Clegg the kingmaker

Þá er kosningunum lokið hér í Bretlandi og úrslitin verið tilkynnt. Þingið er hengt eins og flestir bjuggust við og enginn flokkur með nægilegan þingstyrk til að mynda ríkisstjórn einn. Bæði Brown og Cameron biðla til Cleggs sem eygir nú tækifæri til að koma á endurbótum á kosningakerfinu.

Reyndar nægir sameiginlegur þingmannafjöldi Frjálslyndra Demókrata og Verkamannaflokksins heldur ekki til að mynda meirihlutastjórn. Bónorð Browns hljóta því að hljóma dálítið hjáróma. Kosningakerfið Í Bretlandi er þannig að aðeins 6% munur er á almennu fylgi Frjálslyndra og Verkamannaflokksins en þessi 6% gefa samt þeim síðarnefndu 101 þingmann umfram Frjálslynda.

Er það furða að Clegg setji endurbætur á kosningakerfinu sem skilyrði fyrir þátttöku í stjórn. Hann vill að horfið verði frá einmenningskjördæmum og flokkar fái úthlutað þingmönnum eftir hlutfalli atkvæða sem þeir hljóta. En það verður þrautin þyngri að fá Cameron til að fallast á það.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband