Færsluflokkur: Dægurmál

Hverju tapaði Ísland?

iceland2Það sem útilendingar dá í fari íslendinga og það sem erlendir gestir, sem eru svo lánsamir að hafa heimsótt Ísland elska mest, er enn til staðar. Ekkert af því sem gerir okkur að þjóð hefur farið forgörðum í þessu fjármálaroki sem nú gengur yfir, þótt fáeinar skrautfjaðrir hafi fokið. Landið er enn fagurt og frítt og fannhvítir jöklanna tindar, þjóðin gestrisin, hjálpfús, menntuð og framsækin.

Ekkert af því sem gerir okkur að okkur hvarf, þótt einhverjum óhróðri hafi verið dreift um okkur í útlandinu, til að auka tímabundið hróður pólitíkusar sem stendur höllum fæti í heimalandi sínu. Það er satt að Þjóðin er knésett fjárhagslega en það gildir hér sem annarsstaðar þar sem hildir eru háðir að ekki er spurt að því hversu oft við féllum við heldur hversu oft við stóðum upp aftur.

Hvannadalshnjukur420Við Íslendingar erum og verðum þjóð vegna þess að við eigum okkur sér afar sérstæða menningu, sérstakt tungumál og sérstaka siði, en það sem gefur þessum þáttum raunverulegt gildi er að þeir eiga sér rætur í upphafi búsetu á Íslandi og teygjast óslitið aftur til uppruna þjóðarinnar. Þessi hugmynd myndaði kjarnann í málflutningi Íslendinga í sjálfstæðisbaráttunni og til hennar er getum við enn sótt fulltingi þegar að okkur er sótt.

Fyrir einni öld voru Íslendingar fátækasta þjóð Evrópu. Með réttri blöndu af harðfylgi og málamiðlunum náðum við fullu sjálfstæði og komumst eftir það á undarverðum tíma í tölu auðugustu þjóða heimsins. Það sem byggði þann auð er enn í landinu og á því kapítali, mannauðnum, er hægt að byggja aftur.

800px-Thingvellir_Iceland_2005Ég hafna því að íslendingar "hafi sett ofan" þótt því sé haldið fram af þeim hvers gildismat er eingöngu bundið hagfræðitölum, og ég hafna því að íslendingar eigi að fara með veggjum á erlendri grund þótt ókurteisi og fram að þessu dulin öfund sumra útlendinga, gefi til þess ástæðu.

Ég fagna því að neikvæð umfjöllun erlendra fjölmiðla um ísland er í rénum og í stað hennar spyrja þeir að því hvers græðgi var meiri, þeirra sem buðu svo háa ávöxtun að hún hlaut að vera áhættuspil, eða þeirra sem sóttust eftir henni og voru tilbúnir til að taka áhættuna.

Heimurinn er á leið inn í efnahagskreppu. Bankahrunið er aðeins upphafið og í kjölfarið mun fylgja atvinnuleysi og allsherjar samdráttur. Þessi alheimslega kreppa mun krefjast svara við þeirri spurningu hvort óheft auðhyggja sé rétta leiðin fram á veg. Ísland kann að vera betur í stakk búið til að takast á við þá spurningu en flest önnur lönd, vegna þess að nú þekkjum við styrkleika og veikleika þeirrar leiðar, betur en flestir aðrir.

 

 

 

 


Blogg heilkennið

ascii-blogger-portraitsÉg veit ekki hvað margir blogga reglulega á Íslandi en það kæmi mér ekki á óvart að Íslendingar ættu þar heimsmet miðað við fólksfjölda að sjálfsögðu eins og í mörgu öðru. Sjálfur hef ég bloggað í ellefu mánuði og ég verð að viðurkenna að sumt af því sem sagt er hér að neðan og á að lýsa einkennum þeirra sem haldnir eru krónískri bloggáráttu, passar við mig.

Hvað af þessu mundi eiga við þig og hvaða önnur einkenni sem þér dettur í hug, ættu alveg heima í þessari upptalningu?  

Þú ert illa haldin/n bloggáráttu ef þú;

1.  Ef þankagangur þinn er stöðugt í "skrifgírnum" og þú veltir vandlega fyrir þér niðurröðun orðanna sem hæfa hverri færslu.

2.  Þú sérð eitthvað áhugavert eða upplifir eitthvað mannlegt og þú byrjar strax að setja það niður fyrir þér í huganum hvernig þú ætlar að koma því frá þér og getur varla beðið með að komast að tölvunni til að blogga um það.

3.  Þú eyðir heilmiklum tíma í að stara á bloggsíðuna þína og dást að hversu frábær hún er.

4.  Þú ert stöðugt að hugsa um hvað þú getur bloggað um næst.

5.  Frítíma þínum eyðir þú í að lesa bloggfærslur annarra.

6.  Þegar þú ert tengd/ur athugar þú tölfræðina á blogginu þínu af og til rétt eins og þú búist við stórkostlegum breytingum á henni á fimm mínútna fresti.

7. Þú átt erfitt með að ákveða hvaða bloggform þú velur á síðuna þína til að nota að staðaldri.

8.  Þú ert stöðugt að breyta því sem kemur fram á spássíu bloggsins og breyta stillingum þess.

9.  Þú sérð mikið eftir því að hafa ekki myndavél við höndina, þegar þú sérð eitthvað myndrænt í umhverfi þínu og þú hugsar; Þetta hefði verið gaman að skrifa um.

10. Það fyrsta sem þú gerir þegar þú kemst í námunda  við tölvu er að athuga bloggsíðuna þína.

11. Að athuga bloggsíðuna þína er hluti af dagsverkum þínum.  

12. Þú vilt heldur sitja við tölvuna en að vaska upp.  

13. Þér finnst mjög gaman að googla, kópera og linka efni sem þú finnur á netinu fyrir bloggið þitt.

14.  Þú gerir þitt besta til að skilja þótt ekki sé nema smávegis í html og koma þér inn í lingóið sem notað er á netinu.

15. Þú uppástendur að bloggið sé aðeins áhugamál.

16.  Þegar að þú hefur ekki verið við tölvuna í smá tíma, vaða orð og hugtök um í höfðinu á þér og þú getur ekki raðað þeim saman í heilsteyptar setningar fyrir en þú kemst aftur að tölvunni.

17.  Uppáhaldsstaðurinn þinn í heiminum er fyrir framan tölvuna þína. Það er nánast öruggt að það er hægt að finna þig þar.

18. Þú  ert farin/n að hata spamaranna sem skilja eftir sig athugasemdir sem eyðileggja útlitið á blogginu þínu og þú íhugar að senda þeim persónulega harðort bréf á orðsendingakerfinu.

19. Þú missir stundum svefn vegna bloggsins.

20.  Fólkið sem þú býrð með talar venjulega við hnakkann á þér eða ennið af því það er það eina sem sést af höfðinu á þér.  

21.  Það er heppið ef að því tekst að draga upp úr þér eitthvað annað en uml þegar þú ert að skrifa

Gleymdi ég einhverju?


Hvað eru Restavekar ?

Haiti%20Children%201Haiti, (Fjallalandið) er það ekki paradís á jörðu? Sú er alla vega ímynd flestra norðurálfubúa af Karíbahafseyjunum þar sem tæpar 9 milljónir manns búa.

En á Haiti búa að því að talið er 300.000 börn sem eru kölluð á gamla "Kríóla" málinu; "Restavek" sem merkir "að vera hjá".

Restavekar búa ekki hjá foreldrum sínum, heldur eru þau þrælar betur efnaðra Haíti búa.

Fellibylirnir Fay, Gústaf, Hana og Ike sem gengu yfir Haíti í sumar opinberuðu fyrir alheiminum alvarlegt þjóðfélagsmein sem fram að þessu hefur ekki verið á allra vitorði. Á Haíti þar sem barnadauði er hvað hæstur í heiminum, er stundað víðfeðmt og mismunarlaust þrælahald barna.

Á eyjunum er að finna ríkt fólk og fátækt og svo það sem ekkert heimili á. Meðal þeirra sem ekkert heimili eiga tíðkast að koma börnunun fyrir meðal betur efnaðs fólks í von um að börnin fái eitthvað að borða og jafnvel að fara í skóla. Reyndar er staðan slík að aðeins helmingur barna á skólaaldri yfirleitt, er skráður í skóla. Hlutfall Restaveka er miklu minna.

Í raun eru börnin hneppt í þrældóm. Þau eru beitt líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi, svelt og refsað á ýmsan hátt og fæst þeirra líta nokkru sinni veggi skólanna að innann. 

"Það er farið með þau verr en húsdýrin" segir talsmaður sameinuðu þjóðanna um ástand Restaveka barna. "Þau eru annars flokks þegnar, litlir þrælar. Þau fá að borða og fyrir það skrúpa þau og fága hýbýli ríka fólksins."

"Það hafa allir a.m.k. eitt" haitian-children-salvery_5248

 Widna og Widnise, eru 12 ára tvíburasystur sem hafa verið á sama heimili í tvö ár.

Þær fara á fætur við sólarupprás  til að ná í vatn, safna eldivið, elda skúra og þrífa. Þær horfa á börn "gestgjafa" sinna sem eru á svipuðum aldri, borða morgunmat og hafa sig til í skólann.

Tvíburarnir fá ekkert að borða á morgnanna og eru hafðar heima til að vinna. Samt hafa þær það betur að eigin sögn en flestir aðrir Restavekar. Þær eru t.d. barðar á lofana ef þær gera mistök en ekki í höfuðið.

Á kvöldin fá þær að borða með hinum börnunum og þær sofa á mottum á gólfinu eins og hin börnin. Þær hafa meira að segja skó til að ganga í.  

gigicohen2En þeim líkar ekki vistin. Sérstaklega hvernig þeim er stöðugt strítt af hinum börnunum sem segja að þær verði ætíð þjónustustúlkur.

Og þær sakna móður sinnar sem vinnur sem þjónustustúlka og heimsækir dætur sínar þegar hún getur.  

"Móðir okkar er of fátæk til að sjá fyrir okkur" segir Widna. "En við viljum ekki vera Restavekar."

 

 


Stjörnuleikur

Hún er ein af hinum heilögu skrímslum, tilbeðin af helmingi fólksins og formælt af hinum helmingnum. Hún tilheyrir þeim hópi fólks sem alltaf er sagt vera sálræn viðundur og eru það oft í raun og veru.  

Í skóla gekk hún með gleraugu og spangir á tönnunum. 

Spurningin er um hverja er verið að tala.

Ég hef falið mynd af henni á meðal annarra þekktra andlita. Þeir sem geta upp á nafni "skrímslisins" fá hrós. Þeir sem geta nefnd nöfn allra þeirra kvenna sem myndirnar eru af að auki, fá tvö hrós.

01003   002                                                                                                                                                                           

 

004005

007

 

 

00609

11


Stóru þjóðirnar....vinir okkar

16034~Great-Cats-PostersÞegar að leiðtogar stórþjóðanna tala um að vandinn sé "hnattrænn" og að aðgerðir verði að vera samræmdar, eiga þeir greinilega og fyrst og fremst við helstu iðnríki heimsins.

Þau eru u.þ.b. 10 að tölu.

Þegar að kredit kreppan skall á reyndu þessar þjóðir að bjarga eigin rassi á kostnað þeirra sem minna máttu sín.

Þegar það dugði ekki, hittust leiðtogarnir og ákváðu að gera það saman sem þeir höfðu áður reynt hver um sig.

Nú er að sjá hvernig fer. Verðbréfamarkaðurinn í Sádí Arabíu hækkaði alla vega um 9% í dag.

Allar þessar þjóðir hafa fram að þessu neitað íslendingum um fyrirgreiðslu. Eftir að hafa knésett okkur reyna þeir nú eftir krókaleiðum að gera okkur gylliboð um björgun. Hvað vakir fyrir þeim?

Hver treystir þeim eftir slíka framkomu? -

 


Bretar á leið til Íslands að versla

Shopping%20Logo%20TSSEkki er öll vitleysan eins. Um leið og það fréttist að Hr. Green ætlaði að notfæra sér ástandið sem Hr. Brown (Það er eins og maður sé dottinn inn í kvikmyndina Reservoir Dogs)  átti svo stóran þátt í að skapa á landinu bláa og kaupa eitthvað af eignum uppflosnaðra Íslendinga fyrir gengismuninn sem nú er á pundinu og krónunni, hugsa fleiri Bretar sér gott til glóðarinnar.

Sumir þeirra eru þegar komnir til Íslands og spóka sig á Laugarveginum með fulla vasa af krónum sem þeir fengu í skiptum fyrir pundin sín. Þeir geta nú í fyrsta sinn keypt sér bjórglas á lægra verði á Íslandi en heima hjá sér, og þar með hefur ákveðinni fyrirstöðu verið kippt í burtu sem hingað til hefur fælt fjölda Breta frá frá Íslandi. Allur varningur er á mun betri prísum en á drottningarlandinu og það eru þeir ákveðnir í að notfæra sér. 

Nú er bara að vona að þetta haldist nokkurn veginn svona fram yfir jól því þá munu Glasgow, Manchester og Lundúnabúar fjölmenna til Íslands til að gera innkaup sín þar og brátt munum við geta greitt Mr. Brown út lausnargjaldið sem hann setti á íslensku fyrirtækin sem hann hefur tekið úi gíslingu hér í Bretlandi.


Nú er lag fyrir Ísland

british_propaganda_logoÞað er farið að hljóðna fjölmiðlaskrumið um Ísland á Bretlandi. Helst er að heyra á þeim sem taka til máls að beðið sé eftir því sem kemur út úr viðræðum sendinefndarinnar og íslensku peningamannanna. Sjónvarpið er hætt að sýna fatlað fólk og krabbameinssjúklinga sem vondu Íslendingarnir svindluðu peninga út úr.

En eitt er nauðsynlegt.

Nú er lag fyrir stjórnvöld á Íslandi að breyta vörn í sókn. Þeir ættu að senda út frá hverja yfirlýsinguna á eftir annarri sem sýna hvernig staða Íslands var gerð mun verri með umsögnum og aðgerðum breskra stjórnvalda. Það hefur myndast tómarúm hjá fréttamiðlum um málið sem við ættum að nýta okkur. Þá ættu íslendingar að nýta sér ummæli Bush um að þjóðir ættu að forðast aðgerðir sem skemma fyrir öðrum þjóðum og vel er hægt að heimfæra upp á aðgerðir  Breta gegn íslendingum.

propagandaÞessi kreppa snýst hvort eð er að mestu um mat fólks á stöðu mála. Ef mat fólk verður að Ísland hafi ekkert til saka unnið þótt einhverjir bankamenn okkar hafi teflt of djarft, eins og er sannleikanum samkvæmt, erum við á leiðinni upp. Við eigum að hefja þá baráttu strax og hamra járnið á meðan það er heitt. -

Það sjá það allir að 300.000 manns hér á Íslandi geta ekki og eiga ekki að borga fyrir mistök þessara exeldrengja í bönkunum. Komum skilaboðum okkar á framfæri. Það er leiðin út úr þessum Bretahremmingunum og þá mun myndast friður og ráðrúm fyrir okkur að byggja á styrkleikum okkar.

Rússalán og alþjóðabankinn eru slæmir kostir fyrir Ísland. Hvorutveggja mun hafa afar óæskileg áhrif á sjálfstæði þjóðarinnar. Ef við þurfum peninga til að reka landið áfram, eigum við að fá þá lánaða frá Norðmönnum. Þeir eru auðugasta þjóð jarðarinnar, náfrændur okkar og auk þess tilbúnir til þess að hjálpa.

 


Íslensk fyrirtæki í Bretlandi með 100.000 Breta í vinnu.

Brown-Haarde_1007684cNú virðist vera að koma á daginn að Gordon Brown hafi skotið sig illilega í fótinn þegar hann fór út í aðgerðir gegn íslensku fyrirtækjum á grundvelli laga sem ætluð voru til að stemma stigu við fjármálastarsemi hryðjuverkahópa.

Fólk almennt spyr sig hvort það hafi verið þetta sem vakti fyrir stjórnvöldum þegar að þau fengu þessi lög samþykkt, þ.e. að geta látið til skarar skríða gegn hverjum sem er, svo lengi sem forsætisráðherrann ákveður að þjóðaröryggi sé í húfi. Íslendingar samkvæmt skilgreiningu ógna sem sagt þjóðaröryggi Bretlands, samkvæmt túlkun Browns.

_1857556_icelandÞað má samt færa líkur að því að haldi Brown þessu til streitu, muni koma til kasta íslendinga að svara fyrir sig. Brown ætti að vera ljóst að stærsta fyrirtæki Bretlands í einkaeign er íslenskt. Honum ætti líka að vera ljóst að íslensk fyrirtæki í Bretlandi hafa yfir 100.000 manns í vinnu hjá sér, langflestir Bretar. -

Breskir viðmælendur fjölmiðla sem vinna hjá þessu fyrirtækjum, eru gapandi yfir yfirlýsingum Browns og aðgerðum hans. -

Ef að það er ósk Browns að flæma þessi fyrirtæki í burtu frá Bretlandi, er hann á réttri leið. - Eða kannski það sé ætlun Browns að gera þessi fyrirtæki upptæk líka og segja Íslandi alfarið stríð á hendur.


Bretar tala um nýtt Þorskastríð við Ísland

haarde-brownÞað er fáránlegt að hlusta á einhverja útvarpsmenn hér í Bretlandi heimta með frekjutón og fyrirlitningu afsökunarbeiðni af íslenska sendiherranum eftir að hann hafði lesið greinargóða yfirlýsingu um ástand mála.

Breskir fjölmiðlar eiga eftir að fara hamförum gegn Íslandi og íslendingum í kvöld og á morgunn og andrúmsloftið er eins og rétt áður en átökin hefjast fyrir alvöru. Það þarf að afmennska óvininn. Þegar er farið að heyrast að Bretar líti á ástandið sem að nýtt þorskastríð sé í uppsiglingu af því að Icesave getur ekki borgað öllum Bretum það sem þeir áttu inni hjá fyrirtækinu.

ODINN ICELAND GUNBOAT IN ROUGHERS DURING THE CAD WAR[1]Fjöldi breskra sveitarfélaga og jafnvel mannúðarsamtaka lagði inn fé til Icesave og fór þar m.a. að ráðum breskra stjórnvalda. Von um háa ávöxtun gerði sjóðinn álitlegan fyrir gráðuga Breta.  Bresk stjórnvöld nota hvert tækifærri sem þeir hafa til að beina athygli fólks að því að Ísland geti ekki borgað og nota landið og þjóðina sem blóraböggul. Þeir hafa tekið Landbanka  og Kaupþings-eignir bæði á Ermasundseyjunni Gurnsey og Isle of Man til gjaldþrotaskipta.

Íslendingar eiga að neita að borga krónu af þessum peningum. Ef þeir eru tapaðir, töpuðust þeir vegna þess að djarft var spilað með  peningana af Landsbankanum. Þeir sem stjórnuðu því verða að svara fyrir Það. Hvers vegna láta ráðherrar og sendiherrar Íslands eins og að þetta sé þjóðinni að kenna eða einhverri heimskreppu. Það vita allir að þeir eru að ljúga og sú lygi kemur óorði á Ísland og íslendinga. Hverja er verið að vernda?


Ísland, verst í heimi

icelandic_family_1000_ad_2"Íslendingar biðjast forláts á því að hafa gert heiminum þetta", segir röddin í útvarpinu. "Ætla þeir líka að biðjast afsökunar á Björk", svarar viðmælandinn. Orðstír Íslendinga hrapar hratt um þessar mundir meðal Evrópuþjóða, ekki hvað síst Breta sem segjast eiga fullt af peningum inni í Íslenskum bönkunum sem ekki sé hægt að fá greidda.

Brown forsætisráðherra (Geir Breta) segist ætla að sækja þessa peninga með lögsókn. Fjölmiðlar halda því fram að Ísland rambi á barmi gjaldþrots og bæti þar með einu heimsmetinu við í sarpinn, fyrsta og eina þjóðin í heiminum til að vera tekin til gjaldþrotaskipta.

Og það er ekki einu sinni beðið eftir því að þjóðin lýsi yfir gjaldþroti. Þegar er byrjað að selja eigur hennar erlendis á spottprísum. Lúxemborgar bankinn er farinn og eins Lundúnaútibú Landsbankans. Hlutirnir gerst hratt. Íslendingar bregðast við eins og steinrunnið tröll. Enginn vill lána þeim krónu. Þeir eru litlir og öfundaðir og liggja einkar vel við höggi nú, og þeir verða óspart notaðir sem blóraböggull til að draga úr sekt og sársauka erlendra peningamanna.

SuperStock_1560R-2054330Heima virðast allir vera enn í  "þetta reddast" fasanum. Fæstir vita ekki að það er búið að afskrifa Ísland sem alvöru land og að það var gert í gær af heimspressunni og síðan af fjármálastofnunum heimsins. - Hver einasti grínþáttur er fullur af skopi um Ísland og íslendinga sem virðast ansi vinafáir sem stendur. Bandaríkin vilja ekki lána okkur, Rússar segja kannski og vilja sjá hvað meira við erum tilbúnir að offra, Evrópuþjóðirnar eru sundurþykkar og sjálfselskar og Ísland stendur eitt.

Flestir skemmtiþættir hér um slóðir eru fullir af gríni um íslendinga og Ísland og hvernig þeir létu fáeina kalla í jakkafötum veðsetja alla þjóðina til að þeir gætu spókað sig um á erlendri grundu og sagst eiga fótboltafélög og tuskubúðir um allt Bretland. - Stjórnmálmennirnir á Íslandi eru sagðir heimskir og alþýðan heimskari. -

Auðvitað svíður manni þetta fyrir hönd lands og þjóðar en fyrst og fremst er það reiðin sem angrar mann. Reiðin sem sprettur fram af því ég veit að þeir sem bera ábyrgðina á þessum hrakförum reyna að segja fólki að þetta hafi verið óumflýjanlegt og að "heimskreppan" hafi gert þetta. Reiður vegna þess að ég veit að þeir sem veðsettu Ísland verða enn ríkari á þessu því að þeir munu láta sauðsvartan almúgann borga fyrir sig skuldir sínar. Þeir eru ekki margir, en þeir eiga meira enn allir hinir til samans. Þegar upp er staðið munu þeir eiga enn meira og við hin, enn minna.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband