Færsluflokkur: Utanríkismál/alþjóðamál

Dauði Osama tryggir pólitískt líf Obama

first_photo_os_osama_deadBarack Obama lét í gær drepa Osama bin Laden, skjóta hann í höfuðið eins og þessi mynd sýnir.  Þar með heggur Obama eitt höfuðið af mörgum á hinni fjölhöfða og fjölþjóða nöðru sem kölluð er Al-Qaeda. Obama fer langt með þessu að tryggja sér setu í forsetastóli Bandaríkjanna næsta kjörtímabil. 

Heimurinn verður nú að búa sig undir margvíslegar hefndaraðgerðir hryðjuverkasamtakanna sem Osama var sameiningartákn fyrir. Hann var vitanlega löngu hættur að taka sjálfur ákvarðanir fyrir Al-Qaeda þar sem hann hírðist í neðanjarðarbirgi sínu í Pakistan.   En nú hefur nafn hans aftur áhrif. Píslarvætti hans á eftir að verða hvatinn af ótölulegum fjölda árása um allan heim til að hefna hans.

Osama sagði fyrir nokkrum árum að hann ætlaði að snú a sér að því að koma frá völdum þeim íslömsku landshöfðingjum sem væru hallir undir vesturlönd og ættu í samskiptum við þau. Hann nefndi sem dæmi Múbarak Egyptalandsforseta og Gaddafi Líbíu leiðtoga. Svo virðist sem hann hafi fengið óvæntan stuðning við þá áætlun sína frá sjálfum höfuðóvini sínum og hervél hans, NATO.


mbl.is Osama bin Laden allur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslenski fáninn misnotaður af NATO

NATO_Briefing_8Apr11_hdhb_160x90_1873092000_thumbnailVið ætluðum ekki að drepa Gaddafi segja talsmenn NATO. Allir vita að þeir eru að ljúga. Jafnvel Obama sagði skýrum orðum korter fyrir stríð að tilgangurinn væri að koma Gaddafi frá. Þegar að talsmenn NATO koma fram, blaktir íslenski fáninn ætíð fyrir aftan þá. 

Libía 2Sjaldan sést í bandaríska, breska eða franska fánann. Það er eins og það sé viljandi gert að láta talsmennina ljúga blákalt upp í opið geðið á fréttamönnum heimsins með íslenska fánann mest áberandi að baki sér. Kannski finnst NATO að framlag Íslands til stríðsins sé svo lítið að það minnsta sem þeir geti gert sé að lána fána til að verða tákn þessara ófara í Líbíu í undirmeðvitund fólks. Eða kannski það sé krossinn kristni í fánanum sem áróðursmeistararnir eru að sækjast eftir. Gaddafi heldur því jú fram að herferðin gegn sér sé nútíma-krossferð og krossfarar voru jú ávalt sveipaðir krossinum.

Libía 1Gaddafi segir að sonur sinn Saif al-Arab hafi látist í sprengjuárás NATO. Gadaffi segist eining hafa misst þrjú barnabörn í þessari sömu árás.

144-Libya-Bombs-hit-Gaddafi-home-Nato-strikes-killHann vill samt ekki segja umheiminum nöfn þeirra.

Kannski hann þurfi tíma til að ættleiða einhver dáin börn eins og hann varð uppvís að árið 1986 þegar hann sagði að dóttir sín hefði látist í lofárásunum á Líbíu sem Ronald Regan fyrirskipaði. Seinna kom í ljós að þessi stúlka sem lést var ættleidd af Gaddafi að henni látinni.

Stríð er ljótur leikur beggja megin borðs.

Slæmt samt að íslenski fáninn skuli endilega þurfa að vera beint fyrir aftan þessa blessuðu talsmenn NATO þegar þeir ljúga að heiminum. Þeir eru greinilega að misnota íslenska fánann, eða allavega að ofnota hann. Geta þeir ekki notað einhvern annan, eins t.d. þann tyrkneska?


Er Jón Gnarr stjórnleysingi?

Grímuklæddur Jón GnarrJón Gnarr kemur á óvart. Hann er ekki samkvæmur sjálfum sér. Hann segist ekkert vilja tala við þessa dáta um borð í þýsku herskipunum því hann er á móti öllum hernaði.

Jón hlýtur þá líka að vera á móti því að Sea King þyrla þýska herskipsins Berlin verði bakvakt fyrir þyrlu Landhelgisgæslunnar dagana 14.-18. apríl eða þá daga sem skipið er í heimsókn í Reykjavík, ásamt þýsku freigátunum Brandenburg og Rheinland-Pfalz.

Eins og komið hefur  fram í fréttum er verið að klára skoðun á TF-LÍF og var því þýska þyrlan til að vera til aðstoðar TF-GNÁ, ef kemur að útkalli og þörf er á að fljúga út fyrir 20 sjómílurnar.

Vísir skýrði frá því að "hernaður"  þessa skipa hafi m.a verið fólgin í því að sjá um flutning 412 egypskra flóttamanna í mars, frá Túnis og til síns heima í Egyptalandi, einnig hefur  Rheinland-Pfalz  verið við gæslu og eftirlit á Aden flóa sem er á milli Sómalíu og Jemen. Þar eru það einkum sjóræningjar sem sem þarf að hafa gætur á eins og kunnugt er.   

Jón er tilbúinn samkvæmt fréttinni að leyfa að herflugvélar fái að lenda á Reykjavíkurflugvelli séu þær að sinna hjálpar- eða björgunarstarfi. En hann vill samt sýna vanþóknun sína á veru skipana sem liggja nú við Skarfabakka í Sundahöfn  með því að taka ekki á móti yfirmönnum þeirra.

Ég er líka friðarsinni eins Jón Gnarr. En ég er ekki stjórnleysingi. Þess vegna finnst mér þessi yfirlýsing Jóns dálítið mótsagnakennd. Nema auðvitað að hann aðhyllist stjórnaleysi.


mbl.is Á móti hernaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ellý Blanka smá

Elly Blanksma HeimasíðumyndHún heitir Petronella Johanna Maria Godefrida Blanksma-van den Heuvel og situr á hollenska þinginu fyrir guðhrædda krata.  Hún á tvö börn og eiginmann. Hún kallar sig Ellý (lái henni það  hver sem vill) og stendur nú í því að "hóta"  Íslendingum því að ef þeir standi ekki við Icesave lll samninginn munu Hollendingar fara í mál við þá.

Ellý hefur orð á glundroðanum í innanríkismálum Íslands og segist hafa fylgst vel með þeim. Samt virðist hún ekki gera sér grein fyrir að hluti af ástæðunni fyrir því að samningnum var hafnað er einmitt til að fá úr því skorið fyrir rétti hvort íslenskir þegnar eigi að vera ábyrgir fyrir Icesave greiðslum til Hollendinga. Íslendingum er því lítil ógn í þeim orðum hennar.

Elly Blanksma fyrir skömmuSvo held ég líka að Ellý sé bara að plata. Ég held að hún sigli dálítið undir fölsku flaggi í svörum sínum eins og hún gerir á heimasíðu sinni. (Efri myndin er tekin af heimsíðunni og sú neðri er nýlegt fréttaskot)  

Ég held að hún viti ekki neitt um Icesave. Ég held að Morgunblaðið hafi beðið hana um þessa yfirlýsingu vegna þess að þeir á ritstjórninni vissu að hún vissi ekki neitt um málið en sem pólitíkus mundi hún ekki geta staðist að fá tækifæri til að segja eitthvað við erlent blað.

Hún féll í gildruna og á Íslandi hlægja allir sig máttlausa af Ellý blönku smá.


mbl.is „Sjáumst í réttarsalnum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þú ert rekinn

Ólafur Ragnar þú ert rekinnÓlafur Ragnar lætur ekki sitt eftir liggja við að verja málstað Íslands í Icesave deilunni. Hann hundskammaði matsfyrirtækið Moody´s fyrir að ætla að lækka lánhæfni Íslands og bar sig til eins og sá sem valdið hafði rétt eins og hann vildi segja;  þið eruð reknir.  ´

Ekki laust við að tilburðir hans á myndinni sem fylgir þessari frétt minni dálítið á milljónamæringana tvo sem stjórna sjónvarpsþáttum sitt hvoru megin við Atlantsála , þá Alan Sugar og Donald Trump. (Sjá meðfylgjandi myndir) Þeir tala til lærlinga sinna á svipaðan hátt og Ólafur Ragnar talar til þeirra sem hann telur að þurfi á umvöndun að halda.

alan_sugar þú ert rekinnÓlafur minnist  einnig á mikilvægi þess að þjóðin stæði saman eftir að hafa skipst í tvær fylkingar út af Icesave lll. Hann gat samt ekki á sér setið sjálfur að hnýta í Samtök atvinnulífsins sem hann sagði tala atvinnulífið á landinu niður. Samtökin urðu vitanlega sár og sögðu ummæli Ólafs ómakleg. Þannig bregðast krosstré sem önnur, þegar kemur að pólitík.

trump-youre-firedÓlafur Ragnar er tímælalaust pólitískasti forsetinn sem setið hefur og eftir að stór hluti þjóðarinnar þakkaði honum að bjarga Icesave ll og lll frá því að verða lögum, hefur hann færst allur í aukana hvað varðar hápólitískar yfirlýsingar sínar. Hann, eins og fleiri sem þjáðust af bullandi meðvirkni,  er ekkert að líta í eigin barm þótt hann hafi hlaðið riddarakrossum og verðlaunum á bankaræningjana og útrásarvíkingana.


mbl.is Ömurleg frammistaða Moody's
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Umræðan um Icesave í Bretlandi

Það er nokkuð fróðlegt að fylgjast með athugasemdum við fréttir Mail on Line og BBC um úrslit kosninganna. Langflestir taka málstað Íslands og þeir sem ekki gera það virðast ekki alveg vita út á hvað málið gengur.

Sem betur fer koma athugasemdir frá Íslendingum sem leiðrétta mestu vitleysurnar. -

Sjálf gera bresk yfirvöld lítið annað með sínum yfirlýsingum en að ala á þeim misskilningi að Ísland hafi með þessum kosningum neitað hreint út að láta nokkuð renna upp í skuldina við Bretland.

BBC og aðrir miðlar skýra frá því að Breska ríkisstjórnin og sú Hollenska undirbúi sig við að ná þeim peningum sem Ísland skuldar með lögsókn. Auðvitað er ekki haft fyrir að kafa mikið í málin og t.d. minnast á að í sjálfu sér skuldar Ísland ekki neitt vegna Icesave, heldur er það gamli Landsbankinn sem skuldar.


mbl.is Sterk rök okkar í Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vendi ég mínu kvæði í kross

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra lét í það skína korter fyrir kosningar að þær skiptu í raun ekki miklu máli. Til væru peningar til að greiða upp í Icesave skuldina og meira væri á leiðinni þegar að Iceland verslunarkeðjan í Bretlandi seldist. - Nú segir hann að það muni ganga eftir.

Nú vill hann setja tvöfalt strik undir það sem á undan er gengið og segir ekki fleiri samninga verða reynda. -

Ferlið sem hann og fleiri eru búnir að hjakka í s.l. tvö ár og endaði með þessum kosningum, skrifar hann á reikning þeirra sem hófu það, þ.e. þeirrar stjórnar sem lofaði að ríkissjóður Íslands mundi standa skil á skuldinni til við breska ríkissjóðinn vegna Icesave. -

Allt þetta er að loks liðin saga fyrir Steingrími og hann er því feginn. - Honum er greinilega mikill léttir í að geta varpað af sér samningakápunni sem hann bar á annarri öxlinni til að efna loforð fyrri stjórnar og klæðst á ný gömlu andspyrnuhempunni sem gerði hann á sínum tíma trúverðugasta pólitíkusinn á Íslandi. -

Hann les ekki út úr kosningunum vanþóknun þjóðarinnar með störf hans og stjórnarinnar og segir ekkert tilefni til að boða til nýrra kosninga.

Villir hann, stillir hann.


mbl.is Ísland getur greitt skuldir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dauðadæmd ríkisstjórn

Þjóðin hefur talað og vilji hennar er ljós. Ríkisstjórn næstu ára verður fást við afleiðingarnar af niðurstöðum kosninganna og hún ætti að hafa til þess fullt umboð og fulltingi þjóðarinnar. Þess vegna verður þessi stjórn að fara frá.

Forsetinn tók fram fyrir hendur þingsins fyrir hönd þjóðarinnar og þjóðin hafnaði í framhaldi af því ákvörðun þingsins. Þess vegna þarf ríkisstjórn landsins nýtt umboð. Þjóðin treystir ekki lengur þessu þingi og ekki þessari ríkisstjórn til að fara með forsjá landsins. 

Fari allt á versta veg og spár já-sinna rætast, um hvernig fari ef samningunum verði hafnað, mun þessari stjórn verða kennt um það allt saman, ekki að samningunum var hafnað.

Fari allt á besta veg eða á þann veg sem já-sinnar sögðu, mun stjórninni aldrei þakkað það heldur munn þess stöðugt minnst að taka þurfti fram fyrir hendur hennar. 

Þessi ríkistjórn er í þeirri stöðu að henni verður bölvað og kennt um hvernig sem fer.

 


mbl.is Afgerandi nei við Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Landsmóðirin hefur talað

Frú Vigdís Finnbogadóttir er ástsælasta persónan sem gegnt hefur embætti forseta Íslands. Ég kannast við nokkra foreldra sem nefndu stúlkubörnin sín í höfuðið á henni.

VIGDSF~1Yfirleitt hefur Vigdís ekki verið að flíka pólitískum skoðunum sínum, þótt þeir sem hana þekkja segi hana haf ákveðnar skoðanir á nánast öllum málum. Það þarf því eitthvað sérstakt að koma til að Vigdís kýs nú að ganga fram fyrir skjöldu og segja frá hvað hún kaus og gera síðan grein fyrir atkvæði sínu. - Vigdís er einn fárra íslendinga sem öðlast hefur einstæða reynslu af samskiptum við erlenda þjóðarleiðtoga, pólitíska og ópólitíska. 

Fyrst sem forseti lýðveldisins og síðan sem  velgjörðarsendiherra UNESCO (Menningarmálastofnunnar Sameinuðu Þjóðanna) og meðlimur í Council of Women World Leaders, hefur hún fengið mikla yfirsýn á stöðu Íslands gagnvart erlendum ríkjum. 

Engin getur því brigslað henni um að hún hafi ekki vit á málefnum Íslands og geti sett þau í samhengi við það sem er að gerast í heiminum almennt.

Þegar að Vigdís segir; "Frá mínu sjónarmiði séð leikur enginn vafi á því að orðstír okkar Íslendinga bíður mikinn skaða af áframhaldandi deilum, átökum fyrir dómstólum og flóknum lagaþrætum." eru það ekki bara orðin tóm. Orð Vigdísar ættu að vera nóg til að fá hörðustu nei-sinna til að endurskoða afstöðu sína og gera já-sinna ákveðnari í afstöðu sinni enn nokkru sinni fyrr.


mbl.is Vigdís styður samninginn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

11 bestu setningarnar um Icesave

Hverjir komast best að orði við að tjá hug sinn og tilfinningar til Icesave? Um það eru sjálfsagt deildar meiningar og fer niðurstaðan eflaust í flestum tilfellum eftir því hvort þú ert með eða á móti, sammála eða ósammála þeim sem talar eða ritar. 

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, er einn þeirra sem oft reynir að enduróma vinsælar skoðanir, en allir sem til hans þekkja vita að hann er fyrst og fremst lýðskrumari. Fréttin mbl.is hér að neðan er talandi dæmi um það.   

Ég hef tínt saman nokkur ummæli sem mér fundust annað hvort kjarnyrtust eða dæmigerðust fyrir umræðuna eins og hún kemur mér fyrir sjónir.  Hér á elleftu stundu koma ellefu bestu setningarnar um Icesave; 

1. Froðufellandi af reiði og gnístandi tönnum ætla ég því að merkja við JÁ á kjörseðlinum á laugardaginn kemur. 

Hörður Sigurðsson á facebook

2. Gerum mannkyninu greiða og segjum nei.

Sigurður Högni Sigurðsson á Facebook

3. Eftir myndum að dæma af því fólki sem, NENNIR ekki, að seja NEI sýnist mér þetta fólk allt vera framapotarar, á spena íslenskra skattgreiðenda og eða í biðstöðu um að ESB samþykkir að setja okkur á spena þýskra skattgreiðenda.

Guðrún Norberg á Facebook

4. Samkvæmt annálaskrifum voru íslensk börn seld í ánauð til námuvinnu á Bretlandseyjum á fimmtándu öld.

Egill Ólafsson í auglýsingu

5. Ef Íslendingar hafna Icesave-samningnum í þjóðaratkvæðagreiðslunni 9. apríl blasa grafalvarlegar afleiðingar við þjóðinni.

Jón Gnarr á blaðamannfundi í Vín

6. Þurfti maður að vera fábjáni til að halda að Íslendingar, með sitt örsmáa hagkerfi, hefðu fundið upp einhvern fjármálagaldur? Ja, maður þurfti í það minnsta að vera dálítið illa gefinn.

David Ruffley, þingmaður breska íhaldsflokksins í ræðu í breska þinginu 
 

7. Þeir sprikla í netinu, Icesave-sinnarnir. Það liggur við að maður vorkenni þeim...

Jón Valur Jensson á bloggsíðu sinni.

8. Ávinningurinn af því að samþykkja samninginn á móti áhættunni og kostnaðinum af því að bíða eftir niðurstöðu er slíkur að ég kýs með Icesave III með hagsmuni barnanna minna í huga.

Þórhallur Hákonarson á Vísi.

9. Menn verða að hafa bein í nefinu til að vera óvinsælir.

Tómas Ingi Olrich, fyrrum þingmaður, ráðherra og sendiherra á Vísi.

10. The agreement should also help unlock remaining program bilateral financing and bolster market confidence in Iceland.

Úr skýrslu AGS

11. Og Íslendingar húka fastir á vanskilaskrá heimsins. En með prinsippin á hreinu.

Guðmundur Andri Thorsson í Vísi


mbl.is Gengur gegn lýðræðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband