Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál

Draugapeningar ( Ekki Ísl. kr. )


Ghosts_of_China_paint_small

Í kínverskri alþýðutrú er heimurinn fullur af andaverum, bæði góðum og illum. Slíkar andaverur eru t.d. náttúruskrattar (kuei-shen), illir andar eða djöflar (oni) og vofur (kui).

Fólk trúir að illir andar forðist ljósið og því hafa þróast fjölmargir helgisiðir þar sem ljós og eldfæri koma við sögu, eins og varðeldar, flugeldar og kyndlar. Illir andar eru sagðir ferðast ætíð eftir beinum línum sem skýrir allar beygjurnar á kínverskum vegum :)

En ekki eru allir andar illir, - sumir eru aðeins óhamingjusamir. Eins og áadýrkun Kínverja bíður upp á, trúa þeir að sálir framliðna lifi líkamsdauðann og það verði að gera þær hamingjusamar og heiðra þær með fórnum.

Ef að andi er ekki hamingjusamur, til dæmis vegna þess að eitthvað var áfátt við dauðastund hans eða að graftrarathöfn var óvönduð, verður hann að vofu. (Stundum nefnd hungurvofa sem er hugtak sem kemur frá Búddisma) Vofur geta ráðist á menn og reynt að fá þá til að sinna þörfum sínum eða í það minnsta draga athygli að þjáningu sinni.

Vofur fá mesta athygli í svo kölluðum vofumánuði, sem er sá sjöundi í kínverska tunglárinu. Á fimmtánda degi þess mánaðar er haldin mikil vofuhátíð.HellMoney3

Á meginlandi Kína fer andatrúin dvínandi undir "trúlausri" stjórn kommúnismans. En í Taiwan sem klauf sig frá Kína árið 1949 trúir meiri hluti (allt að 90%) íbúa á vofur. Nætursjónvarpið er fullt af þáttum um draugahús og særingar og miðlum er greitt stórfé fyrir að gefa ráð til að friða óánægða framliðna ættingja.

HellMoney2Eitt af algengum vandamálum vofanna eru blankheit.  Til að ekki þurfi að brenna alvöru peningum (sem er leiðin til að leggja inn á þá) til að redda blönkum vofum, eru gerðir draugapeningar eða svo kallaður Joss pappír. Draugaseðlar eru venjulega búnir til úr bambus-pappír eða hrísgrjóna-pappír og hefðbundin seðill er réttur ferhyrningur.

Þegar forfeðurnir eru heiðraðir á sérstökum áahátíðum er ómældu magni af Joss brennt til að tryggja afkomu þeirra og hamingju í andaheiminum.


Blóraböggullinn Dr. David Kelly og örlög hans.

davidkellyatweddingÉg kemst ekki hjá því að hugleiða örlög þessa manns. Fyrir fimm árum upp á dag, dvaldist David Kelly  (f. 17. Maí 1944)  í þessu sama húsi og ég er nú gestur í. Hann svaf í sama rúmi og ég hvílist í og umgekkst sama fólkið og ég spjalla við á hverju kvöldi. Dvölin hér í Cornwall ásamt konu sinni, í Júlí árið 2003 gerði honum gott að sögn ættmenna hans og vina. Fáir vissu hvar hann var og flestir hér um slóðir vissu ekki hver hann var. Hér eltu fjölmiðlarnir hann ekki á röndum, farsímasambandið er stopullt og hann notaði tímann til að undirbúa sig undir yfirheyrslur tveggja þingnefnda sem í vændum voru þ.á.m. The Intelligence and Security Committee. Hann var léttur í lundu og ræddi m.a. um brúðkaup dóttur sinnar sem fara mundi fram á næstunni og um framhald starfa sinna við efna og sýklavopnaleit í Írak.

Viku seinna eða 17. Júlí 2003 fannst  hann látinn, sitjandi undir tré í Harrowdown Hill, ekki langt frá heimili sínu í Oxford.

Dr. David Kelly, maðurinn sem var svo lágmæltur að það þurfti að slökkva á loftræsikerfinu í salnum þar sem hann var yfirheyrður af kokhraustum þingnefndarmönnum sem  fundu  hjá sér einkennilega þörf til að þjarma persónulega að honum. Og hvað hafði þessi mildi maður sér til sakar unnið?

Ekkert annað en að hafa reynt að koma í veg fyrir  innrásina í Írak með því að hvetja Íraka til að fara að kröfum Sameinuðu Þjóðanna um eyðingu sýkla og efnavopna og síðar að gefa í skyn að forsendur innrásarinnar í Írak hefðu verið vafasamar. Dr. David Kelly var afar vel metinn vísindamaður og þekktur fyrir störf sín í þágu breska ríkisins og seinna fyrir Sameinuðu Þjóðirnar. Hann var örverulíffræðingur og hafði getið sér gott orð við rannsóknir á efndum Sovétríkjanna á alþjóðasamningum um útrýmingu sýkla og efna vopna. Sú reynsla hans varð til þess að hann var skipaður sem einn af fremstu skoðunarmönnum Sameinuðu þjóðanna í Írak eftir Persaflóastríðið.

Hann var m.a. tilnefndur til Nóbels verðlauna og gerður að meðlimi í hinni virtu reglu The Most Distinguished Order of Saint Michael and Saint George fyrir framlag sitt og þjónustu við breska ríkið.

Meðal starfa Dr. Kelly var að vera tengill við fjölmiðla án þess þó að nafni hans væri haldið á lofti eða að myndir af honum væru birtar. Árið 2002 van hann mikið fyrir Defence Intelligence Staff við að setja saman skýrslu Joint Intelligence Committee um fjöleyðingarvopn Íraka sem síðan var notuð sem helsta átilla innrásarinnar að hálfu Breta 2003.  davidkelly_narrowweb__300x411,0  

Í skýrslunni var m.a. stuðst við framburð Íraks flóttamanns; Rafid Ahmed Alwan að nafni (leyninafn Bogabolti) sem leyniþjónustur Bandaríkjanna, Bretlands og Þýskalands vissu að var afar vafasamur og óáreiðanlegur. Sá hélt því fram að Írakar réðu yfir færanlegum tækjabúnaði til að framleiða sýklavopn og þyrftu aðeins 45 mínútur til að koma þeim vopnum í skotstöðu.

Þessar sömu upplýsingar notaði Collin Powell yfirhershöfðingi USA einnig í ræðu sinni þegar hann reyndi 5. Febrúar 2003 að fá Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna til að gefa afdráttarlaust grænt ljós á innrásina í Írak. 

Dr. Kelly vissi að upplýsingarnar voru falskar og fjarri lagi. Það þekkti enginn betur til stöðu þessara mál í Írak en Dr. Kelly sem jafnframt þekkti alla þá bresk-menntuðu vísindamenn sem störfuðu fyrir Saddam Hussein.

Hann minntist í trúnaði á þessar falsannir skýrslunnar í samtali við Andrew Gilligan blaðamann BBC og gerði það á þeim forsendum að nafn hans yrði aldrei bendlað beint við málið. Þegar að Andrew sagði frá því opinberlega að Alastair John Campbell talsmaður Tony Blair hefði látið ýkja ýmiss atriði skýrslunnar til að blekkja hinn breska þingheim til að styðja innrásina í Írak hófst leitin að blórabögglinum. Fljótlega bárust böndin að Kelly, sérstaklega eftir að Gilligan hafði undir gífurlegu álagi ýjað að því að hann hefði lagt honum til  upplýsingarnar.

nbakerDM2110_468x305Morguninn 17. Júlí 2003 vann Dr. Kelly heimahjá sér við að svara emailum sem honum höfðu borist víðsvegar að og voru flest hvatningarorð vina hans eftir að yfirheyrslur þingnefndanna hófust. Um þrjú leitið sagði hann konu sinni að hann ætlaði í gönguferð líkt og hann gerði daglega. Þegar hann skilaði sér ekki aftur fyrir miðnætti tilkynnti kona hans lögreglunni um hvarf hans. Snemma morguninn eftir fannst hann sem fyrr segir látinn, sitjandi upp við tré á Harrowdown Hill. Svo virtist sem hann hefði tekið líf sitt. Í maga hans fundust 29 töflur af verkjalyfi (co-proxamol) auk þess sem hann hafði skorið sig á púls með hnífi sem hann hafði átt síðan í æsku.

Fljótlega komst upp kvittur að Dr. David Kelly hefði verið myrtur. Engin fingraför fundust á hnífnum. Sjúkraliðarnir sem sóttu líkið sögðu að lítið sem ekkert blóð hefði verð á staðnum sem er alveg í samræmi við umsagnir sérfræðinga um blóðrennsli úr slíkum sárum í köldu viðri. Krufning leiddi í ljós að lyfjaskammturinn hefði ekki verið nægur til að verða honum að aldurtila. Árið 1999 hafði Dr. David Kelly kynnst Bahai trú og nokkru seinna gerst Bahai. Í Bahai trú er lagst gegn sjálfsvígum.

Rannsókn málsins var fljótt tekin úr höndum lögregluyfirvalda og fengin í hendur sérstökum rannsóknarmanni á vegum ríkisstjórnarinnar; James Brian Edward Hutton. Í skýrslu Huttons kemur fram að um sjálfsvíg hafi verið að ræða, að enginn úr ríkisstjórninni geti talist ábirgur fyrir því á neinn hátt, að BBC hafi sýnt óvarkárni í að segja frá hvernig Íraks-skýrslan var í raun fölsuð og að Dr. Kelly hafi verið eini maðurinn ábyrgur fyrir að þeim upplýsingum var lekið í fjölmiðla.

 

 


Afganistan, aldrei fleiri bandamenn drepnir

011112_afghanistanPótintátar tólfta stríðsins, tórandi enn á meðal lýðsins, vissu orðið ekki par, út af hverju stríðið var. 

Þessar ljóðlínur úr "Síðasta blóm í heimi" komu upp í huga minn við að lesa frétt um að Bush Bandaríkjaforseti hefði "viðurkennt" í gær að síðasti mánuður í Afganistan hefði verið Bandamönnum erfiður (Tough).

Í síðasta mánuði missti bandaríski herinn fleiri hermenn í Afganistan en nokkru sinni áður eftir að stríðið hófst. 

Bush sagði að ástæðan væri að "herdeildir okkar eiga í erjum við erfiða óvini."  

Afghanistan%20-%20Senlis%20CouncilBush sem ávarpaði blaðamenn  í Rósagarðinum við Hvíta húsið sagði að "mánuðurinn hefði líka verið erfiður fyrir Talibananna" og hann væri að láta athuga veðrið til að sjá hvort ekki væri hægt að fljúga fleiri hermönnum inn.

 


Íranar viðbúnir innrás í landið

Íranar hafa hafið að grafa 320,000 grafir í landamærahéröðum sínum sem þeir segja vera fyrir óvinahermenn ef landið verður fyrir árás.  "Til að fullnægja Genfar sáttmálanum ... hafa nauðsynlegar ráðstafnir verið gerðar til að grafa óvinahermenn " er haft eftir Mehr fréttaveitunni sem vitnaði í orð yfirhershöðingjans Mir-Faisal Bagherzadeh.

"Við áætlum að grafa 15.000  til 20,000 grfir í hverju landamærahéraði eða alls 320. 000 þar sem sumar verða óefað fjöldagrafir.   

slim-pickens_riding-the-bombHr. Bagherzadeh sagði að Íran vildi gjarnan "minka þjáningar fjölskyldna þeirra sem munu falla í árás á land okkar ...og koma í veg fyrir langar og bitrar deilur eins og urðu í kjölfarið á Viet Nam stríðinu."

Ummæli hans koma í kjölfarið á yfirlýsingum Bandaríkjamanna um að þeir áskilji sér allan rétt til að beita öllum ráðum til að koma í veg fyrir að Íran eignist kjarnakljúfa sem þeir óttast að hægt verði að nota til að þróa kjarnavopn.

Ummælin eru líka túlkuð sem svar við ummælum ísraelskra embættismanna sem töluðu um að þeir væru staðráðnir í að koma í veg fyrir að Íran fengi kjarnavopn.

Haft er eftir fyrrverandi yfirmanni Mossad, leyniþjónustu Ísraela, að Ísrael hefði eitt ár til að eyðileggja kjarnorkuverkefni Írana.

Shabtai Shavit sagði London Weekly að í versta falli mundi  Tehran ráða yfir kjarnavopnum innan árs.

"Tíminn er ætíð að verða skemmri '' sagði hann við Sunday Telegraph.

Ísraelar eru eina, (þótt ekki hafi þeir sjálfir staðfest það,) ríkið í miðaustur löndum sem ráða yfir kjarnavopnum.
 

Aftökur í Kína - Ath.Myndir ekki fyrir viðkvæma

2008-01-2962-215Mér er fyrirmunað að skilja hvers vegna vestrænar þjóðir, Ísland þar á meðal, kjósa að meðtaka Kína nánast athugasemdalaust inn í samfélag siðmenntaðra þjóða á meðan fjölda-aftökur fólks sem lítið sem ekkert hefur sér til saka unnið, viðgangast þar.

Hafi sú ákvörðun að verðlauna Kína með því að fá þá til að halda ólympíuleikanna í ár, átt að stuðla að opinni umræðu og jafnvel einhverjum tilslökunum í mannréttindamálum þeirra, sjást þess engin merki enn sem komið er.  

Árið 2006 voru 1010 manns teknir af lífi í Kína og 2790 manns var dæmt til dauða. Sum manréttindasamtök segja þá tölu vera umtalsvert hærri eða allt að 8000 manns.

china_death_penaltyFjöldaaftökurnar fara fram með þeim hætti að hópnum er ekið afsíðis, að opinni fjöldagröf, böðlarnir segja fólkinu að opna muninn svo skotið fari örugglega í gegn þegar hleypt er af í hnakkagrófina. Þeir sem neita að opna muninn er gefin "dauðasprauta".

Fólkið hefur sumt verið dæmt fyrir afbrot sem mundu á vesturlöndum varða sektum eða fáeinna daga fangelsun, eins og að höggva niður tré eða stela farsímum.

Engin efast lengur um að Kína er að verða voldugasta ríki heimsins frá efnahagslegu sjónarmiði. Athugaðu hvernig heimili þitt mundi líta út ef þú tækir í burtu allt það sem búið er til í Kína.

Kína eykur umsvif sín í Afríku og suður Ameríku með hverju degi sem líður og heldur verndarhendi yfir mannréttindabrotum þeirra landa sem þeir eiga viðskipti við.

Getuleysi Vesturlanda til að hafa áhrif á stjórnvöld þeirra landa sem verstu mannréttindabrotin fremja virðist algjört. Enda eru þau vel flest  búin að selja Peking sálu sína fyrir ódýrar afurðir og aðgang að mörkuðum þeirra. - Er eins um okkur?

abc_execution3_080215_sshHvers vegna styðjum við Íslendingar Kína með þátttöku í þessu sjónarspili sem ólympíuleikarnir eru þeim? Allt stefnir í að ólympíuleikarnir verði stjórnvöldum í Kína ekki minni áróðursherferð en þeir voru Hitler árið 1936.

 


Hryðjuverk, Olía, trúarofstæki, hver er forsagan?

 World_war_one_web_allianceÞegar við skoðum þetta kort af skiptingu Ottóman-veldisins eftir heimstyrjöldina fyrri, þegar að sigurvegararnir settust niður og hlutuðu það sundur og skiptu upp á milli sín, kemur í ljós að Ottóman-veldið hafði innan sinna landamæra auðugustu olíulindir heimsins. Olía er það sem skipt hefur mestu máli fyrir hagkerfi heimsins á 20. öldinni og gerir enn.

Einnig rennur upp fyrir manni þegar gluggað er í kortið að það hljóti að vera samhengi á milli hryðjuverka öfgamanna íslam og hernáms landa þeirra af vestrænum þjóðum.  

Samt er því ákaft neitað af foringjum núverandi hernámsherja. Af þeim er helst að skilja að fundamentalismi og stríðshyggja múslíma séu eina ástæðan fyrir því að vesturlönd séu álitnar kúgarar og herraþjóðirnar af múslímum.  Sum þessara landa eru enn að berjast fyrir sjálfstæði sínu. Sú barátta elur af sér þjóðernishyggju. Margar þjóðirnar gera ekki mun á þjóðernishyggju og ástundun Íslam. Hryðjuverk eru bein afleiðing.

Bæði Ítalía og Frakkland voru búin að taka sér bita af veldinu nokkru fyrr og nú tóku Bretar sér það sem eftir var. Hér er ekkert minnst á það sem var að gerast sunnan Sahara í Afríku. Eins og með margt annað erum við enn að bíta út nálinni með aðfarir sigurvegara fyrri heimstyrjaldarinnar gagnvart þjóðum hinna sigruðu.

(Klikkið á kortið til að sjá það í stækkaðri mynd)

ottoman_empire

 

 

 

 

 


Afríka er kona heimsins.

Mago-DSC_1455-nelikko-smallFlestar styrjaldir  eftir 1990 hafa verið háðar í fátækum löndum, of fátækum til að kaupa vopn. Þrátt fyrir það skortir ekki vopnin. Milljónir handskotvopna er gefin af herjum sem eru að uppfæra sín eigin vopn og ótölulegur fjöldi vopna er fluttur á milli ófriðarsvæða og endurnýttur. Það er mun ódýrara en að geyma vopnin eða eyðileggja þau. Í sumum löndum Afríku eru Kalashnikov rifflar seldir fyrir sex dollara stykkið eða að hægt er að fá þá í skiptum fyrir geit, hænu eða fatapoka.

Síðan seinni heimstyrjöldinni lauk árið 1945 er áætlað að yfir 50. milljónir manna hafi týnt lífinu fyrir kúlum úr ódýrum fjöldaframleiddum handvopnum. 

23Þessi vopn eru svona vinsæl vegna þess hve endingargóð þau eru. En eru í notkun AK-47 og MI 6 rifflar sem notaðir voru í Viet Nam stríðinu og í suður Afríku má finna byssur allt frá fyrri heimsstyrjöldinni í höndum smádrengja. Að auki eru auðvelt að flytja vopnin. Nokkrir klyfjaðir hestar nægja til að vopna lítinn her.

á vesturlöndum hefur þetta vopnaflóð ekki mikil áhrif á daglegt líf fólks nema þar sem hryðjuverk og eiturlyf koma við sögu. Almenningur í ríku löndunum hefur algjörlega leitt fram hjá sér þjáningarnar og skelfinguna sem þessi vopn flytja með sér í vanþróuðu löndunum, sérstaklega Afríku. Talið er að  500 milljónir her-handvopna séu í umferð í heiminum í dag. 

Fyrir utan hversu ódýr vopnin eru og hversu framboðið er mikið af þessum vopnum eru aðrar ástæður fyrir vinsældum þeirra. Þau eru afar banvæn og hraðvirk. Hægt er að kenna barni á örskammri stundu hvernig á að nota þau og viðhalda þeim.

Vopnasala heimsins er afar flókin. Miklar byrgðir af vopnum fara löglega á milli landa á hverjum degi. Eftir að kalda stríðinu lauk seldu stórveldin vinum og samherjum þau vopn sem fallist hafði verið á að eyða. En ólögleg vopnasala er miklu umfangsmeiri. Í Afríku er orðið alvanalegt að greiða fyrir vopnasendingar í demöntum. Það er kaldhæðnislegt að demantarnir sem skreyta háls og fingur auðugra vesturlandabúa og eru í margra hugum tákn um eilífa ást,  kunna vel að hafa verið fengnir í skiptum fyrir hríðskotabyssur.  ColonialAfricaÍ sumum Afríkulöndum eru hópar af uppflosnuðum ungum mönnum sem hafast við á vergangi.  Kalashnikov riffillinn er atvinnutæki þeirra. Þeir ræna, rupla, drepa og meiða hvern dag og tilgangurinn er oft ekki annar en sá að hafa ofaní sig og á. Stundum eru þetta leifar af einhverjum uppreisnarhernum eða landflótta skæruliðum og stundum eru þetta það sem við mundum kalla venjulegir ræningjaflokka. Hvort sem er, stendur vesturlöndum á sama.  

Viðhorf okkar vesturlandabúa til Afríku og vanda hennar er ekki ósvipað og viðhorf karla voru til kvenna allt fram í byrjun síðustu aldar. Hún er réttlaus og óþarfi að taka nokkuð tillit til hennar nema þegar eitthvað þarf að nota hana.

Svona (sjá kort) skiptu Evrópulönd Afríku upp á milli sín á síðustu öld.

 


Herforingjastjórnina í Myanmar (Burma) fyrir alþjóðadómstóla

0000000akm-old-passport-2ndpg-017Fellibylurinn Nargis gekk yfir Myanmar (Burma) fyrir rúmum mánuði. Eins og marga rekur eflaust minni til tilkynnti herforingjaklíkan við völd í landinu að 351 manns hefðu farist. Í dag er ljóst að meira en 100.000 manns fórust. 

 Yfirhershöfðinginn Than Shwe og klíkan hans hafa kerfisbundið komið í veg fyrir að erlend aðstoð geti borist meira en 2.000.000 manns sem á henni þurfa að halda og eru á vergangi í landinu. 00000than-shwe-cp-3667456

 

Sjúkdómar og sultur eru farin að taka sinn toll. Á meðan lóna bresk, bandarísk og frönsk herskip fyrir ströndum með mannskap og vélar og vistir  til að aðstoða en fá ekki leyfi til þess. Herforingja klíkan hefur engu áorkað á tímabilinu öðru en að framlengja stofufangelsisdómi yfir San Suu Kyi helsta talmanni lýðræðis í landinu.

000000Aung_San_Suu_KyiHerforingjastjórnin hreykir sér nú hátt á hrauk líkanna sem fljóta niður ár landsins og lýsir því yfir að neyðarástandinu sé lokið. Verði ekkert að gert á næst dögum munu hundruð þúsundir falla af sjúkdómum og hungri í landinu, fólk sem enga aðstoð hefur fengið frá því að fellibylurinn gekk yfir.00000monk_victim_of_junta

Það sem liggur beint við er að þjóðir heimsins sem eitthvað mega sín gagnvart stjórnvöldum í Myanmar, verða að gera þeim það ljóst að þeir verði dregnir fyrir alþjóðlega dómstóla ef þeir leyfa ekki hjálparstarfi að hefjast þegar í stað í landinu. Bregðist alþjóðasamfélagið þessu, eru þau jafn ábyrgt og aðgerðarlausir Herforingjar Myanmar.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband