með þeim.
Þess vegna leita ég að hlutlausum dómara sem vill skoða málið, skoða sönnunargögnin sem ég er með og kveða síðan upp sinn dóm í eitt skipti fyrir öll um það sem gerðist. Þeim dómi mun ég hlíta.
Ég hefði viljað fá þig til að skoða þetta því ég trúi að þú sért réttsýn og heiðarleg.
Ég hef ekkert á móti því að vera "grafinn í sandkassanum" ef það er það sem ég á skilið.
Mér finnst ég reyndar þegar grafinn í sandkassanum og þar vil ég ekki vera.
Og eins og ég segi, ef þú vilt ekki taka að þér að skoða þetta og dæma, þá finn ég einhvern annan. Ég get því miður ekki látið þetta kyrrt liggja úr því sem komið er fyrr en hlutlaus dómur hefur fallið.
Og að ég sé svokallað "tröll" ... við þann stimpil get ég heldur ekki sætt mig við að bera og verð að fá að hreinsa mig af honum.
Þú sem guðfræðingur, skólastjóri og heil og heilbrigð persóna ... ég bið þig um að taka að þér málið og fella síðan þinn dóm. Hittu mig og leyfðu mér að segja þér og sýna þér mína hlið á málinu og þau gögn sem ég hef undir höndum og síðan skal ég ekki trufla þig meir.
Ef ekki, þá heldur þetta mál bara áfram þangað til einhver gefur sig fram sem vill hjálpa til við ljúka því.
Grefill (IP-tala skráð) 8.8.2010 kl. 17:26
PS: Þar sem Kristinn er harður á því að hann sé að fara með rétt mál, þá skil ég ekki hvað hann hefur á móti því að láta hlutlausan aðila fara yfir málið og kveða upp sinn dóm. Hvernig stendur á því að hann vill ekki ljúka málinu á þann eina sanngjarna hátt sem til er í stöðunni?
Grefill (IP-tala skráð) 8.8.2010 kl. 17:37
Ég bið þig Guðbergur og aðra lesendur forláts á þessu nafnarugli hjá mér. Það leiðréttist núna, þótt seint sé.
Svanur Gísli Þorkelsson, 8.8.2010 kl. 17:58
Mér sýnist Jakob ekki alveg skilja hvað felst í því að gangast undir skilmála. Til þess að fá að blogga hjá blog.is verður maður að samþykkja m.a. að gera ekki ákveðna hluti á blogginu. MBL áskilur sér í skilmálanum rétt til þess að grípa inn í fari maður ekki eftir þessu, þ.m.t. að loka hreinlega viðkomandi bloggsíðu séu brotin þess eðlis. Til þess að yfirhöfuð MEGA blogga hjá blog.is verður maður að samþykkja þessa skilmála.
Það þýðir ekkert að benda á stjórnarskránna þegar blog.is fer svo eftir því sem segir í þessum skilmálum. Líki manni þetta illa þá einfaldlega bloggar maður ekki hjá blog.is
Mér fannst reyndar og finnst ennþá að MBL hefði átt að gefa Greflinu kost á því að laga til í sínum ranni áður en þeir lokuðu á hann en þetta var algjörlega réttmæt ákvörðun miðað við skilmálana.
Egill Óskarsson, 8.8.2010 kl. 18:29
Ég gekk að skilmálum blog.is og hef aldrei brotið gegn þeim ... nema ef það er brot að segja sannleikann ... sem ég sá ekki að væri óleyfilegt í notendaskilmálunum.
Ég er ekki lögfróður, en mér finnst ákaflega einkennilegt ef menn geta sett reglur og hafið þær síðan yfir landslög.
Egill segir að það hafi verið "algjörlega réttmætt" að loka á mig. Fannst honum líka réttmætt að loka á vin minn sem gaf mér leyfi til að segja mitt á sinni síðu (fullkomlega leyft eins og kemur skýrt fram í notendareglum blog.is) og frænda minn sem stofnaði blogg, skrifaði eina færslu og mátti sæta umsvifalausri, skýringarlausri lokun?
Hvaða brot frömdu þessir tveir aðilar gegn notendaskilmálum blog.is?
Grefill (IP-tala skráð) 8.8.2010 kl. 19:45
Grefill.
Ég tók eftir einu. Þú svaraðir hvorki játandi né neitandi um að þetta væri gjörningur eða flipp hjá þér. Allavega finnst mér furðulegt ef þú skilur ekki að ástæða þess að þér hafi verið hennt út vegna þess að þú hafðir uppi rógburð. Sérðu virkilega ekki þína sök í máli ?
Brynjar Jóhannsson, 8.8.2010 kl. 20:08
Þú braust gegn þeim að mati blog.is, svo mikið er víst.
Hvaða lagalega rökstuðning hefur þú svo fyrir því að blog.is beri að leyfa öllum sem þess óska að tjá sig á þann hátt sem þeir sjálfir vilja jafnvel þó að blog.is telji það stríða gegn skilmálum sem samþykktir eru af báðum aðilum? Þú athugar að blog.is var ekki að hafa af þér tjáningarfrelsið heldur hefur fyrirtækið kosið að hýsa ekki lengur bloggið þitt.
Hvað varðar þessa tvo aðila sem leyfðu þér að nota síðurnar sínar þá veit ég ekkert um það og hef í sjálfu sér enga skoðun á því. Mér dettur þó í hug að blog.is sé ekki hrifið af því að notendur sem hafa verið bannaðir reyni að fara í kringum það.Egill Óskarsson, 8.8.2010 kl. 20:31
Grefill er bara súr grínisti sem er að atast í öllum og situr heima og skemmtir sér yfir bullinu, svona Silvía Nótt týpa.
Guðbergur hefur gefið verulegt tilefni til að ætla að hann sé súrrealískur húmoristi. Hann ætlaði þó eflaust ekki að missa bloggin sín, það var feilspor, en nú verður hann að gera gott úr klúðrinu með því að rugla sem lengst í fólki.
Hér er hann að hæða viðmælendur sína og spotta fyrir að átta sig ekki á því hvað þeir hafi verið illa plataðir - lesið og dæmið sjálf - þetta er erkitroll:
Innlegg Guðbergs (Grefils):
Og síðan kom hann með:
Og síðan segir Guðbergur:
Allir sem þekkja orðið "punk'd" vita að átt er við falda myndvél, leikaraskap og grín til að æsa aðra upp. Síðan útskýrir Grefill að hann hafi verið á bakvið grínið kvak.blog.is og segist vera að gabba okkur alla.
Og hér talar hann meira um gabbið á kvak.blog.is:
Þetta er súr grínisti. Þykist ekkert skilja, hneyikslast á öllu og heldur áfram svo lengi sem menn nenna að tala við hann.
Kristinn Theódórsson, 8.8.2010 kl. 20:57
Alveg er Kristinn makalaust óheiðarlegur ... Hann vill gera allt til að koma í veg fyrir að málið verði lagt í dóm.
Nú vill hann fara í límingarkeppni. Hann veit samt vel að ég er búinn að biðjast afsökunar á ofangreindu og útskýra að þegar ég skrifaði þetta var ég OFSAREIÐUR enda hafði Kristinn þá þegar...
... svikið mig um að ljúka umræðunni
... þröngvað mér út úr henni
... falsað hana
... reynt að koma höggi á mitt mannorð
... og lokað á mig svo ég gæti ekki svarað fyrir mig.
Eins og margoft hefur komið fram þá er ég að skrifa ritgerð um ofbeldi á vefnum og ákvað þarna að segja þeim það. Ég var eins og ég sagði OFSAREIÐUR yfir því ofbeldi sem Kristinn hafði beitt mig og vildi svara til baka með duglegri stungu.
Og á þessu hef ég beðist afsökunar eins og Kristinn veit en kýs samt að líma þetta hér inn. Það sýnir óheiðarlegan málflutning hans vel.
Ég ætla ekki að fara í límingarkeppni við þennan mann, heldur bíð ég eftir svari frá Jóhönnu. Sjái hún sér ekki fært að meta málið og dæma í því langar mig að biðja Svan um að auglýsa eftir einhverjum hlutlausum sem vill gera það.
Grefill (IP-tala skráð) 8.8.2010 kl. 22:41
Brynjar ... ég er margbúinn að svara þessu. Og ég hafði ekki uppi NEINN rógburð.
Egill ... Ég sagði þér að ég væri ekki lögfróður þannig að ég ætla ekki að reyna að koma með neinn lagalegan rökstuðning hér. Finnst bara einkennilegt ef menn geta búið sér til reglur og gert þær síðan rátthærri en landslög. Efast um að það standist skoðun.
Annars nenni ég varla að fjargviðrast yfir þessu meir.
Ég leita að hlutlausum og réttsýnum dómara sem vill taka a sér að dæma í málinu í eitt skipti fyrir öll.
Grefill (IP-tala skráð) 8.8.2010 kl. 22:49
PS. Af hverju sættist þið félagarnir annars ekki á "dómaraleiðina" Ef þið eruð svona vissir um sakleysi Kristins í fölsunarmálinu, hvað er það þá sem hræðir ykkur frá því að láta málið í dóm?
Grefill (IP-tala skráð) 8.8.2010 kl. 22:52
Guðbergur
Hvort sem þú ert að trollast eða skrifa ritgerð eða bara að fíflast í umheiminum sem Silvía Nótt bloggsins, þá finnst mér þessi punktur dálítið skemmtilegur.
Ég endaði formlegu viðræðurnar og neitaði að verða við því að henda út innleggjum fyrr en þú kæmir með innlegg. Það þótti þér óviðunandi og sagðir mig hafa tekið ákvörðun um að enda rökræðurnar, því þú settir mér þá afarkosti að henda út ella væri þessu lokið.
Gott og blessað, dæminu var þá lokið - og það var þá mín ákvörðun í þeim skilningi að ég varð ekki við afarkostum þínum.
En eftir að formlega dæminu var lokið og öllum hugmyndum um reglur varpað út um gluggann var þráðurinn samt opinn og menn enn að skora á þig að koma með rökin þín.
Hvernig var þér þá "þröngvað út" úr umræðunni?
Regluverkinu þínu var vissulega sturtað niður, en eftir sem áður voru menn tilbúnir að tala við þig og voru að biðja þig um að tjá þig en ekki að banna þér það eða að meina þér það á neinn hátt.
Mér finnst þetta afskaplega undarleg lýsing á málavöxtum, eiginlega bara alveg kolröng orðnotkun.
Þetta er eins og að skipta um reglur í miðjum fótboltaleik, sem er asnalegt, en liðið sem sættir sig ekki við breytingarnar er ekkert þröngvað út, það vill bara ekki taka þátt, sem er alveg skiljanlegt ef nýju reglurnar þykja óviðunandi. Það fer þá bara og segir að þetta sé rugl sem það nennir ekki að taka þátt í. En liðinu var ekkert "þröngvað út".
Orðalagið að vera þröngvað út kemur mér fyrir sjónir sem farsakennt. Er þetta farsi, Guðbergur? Eða hvernig útskýrir þú að þín eigin óánægja með aðstæður sem allir aðrir eru fullkomlega sáttir við, sé á einhvern hátt skyndilega ég að þröngva þér út?
Hvað annað en þitt eigið stolt kom í veg fyrir að þú kæmir með gullnu rökin sem áttu að jarða okkur vitleysingana?
Kristinn Theódórsson, 8.8.2010 kl. 23:21
Mig langar bara að leggja tvennt í "púkkið".
Númer 1.
Sem fyrrverandi vef (og spjall) umsjónarmaður (ekki á blog.is samt), þá veit ég það frá fyrstu hendi að umsjónarmaður spjallvefs hefur fullt og óskorað vald til að fjarlægja af sínum vef það sem honum svo sýnist. Enda hafa notendur í öllum tilfellum undirgengist það vald með því að skrá sig á viðkomandi spjall.
Svo geta menn haft á því ýmsar skoðanir, hvort aðgerðin hafi verið réttmæt eða ekki, en það kemur rétti vefumsjónarmannsins ekki við. Ef menn eru ósáttir við vinnubrögð vefumsjónarmanns, þá færa menn sig einfaldlega annað (og ef nógu margir eru ósáttir, þá deyr vefurinn einfaldlega vegna manneklu).
Númer 2. Er þetta ekki bara orðið ágætt strákar :)
Ég fylgdist nú með umræðum ykkar bæði á "vígvellinum" og síðan hér og þar í framhaldinu eftir að allt sprakk í loft upp og ég held að þið væruð báðir menn að meiri með því einfaldlega að segja málinu lokið hér með og biðja hvorn annan afsökunar á meintum misgjörðum í hvors annars garð.
Hvort það mun hafa einhver áhrif á stjórnendur blog.is, hef ég ekki hugmynd um, en í það minnsta er alveg ljóst að ef þið haldið þessu áfram, þá er það ekki fallið til þess að liðka fyrir neinu á þeim bænum.
Allar kröfur um að annar hvor biðjist afsökunar umfram hinn, eða að annar viðurkenni eitthvað umfram hinn er bara til að festa málið enn frekar í þeim hnút sem það virðist komið í.
Ég held líka að það leysi ekkert að fá einhvern "óháðan aðila" til að sanna eða afsanna eitthvað í þessu máli.
Takist nú í hendur (svona í óeiginlegri merkingu allavega) og biðjið hvorn annan afsökunar og látið svo þetta mál niður falla.
Davíð Oddsson, 8.8.2010 kl. 23:29
Bahh, ég hef löngu beðist afsökunar á öllu sem ég hef hugsanlega getað gert Guðbergi - nema á einhverjum illum ásetningi sem var ekki fyrri hendi. Þetta snýst bara ekkert um afsökunarbeiðnir, heldur sportið að gera alla gráhærða - karlinn var jú bara að plata, ha ha og hó hó!
Guðbergur svarar bara spurningu minni ef hann vill. Ég ergi mig ekkert ef hann gerir það ekki.
Kristinn Theódórsson, 8.8.2010 kl. 23:37
Kristinn, ég er margbúinn að fara í gegnum þetta.
Davíð. Ef þú skoðar þennan þráð þá sérðu að sátt var náð. Þá sátt sveik Kristinn umsvifalaust. Honum er ekki treystandi.
Af hverju heldur þú ... og aðrir sem eru að lesa ... að Kristinn vilji ekki láta málið í hlutlausan dóm, sem er eina leiðin út úr þessu?
Það er vegna þess að hann veit upp á sig sökina, veit að ég get sannað upp á hann fölsun og ósvífna tilraun til mannorðsmorðs og vill frekar halda þrasinu áfram en að einhver gefi sig fram til að dæma í málinu.
Svanur, vilt þú skrifa færslu og auglýsa eftir hlutlausum dómara? Ef ekki þá er það ekkert mál, ég finn áreiðanlega aðra lausn.
Grefill (IP-tala skráð) 8.8.2010 kl. 23:39
Nei, þú heldur þessu bara fram.
Hvernig er það rétt orðnotkun að tala um að hafa verið "þröngvað út", þegar allt er galopið fyrir þig, fólk að bíða eftir innleggjum frá þér og verið að skora á þig að koma með rök?
Er það ekki röng orðnotkun og villandi fyrir umrædda atburðarás?
Það eina sem stó í vegi þínum var þitt eigið stolt, er það ekki rétt hjá mér?
Kristinn Theódórsson, 8.8.2010 kl. 23:45
Nei, alrangt. Þú braust allar reglur umræðunnar, þröngvaðir mér út úr henni, falsaðir hana síðan, gerðir svo ósvífna tilraun til að fremja á mér mannorðsmorð og lokaðir síðan á mig þegar þér varð ljóst að ég myndi afhjúpa þig.
Þetta eru staðreyndir málsins og eftir að þú sveikst sáttina sem við náðum á spjallþræði Óskars þá geng ég ekki lengur frá þessu máli með þá sök á bakinu að ég hafi borið þig röngum sökum. Ekki séns. Ég mun fá óvilhallan dómara til að fara yfir málið og kveða upp dóm. Af hverju fagnar þú því ekki ef þú ert saklaus?
Grefill (IP-tala skráð) 9.8.2010 kl. 00:00
He he, já, það var sem sagt ekki stoltið sem stóð í vegi fyrir þér, heldur.....?
En hvað? Þú gast það ekki af því að....þér var "þröngvað út!"
Hvað þýðir það að vera þröngvað út? Þýðir það að vera reiður yfir því að ekki sé farið eftir öllu sem maður segir og vill?
Augljóslega get ég þá ekki spjallað við þig, Guðbergur, þú ert svo oft búinn að "þröngva mér út" með því að fara ekki eftir afarkostum mínum.
Bömmer að lenda í svona þröngvunum!
Kristinn Theódórsson, 9.8.2010 kl. 00:06
"Öllu sem maður segir og vill?" Við fórum í umræðuna eftir formi og reglum sem báðir samþykktu. Þessar reglur sveikst þú algjörlega til að þröngva mér út úr umræðunni. Það tókst. Síðan falsaðir þú umræðuna. Síðan gerðir þú ósvífna tilraun til að höggva í mitt mannorð. Síðan lokaðir þú á mig og mína rödd.Svona gerðist þetta og í þessari röð.
En hví svarar þú ekki: Af hverju fagnar þú ekki "dómaraleiðinni" fyrst þú ert svona ógurlega saklaus af áskökunum mínum og ég svona ógurlega sekur um bull?
Grefill (IP-tala skráð) 9.8.2010 kl. 00:16
Ég held að það sé orðið ljóst að þetta er flipp hjá grefilli. Eða í raun svaraði hann þessu hjá mér þannig að það er ekki hægt að skilja þetta öðruvísi.
GREFILL- Hættu að stríða okkur. Nú er nóg komið af böggi. EF þú ætlar að halda þessari stríðni áfram þá klaga ég í mömmu þína.
Brynjar Jóhannsson, 9.8.2010 kl. 01:49
Brynjar ... það fer ekkert á milli mála að þinn "skilningur" á hlutunum er ekki í neinu samræmi við staðreyndir. Og það er ekki "bögg" að berjast við Kristinn og menn eins og hann sem beita ofbeldi, svikum, lygum, einelti, hótunum, persónuníði og fölsunum til að hafa sitt fram og þagga niður í fólki. Það er greiði við samfélagið.
Geturðu annars sagt mér út af hverju Kristinn þorir ekki fyrir sitt litla líf að ljá því máls, hvað þá samþykkja að finna hlutlausan dómara til að dæma um hvort ásakanir mínar á hendur honum um vísvitandi fölsun og tilraun til mannorðsmorðs eigi við rök að styðjast?
Hvað skyldi það vera sem þessi mikli sannleiksleitandi óttast svona við að fá sannleika málsins upp á yfirborðið í eitt skipti fyrir öll?
Grefill (IP-tala skráð) 9.8.2010 kl. 02:31
Guðbergur (a.k.a. Silvía Nótt bloggsins)
Vertu ekki með þessa þvælu, það eina sem þetta bull snýst um er að þú misstir þig og gekkst of langt. Bloggunum þínum var lokað af þeim sökum. Málvextir í þrasinu okkar skipta engu máli, því jafnvel þótt ég væri sekur hefur þú samt gengið allt of langt. Það þarf því ekkert að dæma - sem ég myndi auk þess vinna í 99% tilfella, svo ég er bara að þyrma þér með því að taka ekki undir þetta.
En þú heldur áfram að endurtaka þig. Þér var ekkert "þröngvað út" bara ekki neitt. Það eina sem gerðist var að afarkostum þinum um fjarlægingu innleggja annarra var hafnað og þú fékkst móttilboð um ein rök áður en það væri gert.
Hvernig í veröldinni telst það vera þröngvun þar sem þér er kastað á glæ? Það ver einfaldlega ekkert þannig og ekki í neinum skilningi verið a þröngva þér neitt, heldur þvert á móti verið að eltast við kenjarnar í þér - sem mistókst aðeins, en alls ekki þannig að þér væri "þröngvað" neitt.
Þessi liður í ákæru þinni er hlægilegt bull og hinir falla í framhaldi, því þér var ekki "þröngvað út" og þar af leiðandi engin ástæða til að fara hamförum yfir hinu bullinu.
Öll vitleysan byggð á heitu lofti.
Hvernig nákvæmlega var þér "þröngvað út" Guðbergur? Hefurðu um það einhverja hugmynd, er þetta gefin forsenda eins og í trúarbrögðum?
Kristinn Theódórsson, 9.8.2010 kl. 08:20
Guðbergur er eins og krakki sem mætir í afmælisveislu og gerir öllum ljóst a fái hann ekki flottasta bitann af skúffukökunni, þennan með Íþróttaálfinum, muni hann fara heim. Síðan fær hann bara næstbesta bitann og æðir því út og segir mömmu sinni að sér hafi verið hent á dyr: "þröngvað út"!
Ótrúleg frekja.
Kristinn Theódórsson, 9.8.2010 kl. 08:27
Annars var að rifjast upp fyrir mér að Guðbergur átti í þrætum við Hjalta Rúnar hér á blogginu um hvernig skilgreina eigi hófsama trú og síðan öfgar.
Sú umræða leiddi í ljós algjörlega hamslausa þrjósku Guðbergs, sem gat ekki með neinu móti viðurkennt að hann væri að snúa út úr merkingu orðanna til að hanga í heimskulegri afstöðu, til að þurfa ekki að leiðrétta sig.
Það er því gefið að Guðbergur á eftir að verja þá þvælu út í hið óendanlega að sér hafi verið "þröngvað út" úr umræðunum okkar - sem augljóslega var ekki tilfellið. En merking orðanna skiptir Guðberg engu máli, bara það að vinna skiptir hann máli - sem er einmitt eitt af því sem hann þóttist vera að gagnrýna trúleysingja fyrir, sem og dónaskap og ómálefnalegheit, en við vitum hvernig það fór fyrir Guðberg - *hóst hóst*.
Kíkið á eina heimskulegustu langloku sem heimurinn hefur sér: Hófsamir trúmenn
Hver sá sem lesið hefur þvæluna sem þarna gekk á, veit að Guðbergur er annað hvort fullkomlega ófær um að ræða svona hluti eða svona ofboðslega góður leikari - Silvía Nótt.
Ég er því hættur að fylgjast með þessum þræði og bið ykkur vel að lifa.
Kristinn Theódórsson, 9.8.2010 kl. 09:09
Mig langar að gera athugasemd við titilinn á þessum þræði. Níu bloggsíðum lokað í kjölfar trúardeilna a Blog.is.
Það áttu sér ekki stað neinar trúardeilur, allavega ekki eftir að Kristinn og Grefillinn ákváðu að hefja þessar umræður sem allt snýst um. Það urðu engar umræður og það er nákvæmlega það sem allt sprakk í loft upp út af. Grefillin fór bara að segja ævisögu sína og það bólaði ekki á neinni umræðu, nema ef vera skyldi eitthvert þras um allar þessar reglur sem Grefillinn samdi og gekk hart eftir að skyldu gilda í umræðunni. Reyndar braut hann reglurnar ítrekað sjálfur.
Enginn falsaði neitt og Greflinum var ekki þröngvað út. Það var margítrekað við hann að honum stæði til boða að klára sitt mál ef hann kærði sig um það. Maðurinn sprakk einfaldlega í loft upp og hagaði sér eins og fáviti. Ég hef dálítið verið að velta fyrir mér hvort hann í ofsóknaræði sínu gerði sér grein fyrir að með því að misnota síður vina sinna og vandamanna, þá væri hann að láta Blog.is loka á þá líka. Vonandi er þessu fólki sama um bloggin sín.
Fyrir mér er algerlega ljóst, að Grefillinn hagaði sér þannig að það var fullkomlega réttlætanlegt af hálfu Blog.is að loka á hann.
Theódór Gunnarsson, 9.8.2010 kl. 10:06
Kristinn, þú sýnir algjört hugleysi þitt og sekt með því að halda áfram sama þrasinu í stað þess að leggja málið fyrir dóm. En þar sem þú ert flúinn héðan þá þýðir víst ekki að tala meira um það.
Theódór: Auðvitað er þetta allt saman kristaltært fyrir þér sem fórst fremstur í flokki í eineltinu og ofbeldinu gagnvart mér. Þó það nú væri.
En nú er ég að setja þetta allt upp á eigin vefsíðu, þ.e. málið allt og málavexti, þar sem ég mun síðan birta ritgerð mína um ofbeldi á netinu, hverjir beita því og hvernig.
Þangað til mun ég minna láta heyra til mín hér á blog.is þótt ég muni áfram fylgjast vel með því sem hér gerist, sérstaklega bloggum og athugasemdum Vantrúarúlfana sem eru alveg vísir með að halda eineltinu og ofbeldinu áfram og finna sér ný fórnarlömb.
Einnig mun ég svara pistlum/athugasemdum sem koma mér við, þ.e. ef slík skrif fara ekki framhjá mér.
Læt alla vita þegar ritgerðin er klár.
Grefill (IP-tala skráð) 9.8.2010 kl. 12:28
Endilega haltu þínum ranghugmynd á þinni nýrri síðu.
Arnar (IP-tala skráð) 9.8.2010 kl. 14:51
Greffill-
Þetta er greinilega djók eða gjörningur hjá þér. Það sannast best með því að þú neitar staðfastlega að svara þeirri spurningu Játandi þegar ég spyr þig hvort að þetta er grín.
Hlutlausan dómara ? Heyrðu komdu með einhvern hlutlausan dómara. Sama er mér og held ég öllum hérna í bloggheimum.
Brynjar Jóhannsson, 9.8.2010 kl. 15:53
Þessi umræða er bara brandari- Átti hún ekki að snúast um hvort að trúleysi sé trú ? Hún snérist um eitthvað allt annað.
Brynjar Jóhannsson, 9.8.2010 kl. 15:54
Brynjar: Umræðan ... Er trúleysi trú ... fór í vaskinn þegar Kristinn þverbraut form og reglur umræðunnar, þröngvaði mér út úr henni, falsaði hana og lokaði svo á mig.
Eftir það snerist umræðna um óheiðarleika og ofbeldi Kristins og ykkar varúlfana. Um það fjallar líka ritgerðin mín.
Varðandi það hvort þetta sé grín:
Það fer alveg eftir því hvort þú hlærð. Hlærð þú? Ef þú hlærð þá finnst þér þetta væntanlega vera grín. Ef þú hlærð ekki þá finnst þér þetta væntanlega ekki vera grín.
Theódór hló og hló, sagði hann. Honum fannst þetta sem sagt vera grín. Spurðu hann hvað honum fannst svona fyndið.
Hvort mér finnist þetta vera grín? Ja, mér finnst dálítið fyndið hvað þið trúleysisúlfarnir eruð í raun vitlausir þrátt fyrir sannfæringu ykkar um eigið ágæti og óbrigðuleika. Hins vegar finnst mér það ekkert grín að til skuli vera til jafn illa upp alið og siðlaust fólk eins og þið ... svona ómerkileg mannkerti sem ljúga, svíkja, falsa og beita grímulausu ofbeldi á netinu til að hafa ykkar fram.
Vona að þetta svari spurningu þinni í eitt skipti fyrir öll.
Grefill (IP-tala skráð) 9.8.2010 kl. 17:47
Segjir manneskjan sem alinn upp við að trúa ímyndunarvin. Eina sem vantar hjá þér er að segja okkur að fara til helvítis. Þá ertu hinn fullkominn kristintrúar.
http://ancienthistory.about.com/library/bl/bl_myth_gods_index.htm#j
Arnar (IP-tala skráð) 9.8.2010 kl. 18:04
Arnar: Ég segi þér ekki að fara eitt né neitt.
Það ert þú sjálfur sem ákveður að fara þangað sem þú endar.
Grefill (IP-tala skráð) 9.8.2010 kl. 18:18
Grefill- er ég orðin trúleysingi ?
Okei þú ert sem sagt jólasveinn. Farðu og findu þennan dómara. Ég legg til að það verði geðlæknir á landspítalanum eða kleppi. Látum hann skera úr um það hvort þér sé treystandi að ganga um bæinn án þess að vera öðru fólki til ama. Allavega getur þú það ekki inni á bloggheimum.
Brynjar Jóhannsson, 9.8.2010 kl. 18:44
Eftir að hafa lesið velflestar athugasemdirnar hér vaknar ein spurning ... hvernig í ósköpum nennið þið þessu???
H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 9.8.2010 kl. 19:27
Það er mikil eftirsjá af bloggi húmoristans Grefilsins,sem ég hef stundum kíkt á. Ég missti af þessu einvígi þeirra Kristins og veit því ekki alla málavöxtu, en ég hafði ekki hugmynd um að Grefillinn væri einhver trúmaður. En okkur sem þekkjum til öfgatrúmannsins Kristins ætti svosem ekki að koma á óvart að hann klagi undan rökræðum um sína eigin trú.
Guðrún Sæmundsdóttir, 9.8.2010 kl. 22:37
Okkur sem þekkjum til Guðrúnar Sæmundsdóttur ætti ekki að koma á óvart að hún tjái sig dálítið álfslega um hluti sem hún hefur ekki kynnt sér.
Kristinn Theódórsson, 10.8.2010 kl. 07:27
Guðrún veit örugglega nóg um þig Kristinn til að vita hvað mann þú geymir undir fölsku yfirborðinu.
Annars hélt ég að þú værir hættur hér, sbr. það sem þú sagðir hér fyrir ofan:
"Ég er því hættur að fylgjast með þessum þræði og bið ykkur vel að lifa."
Sýnir að það stendur ekkert af því sem þú segir og lofar.
Grefill (IP-tala skráð) 10.8.2010 kl. 08:16
Jesús minn segi ég og skrifa.
Kristinn Theódórsson, 10.8.2010 kl. 08:37
Hvaða hlutir eru það sem ég tjái mig "álfslega" um Kristinn?
Guðrún Sæmundsdóttir, 11.8.2010 kl. 15:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.