The Long Goodbye

Atgerfisflótti af moggablogginu heldur áfram. Talsverður fjöldi af bloggurum sem blogga reglulega og taka það sem þeir skrifa alvarlega, haf tilkynnt um að þeir séu farnir eitthvert annað. Margir til Eyjunnar.is. sem er helsta flóttamanna hælið á Íslandi fyrir "eðalbloggara" sem ekki vilja samvisku sinnar vegna, skrifa á vefsvæði hvers æðsti maður heitir Davíð Oddsson. -

2650908386_c180e7d745Nú á eftir að koma í ljós hvernig þeir þrífast á bloggsvæði Eyjunnar, sem er talsvert minna sótt en blog.is og hefur að ég held miklu minni samfélagskennd. Sumir hafa ekki útilokað að snúa aftur á blog.is og ég tel að svo verði raunin, einkum ef  fólk fer að finna sig í sporum The Kinks þegar þeir komu til  Íslands forðum og sömdu lokaðir inn á hótel herbergi einhversstaðar í Reykjavík;  "I´m on an Island, and I got nowere to go".

Kveðjubloggin eru skemmtileg aflestrar og margir kveðja bloggarana eins og þeir séu að hverfa til annarrar plánetu. samt get ég alveg skilið "söknuðinn" því blog.is er á margan hátt eins og samfélag.

AbirgittaEinhverjir hafa bent á að skelegg skrif á blog.is gætu virkað sem gott mótvægi við þeimAeiðabreytingum sem Davíð kann að standa fyrir á mbl.is og að ef áður hafi verið þörf fyrir gagnrýnin skrif á blog.is þá sé nú nauðsyn. - Bloggarar á förum svara þessu að þarna spili líka inn í að mbl.is hafi tekjur af skrifum þeirra og burtséð frá þeim og almennum stuðning AÓlínavið svæðið, sé þeim ekki stætt lengur á að blogga hér.

Ég hef það fyrir víst að margir aðrir í viðbót við þá sem eru þegar farnir séu að undirbúaajenny flutning, sumir jafnvel úr röðum þeirra sem hafa verið í efstu sætum yfir fjölmennustu AKonráðbloggin.

Miðað við daglegar tölur yfir nýjar skráningar á blog.is hefur þeim ekki fækkað og eflaust verða einhverjir til að rísa upp og fylla í skarð þeirra sem farnir eru eða eru á förum.ASvanur

Ak-72PS: Þetta er auðvitað blogg um bloggara og þess vegna mjög í stíl við svo kallaðan "Sæmundarhátt" á bloggi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

að nokkru allt öðru;  Hvaða þýðing er þetta á Hrafninum? - og hver er Skuggi?

Sigurjón Pálsson (IP-tala skráð) 2.10.2009 kl. 01:14

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég sakna allra bloggvina minna sem hættir eru að blogga hérna á moggablogginu.  Ég nenni ekki að leita af þeim annarsstaðar, ég vona að þeir komi til baka.  Ég á blogg á vísir.is, en hver les það?  Ég bara spyr   

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 2.10.2009 kl. 01:29

3 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Sigurjón : Hrafin er í þýðingu Jochum Eggertssonar. Jochum var Búfræðingur og grúskari og líka þekktur undir skáldanafninu Skuggi. Jochum var barnabarn Matthíasar Jochumssonar þjóðskálds.

Jóna; Þú verður nú að kíkja á þá af og til, hvar sem þeir hafa komið sér fyrir ;)

Svanur Gísli Þorkelsson, 2.10.2009 kl. 02:01

4 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Hvað ætlar þú að gera, Svanur minn? Fara eða vera?

Lára Hanna Einarsdóttir, 2.10.2009 kl. 02:03

5 identicon

Takk Svanur, gaman að þessu, langalangafi minn, Ari, og Matthías voru nefnilega bræður.  Ég þekkti bara þýðingu Einars Ben. þetta er þá gömul upptaka væntanlega.

Sigurjón Pálsson (IP-tala skráð) 2.10.2009 kl. 05:48

6 identicon

Á hverju byggirðu þetta með samfélagskenndina? Svo voru það víst Kinks sem voru á eyju.

Solveig (IP-tala skráð) 2.10.2009 kl. 07:27

7 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Jochum gerði merka galdraskruddu, sem er ómetanleg heimild um fornar rúnir og galdrastafi. Ég á þessa handskrifuðu bók.

Jón Steinar Ragnarsson, 2.10.2009 kl. 08:57

8 identicon

Jón Steinar, Handskrifuð? - hefur hún ekki verið gefin út?

Sigurjón Pálsson (IP-tala skráð) 2.10.2009 kl. 09:01

9 identicon

Svanur Gísli; mér sýnist í Íslendingabók, að Eggert faðir Jochums (Magnúsar) hafi verið bróðir Matthíasar, og þar með afa míns, og því bróðursonur þjóðskáldsins en ekki sonarsonur.

Sigurjón Pálsson (IP-tala skráð) 2.10.2009 kl. 09:15

10 identicon

Ja, sér er nú hver atgerfisflóttinn! Ad sjálfsögdu er alltaf gott ad menn skiptist á skodunum, en margir eru their sem hvorki kunna ad staf eda koma frá sér saemilega ordudu máli. Eigi ad sídur lýsa their thví fjálglega yfir ad their hverfi nú af Moggablogginu. Söknudur lesenda verdur skelfilegur - ad theirra eigin dómi!

S.H. (IP-tala skráð) 2.10.2009 kl. 11:37

11 identicon

Ég fagna þessari "vinstri-halla" lagfæringu á bloggi mbl.is

 LS.

LS (IP-tala skráð) 2.10.2009 kl. 12:06

12 Smámynd: Baldur Hermannsson

Fari þeir sem fara vilja, komi þeir sem koma vilja. Óskaplega halda þessir menn að þeir séu merkilegir.

Baldur Hermannsson, 2.10.2009 kl. 12:23

13 Smámynd: Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir

Maður kemur í manns stað og þannig verður það á Moggablogginu.  Ég nenni ekki að lesa önnur blogg en hér, þetta liggur vel við lestri þegar ég renni yfir fréttir dagsins.

Góðan dag annars Svanur turbo bloggari 

Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir, 2.10.2009 kl. 12:26

14 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Jú, Sigurjón hún var gefin út í 200 eintökum, svona neðanjarðar. Fjölrituð bók, en handskrifuð.  Ég á að sjálfsögðu ekki frumritið.  Enn ætti að vera hægt að finna einhver afrit af þessu hjá Braga í Bókavörðunni, án þess að ég sé alveg viss.

Jón Steinar Ragnarsson, 2.10.2009 kl. 14:14

15 Smámynd: Flosi Kristjánsson

Hvað er það kallað þegar fólk hefur hátt og hamast til þess að draga athyglina frá einhverju sem má ekki tala um eða sjá? Það er ábyggilega til gott orð yfir það, rétt eins og orðið Þórðargleði, sem mér skilst að sé notað yfir það að gleðjast yfir óförum annarra.

Þú segir [sem ekki vilja samvisku sinnar vegna, skrifa á vefsvæði hvers æðsti maður heitir Davíð Oddsson] - og ert þá væntanlega tala um fólkið sem átti sína flokksfélaga sem fulltrúa í ráðuneyti Geirs Haarde, og horfðu jafn aðgerðalausir og téður Geir á "spjátrungshana á sýndarhaug" keyra hagkerfið fyrir björg.

Orðatiltækið "spjátrungshanar á sýndarhaug" notaði ég í færslu fyrir ári og vitnaði þar í ágætan mann, sem nú er fallinn frá:

     http://flosi.blog.is/blog/flosi/entry/691783/

Flosi Kristjánsson, 2.10.2009 kl. 14:17

16 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég sé að þú ert þá búinn að missa alla efstu bloggvini þína.

Ég skil raunar ekki hvað fólki gengur til. Það gæti lýst óbeit sinni á Davíð betur og stöðugar, ef þau hefðu staldrað við.  Bloggið hefur ekkert með ritstjórnarstefnu Mbl að gera.  Þetta er opinn vettvangur. Það eina sem ég gæti séð að ritstjórnin gerði er að hampa ákveðnum bloggurum á forsíðu, á kostnað annarra, sem þeim líkar miður. Þetta fólk er því eingöngu að hjálpa við slíka hreinsun, ef það er tilfellið.

Jón Steinar Ragnarsson, 2.10.2009 kl. 14:20

17 Smámynd: Baldur Hermannsson

Helvíti ert þú alltaf góður, Flosi. Maður að mínu skapi. Hlustar ekki á neitt bölvað væl.

Baldur Hermannsson, 2.10.2009 kl. 14:20

18 identicon

Alveg hrikalega fyndið hvað þessir bloggarar sem eru farnir halda þeir séu hrikalega vinsælir og skapi mogganum hundruði þúsunda ef ekki milljónir á mánuði hverjum með vinsældum sínum!! Þau halda að eggið komi á undan hænunni, ætli það sé ekki frekar öfugt, fólk álpast inná blogg þeirra útfrá vef moggans og vinsældum hans endda mbl.is búinn að vera jafnvinsælasti vefur landsins síðustu árin, ég segji, hvar var þetta fólk áður en það byrjaði að blogga á bloggsvæði moggans og hvernig voru vinsældir þeirra þá? (svar: engar)

Simmi G (IP-tala skráð) 2.10.2009 kl. 14:57

19 Smámynd: Baldur Hermannsson

Simmi G, þetta er svo rétt hjá þér, svo innilega rétt.

Baldur Hermannsson, 2.10.2009 kl. 15:00

20 Smámynd: Finnur Bárðarson

Moggablogið er besti staðurinn til að blogga á. Einfalt í notkun, og gott yfirlit yfir blogg og bloggara. Viðmótið á blogginu á Eyjunni er eitthvað fráhrindandi þrátt fyrir ágætis penna.

Finnur Bárðarson, 2.10.2009 kl. 17:09

21 identicon

Hér er svo þægilegt að vera ...skítt með prinsippinn.

Nett hnotskurn....

Gaman að ykkur.

Arnar Helgi (IP-tala skráð) 2.10.2009 kl. 17:45

22 Smámynd: Baldur Hermannsson

Arnar Helgi, ég veit nú ekki hvað segja skal um prinsipp manna sem hafna Davíð en faðma Jón Ásgeir og lesa snepilinn hans upp til agna á hverjum morgni.

Baldur Hermannsson, 2.10.2009 kl. 17:48

23 Smámynd: Hörður Þórðarson

Fari þeir vel...

Hörður Þórðarson, 2.10.2009 kl. 18:52

24 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Ég á rúnabókina hans Skugga, reyndar ekki frumritið, en greinilega eitt af þessum 200.

Nenni svo ekki að færa mig af Moggablogginu sem stendur, enda ekki slíkur ástríðubloggari að ég segi ekki bara eins og kallinn forðum um grjónagrautinn. "Það vil ég helst og því er ég vanastur". 

(Tek undir orð Finns hér að ofan).

Sé þó vissulega eftir mörgum sem nú eru að færa sig úr "samfélaginu".

(Það er ekki eins og mér hafi ekki verið boðið að gera það líka...)

Hildur Helga Sigurðardóttir, 2.10.2009 kl. 18:59

25 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Hverjir hafa kvatt Moggabloggið? Ég hef alltaf skilið það svo að þegar fólk lokar blogginu sínu hér, þá þurrkist fortíðin jafnframt út rétt eins og viðkomandi hafi aldrei verið til.

En, Svanur, mér sýnist að þeir sómabloggarar, sem þú vitnaðir sérstaklega til, séu hérna enn, og að auki ofarlega á bloggvinalistanum þínum. Er þetta svona Mark Twain dæmi...??

Kolbrún Hilmars, 2.10.2009 kl. 19:05

26 identicon

Já þú ert góður. Miðað að við helvítið hann Davíð Oddson.  Skal svo hver og einn vinna út frá því.

Seint verð ég sökuð um íhaldsmennsku. Enn seinna um forheimsku. Þeim mun ver reynast heimskra manna ráð sem fleiri koma saman.

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 2.10.2009 kl. 21:22

27 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Sælt veri fólkið og þakka allar athugasemdir.

Fyrst í sambandi við Skugga , þér er það auðvitað hárrétt að Jochum Eggertsson var bróðursonur þjóðskáldsins. Hann las þessa þýðingu sína á Hrafni Edgars fyrir RUV fyrirmargt löngu og ég fékk þessa hljóðskrá frá ættingja hans sem reyndar vinnur hjá blog.is. og getiði nú :)

Um galdraskræðuna sem Skuggi birti í heftinu Jólagjöfinni, öðrum eða þriðja árgangi, er það að segja, að handritið sem Bragi fjölritaði og seldi einhver afrit af, er eftir því sem ég best veit varðveitt að landsbókasafninu.

Fyrrverandi allsherjargoði Jörmundur Ingi Hansen kvaðst eitthvað hafa komið að því máli á sínum tíma. Galdrastafina eða "lyklana" eins og Gunnar Dal kallar þá eru rúmlega 130 hvítagaldurs-stafir en Jochum kvaðst einnig eiga svartagaldursskræðu sem hann ætlaði að birta seinna . Hún leit aldrei dagsins ljós á prenti og fannst ekki í eigum hans.

Svanur Gísli Þorkelsson, 2.10.2009 kl. 22:11

28 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Lára Hanna; Ég verð á moggablogginu enn um sinn eða eins lengi og ég nenni.

Sólveig: Ég byggi "samfélagskenndina" á þeirri tilfinningu sem ég hef fyrir samskiptum bloggaranna sín á milli á blogginu. ÞAð er nú allt og sumt.

SH.ÞAð eru nú ansi margir sem tjáð hafa eftirsjá sína af þeim sem farið hafa. Lestu bara það sem fólk skrifar á kveðjubloggunum.

LS. Já, þú segir það..of mikil vinstri slagsíða :)

Baldur og Simmi; Það eru ekki bloggararnir sem halda fram að þeir séu ómissandi eða merkilegri en lesendur þeirra gera það greinilega.

Finnur og Hildur Helga: Þessu er ég sammála.

Arnar; Ég get ekki láð nokkrum manni það vilji hann ekki blogga á blog.is - Jafnvel þótt bloggsvæðið sé það vinsælasta og að margra mati besta. - Fólkið sem er að fara eða er farið verður að fá að meta þetta í friði fyrir sig.

Hörður; Einmitt,  full ástæða til að óska þeim velfarnaðar.

Snjólaug. Það er víst komið kvöld svo ég býð þér bara gott kvöld í staðinn.

Jón Steinar. Þetta með efst bloggvinina þá er þetta rétt hjá þér og é hef verið að skirrast við að uppfæra þetta hjá mér :(

Flosi; Ég átta mig ekki á hvað það er sem ekki má ræða um eða sjá???

Kolbrún; Lestu fyrirsögnina á pistlinum. Hún rímar alveg við það sem þú ert að segja :)

Hallgerður: 'Eg áttaði mig bara ekki á athugasemd þinni. Þú mátt alveg skýra hana fyrir mér við tækifæri

Svanur Gísli Þorkelsson, 2.10.2009 kl. 22:34

29 Smámynd: Jens Guð

  Það hefur aldrei - mér vitanlega - verið staðfest að Ray Davies hafi samið "I´m on the island" á Íslandi eða í kjölfar hljómleika The Kinks á Íslandi í vetrarbyrjun 1965(september).  Stór plata með þessu lagi kom út skömmu síðar (nóvember).  Miðað við hvað útgáfuferli stórrar plötur var seinvirkt 1965 er ólíklegt að sagan sé sönn en þó fræðilegur möguleiki.  Hinsvegar veit ég ekki til að Ray hafi tengt umrætt lag við Ísland.  Þó hefur hann verið duglegur að fjalla um tilurð sinna laga.

  Umrætt lag varð hvergi vinsælt utan Íslands. 

Jens Guð, 3.10.2009 kl. 23:44

30 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Sæll Jens. Ég hef Dr. Gunna fyrir þessu. Hann segir frá þessu svona í rokksögunni sinni á Grapevine. Best að spyrja hann hvað hann hefur fyrir sér í þessu.

Svanur Gísli Þorkelsson, 4.10.2009 kl. 00:03

31 Smámynd: Jens Guð

  Að óreyndu ætla ég að hann sé að vitna í þjóðsöguna.  Vissulega væri gaman að Ray hafi samið þetta lag á Íslandi eða í kjölfar skrautlegrar heimsóknar The Kinks til Íslands.  Ég ætla að kanna þetta betur og skal glaður draga til baka efasemdir um þetta.  Ég þekki fólk sem fór á "Storyteller" hljómleika Rays hér fyrir nokkrum árum.  Þar var ég ekki en frétti að hann hafi spilað þetta lag þar og grínast með að lagið hafi hvergi orðið vinsælt nema á Íslandi en ekki upplýst frekar um tilurð lagsins.

  Hinsvegar kom Robert Plant því á hreint á blóti okkar í Ásatrúarfélaginu fyrir nokkrum árum að "Immigrant song" með Led Zeppelin fjallaði um Ísland.  Áður var það þjóðsaga í Skotlandi að lagið fjallaði um Skotland - þrátt fyrir að í textanum sé fjallað um land of "the ice and snow",  miðnætursól og fleira. 

  Til gamans má geta að Robert Plant er óformlegur félagi í íslenska Ásatrúarfélaginu.  Einungis íslenskir ríkisborgarar geta formlega verið félagar í því.  En Robert óskaði eftir að fá að vera óformlegur félagi og því var vel tekið.  Jafnframt bauð hann öllum félögum í Ásatrúarfélaginu að vera boðsgestir sínir á hljómleikum hans í Laugardalshöllinni.  Mig minnir að á þriðja hundrað hafi þegið boðið (margir fréttu ekki af boðinu fyrr en að afstöðnum hljómleikum hans). 

Jens Guð, 4.10.2009 kl. 00:27

32 identicon

Alltaf ágætur Svanur: Hvað þessa bloggara snertir sem flúið hafa, er ein spurning/hugleiðing.

Af hverju hafa þeir ekki lokað sínu bloggi fyrir fullt og allt ? Voru þau ekki viss um sína ákvörðun og vildu því halda í gamla bloggið til von og vara, svona til að geyma raitingið til haga ?

Held að það sýni hversu miklir hræsnarar þeir eru, því miður. Þó svo að ágætir bloggarar og vinsælir séu þar á meðal.

Það er reyndar einn sem commentar hér hjá þér í dag/gær sem alveg mætti hverfa mín vegna. Hef aldrei skilið það raitng sem hann fær.

Sá kennir sig við himnaföðurinn, en hefur því miður frá afskaplega óforvitnilegum hlutum að segja svona yfirleitt.

En það er bara mitt álit.

John Doe (IP-tala skráð) 4.10.2009 kl. 01:50

33 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Takk fyrir þetta Mr. Doe. Já,  titillinn á pistlinum er nú einmitt smá baun á að fólk tekur sér sumt langan tíma til klára málin hér á blog.is

Svanur Gísli Þorkelsson, 4.10.2009 kl. 02:18

34 identicon

Er bloggið verr mannað þegar "hard core" vinstri bloggarar yfirgefa svæðið í bullandi fýlu ??

Ég vil meina að svo sé ekki. Jafnvel þótt sumir hverjir hafi verið ágætis pennar.

runar (IP-tala skráð) 4.10.2009 kl. 16:12

35 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Þú mátt bæta mér á listann Svanur minn, ég er kominn á Eyjuna!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 5.10.2009 kl. 11:16

36 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Rúnar; Mér finnst eftirsjá af þeim öllum.

Guðsteinn; Já ég sá þetta í morgunn. Gangi þér vel á eyjunni :)

Svanur Gísli Þorkelsson, 5.10.2009 kl. 11:22

37 Smámynd: Baldur Hermannsson

Guðsteinn, þú ert góður drengur og vonandi kemurðu einhvern tíma aftur, en það er landhreinsun að mörgum þeim sem burt hafa rigsað bölvandisk og snýtandisk.

Baldur Hermannsson, 5.10.2009 kl. 12:06

38 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Svanur - kærar þakkir.

Ég er ekkert alfarinn Baldur ... alls ekki.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 5.10.2009 kl. 12:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband