Hið dularfulla sjórán á Arctic Sea

alg_cargo-ship_arctic-seaÍ júlí mánuði sigldi skipið Arctic Sea frá Finnlandi með rússneska áhöfn innanborðs. Förinni var heitið til Alsír og um borð var samkvæmt farmskjölum; timbur talið ca. tveggja milljóna dala virði.  Nokkrum dögum síðar var tilkynnt um hvarf skipsins og síðan að skipinu hefði verið rænt af sjóræningjum. Ef rétt reynist er þetta fyrsta sjóránið á þessum slóðum í nokkur hundruð ár.

 Mjög fljótlega varð ljóst að ekki var allt sem sýndist. Upp spruttu sögur um að skipið hefði einhvern allt annan farm en farmskjölin segðu til um.

Það sem gerst hefur síðan er að skip úr rússneska flotanum hafa fundið Arctic Sea og mennirnir sem komu um borð í skipið þann 24. júlí hafa verið ákærðir fyrir mannrán og sjórán. Skipsstjórinn og  áhöfnin eru einnig enn í haldi og hver sem farmurinn var, hefur hann verið kyrrsettur.

119051-russia-charges-eight-with-arctic-sea-hijacking-410x230Við fyrstu leit fannst ekkert óvenjulegt í lestum skipsins og nú hafa rússnesk yfirvöld gefið út yfirlýsingu sem sjálfsagt verður að duga sem endanleg skýring á því sem gerðist. Þetta var tilraun til sjóráns sem rússneski sjóherinn kom í veg fyrir án þess að skoti væri hleypt af.

Ýmis smáatriði sem virka ruglandi eru látin óskýrð og þess vegna grunar marga að sannleikurinn sé öllu vafasamari. Bent hefur verið á þann möguleika að Arctic Sea hafi verið að flytja vopn til mið-austurlanda og skipið hafi verið stöðvað af Ísraelsmönnum.

Sá sem er hvað fróðastur um málið er án efa sérfræðingur ESB um sjórán; Tarmo Kouts aðmíráll frá Eistlandi . Hann segir að ef farmurinn hafi verið flugskeyti geti það skýrt furðulega hegðun Rússa þennan mánuð sem atburðirnir áttu sér stað.

article-0-061D600A000005DC-187_468x344Kouts segir að lang-líklegast sé að Ísraelsmenn hafi stöðvað skipið. Þeirri útgáfu hafa rússnesk yfirvöld mótmælt kröftuglega og fulltrúi Rússa hjá NATO, Dmitri Rogozin hefur sagt að Kouts eigi að "hætta þessari munnræpu".

Útgáfan frá Moskvu er svona; Arctic Sea, mannað rússneskri áhöfn, sigldi frá Finnlandi þann 22. júlí undir maltneskum fána á leið til Alsír. Um borð var timbur sem var tveggja milljóna dollara virði. 24. júlí réðust átta fyrrum rússneskir mannræningjar um borð.

Tækið sem gaf til kynna staðsetningu skipsins var tekið úr sambandi í enda mánaðarins þegar að skipið sigldi út úr Ermasundi út á Atlantshaf og hvarf svo eftir það. 12. ágúst sendi rússneski sjóherinn skip á vettvang til að leita að Arctic Sea. Viku seinna lýstu Rússar því yfir að skipinu og áhöfninni hefði verið bjargað.

arctic-sea_1466102cEn eftir því sem fleiri smáatriði málsins komu í ljós, varð sagan æ gruggugri og skýringar Rússa hjálpa lítið til að skýra hana.

Til dæmis er spurt; af hverju réðust ræningjarnir á Arctic Sea sem sigldi með mjög ódýran farm, þegar fullt var af skipum  á sömu slóðum með miklu verðmætari farm? Hvers vegna sendi skipið ekki út hjálparkall þegar á það var ráðist?

Hvað var forseti Ísraels Shimon Peres að gera í skyndiheimsókn til Rússlands daginn eftir að skipinu var bjargað?

 Hversvegna beið Rússland svona lengi með að senda skip á vettvang til að finna skipið?

 Og hvað meinti Dmitri Bartenev, bróðir eins hinna meintu sjóræningja þegar hann sagði í viðtali við eistneska sjónvarpið þann 24. ágúst að bróðir sinn og félagar hans hefðu verið "veiddir í gildru." "...þeir fóru til að finna vinnu og nú eru þeir peð í einhverjum pólitískum leik"?

btre57k1eyt00btre57k1eyt00i50878800Svo eru það spurningarnar í tengslum við björgun Arctic Sea. Skipanir komu frá Kremlin, Anatoly Serdyukov varnarmálráðherra um að floti sem m.a. samanstóð af kafbátum og tundurspillum tæki þátt í aðgerðinni ásamt fleiri skipum. Til hvers þessir miklu yfirburðir gegn átta mönnum?

Það tók fimm daga að finna skipið þótt utanríkisráðuneytið bæri það seinna til baka og sagði að rússnesk stjórnvöld hefðu alltaf vitað hvar skipið væri.

Til að fljúga áhöfninni og ræningjunum til Moskvu, alls 19 manns, voru sendar tvær risastórar hergagna-flutningsvélar.

Og þegar komið var til Moskvu var áhöfnin sett í einangrun eins og sjóræningjarnir. Hvorugir máttu tala við fjölskyldur sínar hvað þá fjölmiðla.

"Af þeim staðreyndum sem liggja fyrir,  án getgáta, er ljóst að þetta var ekki sjórán" segir Mikhail Voitenko, ritstjóri rússneska sjávarmála ritsins Sovfrakht, sem hefur fylgst með og skýrt frá óvenjulegum atburðum sem gerast til sjós, í tugi ára. "Það er ekki hægt að fela skip í margar  vikur nema með aðstoð ríkisstjórna."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Mossad. En ekki hvað? Það hangir eitthvað dularfullt á spýtunni þarna. Frá bær grein.

Jón Steinar Ragnarsson, 4.9.2009 kl. 05:39

2 Smámynd: Heimir Tómasson

Mjög góður pistill.

Heimir Tómasson, 4.9.2009 kl. 16:05

3 Smámynd: Eygló

Þetta hljómar "betur" en nokkur kaldastríðsspennumynd.

Eygló, 4.9.2009 kl. 23:01

4 identicon

Rússar eru að reyna að útvega peninga fyrir láni til íslendinga.

Ingó (IP-tala skráð) 5.9.2009 kl. 18:38

5 Smámynd: Eygló

Ingó, þarna komstu með það : )

Eygló, 6.9.2009 kl. 00:08

6 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Ingó sér í gegnum þetta eins og skot :) Efni í næstu 007

Svanur Gísli Þorkelsson, 6.9.2009 kl. 00:35

7 identicon

Enn eitt dæmið um það hvernig sagan sem er sögð er ekki endilega sagan sem gerðist. Ekki skrítið þótt við séum firrt. Hversu mikið af fortíð okkar og sögu skiljum við í raun, ef þetta er skrumskælingin af því sem framtíðin mun lesa um fortíð sína sbr. allt bullið um 911 og aðra "merkilega" atburði sem skapa söguna.

gp (IP-tala skráð) 6.9.2009 kl. 09:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband