Óhóf og græðgi

Mér hefur ætíð blöskrað óhófið og græðgin sem birtist í því þegar alsnægtasamfélögin efna til kappáts og / eða kappdrykkju. Kannski er um að kenna myndum af börnum með útþanda maga af sulti, sem teknar voru í hungursneyðinni í Bíafra, sem brenndu sig inn í meðvitund mína og annarra  ungra íslenskra skólabarna seint á sjöunda áratug síðustu aldar.

Öfgalandið Bandaríkin hefur jafnan verið framarlega þegar kemur að þessum ósiðum en líklega hafa flestar velmegunarþjóðir gert sig sekar um að hafa gortað sig af alsnægtum sínum á þennan hátt.

En þetta er fín auglýsing fyrir matvöruframleiðendur og fólk er alveg hætt að taka eitthvað nöldur um hvað sé siðuðu fólki sæmandi og hvað ekki, alvarlega.  - Það er jú "so gaman aðessu."

Ég óska Einari Haraldssyni ekki til hamingju með titilinn.


mbl.is Íslandsmeistari í pylsuáti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Guðný

Veistu, við hin erum alveg róleg þó þú sendir honum ekki kveðju.

Anna Guðný , 2.8.2010 kl. 00:04

2 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Það er ég viss um fyrst þú segir það Anna. Hver eru þessi við hin annars? :)

Svanur Gísli Þorkelsson, 2.8.2010 kl. 00:08

3 identicon

Svei þér Svanur! Hann Einar Haraldsson á allt það lof skilið sem til er!

Páll Bergmann (IP-tala skráð) 3.8.2010 kl. 00:05

4 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Fyrir hvað Páll, að eta 10 pylsur á tilskyldum tíma? Lítið lagðist þá fyrir kappann.

Svanur Gísli Þorkelsson, 3.8.2010 kl. 00:24

5 identicon

Nei veistu, þarna er á ferðinni þjóðargersemi sem er jafnframt myndarlegasti rauðhærði maður landsins.

Páll Bergmann (IP-tala skráð) 3.8.2010 kl. 15:40

6 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Ég skil Palli. Ég vissi ekki að hann væri rauðhærður og tek hér með orð mín til baka ;)

Svanur Gísli Þorkelsson, 3.8.2010 kl. 17:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband