Heimsmet í svindli

bonusÞað er ótrúlegt hversu glúrnir Íslendingar eru í að slá heimsmet af öllu tagi. Sum er að sjálfsögðu komin til vegna smæðar þjóðarinnar og verða til á sama hátt og "Ísland er stærsta land í heimi miðað við höfðatölu". Um tíma átu Íslendingar mestan sykur allra þjóða, karlmenn lifa hvergi lengur, fleiri á landinu eru læsir en nokkru öðru landi, o.s.f.r.

Nú bætist heldur betur við heimsmetaskrautfjaðrir landans ef satt reynist að einhver einn íslendingur hafi svindlað 258 milljón milljónir út úr bönkum landsins.

Fyrra heimsmetið er frá árinu 2008 og það átti Bernard Madoff (50 milljarða dollara) fyrrum Nasdaq hlutabréfastjóri. 

Ef satt reynist hefur Jón Ásgeir Jóhannesson slegið það met rækilega og er þannig búinn að tryggja sér sess í mannkynssögunni. - Hvernig sagan mun dæma hann á eftir að koma í ljós. Hrói Höttur var jú ræningi en hann er líka alþýðuhetja. Jón Ásgeir heldur því fram að allt tal um svindl hans og svínarí sé uppspuni og sé skiplögð ófrægingarherferð á hendur sér af pólitískum toga.

MaddoffAthyglisvert er að bera saman viðbrögð Herra Madoff og Ásgeirs. Þau eru svo til þau sömu. Herra Madoff sagði fréttmönnum á sínum tíma að "sér væri öllum lokið" og að "ekkert væri eftir" og að hann væri bara "hafður að blóraböggli í pólitískum hráskinnaleik sem ætti sér langa forsögu".


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Gott blogg hjá þér, þessi mynd er kostuleg en vissir þú að Bónus var í raun stofnað í kjallara Austurvershússins?

Guðmundur Júlíusson, 15.5.2010 kl. 19:30

2 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Guðmundur Júl, þetta er ekki alveg rétt hjá þér. Jóhannes var með lágvöruverslun (kassaverslun) í kjallaranum undir merkjum SS, þegar hann var verslunarstjóri SS í Austurveri, og ég held að fyrrverandi kona hans hafi stjórnað þessu, því Jóhannes var oft dálítið blautur á þeim tíma.

Svanur, það kemur ekkert gott út úr lestrakunnáttu og sykuráti, sem minnir mig á að Bónus var að bjóða afslátt á sykri fram að lokun.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 15.5.2010 kl. 19:53

3 identicon

Rétt, en þar var vísir að Bónus til, og ég held því áfram fram :)

Guðmundur Júlíusson (IP-tala skráð) 15.5.2010 kl. 20:31

4 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Takk fyrir það drengir.

Jú,ég man einmitt fyrst eftir Jóhannesi bak við kjötborðið í Austurveri. Síðar kom hann til að leggja teppi á Skansinn út í Vestmanneyjum og þá kynntist ég honum betur.

Svanur Gísli Þorkelsson, 15.5.2010 kl. 23:08

5 Smámynd: Brattur

Þetta er hraustlegt met og sjaldgæft að Íslandsmet skuli jafnframt vera heimsmet í leiðinni

Brattur, 17.5.2010 kl. 20:09

6 identicon

Svanur ... afsakaðu inntroðsluna með óskylt mál ... en hvaða heimildir eru þetta sem þú talar um frá blog.is varðand síðuna hennar Hildar? Veistu hvaða "notendaskilmála" hún á að hafa brotið?

Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 17.5.2010 kl. 21:02

7 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Sæl Grefill

Ég sendi fyrirspurn á stjórnendur bloggsins og fékk það svar að Hildur hefði brotið gegn notendaskilmálum blog.is. Það er allt og sumt. Síðasta færsla hennar var beint bæði gegn ákveðnum samtökum og auk þess fordæming á verkum nafngreinds einstaklings. Sú færsla kann að hafa verið ástæðan, án þess að ég viti það fyrir víst.

Svanur Gísli Þorkelsson, 17.5.2010 kl. 21:59

8 Smámynd: Óskar Þorkelsson

innlitskvitt.. þessi póstur fór alveg framhjá mér

Óskar Þorkelsson, 19.5.2010 kl. 18:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband