Færsluflokkur: Dægurmál
10.11.2008 | 23:56
Mamma Afríka látin.
Hin kunna söngkona frá suður-Afríku Miriam Makeba, þekkt sem rödd Afríku er látin, 76 ára að aldri. Makeba lést eftir tónleika sem hún héllt í borginni Caserta í norður Ítalíu. Makeba var þar til að styðja við bakið á rithöfundinum Roberto Saviano sem hefur verið hótað lífláti af ítölsku mafíunni, en hún er alþekkt fyrir þrotlausa baráttu sína fyrir margskonar mannréttindamálstaði víða um heiminn.
Hjartaáfall er talið hafa orðið þessari heimsröddu að aldurtila.
Segja má að Mekaba hafi verið fyrsta ofurstjarna Afríku en hún var sem kunnugt er gerð útlæg úr heimalandi sínu í meira en 30 ár. Hún ávarpaði Sameinuðu þjóðirnar, söng fyrir John F. Kennedy og var gefin heiðurþegn- réttindi í 10 löndum. Þegar hún giftist "Svarta Afls" Stokely Carmichael seint á sjöunda áratug síðustu aldar og flutti til Geníu fældi hún frá sér bandarísku umboðsmennina sem þóttust ætla að greiða veg hennar í Ameríku.
Mömmu Afríku var boðið til baka til heimalands síns af Nelson Mandela árið1990 en hún hélt áfram að syngja sína einkennilegu blöndu af Afríkutónlist og djassi fram á síðasta dag þrátt fyrir að hafa tilkynnt fyrir þremur árum að hún ætlaði sér að setjast í helgan stein. "'Jú ég sagðist ætla að hætta, en það eru svo margir sem hafa haft samband og sagt að ég hafi ekki komið til að kveðja" sagði hún nýlega í viðtali.
Ferill Makebu virtist alltaf í uppnámi, hún barðist á tíma við krabbamein, fór í gegn um fjóra hjónaskilnaði og þoldi afar ótímabært lát dóttur sinnar. nóg um það að sinni. Hér er Dívan mætt með Pata Pata
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.11.2008 | 22:26
Vörn McHenry virkis
Um Miðja átjándu öld var starfandi í London félagsskapur sem kallaði sig The Anacreontic Society. Nafnið var fengið frá gríska ljóðskáldinu Anakreon sem lifði og skrifaði á sjöttu öld fyrir Krist. Félagsskapurinn sem samanstóð af áhugahljóðfæraleikurum frá London, hafði að markmiði að standa fyrir tónleikum af og til en aðallega komu þeir saman til að gæða sér öli og vínum.
Einn af meðlimum félagsins hét John Stafford Smith og einhvern tíman eftir 1760 samdi hann lag og félagi hans og forseti félagsins Ralph Tomlinson, setti við það drykkjuvísur. Lagið varð afar vinsælt beggja megin Atlantshafsins og var jafnvel sungið á jarðarförum enda hét það "Til Anakreons í himnaríki".
Árið 1812-15 háðu Bandaríkin frelsisstríð sitt gegn Bretum. Þann 3. September 1814 var 35 ára Bandarískum lögfræðingi Francis Scott Key að nafni, ásamt félaga sínum John S. Skinner, falið af sjálfum forsetanum James Mafison fá bandarískan fanga; Dr. William Beanes, lausan en honum var haldið af Bretum á heimili hans í Upper Malboro í Maryland fylki.
Bæði Key og Skinner enduðu sem fangar Breta um borð í herskipinu HMS Minden og urðu þannig vitni að því þegar að herskip úr breska flotanum létu fallbyssuhríðina dynja á virkinu sem gætti hafnarinnar í Baltimore í Marylandfylki. Virkið var nefnd McHenry.
Key var svo hrærður þegar hann sá bandaríska fánann þá 15 stirndan og með 15 rendur, sundurtættan enn að húni þegar að morgnaði, að hann settist niður og skrifaði fjögra erinda ljóð. Key var ekki gott skáld og ljóðið var heldur ekki gott og yfirmáta væmið en hann fékk það samt birt skömmu eftir að hann var látin laus, undir nafninu "Vörn McHenry virkis."Key lagði einnig til að ljóð hans yrði sungið við "slagarann" sem John Stafford Smith hafði samið og gekk undir nafninu "Til Anakreons í himnaríki".
Söngurinn varð þekktur undir nafninu "Hinn stjörnum skrýddi fáni" (The Star-Spangled Banner) sem er tilvitnun í eina hendingu ljóðsins. Venjulega er aðeins fyrst erindi ljóðsins sungið.
Brátt varð texti Key afar vinsæll og hann sungin í tíma og ótíma um öll Bandaríkin. Lagið var 1889 upptekið sem baráttusöngur Bandaríska flotans en 3. Mars 1931 var það gert að Þjóðsöng Bandaríkjanna.
The Star Spangled Banner
eftir Francis Scott Key
O say! can you see, by the dawn's early light,
What so proudly we hail'd at the twilight's last gleaming?
Whose broad stripes and bright stars, thro' the perilous fight,
O'er the ramparts we watched were so gallantly streaming?
And the rockets' red glare, the bombs bursting in air,
Gave proof thro' the night, that our flag was still there.
O say! does that Star-Spangled Banner yet wave
O'er the land of the free and the home of the brave?On the shore, dimly seen thro' the mist of the deep,
Where the foe's haughty host in dread silence reposes,
What is that which the breeze, o'er the towering steep,
As it fitfully blows, half conceals, half discloses?
Now it catches the gleam of the morning's first beam,
In full glory reflected now shines in the stream.
'Tis the Star-Spangled Banner. O long may it wave
O'er the land of the free and the home of the brave.And where is that band who so vauntingly swore,
That the havoc of war and the battle's confusion
A home and a country should leave us no more?
Their blood has wash'd out their foul footstep's pollution.
No refuge could save the hireling and slave
From the terror of flight or the gloom of the grave,
And the Star-Spangled Banner in triumph doth wave
O'er the land of the free and the home of the brave.O thus be it ever when freemen shall stand
Between their lov'd home and war's desolation,
Blest with vict'ry and peace, may the Heav'n-rescued land
Praise the pow'r that hath made and preserv'd us a nation.
Then conquer we must, when our cause it is just,
And this be our motto, "In God is our Trust."
And the Star-Spangled Banner in triumph shall wave
O'er the land of the free and the home of the brave.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 23:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.11.2008 | 17:07
Landið bláa
Af fréttum, bloggi og fáeinum símtölum er ljóst að vargöld ríkir á Íslandi. 300.000 manns æða um í hamslausri bræði yfir því að blekkingavefurinn (matrixið þeirra) hefur verið rofinn.
Samsæriskenningar um "Falið vald" og "Zeitgeist" kynda undir gremjunni og fólk talar fullum fetum með krepta hnefa um byltingu og uppreisn.
Kannski er fólk enn of reitt til þess að hugleiðing af þessu tagi komi að nokkru gagni.
Í hverri viku koma eftir undarlegum leiðum fram upplýsingar sem auka enn á reiðina og staðfesta það sem allir vita innst inni að það er sama hversu oft fatan er látin síga í bruninn, alltaf kemur upp sama fúla vatnið.
Einhverjir líta í kring um sig og vonast eftir því að lausnarinn komið stígandi niður á skýjum himins, bjargvætturinn sem öllu reddar og vissulega eru margir til kallaðir. Vonabíar og jaðar-spámennirnir stíga fram hver af öðrum og heimta hárri röddu hver í kapp við annan að blekkingarmeistararnir verði dregnir fyrir rétt og vonast sjálfsagt eftir því að einhver muni eftir háreysti þeirra þegar frá líður og velji þá til að stjórna skútunni ef og þegar hún losnar af strandstað.
Spurningarnar hrannast upp en þeir sem hafa svörin gefa ekki viðtöl. Og ef fyrir tilviljun næst í skottið á einum þeirra, vefst þeim ekki tunga um tönn við að útskýra hvernig allt sé í eins góðum höndum og hægt er að búast við undir svona kringumstæðum og að þeir séu í óða önn að búa til nýjan vef sem komist í gagnið innan skamms. Þeir haga sér eins og sannir blekkingarmeistarar og fyllast sjálfsvorkunn og særðri réttlætiskennd til skiptis en passa sig á því að láta samtryggingakerfið, sem er þeirra á meðal, ekki klikka.
Allar fögru falskenningarnar um "sjálfstætt líf" auðmagnsins eru allt í einu afsannaðar og í ljós hefur komið að á bak við tjöldin hafa það alltaf verið "bara menn" sem réðu ferðinni. Bankar og fjármálstofnanir eru mannlegar stofnanir, gerðar til að þjóna manninum og stjórnað af mönnum. Samt lætur fólk enn eins og þessi Mammonsmusteri séu fjöregg þjóðarinnar. Þegar allt kemur til alls er tilgangur Banka aðeins að halda bókhald. Þeir framleiða sjálfir ekki neitt nema tölur.
Á meðan pólitíkusarnir vinna ósvinnuna sína, reyna fyrir sér hér og hvar með að fá lán til að allir geti látið um sinn að lífið geti haldið áfram eins og það var, koma sigurvegararnir, þeir sem voru búnir að koma eignum sínum fyrir í útlandinu, sterkir til leiks. Þeir hafa nú tíma til að taka sér formlega sæti í stjórn fyrirtækja sinna í útlöndum því Landið Bláa, nú blátt af heift og blóðleysi, gnægtabrunnurinn sem ól þá og gaf þeim allt, er þurrausin og draumalandið orðið að martraðarskeri.
Allar góðar góðar sjálfshjálparbækur benda fólki á að þegar að erfiðleikar steðja að sé best að mæta því með því að byggja á styrkleikunum. Eins og stendur, velta Íslendingar sér aðallega upp úr veikleikum sínum.
En hverjir eru styrkleikar þjóðarinnar? Það hefur alla tíð verið ljóst að fái íslendingar til þess tækifæri, er þeim fátt auðveldara en að afla peninga. Veikleikin er m.a. að þeir eru fljótir að eyða þeim.
En þessi styrkleiki er enn fyrir hendi og tækifærin eru enn til staðar.
Enn er varmi í jörðinni, orka í fallvötnunum, fiskur í sjónum, vit í kollum og ferðamenn sem vilja heimsækja landið. Efnislega eru tækifærin enn sannarlega öll til staðar.
Og andlega er þjóðin alveg á sama stigi og fyrir hrunið. Það er vandamálið. Hún heldur enn að hamingjan sé fólgin í því sem Bankarnir áttu að varðveita og er þess vegna afar annt um að hamingjuræningjarnir verði látnir gjalda fyrir rán sitt.
Hinir eiginlegu styrkleikar þjóðarinnar ættu að felast í karakter hennar. Til að endurreisa efnahagslíf þjóðarinnar á öðrum grunni en þeim gamla sem pólitíkusarnir eru nú í óða önn að reyna, þarf að koma til ný sýn á tilgang þessa alls. Það er greinilegt að þau siðferðilegu viðmið sem þjóðin reyndi að notast við, koma ekki lengur að gagni, ef þau hafa þá nokkru sinni gert það. Við erum að tala um að venda okkar kvæði í kross.
Þeir eiginleikar sem ekki eru mikils metnir í "heimi fjármagnsins" verður nú að setja á oddinn í samskiptum fólks. Það er ekki eins og okkur séu þeir alls ókunnugir, því vel flestum okkar voru þeir innrættir í æsku. Einhvern veginn virtust þessir eiginleikar samt hverfa þegar komið var inn á samskipti fólks á sviði stjórn- og fjármála.
Þessir eiginleikar eru m.a. hjálpsemi, miskunnsemi, samkennd, auðmýkt, ósérhlífni, fórnfýsi, virðing, traust, þolinmæði og fordómaleysi. Taki hver og einn upp með sjálfum sér meðvitaða rækt á þessum eiginleikum munu samskipti fólks breytast á stuttum tíma.
Bankar og ríkisstofnanir ættu að ganga á undan með góðu fordæmi og hafa þessa eiginleika að leiðarljósi í störfum sínum um ókomna framtíð. Við sjálf ættum að tileinka okkur þá og innleiða í öll samskipti okkar á milli.
Eiginleikar "gamla Íslands", græðgi, samkeppni, öfund, óbilgirni, lævísi, flokkadrættir, klíkuskapur og miskunnarleysi, verða upprættir að sjálfu sér með upptöku hinna nýju sjónarmiða.
Eflaust munu einhverjir sakna eiginleikans "réttlætis" úr þessari upptalningu. Staðan er sú að til að skapa réttlæti þarf að vera sameiginleg sýn á hvað réttlæti er. Hún er ekki til staðar nú, en hún mun myndast eftir því sem okkur tekst betur að móta með okkur nýtt siðferði byggt á hinum jákvæðu eignleikum.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 18:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
1.11.2008 | 20:26
Fimmti Bítillinn
Þegar talað er um fimmta Bítillinn er átt við einhvern þeirra sem sagður er eiga þann heiðurstitil skilinn vegna tengsla sinn við merkustu hljómsveit allra tíma The Beatles. Til mikillar gremju Brian Epsteins, var það sjálfsagt bandaríski plötusnúðurinn Murray the K sem fyrstur gerði tilkall til titilsins á grundvelli vinskapar síns við Bítlana í fyrstu heimsókn þeirra til Bandaríkjanna árið 1964. -
En aðrir ættu titilinn miklu fremur skilið þeirra á meðal, Stu Sutcliffe sem lést nokkru áður en hljómsveinin var heimsfræg, Pete Bestsem var trommuleikari hljómsveitarinnar áður en Ringo Starr gekk til liðs við hana, Neil Aspinall sem var vinur, aðstoðarmaður og framkvæmdastjóri sveitarinnar á hljómleikaferðalögum hennar eða George Martin sem var útsetjari og upptökustjóri á hljómplötum hennar.
Að auki hefur verið nefndur til sögunnar úr allt annarri átt og löngu eftir á, knattspyrnumaðurinn George Bestsem var fyrstur knattspyrnumanna til að verða að poppstjörnu. Hann safnaði löngu hári, var frá Manchester (næstum því Liverpool) og gekk um í bítlaregalíu eins og hún tíðkaðist á sjöunda áratug síðustu aldar.
Í Bretlandi og jafnvel víðar, á orðatiltækið "fimmti bítillinn" við um einhvern sem missir af velgengni einhvers sem hann hafði verið hluti af. Þetta á vissulega við um bæði Stu Sutcliffe og Pete Best í bókstaflegri merkingu.
LBC útvarpsþætti árið 1989 kom hlustandi með þá eftirtektarverðu tillögu að fimmti Bítillinn væri Volkswagen bjallan utan á Abbey Road plötualbúminu. Kannski luma einhverjar lesendur á enn betri tillögum?
31.10.2008 | 11:38
Skrýtnar og skemmtilegar myndir
Embla
Askur
Einhjól
Það er allt á hvlofi heima hjá mér.
Draumakot snúllunnar.
Vélræn tíska
Nýjasta útilegugræjan
Skýjaborgir
Ummm Humar
Giftingahringir píparans
Með keðju,
29.10.2008 | 20:37
Aðfangadagskvöld allra heilagra messu.
Senn líður að messu allra heilagra sem haldin er samkvæmt hefðum þann 1. Nóvember og í kjölfar hennar; "Allra sálna hátíðin" sem er haldinn 2. Nóvember.
Aðfangadagskvöld allra heilagra hátíðarinnar sem haldin er 31. Október er að sjálfsögðu betur þekkt undir ameríska nafninu Halloween.
Bæði messa Allra heilagra og Dagur allra sálna eru kaþólskir helgidagar, en aðfangadaginn ber upp á hátíð sem á rætur sínar að rekja alla leið aftur til forn Kelta og nefndist þá Samhain hátíðin. Samhain (trúlega samstofna íslenska orðinu "sumar") var lokadagur sumars þar sem tvær megin árstíðirnar vetur og sumar mætast.
Það var Gregory IV páfi (827-844) sem flutti dag Allra heilagra, sem var sameiginlegur dagur allra dýrlinga sem ekki áttu sér þegar sérstakan dag, frá 13 Maí til 1. Nóvember og hafði þá líklega í huga að velja dag sem ekki var helgidagur fyrir eins 13. Maí sem var forn Rómverskur helgidagur kenndur við Lúmeríuhátíðina.
Aðfangadagskvöld allra heilagra messu (Halloween) sem hefur til skamms tíma verið kallað á íslensku "Hrekkjavaka" svipar mikið til Jónsmessunætur og þrettánda dags jóla. Sem kunnugt er er það sá tími þegar álfar og huldfólk og aðrar vættir eru á sveimi öðrum tímum fremur og menn eru líklegri til að sjá þær og hafa við þær samskipti.
Á "hrekkjavökunni" eru draugar og yfirnáttúrulegar verur sagðar á ferð og mörk þess sem er raunverulegt og óraunverulegt færast úr stað. Haldið er upp á kvöldið í Bandaríkjunum, Kanada, Írlandi, Puerto Rico, Japan, Nýja Sjálandi, Bretlandi og sumstaðar í Ástralíu. Í Svíþjóð er Allraheilagra messa haldin hátíðleg fyrsta laugardag í Nóvember.
Í Bandaríkjunum ber Hrekkjavökuna upp á svipaðan tíma og grasker verða fullþroska. Úr þeim er gjarnan gert ljósker og skrumskælt andlit skorið út úr kerinu. Þá er einnig siður barna að klæðast grímubúningum og fara hús úr húsi til að snýkja sér sælgæti.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 20:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
26.10.2008 | 12:08
The capital of Iceland
Klukkan var færð aftur um klukkustund í nótt. Ég er því aftur kominn á sama tímaról og Ísland. Ég veit samt ekki nákvæmlega hvenær þetta gerðist, þ.e. hvort að klukkan eitt í nótt hafi hún verið færð aftur til 24:00 eða klukkan 24:00 í nótt; hafi hún verið færð aftur til baka til 23:00.
Með þessu fyrirkomulagi var sem sagt gærdagurinn einni stundu lengri eða að dagurinn í dag verður einni stundu lengri.
Ég held að ég hafi verið spurður þessarar spurningar þrisvar í gærkveldi af náungum sem allir ætluðu að vera svolítið fyndnir á minn kostnað.
Spurningin er sem sagt, What is the capital of Iceland?
Svar; Four and a half pounds.
21.10.2008 | 16:36
Ímyndir og erkitýpur.
Því verður ekki neitað að hvort sem við erum meðvituð um það eða ekki og hvort sem við erum samþykk því eða ekki, hafa "ímyndir" gert meira til að móta líf vestrænna manna og kvenna á síðustu öld en flest annað. Með tilkomu dagblaða og síðan annarra fjölmiðla, útvarps, kvikmynda, sjónvarps og nú netsins, hafa ímyndir meiri áhrif en skrifað eða talað mál. Ímyndir koma til skila ákveðnum boðum sem hafa áhrif á það sem við hugsum, elskum, kaupum og kjósum án þess að við tökum þær beint og meðvitað sem fyrirmyndir í lífi okkar. Við samsömum okkur þessu ímyndum í klæðnaði, hugsjónum, útliti og stíl, oftast án þess að gera okkur grein fyrir því. Ég fór að velta því fyrir mér hvaðan þær ímyndir sem mest hafa haft áhrif á mína samtíð og komst að þeirri niðurstöðu að þessar nýju erkitýpur eru nokkrar. Hér koma tvær til að byrja með.
Hin sjálfstæða kona.
Amelia Earhart var brautryðjandi. Hún var fyrsta konan til að fljúga sem farþegi yfir Atlantshafið árið 1928. Árið 1932 var hún fyrsta konan til að fljúga sjálf flugvél yfir sama haf. Á þeim tíma voru aðeins örfáar konur sem kunnu að fljúga. Amelía var öðrum konum innblástur til þess að fylgja draumum sínum og láta þá rætast og til að hasla sér völl í starfsgreinum sem konur höfðu yfirleitt ekki aðgang að.
Í júní og júlí mánuði árið 1937 tæplega fertug að aldri reyndi Amelía ásamt Fred Noonan siglingafræðingi sínum að fljúga umhverfis jörðina. Flugvél þeirra yfirgaf Howland Eyju sem er smáeyja í miðju kyrrahafi 2. Júlí og eftir að hafa átt stutt samtal við varðskip á þessum slóðum, hvarf vélin og ekkert hefur til hennar spurst þrátt fyrir mikla leit sem í raun stendur enn yfir.
Ævihlaup Amelíu er svo þekkt að það væri að bera í bakkafullan lækinn að reyna að bæta við það einhverju hér og eins er með spekúleringar um hvernig dauða hennar bar að. Þessi mynd er tekin af Amelíu árið 1927.
Á öllum listum, beggja megin Atlantshafsins, yfir bestu kvikmyndir allra tíma, er að finna kvikmyndir þessa leikara. A Streetcar Named Desire, On the Waterfront, The Godfather, og Apocalypse Now, eru mjög ofarlega á flestum þessara lista. Marlon Brando var mikill mannvinur og ötull stuðningsmaður mannréttindahópa í Bandaríkjunum og víðar. Þessi mynd af honum er úr kvikmyndinni The wild One og kom út árið 1953.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
21.10.2008 | 01:44
- Ég vil vera lifandi listaverk -
Hún lést í London 1. Júní árið 1957 þá 76 ára og var jarðsett í Bromton grafreitnum í London. Grafskriftin á legsteini hennar er tekin úr leikritinu Antoni og Kleópatra eftir William Shakespeare ; Hún fölnar ei þó aldir líði, né fá hefðir heft óendanlega fjölbreytni hennar".
Hún var til moldar borin klædd svörtum hlébarðafeldi og með löng fölsk augnahár á augnalokunum. Með henni í kistuna var lagður einn af uppstoppuðu Pekinghundunum hennar. Á bautasteininum er nafn hennar misritað, eða Louisa í stað Luisa. Í lifanda lífi var hún þekkt um alla Evrópu og Bandaríki Norður Ameríku sem hin ómótstæðilega, forkostulega og ótrúlega; Luisa Casati Stampa di Soncino, Marchesa di Roma.
Fædd í Mílanó 23. 1881 af auðugum Ítölskum og Austurrískum ættum ólst Luisa upp við allsnægtir. Móðir hennar lést þegar hún var 13 ára og faðir hennar tveimur árum seinna. Luisa og eldri systur hennar Franseska voru þá sagðar auðugustu stúlkur á Ítalíu.
Árið 1900, 19 ára gömul gekk Luisa að eiga Camillo Casati Stampa di Soncino, Marchese di Roma. (1877-1946). Ári síðar fæddist þeim dóttirin Kristína, sem varð þeirra eina barn.
Eftir fáein ár í hjónabandi skildu leiðir þeirra og þau bjuggu í sitthvoru lagi upp frá því. Þau fengu formlegan skilnað að borði og sæng 1914 en hjónabandinu lauk ekki fyrr en við dauða Camillo 1946.
Marchesa Luisa Casati varð fljótlega eftir viðskilnaðinn frá bónda sínum kunn um alla Evrópu fyrir klæðaburð sinn, framkomu og frumlegar uppátektir. Í þrjá fyrstu áratugi síðustu aldar var hún stöðugt á milli tanna fólks og orðstír hennar sem heimskonu og viðundurs, tískudrósar og sérvitrings flaug víða og hratt með aðstoð slúðurblaða og útvarpsþátta. Sagt var að naktir þjónar skreyttir gullnum laufum þjónuðu henni til borðs og furðulega klæddar vaxgínur sætu til borðs með henni. Hún átti til að birtast með lifandi snáka um hálsinn í stað hálsfesta, ganga um nakin innanundir þykkum pelsum, eiga stóra villiketti fyrir gæludýr sem hún hafði í demantalögðum ólum. Hún var vön að halda sig í villum sínum í Feneyjum, Róm, á Kaprí eða París, þar sem hún geymdi dýrin sem hún átti og undarlega hluti sem hún sankaði að sér. Catherine Barjansky lýsir henni svona;
"Gulrótarlitað hár hennar féll í löngum krullum niður háls hennar. Afar stór og kolsvört augun virtust vera að éta upp magurt andlit hennar. Hún var svo sannarlega sjón að sjá, geðveik sjón, umkringd eins og venjulega hvítu og svörtu gráhundunum hennar og ótölulegum fjölda fagurra en gagnslausra muna. En það var einkennilegt að hún leit ekki óeðlilega út. Ótrúlegur klæðnaður hennar virtist hæfa henni. Hún var svo ólík öðrum konum að venjuleg föt voru ómöguleg fyrir hana."
Luisa var hávaxin, grönn og með fölt, nánast náfölt andlit. Stór græn augun voru venjulega í skugga langra falskra augnahára sem hún hélt vörtum með kolum og hún notaði sérstaka augndropa til að stækka augnsteina sína. Varir hennar voru ætíð þaktar eldrauðum varalit.
Hún skipulagði "svartar messur" sér til gamans, grímudansleiki og sérkennileg matarboð. Hún átti fjölda elskhuga af báðum kynjum og var til í að prófa allt að minnsta kosti einu sinni. Eitt sinn á leið í boð lét hún bílstjóra sinn drepa kjúkling og lét svo blóðið úr honum renna yfir handleggi sína þannig að þegar það þornaði myndaðist munstur. "Ég vil vera lifandi listaverk" var eitt sinn haft eftir henni.
Eitt af heimilum hennar var eingöngu lýst upp með kínverskum ljóskerum og hvítar albínóa krákur flögruðu um í trjánum í garðinum hennar. Annað heimili í Palais Rose rétt fyrir utan Paris, var villa úr rauðum marmara, sem hýsti einkalistasafn hennar með yfir 130 málverkum af henni sjálfri. Hún var gjörsamlega hugfangin af eigin ímynd og fékk bókstaflega þúsundir ljósmyndara og listamenn til að mála sig eða móta í leir.
Þegar að Luise varð 49 ára kom í ljós að þrátt fyrir mikinn auð, hafði hún lifað lengi langt um efni fram. Hún var sögð skulda yfir 25 milljónir dollara. Allar eigur hennar voru í kjölfarið settar á uppboð og hún flýði til London þar sem hún lést. Sagt er að Coco Chanel hafi verið ein þeirra sem keyptu hluta af munum Luise. Síðust ár æfi sinnar átti Luise til að róta í ruslatunnum sem urðu á leið hennar til að leita fjöðrum til að setja í hár sitt.
En oft segja myndir meira en nokkur orð og þess vegna læt ég hér fylgja með nokkrar myndir af markfrúnni sem nú hefur verið tekin í tölu þeirra sem mótuðu hugmyndir tískuhönnuða síðustu aldar. Til dæmis viðurkenndi Dita Von Teese að Luise hefði verið ein af megin fyrirmyndum hennar. The New York Times skrifaði um haust/vetur klæðnað Armani 2004/05 ; Hjá Armani, voru djörf fjólublá augun innblásin af 20. aldar hefðafrúnni Marchesa Luisa Casati, ömmu nýju sérvitringastefnunnar."
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 12:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.10.2008 | 02:07
Illar og alræmdar konur
Þegar upp skal telja helstu varmenni sögunnar vefst fáum tunga um tönn. Flestir sem komnir eru til vits og ára geta þulið upp í einni hendingu talverðan fjölda illmenna alveg aftan úr grárri forneskju. Einhvern veginn hefur nöfnum þeirra verið haldið til haga, þótt þau eflaust ætti betur skilið að vera tínd og tröllum gefin að eilífu. Öðru máli gegnir um kvennmenn. Þrátt fyrir að konan hafi lengst af í kristnum menningarsamfélögum verið sökuð um að hafa komið syndinni í heiminn, eru syndir karlmannsins svo yfirþyrmandi að þær skyggja greinilega á illsku konunnar.
Ég er ekki viss um að meðaljóninn geti nefnt án umhugsunar nema eina eða tvær illar konur sem eitthvað hvað að í mannkynssögunni. Á þessu vil ég ráða bót, ef ekki nema til þess að sanna að illar kvensur hafa verið og eru til og að oft leynist flagð undir fögru skinni.
Ég ætla ekki að eltast við þekkta raðmorðingja og sinnissjúkar konur á borð við Myru Hindley, Beverley Gail Allit, Belle Gunness, Mary Ann Cotton og Katherine Knight. Ég ætla líka að sleppa að þessu sinni Irmu Grese og Ilse Koch sem báðar voru afurð helstefnu Nasista.
Hér kemur hins vegar stuttur listi yfir konur sem á síðustu öld beittu illsku sinni á almenning í skjóli persónulegra valda eða pólitískra áhrifa maka sinna.
Frú Mao
Fjórða kona Maos formanns var kvikmyndaleikkonan Jiang Qing sem varð kunn undir nafninu Lan Ping. Það er ekki ofsögum sagt að hún hafi orðið hataðasta konan í Kína á árum kínversku menningarbyltingarinnar. Almannarómur sagði að hún hefði rutt pólitískum andstæðingum miskunnarlaust úr vegi og að auki látið aflífa leikkonur sem hún taldi að ógnaði leikferli sínum. Í réttarhöldunum sem haldin voru yfir henni og fjórmenningaklíkunni árið 1981, sem reyndi að ná völdum í Kína eftir dauða Maos 1976 sagði hún; "Ég var hinn óði hundur Maos. Hvern þann sem hann bað mig um að bíta, beit ég." Jiang Qing var fangelsuð og lést í fangelsi 1991.
Frú Marcos
Imelda Marcos er frægust fyrir að hafa sankað að sér yfir 3000 pörum af skóm á valdatíma bónda hennar sem forseta á Filippseyjum. Hún átti líka 6 milljónir punda virði af skartgripum og fjölmargar húseignir. Að auki voru hjónin sökuð um að hafa rænt 2,6 milljörðum punda úr fjárhirslum ríkisins. Marcos var rekin frá völdum 1986 og lést þremur árum síðar. Imelda býr nú í villu í Manilla og skreytir sig með skartgripum úr endurunnu plasti. Hún var dæmd til að greiða milljónir dollara í bætur fyrir mannréttindabrot sín á þegnum landsins á meðan maður hennar var við völd.
Frú Mugabe
Grace, heitir eiginkona Mugabe forseta Zimbabwe sem er eitt fátækasta land Afríku. Hún er þekkt fyrir að vera allt annað en sparneytin og eyddi nýlega £200 milljónum punda í eldsneyti fyrir einkaþotuna sína þegar hún skrapp í verslunarleiðangur til helstu borga Evrópu. Þegar hún var spurð að því hvernig hún réttlætti þessa eyðslu þegar að land hennar stæði á barmi hungursneyðar og óðaverðbólga geisaði í landinu, svaraði hún; "Ég er með mjög granna fætur og ég klæðist aðeins Ferragamo." Þegar hún hitti Mugabe fyrst var hún gift öðrum manni og Mugabe sjálfur, sem er 40 árum eldri en hún, var einnig kvæntur fyrstu konu sinni Sally. Enginn veit hvað varð af eiginmanni Grace eða barninu sem þau áttu saman.
Frú Ceauçescu
Elena, Lafði Macbeth af Rúmeníu, gegndi ýmsum tignarstöðum í komúnistaflokki Nicolai Ceauçescu. Hún stóð meðal annars fyrir banni á getnaðarvörnum sem varð til þess að fjöldi munaðarlausra barna í heiminum varð hvað mestur í Rúmeníu á þeim tíma. Hún neitaði einnig tilvist alnæmis sem leiddi til þess að sjúkdómurinn breiddist út í landinu óheftur og fórnalömb hans fengu enga hjúkrun. Þrátt fyrir að hafa enga menntun, var hún margheiðruð af menntstofnunum landsins og þáði af þeim ýmsar heiðursnafnbætur. Hún var tekin af lífi ásamt bónda sínum 25. Desember, 1989.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 02:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)