Bankar halda þjóðinni í gíslingu

Jim Culleton talar um að Íslendingar séu að endurheimta land sitt. Endurheimta það frá hverjum? Hverjir tóku landið í gíslingu? Því er auðsvarað, það gerðu bankarnir, stjórnendur þeirra. En það er fátt sem bendir til að almenningur og stjórn landsins hafi eða sé að losna undan ánauð þeirra.

celebration400Skjaldborgin sem lofað var fyrir meimili landsins hefur aldrei risið. Þða eina sem gert hefur verið er að það hefur verið lengt í hengingarólinni. Engar afskriftir fyrir einstaklinga eða heimili, heldur aðeins banka og skúffufyrirtæki þeirra.

Bankarnir eru hinir nýju þrælaherrar. Þorri almennings er hnepptur í skuldaklafa þeirra og á líf sitt og viðurværi undir þeim. Þegar að þeir riðuðu til falls fyrir ári síðan,  hrópuðu bankamenn á hjálp. Þeir beittu ríkisstjórn og almenning fjárkúgun og sögðu að ef þeim yrði ekki hjálpað með því að fylla geymslur þeirra aftur af peningunum, mundi allt kerfið hrynja. Og núna þegar þeir eru búnir að fá allt sem til var, beita þeir aftur fjárkúgunum. Þeir hrópa; látið okkur vera, við högum okkur eins og okkur sýnist og ef þið gerið það ekki mun þessi kreppa vara miklu lengur.

Þess vegna hafa engar nýjar reglur verið settar um starfsemi banka. Engin ný stefna um markmið þeirra hefur litið dagsins ljós. Öfgar nýfrjálshyggjunnar sem flestum var ljóst að leiddi til fallsins, ráða enn lögum og lofum innan bankakerfisins og þess vegna munu aðgerðir sem eiga að koma heimilum landsins til hjálpar og stýrt er gegnum bankakerfið, aldrei skila sér. Þeir eru þrælaherrar nútímans sem hefur verið gefinn sá réttur að eiga allt sem þú getur mögulega framleitt og þar með þig.


mbl.is Íslendingar endurheimta landið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Og svo er sama pakkið ennþá að vinna í bönkunum?

Ég neita að borga fyrir þetta óréttlæti!

Hvar er byltingin núna??

Svavar Friðriksson (IP-tala skráð) 16.9.2009 kl. 13:50

2 Smámynd: Dante

Svavar spyr  hvar byltingin sé. Því er fljótsvarað.

Byltingin liggur á meltunni eftir að hafa étið börnin sín.

þar er byltingin, því miður .

Dante, 16.9.2009 kl. 15:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband