Jón Gnarr er Silvía Nótt

sylvia1Jón Gnarr er fyndinn maður. Um það efast fáir. Hann er spéspegill þjóðarsálarinnar. Eða lítur hún kannski raunverulega svona út?

Þúsundir íslendinga trúðu því á sínum tíma að Silvía Nótt væri raunveruleg stjarna og að hún mundi uppfylla áratuga gamla þrá Íslendinga og vinna júróvisjón.

Jón Gnarr fylgdist líka með því í áratugi hvernig þjóðin lét sér vel líka að stjórnmálmenn sögðust vinna fyrir land og þjóð þótt þeir væru í raun alltaf að gæta sinna eigin hagsmuna...eða vina sinna...eða flokksins. 

Jón Gnarr hugsaði sem svo; Fyrst þjóðin var svo vitlaus að láta þetta yfir sig ganga, gæti ég alveg eins farið í framboð. Ég gæti talað eins og stjórnmálamenn gera, af algjöru ábyrgðarleysi, sagt að þetta og hitt verði skoðað, sett í nefnd og snúið út úr því sem ég ekki skil.  

Allir vita að ég er grínisti og hvernig sem fer, get ég ekki tapað. Úr verður stórkostlegt grín, eitthvað sem upp úr er hafandi. Og ef ég kemst í borgarstjórn eða á þing og fæ loks föst laun. Að auki gæti sú uppákoma líka orðið mikið grín.

Og viti menn, Jón hafði rétt fyrir sér. Ekki bara rétt fyrir sér, heldur virðist sem Jón Gnarr og flokkur hans hafi verið nákvæmlega það sem þjóðin þarfnaðist í dag, sérstaklega Reykjavíkurbúar. 

Hann er plat stjórnmálamaður, í grín-flokki, í landi sem ekki hefur lengur neina tiltrú á "alvöru" stjórnmálmönnum upp til hópa.

"Alvöru" stjórnmálmenn hafa fyrirgert öllu trausti með fíflsku sinni og nú vill almenningur að þessum sömu stjórnmálmönnum verði kennd ærleg lexía. Með stuðningi sínum við Jón Gnarr og flokk hans er almenningur að segja; Kjósum besta flokkinn, stjórnmál eru fíflagangur hvort eð er. Kjósum Jón Gnarr, hann er Silvía Nótt stjórnmálanna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Ertu að segja að við eigum þá að kjósa hann bara vegna þess?

Guðmundur Júlíusson, 22.5.2010 kl. 19:05

2 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Nei Guðmundur.

Svanur Gísli Þorkelsson, 22.5.2010 kl. 21:09

3 Smámynd: Guðmundur Jónsson

"""""""""""Þúsundir íslendinga trúðu því á sínum tíma að Silvía Nótt væri raunveruleg stjarna og að hún mundi uppfylla áratuga gamla þrá Íslendinga og vinna júróvisjón.""""""""""""

Þú virðist rugla þessu eitthvað saman Svanur. Silvía Nót og Georg Bjarnfreðarson eru ekki raunverulegar persónur það eru hinsvegar bæði Jón Gnarr og Ágústa Eva og þau eru bæði raunverulegar stjörnur, miklir listamenn og yfir meðalagi greind, sem er meira en hægt er að segja um flesta okkar atvinnu stjórnmálamenn. 

Ágústa og Megas 

Guðmundur Jónsson, 22.5.2010 kl. 21:29

4 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Guðmundur. Er Jón Gnarr að þínu mati raunverulegur stjórnmálamaður eða er stjórnmálamaðurinn Jón Gnarr fígúra sem hann er að leika? ;)

Svanur Gísli Þorkelsson, 22.5.2010 kl. 22:04

5 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Jón Gnarr borgarstjóri er bara Jón Gnarr Borgarstjóri.

Ef þú ræður þig í vinnu við að flaka fisk, þá flakar þú fisk í vinnunni er það ekki ?

Guðmundur Jónsson, 22.5.2010 kl. 22:35

6 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Ef Ágústa Eva sem Sylvía Nótt væri valin borgarstjóri, hvor væri borgarstjóri, Eva eða Silvía? Svar Ágústa

Annað; Ef Ágústa Eva léki fígúru sem hagaði sér eins og Silvía Nótt, en væri samt kölluð Ágústa Eva og hún væri valin borgarstjóri, værhvor  Ágústa væri þá borgarstjóri.

Svar ; Ágústa, sem leikur Ágústu borgarstjóra, er borgarstjóri. :)

Hver er munurinn á Ágústu að leika Ágústu borgarstjóra og Jóni Gnarr að leika Jón Gnarr borgarstjóra?

Gaman ;)

Svanur Gísli Þorkelsson, 22.5.2010 kl. 22:53

7 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Þegar ég var 5 ár lék pabbi jólasvein á skemtun í Laugarneskóla Ég man að þetta olli mér talsverðum vadræðum og ég var ekki sáttur við pabba lengi á eftir, vissi ég ekki hvort hann var jólasvein eða pabbi minn en ég var bara 5 ára.

Guðmundur Jónsson, 22.5.2010 kl. 23:10

8 Smámynd: Hrannar Baldursson

Hvort sem Jón Gnarr er ekta eða plat, þá virðast báðar mögulegu útgáfurnar af Jóni Gnarr mun áhugaverðari kostur en allt annað sem er í boði.

Ég efast um að nokkur geti gert eða muni gera Reykjavíkurborg meiri skaða en það fólk sem hrúgaði sér um stjórnun hennar á síðasta kjörtímabili.

Hrannar Baldursson, 23.5.2010 kl. 10:36

9 identicon

hvað sem Gnarr eða Ágústa "eru" , þá eru þau allavegna bæði "inni" svo Bjarfreðarson og Silvía geta verið kóngur og drottning Reykjavíkur :-) en mér sýnist að meðalgreind Bestaflokks sé ca 20-30% hærri en fjórflokksins, og AUÐVITAÐ kunna þau að stjórna Borg þau er FÓLK sem lifir og hrærist og það sem mikilverðast er að þau eru ekki Flokks-tamdir einstaklingar, Nei þetta er fólk sem hefur verið í stanslausri baráttu við að komast af eins og flestir borgarbúar, og megnið, látið mikið að sér kveða í td menningarmála-baráttu, og hafa margir kjörnir fulltrúar skreytt sig með þeirra fjöðrum.

 ég segi sem Svanur kjósum Besta Flokkinn og setjum styttu af Davíð með Ingibjörgu í fanginu í Tjarnarhólman, til áminningar um "hinar myrku aldir Fjórflokksinns"

Gretar Eir (IP-tala skráð) 23.5.2010 kl. 11:21

10 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Einmitt Hrannar.En ef spurningin er hver muni gera Reykjavíkurborg minnstan skaða, erum við í slæmum málum.

En kannski hefur þetta ætíð verið svo.

Og kannski verður Jón Gnarr Kládíus Reykjavíkur, sem samanborið við fovera hans Kalígúlu og arftakann Neró verður að teljast stjórnsnillingur þótt skemmtanasjúkur væri.

Svanur Gísli Þorkelsson, 23.5.2010 kl. 11:42

11 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Farsinn sem kemur eftir kosningar getur aldrei orðið verri/sorglegri en farsi síðasta kjörtímabils.....þar sem nokkrir "alvöru" stjórnmálamenn hafa haldið um taumana..

Sigrún Jónsdóttir, 24.5.2010 kl. 00:04

12 identicon

´þAÐ MÁ EKKI gleyma því að jón gnarr hefur tekist allt sem hann tekur sér fyrir.Og skilað því vel frá sér, ÞANNIG , var ekki Davíð Oddson grín og spéfugl lengi vel !!!En líklega er íslands bara verstöð sem þarf að skila vinnu á planið og sjálfstæðismenn ná þessu öllu næsta vor í landsmálunum raða inn fjárfestingum við förum á 4 ára fyllerí og flytum öll tímalega til noregs áður en höfuðverkurinn byrjarEn jón gnarr verður í borginni , hann verður bara ókey,,ræður bara þórólf árnasson sem aðstoðarmann og allt verður í keyinu.

það er bjart framundan!!!

PETUR ÞORMAR (IP-tala skráð) 25.5.2010 kl. 23:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband