Fjórflokkarnir enn og aftur í naflaskoðun

Viðbrögð oddvita framboðanna í Reykjavík við fyrstu tölum eru um margt athyglisverðar.

Dagur segir skilaboðin vera skýr, fólk vilji breytingar. Hverju Dagur ætlar að breyta til að koma á móts við vilja fólksins er samt mikið spursmál. Naflaskoðun fjórflokkanna hefur ekki haft tilætluð áhrif, enda sömu gömlu naflarnir sem þeir rýna í.

Hann Birna er aftur á móti mjög kokhraust kona. Stórsigur Sjalla í höfn segir hún og fær mikið klapp frá klappstýrum flokksins. Mikil aukning frá því í alþingiskosningum þótt gengi flokksins í Borgarstjórnarkosningum hafi aldrei verið slakari. Hún þarf sem sem engu að breyta, stefna flokksins góð og gild og allt það. Hún segist jafnframt eiga fullt erindi í borgarstjórn.

Vinstri grænir skilja ekki neitt í neinu og segja niðurstöðurnar, koma virkilega á óvart, þrátt fyrir allar skoðanakannanirnar upp á síðkastið sem sýndu að þetta væri að gerast. 

Jón Gnarr segist hafa mikið að skoða. Hans bíða langar setur í rólegheitunum til að fara yfir stöðuna og allt og kannski ekkert kemur til greina. Verst að staðan er svona súrrealísk því Jón veit ekkert um súrrealisma eða kattasmölun. 

 


mbl.is „Glaður og sáttur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband