Þú þarft ekki að vera hestur þótt þú fæðist í hesthúsi

Þegar ljóst var að íslenskum auðjöfrum hafði tekist að skuldsetja landið og þjóðina þannig að bankakerfið hrundi, var leitað að bjargvætt sem gæti leitt okkur út úr vandanum. Hún fannst í harðduglegum og strangheiðarlegum verkstjóra Samfylkingar; Jóhönnu Sigurðardóttur. Það var hún sem sem leiða skyldi okkur inn í fyrirheitna landið, hið Nýja Ísland.

Eftir nokkra mánaða setu í ráðherrastóli þótti mörgum, sem treyst höfðu Jóhönnu til verka, ljóst að henni mundi ekki takast flórmoksturinn sem skyldi. Traustið sem hún naut í upphafi kjörtímabils þvarr og með því trú margra á að hefðbundin pólitík gæti yfirleitt hjálpað.

Sú trú endurspeglaðist einkum í úrslitum nýafstaðinna sveitarstjórnarkosninga í tveimur stærstu bæjarfélögum landsins. Á Akureyri hafnaði almenningur hinni hefðbundnu flokkspólitík og kaus þess í stað framboð sem stóð fyrir utan fjórflokkinn svokallaða.

Grínframboð Besta flokksins var kærkomið tækifæri fyrri Reykjavíkurbúa og vonsvikin börn búsáhaldabyltingarinnar til að lýsa frati á pólitíska kerfið. Ný bjargvætt var fundin í gervi Jóns Gnarr.

Jón Gnarr tekur nú við einu valdamesta embætti þjóðarinnar. Hans fyrsta verk var að mynda meirihlutastjórn með hefðbundnum stjórnmálflokk á mjög hefðbundinn hátt. Hann heldur áfram að grínast í orðum, en verk hans bera vott um að hann kunni ekkert annað. "Of erfitt" og "of flókið'" segir hann um að leita eftir þverpólitískri samstöðu í borgarstjórn.

Þeir sem töldu að Jón hefði gefið þeim ástæðu til að halda að vinnubrögð hans yrðu ekki hefðbundin, hafa þegar lýst yfir vonbrigðum sínum. - Að mér læðist sú spurning hvort Jón Gnarr sé ekki bara hefðbundinn pólitíkus í gervi grínista. - Jafnvel þótt hann sé kunnur fyrir skop sitt og grín og það hafi verið ástæðan fyrir að margir kusu hann, getur hann alveg sagt sem svo: þarf maður endilega að vera hestur þótt maður fæðist í hesthúsi?

Það er því óhætt að taka undir orð Ágústar þar sem hann tekir undir orð Njarðar P. Njarðvík um að stofna ætti nýtt lýðveldi enda væri flokkakerfi 20. aldarinnar gjaldþrota.


mbl.is Gagnrýndi stjórnvöld harðlega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halla Rut

Algjörlega sammála þér Svanur. Vonbrigði fólksins er algjör á þessu samspili Jóns við Dag enda var Dagur ekki kosinn til að stjórna. Samfylkingin fékk undir 20% atkvæða sem er algjört tap fyrir flokk sem er ráðandi í ríkisstjórn en þrátt fyrir þetta slaka fylgi er flokkurinn kominn í ráðandi stöðu í borginni. Nú hefur Jón Gnarr svikið lýðræðið og um leið okkur borgarbúa.

Halla Rut , 5.6.2010 kl. 18:04

2 identicon

Algerlega ósammála þér. Af tveim vondum kostum fyrir BF til að taka við stjórninni í borginni þá var Samfylkingin skárri. Spillingar og styrkjaflokkurinn verður að taka til innandyra hjá sér áður nokkur heiðarlegur maður hefur áhuga að ræða við hann hvað þá að vinna með honum.

Sigurður Sigurðsson (IP-tala skráð) 5.6.2010 kl. 18:54

3 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

70% Reykjavíkinga sagðist stuttu fyrir kosningar vildu sjá Hönnu Birnu sem Borgarstjóra. En þeir höfnuðu Sjálfstæðisflokknum. - Úr þessu má lesa að fólk hafi verið tilbúið til að sjá  "þjóðstjórn", þ.e.  líta fram hjá flokkapólitík og leyfa öllu góðu fólki að koma að. Þetta tækifæri fékk Jón Gnarr. Þessu tækifæri klúðraði Jón Gnarr. 

Svanur Gísli Þorkelsson, 5.6.2010 kl. 19:01

4 Smámynd: Halla Rut

Sigurður: Og þáði Samfylkingin ekki mútur (styrki)????? Svo er þetta auðvitað ekki spurning um hvað þér sem persónu finnst heldur ræður heildin eða í það minnsta á að ráða því hverjir stjórna. Fólkið kaus Besta Flokkinn því það vildi þjóðstjórn og fólkinu var talið í trú um að svo yrði.

Halla Rut , 5.6.2010 kl. 19:07

5 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Fjórflokkskerfisaðferðin er orðin svo fastmótuð að engum dettur í hug önnur leið.

Er það lögbundið að Jóni Gnarr hefði verið óheimilt að handvelja einstaklinga úr öðrum flokkum til þess að mynda með sér borgarstjórnarmeirihluta?

Með þeim fyrirvara auðvitað að viðkomandi hefði náð kjöri...

Kolbrún Hilmars, 5.6.2010 kl. 19:19

6 Smámynd: Halla Rut

Nákvæmlega sem ég vildi og hélt að hann mundi gera Kolbrún.

Halla Rut , 5.6.2010 kl. 20:05

7 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Fjórflokknum var rækilega hafnað á Akureyri. Bæði Njörður og Ágúst láta sér detta eitthvað annað í hug og ég er viss um að stór hluti þeirra sem kaus Gnarr hafa látið sér detta eitthvað annað í hug.

Svanur Gísli Þorkelsson, 5.6.2010 kl. 20:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband