Færsluflokkur: Menning og listir
8.1.2011 | 22:54
Saltkjöt og baunir, túkall.
Fréttastofa leitaði í gær að uppruna lagstúfsins "saltkjöt og baunir túkall." Þjóðháttafræðingar og starfsmenn þjóðminjasafnsins hvorki skýringar á aldri þessa orðasambands né á því hvernig túkallinn komst inn í borðhaldið. Ómar Ragnarsson elsta hljóðritaða dæmið vera frá miðri öld. Karen Kjartansdóttir reyndi að leysa gátuna.
Fjöldi góðra ábendinga bárust fréttastofu í gær eftir að óskað var eftir skýringum á uppruna lagstúfsins góða sem menn söngla oft á sprengidegi.
Góður áhorfandi benti á að áður fyrr var oft soðbrauð haft með saltkjöti og baunum. Brauð þetta var soðið í kjötinu í hátt í klukkutíma og var það í laginu eins og kleinuhringur, rétt eins og danski túkallinn gamli sem lagið vísar í. Lagið vísi því í máltíð samansetta af salkjöti, baunasúpu og soðbrauði.
Annar áhorfandi hringdi og benti á að Baldur Georgs sjónhverfingamaður og búktalari sem þekktur var fyrir að skemmta með brúðunni Konna á árunum 1946 til 1964, hafi líklega fyrstur manna endað skemmtiatriði með þessum orðum.
Við bárum þessar skýringar undir Ómar Ragnarsson sem kominn er af bökurum auk þess sem hann hefur endað mörg atriði sín með þessum orðum í rúmlega hálfa öld.
Hann taldi sennilegt að elsta hljóðritaða dæmi af þessum söng sé af plötu með Baldri frá árinu 1954.
Þá benti hjálpsamur starfsmaður Þjóðminjasafnsins á að fyrir tveimur árum hafi verið spurt um orðatiltækið í þættinum Íslenskt mál hjá Ríkisútvarpinu. Þá hafði samband kona sem benti á að lagið væri þekkt frá rakarakvartettum í Bandaríkjunum sem á árum áður sungu Shave and a haircut 10 cents. Ekki fékkst þó skýring á því hvernig þetta var svo yfirfært á túkallinn og saltkjöt og baunir.
Ómar segir auk þess að þótt ekki sé vitað hve lengi Íslendingar hafi sönglað þetta hafi verið alþekkt að ljúka atriðum á þennan hátt þegar hann var átján ára gamall að stíga sín fyrstu skref á sviði um miðbik síðustu aldar.
Barnabarn Baldurs, Ágúst Freyr Ingason, staðfesti í samtali við fréttastofu að þetta mætti allt rekja til Baldurs. Afi hans hafi sagt honum frá því að þetta væri frá sér komið.
Í fyrirspurn um málið til Vísindavefsins mánuði seinna svarar Guðrún Kvaran prófessor á þessa leið;
7.1.2011 | 22:11
Myndagáta
5.1.2011 | 19:35
Litli maðurinn frá Nürnberg
Matthias Buchinger var fæddur í Anspach, Þýskalandi árið 1674 og varð einhver þekktasti skemmtikraftur síns tíma í Evrópu. Hann lék á fjölda hljóðfæra og eitt þeirra fann hann upp sjálfur, reit listilega skrautskrift og var stórgóður teiknari.
Hann fékkst við sjónhverfingar og galdra, byggði frábær og nákvæm skipslíkön innan í glerflöskum og þótti sérlega hittinn skotmaður sérstaklega með pístólum. Öll afrek hans eru undarverð í ljósi þess að Matthias var fæddur án lenda, fóta og handa og var ekki nema 28 þumlunga hár.
Á meðan foreldrar hans lifðu, hélt Matthias sig heimafyrir í Nuremberg (Nürnberg) að þeirra ósk. Hann var yngstur níu barna og reyndu foreldrar hans allt hvað þau gátu til að búa honum viðunandi líf.
Um leið og þeir féllu frá, lagði Matthias samt land undir fót og hóf að sýna sig og leika kúnstir sínar fyrir almenning vítt og breitt um Evrópu fyrir þóknun. Á Englandi og á Írlandi varð hann þekktur undir heitinu Matthew Buckinger, litli maðurinn frá Nuremburg. Í dreifiriti þar sem Matthias auglýsir sýningar sínar segir að margir hafi lýst því yfir eftir að hafa séð hann leika listir sínar, að hann væri eini sanni listamaðurinn í heiminum.
Út frá axlarblöðum Matthiasar gengu tveir stúfar sem líktust meira uggum en handleggjum og á endum þeirra voru litlir hnúðar. Þrátt fyrir þessa miklu fötlun gat hann gert svo fínlegar grafískar ristur að undrum sætti. Á lítilli sjálfsmynd sem hann gerði, má t.d. finna "faðir vorið" og nokkra af Davíðssálmum letrað afar smáu letri í krullurnar á hárkollunni sem hann ber.
Hæfileikar hans virðast hafa heillað konurnar því hann giftist ekki færri en fjórum sinnum og eignaðist ellefu börn með átta konum. Sumir telja að börnin hafi verið fjórtán. Miklar ýkjusögur gengu um frjósemi Matthíasar. Sagt var að hann hefði feðrað börn með sjötíu hjákonum sínum. Mikið var gert úr þeirri staðreynd að eini útlimurinn sem hann hafði og var í lagi var getnaðarlimurinn.
Sú saga er sögð af einni eiginkonunni hans sem var orðljót og móðgandi að Matthias hafi lengi þolað henni það þangað til að dag einn hafi hann misst alla þolinmæði við hana, skellt henni í götuna á almannafæri og veitt henni duglega ráðningu. Atburður þessi varð frægur því skopteikning af honum birtist í dagblaði daginn eftir.
Á ferli sínum lék Matthias listir sínar fyrir marga eðalborna, þar á meðal þrjá af konungum Þýskalands og oftar enn einu sinni fyrir Georg Englandskonung. Hann lék á flautu, sekkjapípu og trompet og gaf atvinnutónlistarmönnum ekkert eftir hvað hæfni varðaði á þau hljóðfæri. Hann teiknaði allmörg skjaldarmerki fyrir aðalsfólkið, landslagsmyndir og andlitsteikningar sem hann seldi áhorfendum á sýningunum sem hann efndi til. Hann var leikinn í galdrabrögðum og enginn stóð honum á sporði þegar kom að spilum. Margar teikninga hans hafa varðveist og eru í eigu safnara vítt og breitt um heiminn.
Matthias lést í Kork á Írlandi árið 1732.
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 20:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
21.12.2010 | 21:32
Bestu Jólalögin (eða þannig)
15.12.2010 | 12:20
Jólabloggsíðan
Merkilegt hve tíminn er fljótur að líða. Aftur að koma jól og nýbúin... og ég á leiðinni í "jólafrí" til Cornwall þar sem ekkert tækifæri verður til að komast í tölvu, hvað þá að blogga.
Ég var að renna yfir gömul blogg þar sem ég á einhvern hátt fjalla um jólahátíðina og þennan sérstaka árstíma og ákvað svo að taka þau saman og birta á einni síðu.Smá aðventu-jólablogg
Hvít Jól
Glastonbury þyrnir
Jólasaga fyrir unglinga
Jólahald fátækra
Eins og hræða í melónugarði
Ljósin í bænum
Af kjölturökkum og frönskum flóm
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 12:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.12.2010 | 09:02
Hvað gerir maður nú um helgar
Það munað litlu að óvinum X-factors, eða á ég að segja óvinum Simons Cowell, tækist að eyðileggja keppnina með því að halda inni í henni alllengi hinum vita-laglausa spilagosa Wagner. Í stað hans þurftu áhorfendur sem aldrei hafa verið fleiri að X-factor, að sjá á bak nokkrum frábærum keppendum, allt of snemma.
Mörgum er í nöp við völd Cowell yfir breska tónlistarmarkaðinum og er þess skemmst að minnast þegar milljónir tóku sig saman um að hala niður gamla smellinum Killing in the Name með Rage Against the Machine til að hamla því að x-factor sigurvegarinn færi ekki sjálfkrafa í fyrsta sætið yfir jólin 2009.
Ekkert slíkt mun gerast yfir þessi jól og Simon og hans lið; Cheryl Lloyd, Mary Byrne, Rebeccu Ferguson , One Direction, með Matt í fararbroddi, mun bera herðar og höfuð yfir annað tónlistarfólk á tónlistar-sölulistunum Bretlands þetta árið.
Þrátt fyrir þessa vitleysu með Wagner, eru flestir á því að keppnin í ár hafi verið sú besta fram að þessu og að hver og einn af þeim sem komust í úrslitin hefðu sómt sér vel sem sigurvegarar. Auðvitað datt maður sjálfur ofaní í X-faxtor svartholið um hverja helgi, þrátt fyrir góðan ásetning um að gera það ekki. Spurning hvað maður tekur sér nú fyrir hendur :(
Fyrrum málari sigraði í X Factor | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 09:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
5.12.2010 | 05:54
Kattahatur á Íslandi
Eina húsdýrið sem hvergi er minnst á í Biblíunni er kötturinn. Talið er að kettir hafi fyrst orðið að húsdýrum á eyjunni Kýpur fyrir rúmlega 9000 árum, þannig að líklegt er að þeir hafi verið til staðar á sögusviði Biblíunnar, þótt ekkert sé á þá minnst í bókinni góðu. Reyndar er talið að Ísraelar hafi ekki haft mikið dálæti á köttum, þar sem mikil helgi var á þá lögð í Egyptalandi. Kannski er það ástæðan.
Í fornum keltneskum þjóðsögum, bæði írskum og skoskum er kötturinn jafnan sögð mikil voðavera. Langlífust þeirra sagna er sagan af Cat Sith, stórum svörtum ketti sem var dýrbítur mikill og lagðist jafnvel á fólk. Reyndar hefur því verið haldið fram að þær sögur eigi við staðreyndir að styðjast og hér hafi verið á ferð svo kallaður Kellas köttur sem nú er útdauður en var til í Skotlandi í margar aldir. Kellas kötturinn var blanda af evrópskum villiketti og heimilisketti og var því óvenju stór og kraftmikill.
Á miðöldum var sú trú útbreidd í norður Evrópu að nornir gætu breytt sér í ketti, einkum svarta með glóandi glyrnur. Svartir kettir sjást illa í myrkri og geta því læðst með veggjum óséðir, eins og þeirra er háttur. Játuðu ófáar konur því að vera slíkir hamskiptingar, áður en þeim var kastað á bálköst og þær brenndar fyrir galdra. Þá innihéldu margar uppskriftir að nornaseyðum ketti eða einhvern hluta þeirra.
Svo stæk var þessi hjátrú að á páskum og hvítasunnu voru skipulagðar kattaveiðar í mörgum bæjum Þýskalands. Almenningur trúði því að sjálfur Lúsífer hefði tekið sér ból í köttunum og voru þeir sem veiddust umsvifalaust brenndir á báli.
Miðað við hversu lítið er minnst á ketti í íslenskum heimildum og sögum og sé það gert, er ímynd þeirra frekar neikvæð, mætti halda að við Frónbúar hafi forðum lagt á þá fæð fremur en haft á þeim dálæti líkt og nú er algengast.
Elsta íslenska heimildin um ketti er úr Vatnsdælasögu og segir "frá óspektarmanni og þjófi, Þórólfi sleggju, sem átti tuttugu ketti svarta, stóra og tryllta, og hafði þá til að verja híbýli sín. Hann var þó yfirunninn, en þar sem hann hafði búið sást jafnan kettir, og illt þótti þar oftliga síðan. Þetta á að hafa gerst í heiðni og er auðvitað aðeins sögn." 1.
Þá er getið um verð á kattarbelgjum og kattarskinnum á miðöldum, líklega á 12. öld. Í öðru aðalhandriti lögbókarinnar Grágásar, Konungsbók er talið upp í verðskrá: Kattbelgir af fressum gömlum tveir fyrir eyri. Af sumrungum þrír fyrir eyri. Í kristnum lögum Grágásar er einnig tekið fram að óheimilt sé að hafa ketti til matar, eins og önnur klódýr enda öll slík dýr forboðin samkvæmt lögum Mósebóka.
Í þjóðsögunum er talað um kattarblendingana Skoffín og Skuggabaldur. Skoffín afkvæmi refs og kattar, þar sem kötturinn er móðirin. Skuggabaldur er afkvæmi sömu dýra en kemur úr móðurkviði refsins.
Jón Árnason 'segir að lítil hætta stafi af skoffínum þar sem þau séu ætíð drepin áður en þau komast upp, enda hægt um heimatök þar sem móðirin er heimilisköttur. Skuggabaldurinn er hins vegar öllu viðsjárverðara dýr og samkvæmt þjóðsögum gerast þeir dýrbítar og verða ekki skotnir með byssum.
Samkvæmt einni sögn náðu Húnvetningar að króa skuggabaldur af og drepa. Áður en hann var stunginn mælti hann áhrínisorð. Banamaðurinn hermdi orð skuggabaldurs í baðstofu um kvöld og stökk þá gamall fressköttur á manninn:
Hljóp kötturinn á hann og læsti hann í hálsinn með klóm og kjafti, og náðist kötturinn ekki fyrr en höfuðið var stýft af honum, en þá var maðurinn dauður." 2.
Einhvern tíman á 19 öld verður til þjóðsagan um íslenska jólaköttinn, skelfilega ófreskju sem situr um ódæl börn og etur þau eftir að hafa gleypt í sig matinn þeirra, eins og Jóhannes úr Kötlum segir svo listilega frá í kvæði sínu um ófétið.
Jólakötturinn slóst fljótlega í för með Grýlu, Leppalúða og jólasveinahyskinu öllu saman. Reyndar hlýtur að vera mikil samkeppni milli hans og Grýlu sem einnig hafur þann leiða sið að eta óþæg börn eins og Jóhannes gerði einnig góð skil í óð sínum til flagðsins.
Það er athyglisvert að einu húsdýrin sem djöfulinn hefur verið kenndur við og sagður taka sér bólfestu í, eru kötturinn og geithafurinn. Geithafurinn geldur þess að gríski skógar og frjósemisguðinn Pan, var hálfur hafur og kötturinn þess að vera eina húsdýrið sem ekki er nefnt í hinni helgu bók og einnig þess að vera meðal hinna óhreinu "klódýra".
Samt koma einmitt þessi dýr, geithafurinn á Norðurlöndum og kötturinn á Íslandi, við sögu á fæðingarhátíð Frelsarans og skýtur það dullítið skökku við að þegar helgin er sem mest, er börnum hættast við að verða óvættum að bráð.
Því hefur verið haldið fram að íslenski jólakötturinn sé eftirherma af jólahafrinum og þeim siðum sem honum tengjast á Norðurlöndunum. Þá hefur verið reynt að rekja Jólahafurinn til sögunnar af Þór og höfrunum hans tveimur Tanngrisnir og Tanngnjóstr sem guðinn gat óhræddur etið að kvöldi því þeir höfðu endurnýjað sig að morgni.
Í Noregi og Svíþjóð eru jólahafrarnir einskonar jólalöggur sem fylgjast með því hvernig undirbúningurinn gengur, en í Finnlandi var Joulupukki öllu skuggalegri karakter og líkari íslenska jólakettinum, þótt hann sé nú orðinn venjulegur jólasveinn.
Til gamans má geta þess að í sögunum af finnsku hetjunni Lemminkainen er ketti beitt fyrir sleða, sem hann dregur drekkhlaðinn af mönnum langt norður í Lappland og þýtur yfir snjóinn þar sem hvorki hestar eða hafrar geta farið.
Hvernig norræni jólahafurinn varð að ketti hér á landi er ekki alveg ljóst. Bæði var/er sagan af þrumuguðinum Þór jafn þekkt á Íslandi og á hinum norðurlöndunum og geitur hafa vissulega verið til á landinu síðan á landnámsöld.
Var það hugsanlega vegna þess að þeir vildu gera frjósemisgyðjunni Freyju jafn hátt undir höfði og þór, en vagn hennar var einmitt dreginn af tveimur svörtum köttum.
Eða var það vegna þess að í landi "stóra og tryllta" katta, hvæsandi skoffína og skuggabaldra, var kattarkynið miklu ógnvænlegri en jarmandi geitargrey.
Heimildir;
1-2 Háskólavefurinn
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 06:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
4.12.2010 | 21:20
Rapa Nui var stolið
Sjálfstæðibarátta þjóða fer fram með ýmsum hætti. Smáþjóðir víða um heim eiga í vök að verjast og eru margar vonlitlar um að þær verði nokkru sinni að fullu sjálfráða og fullvalda. Sem betur fer er sú barrátta að baki hjá okkur Íslendingum þótt marga uggi enn um framtíðina.
Á Rapa Nui, eyjunni afskektu í suðvestur Kyrrahafi, sem kunnari er undir gamla heiti sínu Páskaey, heygja frumbyggjar friðsama baráttu fyrir sjálfstæði sínu frá herraþjóðinni,-Suður Ameríkuríkinu Síle.
Síle sölsaði Rapa Nui undir sig árið 1888 með umdeildum samningi við Atamu Tekena "konung" eyjarinnar, sem ríkisstjórn Síle hafði sjálf útnefnt eftir dauða helsta höfðingja eyjarinnar sem staðið hafði gegn valdayfirtöku Síle í mörg ár.
Eftir yfirtöku eyjarinnar, var land hennar að mestu afhent aðfluttum fjárbændum sem unnu fyrir Williamson-Balfour fyrirtækið en frumbyggjunum gert að flytjast til stærsta bæjar hennar Hanga Toro. Eyjan var undir stjórn Sjóhers Síle þar til 1966 en það ár var frumbyggjum loks gefinn ríkisborgararéttur í Síle.
Með stjóraskrárbreytingum í Síle árið 2007 fékk Rapa Nui Sér-héraðsrétt og við það efldist að nokkru frelsisbarátta hinna fámennu þjóðar sem lítinn sem engan yfirráðrétt hafa yfir auðlindum eyjunnar né hafa þeir hlutdeild í síauknum ferðamannaiðnaði hennar.
Eins og fréttin segir, settust nokkrir frumbyggjar að í húsum sem áður tilheyrðu þeim áður en ríkistjórn herraþjóðarinnar yfirtók þær. Lögreglan beitti hörku og það kom til blóðsúthellinga.
Einn af hinum ungu sjálfstæðissinnum Rapa Nui skrifaði eftirfarandi bréf til stjórnvalda Sile.
Ki he te roa o te Tire i ruŋa o te mātou kaiŋa? Mee rae. Hoe tautini vau hanere vau ahuru ma vau i toke ai e te Tire i te kuhane o te Rapa Nui tāatoa. Ko rohirohi ana te taŋata tāatoa o te hau nei o Pito o Te Henua i te reoreo o te hau nei he Tire. Toke te manau; toke te mana o te tupuna ata ki aŋarina. Etahi nō manau o te taurearea, o te korohua, o te ruau, o te ŋa vie peinei e. Ka ea te Tire mai ruŋa i te rāua motu. Ka hakare te rāua kaiŋa ki te manau. Peinei e. Ina a katahi mee tano i vaai mai e te Tire ki te henua nei. Ka hoe hanere piti ahuru matahiti ki aŋarina, ina a he mee nehenehe rae i hakatikea mai e te hau nei he Tire. He tuu mai, he toke tahi i te henua o te Rapa Nui. Ka ea koe, tuu taŋata, tuu rakerake, tuu reva. Ka hoki ki tuu kaiŋa ko Tire.
Hversu lengi hefur Síle dvalið í landi okkar. Það er hið fyrsta. Síðan 1888 hefur andi Rapa Nui verið hertekinn af Síle. Allt fólkið í ríkisstjórn Rapa Nui er orðið uppgefið á lygum ríkisstjórnar Síle. Hugum okkar hefur verið rænt. Hinum andlega mætti forfeðra okkar hefur verið rænt og ekki skilað til þessa dags. Það er aðeins ein hugsun í hugum ungdómsins, karlmannanna, öldunganna og kvennanna; Síle, yfirgefið land okkar. Á rúmlega hundrað og tuttugu árum hefur ríkisstjórn Síle ekki sýnt okkur nokkuð sem fagurt þykir. Þeir komu hérna, stálu öllu landi Rapa Nui. Farið! Þið fólk, þið hinir illu, takið fána ykkar og snúið aftur til ykkar lands; Síle.
Blóðug átök á Páskaeyju | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menning og listir | Breytt 5.12.2010 kl. 01:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
16.11.2010 | 22:07
Ópera
Fólk sem segir að óperan sé ekki eins og hún áður var, hefur rangt fyrir sér. Og það er einmitt vandamálið við óperuna.
Ef það er satt að óperan sé efsta stig á tónlistar þroskaferli hvers einstaklings, er ég nokkuð viss um að þangað muni ég aldrei komast. Ekki vegna þess að ég hafi ekki reynt.
Ég hef hlustað á óperusöng af hljómdiskum og meira að segja keypt mig inn dýrum dómum á Parsifal og Niflungahringinn. Parsifal byrjaði klukkan átta og eftir þrjá tíma leit ég klukkuna og sá að hún var bara hálf níu. Og í sögunni af Sigfríði, virtist Guðrún vera eina konan í stykkinu sem ekki var frænka hans. Reyndar hafði ég lúmskt gaman af leiknum, þrátt fyrir sönginn.
Margt gerist á annan hátt í óperunni en á nokkrum öðrum stað. Til dæmis þegar maður er stunginn í bakið, syngur hann í stað þess að blæða.
Og það er alveg sama á hvaða tungumáli óperan er sungin á, ég skil aldrei orð. Kannski er það bara fyrir bestu.
Og eitt eiga allar óperur sameiginlegt, þeim lýkur ekki fyrr en feita konan hefur sungið.
8.11.2010 | 09:20
Cliffhanger
Þeir félagar Hilmir Snær og Jörundur komust greinilega í hann krappan og þetta hefði vel getað farið illa. Algjör Cliffhanger ll má segja, Jörundur í hlutverki Stallones. Annars finnst mér merkilegast við þessa frétt, nafnið á gígnum Lúdent og þetta með fítonskraftinn. Þarna er komið enn eitt gígsnafnið sem vafi leikur á hvaðan og hvernig er tilkomið. Ég fjallaði fyrir nokkru um Tintron, en það nafn er einnig umdeilt. Vísindavefurinn segir þetta um um nafnið Lúdent.
Lúdent er gígur austan við Mývatn í Suður-Þingeyjarsýslu. Þórhallur Vilmundarson telur nafnið vera dregið af tilbúna orðinu Lútandi sem orðið hafi að Lútendi og svo Lúdent. Síðan hafi orðið stúdent haft áhrif á nafnmyndina (Grímnir 2:109-110).
Ekki er gefið að þessi skýring sé einhlít. Ólíklegt er að -t- á harðmælissvæði verði -d- í þessari stöðu. Hugsanlegt er að nafnið sé samsett, af lút og dent, þannig að tilbúna orðið Lút-dent hafi orðið Lúdent. Orðið dentur merkir kvenhöfuðfat og merkingin væri þá slútandi höfuðfat.
Beyging nafnsins er Lúdentar- í samsetningum, til dæmis Lúdentarhæðirí sóknarlýsingu sr. Jóns Þorsteinssonar frá um 1840 (Þingeyjarsýslur, 118). Björn Gunnlaugsson setti myndina Lúðentarhæðirá Íslandskort sitt 1844. Lúdentarhæðir eru einnig í örnefnaskrá Voga. Þorvaldur Thoroddsen skrifar hinsvegar Lúdents-borgir 1913 (FerðabókI:283) og sömuleiðis Steindór Steindórsson í Árbók FÍ 1934 (bls. 29).
Fyrirsögnin talar um "fítonskraft" sem þó er hvergi komið meira inn á í fréttinni, sem er undarlegt, kannski jafn undarlegt og að þeir tveir, Hilmir og Jörundur, hafi "skipt liði". Alla vega segir Vísindavefurinn þetta um kraftinn;
Í orðabók Guðmundar Andréssonar frá 1683 er gefið orðið fitungs ande og skýringin við er 'pithon'. Í orðabók Björns Halldórssonar er Fítúns-andi skýrt á latínu sem phyton, python en á dönsku sem 'Raseri', það er 'æðisgangur'. Af þessu sést að um tökuorð er að ræða úr latínu sem aftur hefur fengið orðið úr grísku. Pŷthōnvar stór slanga við Delfí sem guðinn Appolló vann sigur á en orðið var einnig í klassískum málum notað um spásagnaranda og þann sem hafði slíkan anda.
Fékk einhvern fítonskraft og bjargaði sér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 09:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)