Allt í plati, he he.

Af ummælum Dags og þeirra félaga Jóns og Óttars má ráða að stefna Besta flokksins og Samfylkingar eigi mikla samleið. Stefna samfylkingarinnar hefur verið birt og gefur því góðar vísbendingar um stefnu Besta flokksins þótt ekki hafi þeir viljað birta hann kjósendum fyrir kosningar. 

Jón vill t.d  feta gömlu leiðina og mynda meirhluta og meinti greinilega ekkert með þessu tali um að ekki væri endilega nauðsynlegt að mynda meirihluta til að fara með mál borgarinnar.   

Allt í plati, he he.

Það læðist að manni sá grunur að hér kunni að vera á ferðinni best útfærða og útsmognasta pólitíska gabb-flétta allra tíma á Íslandi. 

Fólk verður að vera ansi múlbundið við flokksvagnana til að sjá ekki að það eru bein tengsl á milli Búsáhaldabyltingar og kosningasigurs Besta flokksins í Reykjavík.

Búsáhaldabyltingin var ákall um grundvallarbreytingar á stjórnarháttum í íslensku samfélagi.  Stjórnmálamönnum var gefið tækifæri til að verða við því ákalli fyrir og eftir síðustu alþingiskosningar.

Þrátt fyrir raunhæfar ábendingar um ýmsar úrbætur eins og að koma á persónukjöri og efna til stjórnlagaþings, ákváðu valdhafar að hafa ákallið að engu.

Allt í plati, he he.

Fáránleg viðbrögð stjórnmálmanna við kröfum almennings urðu til þess að hann ákvað að svara í sömu minnt. Svar Búsáhaldabyltingarinnar var að mæta fáránleikanum með fáránleika og fann hann í  andófsframboði Besta flokksins.

Nú virðist sem Jón Gnarr hafi raunverulega alltaf verið að segja sannleikann þegar hann sagðist hafa stofnað Besta flokkinn til að fá völd og góð laun.

Allt í plati, he he.


mbl.is Opinberir leynifundir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband