Norðurljósin dansa í nótt

Ég skil ekki hversvegna verið er að "vara við" sólgosum, fyrst þau eru eining sögð skaðlaus með öllu. Nær væri að kætast yfir væntanlegri danssýningu norðurljósanna.

Ef að þessi flóðbylgja af hlöðnum efnisögnum hefur þegar skollið á jörðinni má gera ráð fyrir að mikið magn þeirra hringsóli nú í segulsviði jarðar og þeytist jafnframt á milli segulskautanna tveggja.

Eitthvað af þeim mun áreiðanlega rekast á lofthjúp jarðar og þá verður ljósasýningin aurora borealis og  aurora australis (Norður og suðurljós) til.

Þar sem heiðskýrt verður í nótt á Íslandi má því búast við miklum dansi norðurljósanna, svo fremi auðvitað að það verði nógu dimmt til að hann verði sýnilegur. 


mbl.is Varað við öflugu sólgosi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband