Færsluflokkur: Tónlist
29.5.2008 | 17:28
Kynningin
Honum líkaði aldrei við rokk og ról. Og hann er ekki hrifinn af strákum með eyrnalokka heldur, en hann erfir það ekki við neinn og beitir því ekki gegn neinum og tilfinningin er ekki gagnkvæm hvort sem er. Rokkarar elska hann vegna þess að hann hefur það sem þeir sækjast mest eftir. Hann berst á, hefur meiningar, já honum eru meiningarnar mikilvægar, alvarlegar skoðanir..Hann er stjórnarformaðurinn.
Rokk hefur þá ímynd að vera harður bransi, en þessi náungi, hvað get ég sagt, hann er foringinn, foringi foringjanna, maðurinn sjálfur. Stóri pappi, Stóri hvellur dægurtónlistarinnar. Ég ætla ekki að lenda upp á kant við hann. En hver er þessi náungi sem hver borg í bandaríkjunum gerir kröfu til að eiga. Þessi málari sem býr úti í eyðimörkinni, þessi fyrsta flokks leikari sem allir sækjast eftir, sem gerir aðra menn að ljóðskáldum um leið og hann snertir orð þeirra. Hann talar eins og Amerika, hratt, uppréttur, í fyrirsögnum, berandi stórann lurk, er íbygginn og örlátur, er góða og slæma löggan allt í sömu andrá, þið þekkið söguna því hún er ykkar saga...Það er árið 1945....Bandaríska riddaraliðið er að reyna að bjarga á sér rössunum út úr Evrópu. Það verður hluti af annarri innrás, A F R. American Forces Rdio. (Útvarp Bandarískra hermanna) sem útvarpar tónlist sem fær stífa efri vör Englendinga til að rulla upp og undirbýr heiminn fyrir rokkið með jassinum. Með Duke Ellington, hljómsveitirnar stóru, Tommy Dorsey og fremstan í flokki, hann.
Rödd hans er þétt í fyrstu og opnar sig aðeins í enda hljómsins, ekki í taktinum heldur yfir honum, leikur sér með hann, skiptir honum eins og jasari, eins og Miles David...Hann kemur með rétta frasann í rétta laginu þar sem hann lifir, þar sem hann sleppir honum, þar sem hann opinberar sig....lögin hans eru heimili hans og þangað ertu boðinn. En þið vitið, til þess að syngja á þennan hátt, verður þú að hafa tapað einni eða tveimur orrustum, til þess að þekkja blíðuna og ástina....verður þú að hafa þolað kramið hjarta.
Fólk segir að hann hafi ekki talað við blaðamenn....Það vill vita hvernig hann hefur það og um hvað hann er að hugsa...en vitið þið að hann er meira á meðal ykkar en flestar pönk-hljómsveitir..segjandi frá sér í gegnum lögin sín, segjandi frá og orðandi í gegnum val sitt á söngvum sínum, sjálfslægar hugsanir gefnar fjöldanum. Hann er örlátur...það er aðalsmerki hans. Hægri og vinstri hlið heila hans varla talandi, hnefaleikari, málari, leikari og söngvari, elskhugi og faðir, sá sem leysir erfiðleikana og sá sem veldur þeim, samvinnuþýður, einfari, meistarinn sem vill frekar sýna þér örin en verðlaunagripina....Herrar mínir og frúr eruð þið tilbúinn til að að bjóða velkominn mann sem vegur þyngra en skýjakljúfur, er betur tengdur en OgVodafone eða Síminn, en auðþekktari en frelsisstyttan, og er lifandi sönnun þess að Guð er kaþólikki....Fagnið því konungi New York borgar Francis Albert Sinatra.
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)