Söguþankar

history333Megin efni margra íslenskra blogga eru persónulegar frétta og söguskýringar. Það í sjálfu sér mjög merkilegt hvað margir vita hvað er að gerast á bak við tjöldin og þekkja "hina raunverulegu" sögu vel.  Þetta hljóta að verða ómetanlegar heimildir fyrir framtíðina og eru enn mikilvægari fyrir fortíðina sem er stöðugt þarf að umrita hvort eð er. 

Þótt ég hafi gaman að Því að lesa slíkar sagnfræðitúlkanir, nálgast ég þær með varúð. Ég veit sem er að fátt, ef nokkuð, á meira skilið að vera endurskrifað en einmitt slíkar söguskýringar.

Þannig hugsa margir sér þá dul að geta sagt fyrir um framtíðina af því Þeir þekkja fortíðina.

Að það sé mikilvægt að þekkja söguna til að endurtaka hana ekki, eins og einhver sagði, er í besta falli óskhyggja. Sögulegar ákvarðanir sem reynast happadrjúgar fyrir almenning eru yfirleitt teknar eftir að allt annað hefur verið reynt. 

Sagan, jafnvel þótt hún sé sögð óumdeild, lýtur jafnan í gras fyrir einbeittum vilja þeirra sem vilja komast á spjöld hennar eða skrifa hana upp á nýtt.  Eini vísdómurinn sem má draga af sögunni með vissu, er að það er oftast viturlegt að gera alls ekki neitt og altaf best að segja ekki neitt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brattur

... eins og sagði í tyggjóauglýsingunni...

"Oft er betra að tyggja en tala"

Ég nota þetta stundum... en mætti gera það oftar

Brattur, 4.5.2010 kl. 23:03

2 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Já og "trunt trunt og tröllin í kjöftunum"....Sumir gera hvorutveggja í einu, tyggja og tala...en það er víst ósiður.

Svanur Gísli Þorkelsson, 5.5.2010 kl. 00:30

3 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Svanur Gísli. Að standa með sjálfum sér og sinni skoðun er það réttasta sem hver og einn getur gert. Og að sjálfsögðu án þess að vera ósanngjarn gagnvart öðrum. M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 5.5.2010 kl. 18:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband