Færsluflokkur: Vefurinn
22.6.2008 | 11:35
Bloggið er besti spegillinn
Í Íran eru fleiri bloggarar miðað við íbúafjölda en í nokkru öðru landi í heiminum. Ef maður vill vita hvað er raunverulega að gerast meðal almennings í Íran, þarf maður ekki að gera annað en að skoða bloggin þeirra. -
Simbabve er lokað land. Þangað inn er ekki einu sinni fréttamönum hleypt. En vilji maður vita hvað almenningur er að hugsa, getur maður lesið bloggin þeirra sem upplifa daglega skefjalausar þvinganir og ofsóknir Mr. Mugabe forseta.
Bloggið er að verða áhrifaríkari og áreiðanlegri miðill en flestar fréttastofur. Áhrif bloggsíðna er einnig að aukast í pólitíkinni. Obama þakkar árangur sinn í USA m.a. vel stýrðri net og blogg herferð. Hér á Íslandi er vegur bloggsins alltaf að aukast og í næstu kosningum á bloggsíðum eftir að fjölga til muna. Geta bloggsins til að gefa almenningi rödd er óumdeilanleg. Stjórnvöld sem ekki átta sig á hvernig skoðanir mótast og straumlínulaga sig í umræðunni í bloggheimum eru illa utangátta.
Það er samt tvennt sem er afar umdeilt er í tengslum við bloggið, sérstaklega í bloggsamfélögum eins og hér á blog.is. Hið fyrra lýtur að nafnlausum bloggurum og nafnlausum athugasemdum þeirra sem ekki einu sinni hafa bloggsíðu. Þótt þetta gangi ágætlega í mörgum tilfellum, eru samt dæmi þess að einstaklingar senda frá sér hluti sem eru á mörkum velsæmis í skjóli nafnleyndar.
Hið seinna er hversu mikil ósvífni getur hlaupið í umræðurnar og athugasemdafærslunnar. Stundum eru athugasemdir svo rætnar að fólk hefur hvað eftir annað lýst því yfir að það hyggist hætta bloggum sínum vegna rætinna athugasemda.
Hvoru tveggja eru vandamál sem verður að þola, alla vega sem stendur. Internetið í heild er miðill þar sem í raun ekkert hamlar annað en siðferðiskennd fólks bæði hvað varðar hvaða efni er sett upp og hvað er lesið og skoðað.
Ef ég vil þeysa gandreið um bloggsíður og skilja eftir mig nafnlausa slóð af dónalegum athugasemdum getir ekkert stöðvað mig í því, svo fremi sem eigendur bloggsíðanna hafa ekki sett einhver takmörk sjálfir á síðuna, sem fæstir vilja gera. - E.t.v. mun þróast í bloggheimum blogg-siðferði rétt eins og borðsiðir, sem flestir munu halda sig við.
Vefurinn | Breytt s.d. kl. 15:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (31)
15.6.2008 | 11:17
Hverjir stjórna netheimum?
Netheimar eru notaðir af lang-flestum þjóðum heimsins. En hvernig skiptast netheimar á milli landa, landasvæða og Álfa. Þetta er nýlegt kort sem sýnir einmitt þá skiptingu með tilliti til netsamfélaga og hvar er best að vera í hverju landi til að ná til sem flestra.
Vefurinn | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)