Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Falskar kenningar um falskar minningar

Skúli S. Ólafsson, ásamt systur og móður Guðrúnar Ebbu, reyna að draga úr trúverðugleika hennar með því að segja minningar hennar falskar og hafa orðið til í "einkasamtölum." Eiga þau þar væntanlega "einkasamtöl" Guðrúnar Ebbu við bókritara sinn Elínu Hirst. Bæði Skúli og fjölskyldan í yfirlýsingu nota þetta hugtak "falskminningar" eins og hér sé um raunverulegt viðurkennt vísindalegt hugtak að ræða.

Hugmyndirnar um að til sé eitthvað sem heitir "falskar minningar" þeirra sem telja sig hafa orðið fyrir misnotkun í æsku og að þær verði til einkum í viðtalsmeðferðum hjá geðlæknum og sálfræðingum, eru raktar til félagsskapar eða samtaka sem var stofnuð voru í Ameríku árið 1992 og heita False Memory Syndrome Foundation. 

Samtökin voru stofnuð af hjónunum Pamelu og Peter Freyd eftir að Jennifer dóttir þeirra ásakaði þau um að hafa misnotað sig kynferðislega sem barn. Í félagsskapinn gengu talsvert af fólki sem áttu það sameiginlegt að vera ásakað af börnum sínum eftir að þau urðu fullorðin fyrir að hafa misnotað þau í æsku. Hlutverk samtakanna að bera blak af meðlimum sínum og berjast fyrir málstað þeirra með mótmælum og fjölmiðlaskrumi, þrátt fyrir að þau lýsi sér einkum sem vísindalegum samtökum.

Samtökin eru því miklu fremur áróðursmaskína og boðskapur þeirra í besta falli gervi-vísindi. Engar sannanir eða alvöru rannsóknir liggja að baki því að eitthvað sé til sem heitir "fals-minningar" fólks sem telur sig hafa verið misþyrmt eða misnotað í æsku.

Samtökin fundu upp hugtök eins og "falsk-minninga heilkennið" og "endurheimt minninga-meðferðin" sem hvorug eru viðurkennd læknisfræðileg hugtök af DSM, hvers hlutverk það er að kanna og skrá læknisfræðilega viðurkenndar aðferðir og hugtök í geðlækningum í Bandaríkjunum.

Að auki hafa FMS samtökin verið gagnrýnd fyrir að hafa vísvitandi farið rangt með niðurstöður þeirrar "rannsóknarvinnu" sem þau hafa staðið fyrir og túlkað niðurstöður annarra rannsókna afar frjálslega og stundum gróflega, í hag þess málstaðar sem þau segjast berjast fyrir.

Samtökin hafa margsinnis  verið sökuð um að grafa undan málstað kveinréttinda og reyna a veikja málstað fórnarlamba kynferðisafbrotamanna með þvi að reyna að gera framburð þeirra óábyggilegan eða vafasaman.


mbl.is Heimilislífið hefðbundið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vinkonur í 16 ár vissu ekki að þær voru systur

Systur vinir í 16 árTvær vinkonur hér á næsta bæ, Bristol, uppgötvuðu eftir að hafa verið bestu vinir í 16 ár, að þær voru í raun og veru systur. 

Þær heita Alison Slavin, 41, og Sam Davies, 43, og komust nýlega að því að faðir þeirra var einn og sami maðurinn eftir að Alison tókst að hafa upp á móðir sinni sem hafði gefið hana til ættleiðingar.

Systurnar sem eru frá Brostol, grunuðu aldrei að þær væru skildar, hvað þá systur þótt að ótrúlega margt væri líkt með þeim. Þær eru mjög svipaðar í útliti, hafa svipaðan smekk í klæðaburði, vinna báðar við barnagæslu, eiga hvor tvö börn og búa í minna en tveggja km. fjarlægð frá hvor annarri.

Alison komst að sannleikanum þegar að vinur hennar hjálpaði henni að finna móður hennar sem síðan sagði henni að faðir hennar héti Terry Cox.

Hún kannaðist strax við nafnið sem var það sama og föður Sams. Litningapróf sannaði síðar að þær eru hálfsystur.

Alison Slavin, and Sam DaviesAlison var brúðarmær í brúðkaupi Sams. Hún minnist þess að þær stöllur hafi stundum verið að gantast með þá hugmynd að þær væru systur því fólk spurði þær svo oft að hvort þær væru það, svo líkar eru þær.

Alison var dálítið sjokkeruð þegar hún komst að sannleikanum og vildi strax segja Sam frá hverju hún hefði komist að.  Hún náði ekki í Sam í síma og ákvað að senda henni SMS skilaboðin " Hæ systir!"

Klukkustund seinna hringdi hún og útskýrði allt.

Alison og Sam hittust fyrst árið 1993 í gegnum sameiginlegan kunningja og urðu fljótt bestu vinkonur. - Alison hefur samt aldrei hitt móður sína. Tíðindin fékk hún í símtali sem hún átti við hana. 

Móðir hennar sagðist hafa verið 19 ára þegar hún ákvað að láta Alison fara frá sér til ættleiðingar. Þegar að hún nefndi föðurinn á nafn, hélt Alison að um tilviljun væri að ræða að hann héti sama nafni og faðir bestu vinkonu hennar. Samt varð henni mikið um. Hverjar voru líkurnar á að svona nokkuð gæti gerst?

Sam var einnig furðu lostin en hafði strax samband við föður sinn á Facebook til að segja honum tíðindin. Terry býr á Spáni og þau feðgin nota fésbókina til að vera í sambandi.

Báðar segjast þær hafa átt hamingjusama æsku svo þessi uppgötvun sé aðeins til að auka við hana.

Sam segir að undrun sín hafi fljótt breyst í mikla gleði. "Þegar að Alison sendi mér skilaboðin þar sem hún kallaði mig systur, hélt ég að hún væri að gera grín.  Mig langaði alltaf í systur og hver getur verið betri systur en besta vinkona þín."

Heimild; Mail on line.


Himingeimurinn í Reykjanesbæ

DSC_0131[1]Þessa dagana og alveg fram til 8. maí stendur yfir listahátíð barna í Reykjanesbæ. Stefið sem börnin vinna með að þessu sinni er "himingeimurinn" en þetta er í sjötta sinn sem efnt er til slíkrar hátíðar í bænum. 

Ég brá mér á sýninguna rétt fyrir páska og get ekki orða bundist.

Nemendur leikskólanna í Reykjanesbæ og aðstandendur þeirra hafa sett saman stórskemmtilega sýningu í listasal Duushúsa og náð að fanga þar þann hluta sköpunarlistarinnar sem fær fólk til að vilja dvelja í himingeim þeirra sem lengst. - 

DSC_0127[1]Þorvaldur Guðmundsson sendi mér þessar myndir af sýningunni sem segja meira en nokkur orð.

Grunnskólabörn bæjarfélagsins taka einnig þátt í hátíðinni. "Listaverk í leiðinni" er yfirheiti sýningar þeirra á verkum vetrarins sem komið er fyrir víðs vegar um bæinn.

 


Íslensk fjölþjóðamenning

Hafi einhver efast um að fjölþjóðamenningin hafi skotið rótum á Íslandi, þarf ekki lengur vitnana við. Þessar tölur tala sínu máli. 42.230 einstaklingar á Íslandi eiga útlendinga fyrir foreldri, annað eða báða. -

Íslenska þjóðin er ekki lengur einlit né eru allir íbúarnir frændur í báða ættliði. Ekki tala þeir allir íslenskuna reiprennandi og margir hafa meira að segja aldrei smakkað þorramat.

Sumir eru  miklir andstæðingar fjölmenningarsamfélags og sjá því allt til foráttu. Þeir koma ekki til með að fagna þessum fréttum, þrátt fyrir að þeim hljóti um leið að vera ljós villa síns vegar.

 Fjölmenningarsamfélagið gengur greinilega ágætlega  upp á Íslandi, þrátt fyrir fordómana sem öll okkar eru sek um á einn eða annan hátt. -

Mikilvægast er að við göngumst við þeim. Fordómar eru eins og alkóhólismi, það er enginn möguleiki að lækna hann nema að viðkomandi viðurkenni að hann eigi við vandamál að stríða.

 


mbl.is 13,3% eiga erlent foreldri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Barndóminum stolið

Beauty-Children-Pageants-Make-Children-Look-Ugly-015Á sama tíma og samfélagið berjast látlaust gegn misnotkun barna og yfirvöld elta barnaníðinga á enda veraldar, viðgengst mikill tvískynnungur í samfélaginu, sérstaklega gagnvart stúlkubörnum sem eru kynlífsvædd af skeytingarlausum foreldrum.

Merkilegt samt hvað lítið er um málið fjallað.  Kannski er málið svo viðkvæmt að hræðslan við að vera stimplað "eitthvað skrýtið" við það eitt að benda á vandann, aftrar fólki frá að tala mikið um hann.

Ég vil því nota tækifærið og benda á nýlega og góða grein eftir Finnborgu Salome Steinþórsdóttur félagsfræðing sem heitir Dúkkuleikur eða barnaklám og er að finna á Vefritinu.

Tvískinnungurinn felst í því hvernig stúlkubörn eru notuð til að vera einskonar framlenging á mæðrum sínum. Þetta kemur einkum fram í klæðnaði þeirra, notkun andlitsfarða og hvernig þær bera sig til. Taktarnir, jafnvel danshreyfingar þeirra eru greinileg eftirherma.

Stundum langar litlum stúlkum að líkjast mömmu sinni en það virðist æ algengara að mömmurnar vilji að telpurnar líti út eins og þær. Við það verða telpurnar vitanlega eldri í útliti, sem er rangt á svo marga vegu. Á vissan hátt er verið að stela frá þeim barndóminum og æskunni.

Þessi afstaða til ungra telpna er orðin svo algeng að kaupmenn nota sér hana eindregið og þess vegna er til markaður fyrir brjóstahöld fyrir stúlkubörn allt niður í þriggja ára aldur, eins og frétt mbl.is hér að neðan fjallar um.

Öfgarnar í Ameríku,  hvað þetta snertir eru þegar "heimsfrægar" og ég vona að málin þróist aldrei í þá átt á Íslandi. - Myndin er einmitt af einum keppenda í fegurðarsamkeppni barna sem eru svo algengar í USA.


mbl.is Stækka brjóst átta ára stúlkna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sprellikarlinn sem ekki vill vera í kassanum

SprellikarlinnPólitíkusarnir í borgarstjórn eru að fara á límingunum vegna þess að Jón Gnarr og hans menn haga sér ekki eins og pólitíkusar eiga að haga sér. Hva, engar nefndir, engin stefna??

Stöðugt er reynt að troða sprellikarlinum aftur ofaní kassann en gormurinn er greinilega of stífur. - Gott hjá Jóni að láta ekki þessa hundleiðinlegu pólitíkusa draga sig ofaní svaðið.

Hann gerir það sem honum sýnist og sprellar í liðinu.  Til þess var hann líka kosinn. Ef að fólk baular á hann svona í gamni, kippir hans sér ekkert upp við það. Slíkt gerist oft hjá grínurum og þeir læra að taka slíku eins og hverju öðru. -

Þeir sem reyna að setja á Jón og "klíkuna" hans einhverjar venjulegar pólitískar mælistikur, eru úti að aka. Hann er ekki pólitíkus og besti flokkurinn er ekki venjulegur stjórnmálaflokkur.  Ég veit að það er erfitt fyrir gamla pólitíska gjammara að skilja þetta, en svona er málið í pottinn búið.

Það sem Jón gerir er ekki endilega "stefna." Hann bregst bara við, les salinn og hagar sér í samræmi við það. - Alvöru pólitíkusar reyna líka að gera þetta en eru bara mjög lélegir í því. Jón er góður í þessu og þess vegna öfundast þeir út í hann.


mbl.is Sagði Besta flokkinn líkjast lítilli strákaklíku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jólahald fátækra

RjúpaFlestar af núveandi matarhefðum Íslendinga á jólum, hafa borist til landsins frá nágrannalöndunum. Nokkrar eru samt heimatilbúnar og eiga það að auki sameiginlegt að verða viðteknar vegna fátæktar og sparnaðar ólíkt því sem gengur og gerist meðal annarra þjóða þar sem jólamatar-hefðirnar hafa mótast af því besta og dýrasta sem völ er á.

til dæmis er Rjúpa hvergi etin sem Jólamatur, nema á Íslandi. Haft er fyrir satt að neysla hennar á jólum hafi eingöngu komið til vegna þess að fátæktin hafi verið svo mikil sumstaðar á norðurlandi  þaðan sem siðurinn ku ættaður, að ekkert annað kjötmeti hafi staðið þar til boða á Jólum. -

LaufabrauðÞá er það alkunna að laufabrauðið, sem einnig finnst hvergi nema á Íslandi, varð til vegna skorts á mjöli. Ekki þótti stætt á því að sleppa brauðmeti algjörlega um jól, þótt hráefnið væri bæði  illfáanlegt og dýrt.

Jafnvel á tuttugustu öld móta sparnaðaraðgerðir landans matar-neysluvenjur hans á jólum.

Appelsín og MaltUm 1940 kemur hið gómsæta Malt á markaðinn. Það varð þegar vinsæll drykkur en þótti tiltölulega dýr. Fljótlega fór fólk að drýgja maltið með  gosdrykkjum og þegar Egils appelsín kom á markaðinn 1955 þótti það fara betur saman en nokkuð annað með Maltinu. Fimm árum síðar var siðurinn orðin útbreiddur um allt land og hefur síðan verið óformlegur jóladrykkur íslenskra heimila.

Vafalaust eru dæmin fleiri þótt eg muni ekki eftir fleirum bráð. 


Afmælisveislan sem aldrei verður haldin

DagbjörtDagbjört varð snemma afar rökvís á lifið og tilveruna. Ung að árum hóf hún að vanda um fyrir meðborgurum sínum standandi á kassa niður á Lækjartorgi.

Hún var síður en svo ánægð með það þegar að foreldrar hennar, sem var mjög áreiðanlegt fólk, sögðust ætla að koma henni á óvart með að halda henni afmælisveislu einhvern tíman í vikunni fyrir 18. afmælisdaginn hennar.

Til að byrja með fylltist Dagbjört skelfingu. Veislan var sóun á tíma og fjármunum. Síðan fór hún að hugsa nánar út í hverju nákvæmlega foreldrar hennar höfðu lofað og varð þá ljóst að hún hafði ekkert að óttast. Það mundi enginn veisla verða haldin.

Rökhugsun hennar var á þessa leið. Foreldrar hennar sögðust á sunnudegi ætla að halda veisluna einhvern daginn í vikunni fyrir afmælið hennar sem yrði á laugardeginum næsta og veislan átti að koma henni á óvart.

Föstudagurinn kom ekki til greina vegna þess að á fimmtudeginum mundi hann vera eini dagurinn sem eftir væri og þá kæmi boðið ekki á óvart.

Dagarnir sem komu þá til greina voru; mánudagur, þriðjudagur, miðvikudagur og fimmtudagur.

Ef ekkert hefði gerst fyrir klukkan 24.00 á miðvikudegi, kom fimmtudagur heldur ekki til greina.

 Þannig afgreiddi Dagbjört alla dagana koll af kolli og útkoman var að enginn þeirra kom til greina. 

Þessi rök nægðu til þess að Dagbjört varð sannfærð um að veislan mundi aldrei verða haldin.

Hafði Dagbjört rétt fyrir sér?


Af uppruna Roma fólksins

Roma fólkÍ öllum Evrópulöndum nema e.t.v. á Íslandi, má finna farandfólk af ýmsu tagi. Fjölmennasti og langþekktasti hópurinn er án efa Roma fólkið sem jafnan gengur undir ýmsum nöfnum í  mismunandi þjóðlöndum. Á Íslandi er það jafnan nefnt Sígaunar. 

Algengasta samheitið yfir Roma fólkið er "Gyptar" (Gypsy) sem er dregið af landinu sem lengi vel var talið vera upprunaleg heimkynni þessa fólks, Egyptalandi. Seinni tíma mannfræðirannsóknir, orðsifjafræði og litningarannsóknir, hafa hins vegar leitt í ljós að Roma fólkið á ættir sínar að rekja til  Indlands.

Víða á Indlandi en einkum í Rajastan í Punjap héraði, er enn að finna hópa fólks sem tilheyrir þjóðflokki sem nefndist Domba. Nafnið kemur úr sanskrít og þýðir trumba eða tromma.

Domba Fólk á IndlandiDomba fólkið er flökkufólk sem tilheyrir stétt hinna "ósnertanlegu". Meðal þess hefur þróast mikil sagnahefð , rík hefð fyrir tónlistarflutningi, dansi, spádómaspuna og óvenjulegu dýrahaldi.  

Í helgiritum hindúa og búddista eru orðin doma og/eða domba, notuð yfir fólk sem eru þrælar eða aðskilið að einhverju leiti frá samfélagi manna. Sem stétt hina "óhreinu" eða "ósnertanlegu" gengur Doma fólkið einnig undir nafninu "Chandala".

Líklegt  þykir að Róma fólkið eigi ættir sínar og uppruna að rekja til Domba fólksins. Nafnið Roma er komið af orðinu Domba og mörg önnur orð í romönsku, tungumáli Roma fólksins, eru greinilega komin úr domba-mállýskunni.

Í frægu persnesku  hetjukvæði eftir skáldið Firdawsi, segir m.a. frá því hvernig persneska konunginum Shah Bahram V. (einnig nefndur Bahramgur) var árið 420 e.k. færðir að gjöf 12.000 tónlistamenn og skemmtikraftar af Domba kynþættinum, að launum fyrir að hafa hjálpað indverska kónginum Shankal af Kanauj  í stríði hans við Kínverja.

Fólk þetta settist til að byrja með að í Persíu en dreifði sér síðan til allflestra landa Mið-austurlanda.  Eitt sinn var því haldið fram að Roma fólkið í Evrópu, væri komið af þessum listamönnum. Svo mun þó ekki vera. Orðsifjafræðin gefur til kynna að forfeður nútíma Roma fólks hafi ekki yfirgefið Indland fyrr en um og eftir árið 1000 e.k.

Dom börn frá ÍsraelÞað er samt athyglisvert að í dag má finna afkomendur þessa listafólksfólks í Íran, Írak, Tyrklandi, Egyptalandi , Líbýu og Ísrael.  Það kallast Dom eða Domi og hefur enn atvinnu sem söng, dansi og frásögnum og stundar að auki flökkulíf, líkt og forfeður þeirra á Indlandi fyrir 1500 árum.

Romanskan er mikil heimild um langa leið Roma fólksins frá Indlandi til Evrópu. Í því má finna fjölda tökuorða frá hverju því landi sem það hafði viðdvöl í. Þess vegna má segja með nokkurri vissu að leiðir þess fyrir rétt þúsund árum, hafi legið um Afganistan, Persíu (Írak og Íran), Tyrkland, Grikkland og Armeníu.

Líklegasta ástæðan fyrir því að fólk þetta yfirgaf Indland er að það hafi hrakist undan landvinningum Mahmuds af Ghazni sem á árunum 1001-1027 e.k. herjaði mjög á Punjab og Sindh héruðin þar sem Doma fólkið var fjölmennt.

Þá segir sagan að Mahmud hafi í þessum herferðum hertekið mikinn fjölda listamanna og fjölleikafólks og flutt það til borga sinna í Afganistan og Persíu. Enn í dag kennir ein af a.m.k. 60 þekktum ættum Roma fólks í Evrópu sig við héraðið Khurasan í Persíu.

Roma í TyrkalndiViðdvöl Roma fólksins í Austrómverska-ríkinu, Tyrklandi og Grikklandi, áður en það hélt inn í mið- Evrópu mun hafa varað í 2-300 ár. Við komuna þangað var það fljótlega kennt við óhreina trúvillinga, svo kallaða Atsingani eða Athiganoi,  sem eitt sinn voru til í Phrygíu. E.t.v. vill var einfaldlega um að ræða þýðingu á orðinu "Chandala". Af Atsingani er heitið latneska Cigani dregið, á þýsku Zigeuner og á íslensku Sígaunar.

Roma fólki er af þessum sökum skiljanlega ekki vel við að láta kalla sig Sígauna. Það vill kalla sig Roma, Gypta eða Sinti. (merkir maður og kemur úr mállýsku frá Sind sem nú er hérað í Pakistan þar sem Roma fólkið hafi aðsetur um langt skeið á leið sinni til Evrópu)


Fjórar brúðargjafir

Óhamingjusöm hjónabönd hafa aldrei verið vinsælli en nú. Mörg þeirra taka loksins enda (sem betur fer) og fólk hefur leitina að nýjum mökum. Á endanum tekst það og efnt er til nýs brúðakaups. En hvað hvað gefur maður marggiftu fólki sem flest á, í brúðargjöf. Hér koma fjórar hugmyndir.

1. Andafælu. Þetta er ódýrt frumbyggjaprjál sem heldur í burtu illum öndum frá heimilinu. Andafæla er búin til úr náttúrlegum efnum, oft dýrabeinum og leyfum af einhverju fiðurfé. Fælan tryggir að engir fúlir andar komist inn á heimilið og safnar auk þess á sig ryki og ari sem annars gæti valdið heimilisfólki hnerra.

2. Draumafangara. Fátt er mikilvægara en að geta látið drauma sína rætast. (Þá er gengið út frá að draumfarir fólks séu góðar) Draumafangari sem einnig er búinn til úr einföldu frumbyggjaskrani, hjálpar þér að muna drauma þína þegar þú vaknar svo þú getir látið þá rætast.

3. Stafrænan stjörnuteljara. Hvað er rómantískara en að liggja úti undir berum himni á stjörnubjartri nóttu með ástina þína í fanginu og telja stjörnur. Stjörnuteljarinn gerir þér kleift að segja nákvæmlega til um hversu margar stjörnur eru sjáanlegar og það sem meira er, hvað þær heita. Teljarinn er því um leið rafrænt stjörnukort sem stillir sig sjálft, hvar sem þú ert staddur í á jarðarkringlunni. 

4. Wikipídía leikurinn. Hvað hafa margir leikið sér í Wikipídía leiknum? Hann felst í því að komast frá einni WP síðu til annarrar í sem fæstum smellum. Þannig komst ég t.d. frá smjöri (butter)  til Íslands í 3 smellum. WP leikboxið inniheldur 3 milljón tillögur um byrjunarsíðu og endasíðu og segir þér jafnframt hver besti mögulegi árangurinn er. Frábær leikur sem allir sem eiga tölvu og eru nettengdir geta stytt sér stundir við.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband