Beðið fyrir Icesave

Trúaðir og vantrúaðirBoðið er til þver-pólitísks bænafundar við Alþingishúsið næsta sunnudagsmorgunn kl; 06:00 til að biðja fyrir farsælli lausn Icesave málsins. Tekið skal fram að hver og einn getur ákallað þann guð sem honum sýnist, jafnvel Mammon ef einhverjum hugnast það eða þá Helga Hós, fyrir þá sem það vilja.  

Einkum eru flokkspólitískir rétttrúnaðarbloggarar, með sitt óþrjótandi þolgæði þrátt fyrir að hafa aldrei rétt fyrir sér, hvattir til að mæta og fara með sínar hefðbundnu bölbænir,  ef ekki til annars en að öllum verði ljóst hversu einlægir þeir eru.

Fundurinn er boðaður vegna þess að fullreynt þykir að mannleg máttarvöld fái gengið frá Icesave málunum svo að friður og sátt verði meðal þjóðarinnar um niðurstöðuna. 

Í þessu mikla prófmáli þjóðarinnar þar sem fyrst og fremst reyndi á hvort hún væri raunverulega nægilega samhuga til að teljast "ein þjóð" sem hefði nægilega mikla þjóðarvitund til að standa saman þegar sjálfri tilvisst hennar var ógnað, hafa mál öll þróast á þann veg að flokkadrættir á meðal hennar hafa aldrei verið meiri. -

Icesave deilan hefur sýnt þjóðinni með óyggjandi hætti að hún hefur algerlega gleymt þeim gildum sem gerðu hana að þjóð. Gömlu heilræðin eru öll orðin að óþolandi klisjum sem enginn fer lengur eftir.

stupid-catDæmi; Sameinaðir stöndum vér, sundraðir föllum vér.  Þetta er nú orðið öfugmæli.  Sundrung hefur reyndar  verið endurnefnd og kallast núna "aðhald" sem sagt er afar nauðsynlegt fyrir lýðræðið. Æðsta og besta skipulag lýðræðis er að hafa stjórn og stjórnarandstöðu.  Eins og "gamla sundrungin", krefst "aðhaldið" þess að stjórnarandstaðan sé ávalt ósammála öllu því sem stjórnin hefur að segja. Þess vegna segja pólitíkusar og flestir trúa því; Sundraðir stöndum vér, sameinaðir föllum vér.

Þá er þjóðin líka svo heilaþveginn að hún kannast varla lengur við orðið samvinna. Það orð er orðið algerlega úrelt.  Í staðinn notar hún ætíð orðið samkeppni og hnýtir aftan í það orð til vonar og vara, setningunni; "til að forða fákeppni" . Fákeppni er mesti bölvaldur sem hægt er að ímynda sér, nema þegar hún er sköpuð í krafti samkeppni að sjálfsögðu.

Fundinum verður auðvitað aflýst ef að Icesave málið verður að mestu til lykta leitt með einarðri meirihluta samþykkt Alþingis fyrir Sunnudagsmorgunn og/eða Bretar og Hollendingar fá endanlega nóg af vitleysunni í okkur og samþykkja samninginn með öllum sínum fyrirvörum og bókhaldsrugli.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Myndirnar eru frábærar og segja svo mikið.... þessi dásamlega þjóð með svikara við stjórnvölinn.

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 14.10.2009 kl. 09:13

2 Smámynd: Arnar

.. og/eða Bretar og Hollendingar fá endanlega nóg af vitleysunni í okkur..

Ef þeir eru ekki komnir með nóg, þá aukum við bara á vitleysuna með því að halda bænafundi!   Kannski ef þeir halda að við séum nógu vitlaus þjóð þá láta þeir málið niður falla? 

Ekki að við séum í þessum vanda af því að við erum vitlaus..

PS: Bænir virka ekki.  Væri nær að bjóða upp á heit kakó.. myndi örugglega laða fleirri að.

Arnar, 14.10.2009 kl. 10:08

3 Smámynd: Kristinn Theódórsson

Hefur þessi tímasetning, eldsnemma á sunnudegi, eitthvað með stöðu plánetnanna að gera, eða eru guðir sérlega líklegir til að hlusta á þessum óguðlega tíma?

Kristinn Theódórsson, 14.10.2009 kl. 10:20

4 identicon

Sénsinn að maður láti sjá sig snemma á sunnudegi með hjátrúarseggjum, manni myndi líða eins og villimanni hahaha

DoctorE (IP-tala skráð) 14.10.2009 kl. 12:15

5 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Sóldís; Hver svíkur hvern í spili þar sem engar eru leikreglur?

Arnar; kakó er fín hugmynd.  Annars skiptir ekki máli hvað margir mæta, það er gæðin frekar en magnið sem ræður.

Kristinn; Hmm, einmitt, máninn verður í sjöunda húsi og Júpíter í beinni línu við Mars.

DoctorE. Alveg er ég viss um að þú mætir, dulbúinn :)

Svanur Gísli Þorkelsson, 14.10.2009 kl. 15:43

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Bingó og Kakó er málið. Er ekki afstaða tunglanna right up Ur-anus í hálftómu húsi?

Jón Steinar Ragnarsson, 14.10.2009 kl. 18:06

7 identicon

Það er aldrei. Er ósammála Arnari - Bænir virka. Kakó líka. Spurning með tímasetninguna, þ.e. hversu vel hún virkar á fjöldann. Ert þú að boða til bænafundarins, eða auglýsa hann fyrir einhverja aðra?

guggap (IP-tala skráð) 15.10.2009 kl. 03:08

8 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Gugga: Hvað er að tímasetningunni? Þetta er bara spurning um hvað fólk er tilbúið að leggja á sig. Það er ekki eins og það eigi að fórna einhverju mikilvægu....bara tíma sem hvort eð er fer venjulega í einhvern óþarfa eins og svefn....

Svanur Gísli Þorkelsson, 15.10.2009 kl. 03:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband