Var ekki Snorri Þorgrímsson búinn að afgreiða þetta?

Alltaf er það jafn fróðlegt að fylgjast með kjánalegum birtingarmyndum hjátrúar og fáfræði í samfélögum sem eiga að teljast siðmenntuð og uppfrædd.- Fyrir rúmum þúsund árum þegar að "kristnitökuhraunið" vall sögðu heiðnir menn að goðin væru reið vegna þess að Íslendingar hugðust taka kristni. Snorri goði Þorgrímsson afgreiddi málið með einni setningu sem flestir Íslendingar kunna í dag; "Hverju reiddust goðin, þá er hér brann hraunið, er nú stöndum vér á?"

Árið eitt þúsund tókust menn á um trúarbrögð á Alþingi á Þingvöllum. Stefndi allt í voða því hvorki kristnir menn né heiðnir vildi gefa eftir. Þegar deilurnar stóðu sem hæst kom maður hlaupandi og sagði að jarðeldur væri kominn upp í Ölfusi og stefndi í að hraun rynni yfir bæ Þórodds goða. Heiðnir menn drógu þá ályktun að jarðeldurinn væri vitnisburður um reiði goðanna, þannig væru þau að koma fram hefnd fyrir yfirgang hinna kristnu. En þá mælti Snorri goði Þorgrímsson hin fleygu orð: "Hverju reiddust goðin, þá er hér brann hraunið, er nú stöndum vér á?" Snorri virðist því ekki aðeins telja jarðelda af öðrum toga en reiði guðs eða guða, heldur einnig að jörð sú sem hann standi á hafi ekki sprottið fram fullsköpuð við sköpun heimsins. Þetta viðhorf Snorra telst mjög óvenjulegt á miðöldum og Sigurður Þórarinsson hefur kallað orð hans við þetta tækifæri "fyrstu jarðfræðiathugunina".

Snorri goði var líklega á undan samtíð sinni hvað þetta varðar, og það leið langur tími þar til fræðilegar skýringar á náttúruhamförum voru almennt á dagskrá. Kristnin sigraði á Íslandi og heimsmynd kaþólsku kirkjunnar skaut föstum rótum í þjóðlífinu.


mbl.is Gosið endurspeglaði reiði Guðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

alveg fram á 19 öldina hélt breska vísindaakademían því fram að eldgos væri af völdum guðs.. þeir skildu hreinlega ekki fyrirbærið..

Óskar Þorkelsson, 23.7.2010 kl. 19:24

2 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Dálítið hjárænulegt Óskar, einkum í ljósi þess að þeim fræðingunum var skemmt yfir því að Íslendingar sögðu Heklu vera fordyri vítis. - Svo er það einnig vinsæl kenning meðal sumra nýaldarsinna að tengsl séu milli hegðunar náttúrunnar og  hegðunar fólks og bera fyrir þá fyrir sig skammtafræðikenningum. - Af sama sauðahúsi er Gaia pælingin sem mötuð var ofaní amerískan ungdóm sem léttmeti með Avatar fyrir skömmu.

Svanur Gísli Þorkelsson, 23.7.2010 kl. 19:38

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Og fyrst hjátrúin er svo megn eins og þú segir, hvað flokkast þau þá undir þessi trúarbrögð, sem þú aðhyllist Svanur minn? Sannleikann einn býst ég við?

Jón Steinar Ragnarsson, 24.7.2010 kl. 04:47

4 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Afsakaðu dálítið síðbúið svar frá mér Jón Steinar.

Þú átt vitanlega kollgátuna:)

Svanur Gísli Þorkelsson, 30.7.2010 kl. 16:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband