Bla bla bla - Hið nýja Ísland - bla bla bla - Allt upp á borðum - bla bla bla

AnxietyBox-01Það verður stöðugt erfiðara fyrir almenning að bera virðingu fyrir fólkinu sem vermir sæti löggjafarsamkundu þjóðarinnar. Hið nýja Ísland sem það lofaði kjósendum fyrir kosningar, er eftir sem áður, gamla "góða" landið þar sem flest er með sama hætti og áður.

Meðhöndlun þeirra á Icesave málinu og ES aðildarumsókninni sýna svo ekki er hægt um að villast, að hrossakaup, eigin hagsmunahyggja og flokkspólitík ræður afstöðu þessa fólks,rétt eins og áður og  miklu fremur en þjóðarheill.

Jafnvel þeir sem ætluðu að vera sérstakir málsvarar hins "nýja Íslands" á alþingi, kjósa þvert um hug sinn og gera nú tilraun til að stíga hér sín fyrstu spor í alvöru pólitískum hrossakaupum.

Enn og aftur er þjóðin sett í þvingu flokkspólitíkurinnar sem algjörlega er ófær um að leiða hugann út fyrir kassann sinn.

Mér finnst í sjálfu sér ekki skipta máli hvort fólk er með eða á móti umsókn í ES, eða með eða á móti ríkisábyrgð á Icesave. Það sem skiptir máli er að umfjöllun um þessi mál séu byggð á skynsemi, réttum upplýsingum og með þjóðarheill að leiðarljósi. - Yfirgangur meirihlutans og sá hroki sem hann og ríkistjórnin hafa sýnt, segja aðeins eitt; við höfum meirihlutann, það skiptir engu hvað þið hin segið, svona verður þetta. 

Þras minni hlutans um tæknilega útfærslu og flokkspólitísk pissukeppni í stað málefnalegrar umræðu um ES, sýndi að hann hefur lítið sem ekkert fram að færa og réttlætir þannig með málefnafátækt sinni, að hluta til,  hrokafulla framkomu meirihlutans.

Nú liggur það fyrir að ekki er hægt að vita hvort Ísland á eitthvað erindi í ES nema að sótt sé um aðild. Umsóknin er því ekki raunveruleg umsókn, heldur aðeins könnun á því hvað sé í boði. Það er því ótrúlegt að sjá fólk skipa sér í pólitískar fylkingar á forsendum þess sem það ekki veit, í stað þess sem það veit. 

Að ekki skuli liggja fyrir óyggjandi lögfræðilegt mat á því hvort íslenska ríkinu beri yfirleitt að greiða Icesave skuldirnar, er vitaskuld fáránlegt. Eins og staðan er í dag er gengið út frá því sem vísu að loforð íslenskra stjórnmálamanna og pótintáta þeirra við kollega þeirra í Bretlandi og Hollandi, skuli standa. Það er í sjálfu sér virðingarverð afstaða að "orð skulu standa". En ef það þýðir langvarandi efnahagsörðugleika heillar þjóðar, er ástæða til að kanna málin frekar, ekki satt?

- Nei, pólitík er hlaupin í málið, meira segja margslungin og það sanna og það rétta, skiptir þess vegna ekki lengur máli.-


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Sæll Svanur,

Lýsi fullkominni "meðvirkni" í reiði þinni og andúð sem kemur fram í þessum fína pistli.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 16.7.2009 kl. 21:01

2 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Ég held að ég sé meðvirk eins og Jenný.

Ertu enn á landinu?

Lára Hanna Einarsdóttir, 16.7.2009 kl. 21:43

3 identicon

Þegar ríkisstjórn er meðvirk, með aðgerðarleysi, þegar þjófar nota efnahagsbrest og vanþekkingu stjórnmálamanna og klíku til að skapa hér þjófabæli í formi BANKA sem þvo svartar rúblur og aðra valutu fyrir rússa , þá er kominn tími fyrir heiðarlegt fólk að pakka saman.Stjórnmál á Íslandi er lágkúru skítur og mannskemmandi, enda hef ég forðast þetta fólk eins og heitann eldinn.

Íslenska samfélagið er litið hornauga í dag og opinberlega viðurkennt þjófabæli.

Það verða harðar kröfur settar á íslendinga af hálfu ESB, ef landinn sækir um aðild og ekkert gefið eftir. 

V. Jóhannsson (IP-tala skráð) 16.7.2009 kl. 21:58

4 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

V. Jóhannsson kemur að kjarna málsins.

"Það verða harðar kröfur settar á íslendinga af hálfu ESB, ef landinn sækir um aðild og ekkert gefið eftir."

Þessi staðreynd er ma ástæða fyrir því að ég tel innganga í ESB eina von Íslendinga til að halda "tækifærissinnunum og vinavæðurum" innan íslenskra stjórnmála á mottunni, venjulegum Íslendingum til hagsbóta og sæmilegs nætursvefns. 

Jenný Stefanía Jensdóttir, 16.7.2009 kl. 22:15

5 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Takk fyrir þetta Jenný, Lára Hanna og Jóhann.

Smæð Þjóðarinnar gefur okkur ýmiss tækifæri sem væru óhugsandi í stærri löndum. En um leið og eitthvað fer úrskeiðis, kemur það fljótar og harðar á okkur en flestum öðrum þjóðum. Hér er miklu meiri hætta á krosstengslum og persónuleg fyrirgreiðslupólitík hefur verið hér landlæg til langs tíma. - Flokkshollusta hefur verið ríkulega verðlaunuð af valdhöfum landsins og á öllum spýtum hangir afkoma og lífviðurværi fjölda fólks, almennings. - Er nokkur furða þótt svoheiðarlegt og oft málsmetandi fólk finni sig samduna þessu skipulagi og/eða ómegnugt til að breyta nokkru. 

Í Bretlandi til dæmis er nýbúið að gera fjölda þingmanna uppvísa að sjálftöku í tengslum við þingmannsjóðinn og spilling þar er ekkert minni en hér, en hlutfallslega nær hún til færri aðila en hér á landi. -

Þetta ásamt öðrum þáttum gera orð Jóhanns að miklu leiti sönn, því miður.

Svanur Gísli Þorkelsson, 16.7.2009 kl. 23:44

6 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Umsóknin er því ekki raunveruleg umsókn, heldur aðeins könnun á því hvað sé í boði. Það er því ótrúlegt að sjá fólk skipa sér í pólitískar fylkingar á forsendum þess sem það ekki veit, í stað þess sem það veit.

heyr heyr Svanur.. 

Óskar Þorkelsson, 17.7.2009 kl. 00:02

7 identicon

Helmingur þjóðarinnar/þingmanna vill ekki ganga í ESB, óháð því hvað er í boði og hvað það kostar. Hluti hins helmingsins ganga í ESB sama hvað það kostar og hluti hans vill kanna hvað er í boði og/eða hvað það kostar. Hvernig væri að ganga úr skugga um áður en sótt er um aðild þ.e. "kannað hvað er í boði" eins og það sé eitthvað leyndarmál. Það er ljóst. Það sem er ekki ljóst er hvað það mun kosta okkur þegar "hrossakaupin" hafa verið gerið í samningaviðræðunum. Ég er á móti ESB aðild og vil ekki að það verði sótt um aðild. Ég taldi að helmingur þingmanna væri það líka, en sumir þeirra kusu að kjósa aðildarviðræður. Mér finnst það furðu sæta. Ef helmingur þjóðarinnar vill ekki aðild að ESB, þá er engin þörf á umsókn. Um það átti að kjósa. Þingmenn VG sviku kjósendur sína í dag á þinginu, það er ljóst. Og vont fyrir nýtt og gamalt Ísland. Þess vegna skiptir öllu máli hvort þingmenn eða fólk er á móti ESB aðild Íslands eða ekki. Um það snýst ESB málið. Ekki hvort málefnalega er fjallað um það eða ekki.

guggap (IP-tala skráð) 17.7.2009 kl. 01:12

8 Smámynd: Óskar Þorkelsson

guggap opinberar heimsku sína.. auðvitað eru aðildarviðræður þær sem samþykktar voru á alþingi það sem þú ert að kalla eftir.. öðru vísi fæst ekki úr því skorið hvort þetta sé fyrir íslendinga eða ekki... skiluru ?

Óskar Þorkelsson, 17.7.2009 kl. 01:23

9 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Sæl guggap.

Það liggja engar marktækar niðurstöður fyrir um það hversu mikill meirihluti þingfólks er fylgjandi aðildarumsókn. Pólitíski skotgrafarhernaðurinn sá til þess að margir úr þingflokki sjálfstæðisfólks kaus á móti og eins a.m.k. sem vitað er að er fylgjandi umsókn sat hjá. - Einmitt það hversu mikil flokkspólitíkin er, gefur villandi mynd af málinu, og reyndar öllum málflutningi þingfólks. Borgarhreyfingin sem reiknað var með að mundi vilja gefa almenningi kost á að velja eða hafna ES í þjóðaratkvæðagreiðslu, kaus að hafna umsókninni í von um að gera hrossakaup um Icesave og svona mætti halda áfram að telja.

Svo verður þú að átta þig á því að það er vissulega "leyndarmál" hvað Íslandi stendur til boða í ES, og því verður ekki uppljóstrað fyrr en umsóknin verður tekin fyrir hjá ES. - sumir eins og þingflokksformaður VG segist geta sagt m hvað verði ekki í þeim samningum, og nefnir m.a. tilslakaannir varðandi fiskveiðistjórnunina. Henni virðist ekki vera kunnugt um nýlega ályktun allra sjávarútvegsmálráðherra ES landanna sem funduðu fyrir skömmu og ákváðu að leggja fyrir ES þingið að stjórnunin á fiskveiðum yrði aftur færð heim til landanna sjálfra. Það mundi t.d. breyta ansi miklu fyrir okkur Íslendinga ef það verður samþykkt.

Eins og ég segi í greininni og Óskar undirstrikar er ekki hægt að búast við að þjóðin eða alþingi geti eða eigi að taka afstöðu á grundvelli þess sem ekki er vitað, frekar en að kanna málin. Og þau verða aðeins könnuð í þessu tilfelli með aðildarumsókn.

Svanur Gísli Þorkelsson, 17.7.2009 kl. 01:38

10 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Skemmtilegur pistill sem ég er að hálfu leyti sammála. Fyrst varðandi Icesave.

Fjölmiðlarnir leggjast allir á sveif með þeim sem vilja að Íslendingar verði skuldbundnir til að borga Isesave og því hefur umræðan skekkst en við skulum hald eftirfarandi til haga: Íslendingum var með tilskipun gert að taka upp reglur sem heimiluðu Icesave. Vitnað er í minnismiðann frá því í nóvember (sem hefur ekkert lagalegt gildi) varðandi 6,7% vexti, án þess að hann sé birtur. Skv. mínum heimildum var loforðið skilyrt við það að Íslandi bæri að borga.("beri Íslandi skylda til að greiða").  Á þessum tíma voru Bretar með hnífinn á hálsi Íslendinga og hér var að verða vandræðaástand þar sem við gátum hvorki keypt lyf eða olíu.  Stjórnvöld reyndu að sýna fram á að okkur bæri að borga Icesave og keyptu til þess lögfræðiálit. Maðurinn sem fenginn var til verksins var hvorki þjóðréttarfræðingur né Evrópufræðingur. Honum tókst ekki að hrekja erlent lögfræðiálit, sem óvart lak út ekki frekar en álit allra færustu Evrópusérfræðinga hérlendis t.a.m. Dr. Elvíru, núverandi og fyrrverandi Hæstaréttardómara og allra þeirra prófessora í lögum sem hafa tjáð sig.

EB-sinnar hafa gjarnan haldið því fram að allt sé í þoku um hvað bjóðist nema sótt sé um. Þetta er ekki rétt, því Evrópusambandið er ekki nýtt. Ef Íslendingar fara þar inn verða þeir að undirgangast þá sáttmála sem þar eru s.s. Rómarsáttmálann og Lissabonsáttmálann. Þar kemur skýrt fram að  fiskveiðilögsagan verður ekki lengur til heldur verður hún hluti af fiskveiðilögsögu EB. Og ef þetta er ekki nóg til að vekja ugg hjá fólki ætti það að kynna sér framkvæmd skrifstofuveldisins í fiskveiðimálum nágrannaþjóða okkar t.d. Skota og Íra. 

EB eyðir meiru í auglýsingar en Coka Cola og nú mun upplýsingafulltrúum þeirra hérlendis fjölga.  Fjölmiðla, jafnvel ríkisfjölmiðlar, vitna oft í þessa menn sem sérfræðinga og búa til "fræðsluþætti" sem byggt er á áliti þeirra.

Sigurður Þórðarson, 17.7.2009 kl. 05:53

11 identicon

Við eigum ekki að borga fyrir útrásarvíkingana hvorki nú eða síðar.

Ein spurning, sem enginn hefur getað eða viljað svara:Afhverju er ekki búið að setja neyðarlög um upptöku eigna útrásarvíkinga (þ.á.m.) snekkjur Herragarða erlendis lúxusíbúðir á Manhattan o.fl.fl. ???????????????

Hvernig stendur á því að enginn stjórnmálamaður ýjar í áttina að þessu brýna verkefni, að setja bráðabirgðalög um það sð hægt sé að taka þessar manneskjur höndum og setja þau bakvið lás og slá.  Ef það gerist ekki fljótlega, þurfum við ekki að reikna með að við nokkru sinni getum unnið okkur inn virðingu hjá nokkrum þjóðum.  Við verum í flokki með Zimbawe, Nigeriu og Sudan og öðru þjófapakki.

Skemmtilegt umhugsunarefni finnst ykkur það ekki????????????

J.þ.A, (IP-tala skráð) 17.7.2009 kl. 08:01

12 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Eins og ESB sinnar segja nú sín á milli

TIL HAMINGJU!!

Til hamingju Ha Hvað?

Innlent - fimmtudagur, 16. júlí, 2009 - 10:29

Financial Times: Bretar og Hollendingar koma í veg fyrir ESB-aðild Íslands verði Icesave fellt

esb2.jpgSérfræðingar sem breska stórblaðið Financial Times hefur rætt við spá því að Bretar og Hollendingar muni koma í veg fyrir að Ísland fái aðild að Evrópusambandinu ef Alþingi fellir ríkisábyrgð á Icesave-samkomulaginu.

Þetta kemur fram í blaðinu í dag.

Financial Times fjallar um umræðurnar á Alþingi og í þjóðfélaginu um ESB og Icesave. Það vitnar í Svein Harald Oygard seðlabankastjóra sem segir að þjóðin geti staðið undir skuldabyrði Icesave, en segir að efasemdir séu um það meðal almennings.

Fleiri erlendir fjölmiðlar og fréttastofur fjalla um stöðu mála á Íslandi í dag, svo sem Wall Street Journal, BBC, Deutsche Welle og Reuters.

Nýlendukúgarar breytast ekkert í hvelli og þessir hafa EKKI þroskast kvint

kvepjur

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 17.7.2009 kl. 08:37

13 identicon

Það er rétt hjá þér Svanur við vitum í raun ekki hvort meirihluti þingmanna er með eða á móti aðildarumsókn, né heldur hvort meirihluti þjóðarinnar er með eða á móti, og sorglegt að við skyldum ekki fá að sjá sannleikan í þeim efnum áður en þessu var nauðgað í gegnum þingið og við neyðumst til að fara í viðræður sem við kanski alls ekki viljum fara í. Mér finnst bara að það hefði átt að fá úr því skorið fyrst áður en lagt er stað upp í þessa vegferð. Ég þarf ekkerta að vita hvaða leyndarmál eru þarna í boði, ég veit að ég vil ekki ganga í ESB, "no matter what"  og það vilja VG menn ekki heldur (með Guðfr.Lilju í broddi fylkingar sem sat hjá þrátt fyrir að vera á móti), þrátt fyrir að hafa samþykkt aðildarviðræður. Ég hefði viljað fá úr þessu skorið í þjóðaratkvæðagreiðslu. Hvers vegna að taka þátt í viðræðum sem ef til vill meirihluti þjóðarinnar vill ekki taka þátt í, sama hvað er í boði, það finnst mér heimska. En hvað veit ég .... heimsk konan!! Þeir sem eru klárir (VG) vilja fyrst vita hverju þeir ætla að neita, áður en þeir neita endanlega. Og leyfa þjóðinni að gera það líka. Fáránlegt eða hvað?

guggap (IP-tala skráð) 17.7.2009 kl. 10:29

14 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

Gott að eiga Samfylkinguna að.  Hún leiðir okkur vonandi í gegnum ógöngurnar.  Enda er meiri hluti þjóðarinnar hlynntur aðild að ESB. Til hamingju með daginn í gær. Þett var bjartur dagur.

Þórdís Bára Hannesdóttir, 17.7.2009 kl. 10:57

15 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Sæll Sigurður og takk fyrir athugasemdina.

Það er alveg ljóst að kalt mat á staðreyndum málsins hefur ekki farið fram í Icesave deilunni og það sem málflutningurinn byggist á eru fyrst og fremst pólitísk rök. Afgerandi lagaleg úttekt á stöðu Íslands hefur aldreilegið fyrir.

Reyndar má segja það sama um ESB. þú segir að Ísland veri að gangast undir alla megin sáttmála ESB og það er rétt, en nú eru t.d. blikur á lofti innan sambandsins um að fiskveiðistjórn verði færð til baka í heimalöndin. Það mundi breyta stöðu okkar stórkostlega. Hin stórmálin eru; að uppfylla kröfur um efnahag til upptöku Evru og svo landbúnaðarmálin. Kunnugir segja að það sé nokkuð skjól fyrir lífrænan landbúnað í ESB og að lítið þurfi að breyta íslenskum landbúnaði til að hann standist allar þær kröfur. Svona getum við haldið áfram að spekúlera án þess þó að fá fulla vitneskju um málið.

Svanur Gísli Þorkelsson, 17.7.2009 kl. 12:00

16 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

J.Þ.A. kemur inn á réttlætismál sem margir íslendingar bíða eftir að verði greitt úr. Reiði fólks gagnvart þeim sem notfærðu sér veikleika kerfissins út í ystu æsar og komu þannig þjóðinni á vonarvöl er skiljanlegur.

En það er eins og ekkert hræðilegra geti gerst en að maður verði hafður fyrir rangri sök í þessu máli, eða þannig haga yfirvöld sér alla vega. Þannig kemur upp í hugann að ástæðan fyrr því að þessir aðilar verða ekki sóttir til saka, sé sú að verði þeir yfirheyrðir muni koma fram þáttur stjórnmálmanna, embættismanna og eftirlitsmanna að fullu. Þá munu kross og hagsmunatengsl allra verða að fullu ljós, og hvað hver hefur þegið hvenær af hverjum. Það vilja stjórnmálamenn alls ekki að gerist.

Svanur Gísli Þorkelsson, 17.7.2009 kl. 12:08

17 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Sæll Bjarni og þakka þér þetta.

Það hefur verið lengi vitað í Bretlandi að bein tengsl séu á milli samþ. Icesave og aðildarumsóknar í ESB. Það hefur einnig verið lengi vitað að bein tengsl eru milli AGS láns og jafnvel fyrirgreiðslu annarra landa og ríkisábyrgðar á Icesave. Pólitíkin ræður hér ferðinni, ekki lagalegar eða þjóðréttarlegar forsendur. Og það er rétt hjá þér að þetta er sama pólitíkin og gerði á tímabili  tiltölulega fámenna og fátæka eyju úti fyrir meginlandi Evrópu að voldugustu þjóð veraldar.

Svanur Gísli Þorkelsson, 17.7.2009 kl. 12:23

18 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Sæl Þórdís.

Samfylkingin er stjórnmálflokkur og lýtur því sömu lögmálum og allir aðrir slíkir. Hennar markmið og tilgangur er að hlúa að sínu forystu-fólki og fylgifiskum og ef einhverjir njóta góðs af í leiðinni telur hún það sér til tekna. Og já, dagurinn í gær var bjartur, sólarinnar Sunnu vegna, en ekki þeirrar sem blaktir í fána SF :)

Svanur Gísli Þorkelsson, 17.7.2009 kl. 12:30

19 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Alveg frábær pistill SG og lýsir ástandinu nákvæmlega eins og það er.

Takk.

Jenný Anna Baldursdóttir, 17.7.2009 kl. 16:27

20 Smámynd: Hörður Valdimarsson

Það sem kemur manni mest á óvart er tímasetningin fyrir umsókninni. Og ég lít svo á að með umsókninni nú séu menn að samþykkja icesave fyrirfram. Það vita allir að bretar og hollendingar eru með hamarinn yfir okkur og neita okkur inngöngu ef við ekki samþykkjum. Ég skil ekki þessa flytir við þessa aðildarumsókn. Bæði eyðist tími og peningar fyrir engin gæði í nálægðri framtið. Það sjá allir að við uppfyllum ekki efnahagsreglur sambandsins í nánustu framtíð. Þá vil ég benda á að það er hægt að gera margt áður en menn fara í aðildarumræður. Ég vildi t.d. gjarnan fá að vita hver hagnaðurinn sé af að taka upp evru. Ég er ekki svo viss að hann sé svo stór þegar upp er staðið. Hvers vegna er viðvarandi atvinnuleysi í ESB. Út af hverju gengur þessum nýríku smáríkjum svona illa í dag í sambandinu. Út af hverju verður ESB seinasta svæðið til að koma út úr heimskreppunni. Þá er hægt að athuga ýmsa aðra hluti áður en sótt er um aðild. Kannski hefði verið hægt að spara þennan milljarð með þessari forvinnu. Langar svo bara að taka undir með þér eftirfarandi.

"Það sem skiptir máli er að umfjöllun um þessi mál séu byggð á skynsemi, réttum upplýsingum og með þjóðarheill að leiðarljósi. - Yfirgangur meirihlutans og sá hroki sem hann og ríkistjórnin hafa sýnt, segja aðeins eitt; við höfum meirihlutann, það skiptir engu hvað þið hin segið, svona verður þetta. "

Verð að segja að ég sé ekki mun á þessari ríkisstjórn og þeirri fyrr hvað hroka, leynd og valdnýðslu varðar.

Hörður Valdimarsson, 17.7.2009 kl. 17:14

21 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Sæll Svanur, fínn pistill og þú útlistar ljómandi vel vandamálið eins og það blasir við okkur almúganum hvað varðar þingfulltrúa, flokksræði og sandkassaleik á Alþingi.

En þú nefnir líka í athugasemd ályktun ESB sjávarútvegsfulltrúa um breytingar á fiskveiðistjórnun aðildarríkjanna - sem kynnu að verða okkur íslendingum hagstæðar.  

Slík fyrirbæri óttast ég mest af öllu til lengri tíma litið hvað varðar ESB aðildina, því þótt "pakkinn" verði okkur hagstæður í ár eða næsta ár, höfum við enga tryggingu fyrir því að í framtíðinni umbylti þessir höfðingar ekki öllum þeim forsendum sem gilda í dag.

Kolbrún Hilmars, 17.7.2009 kl. 17:19

22 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Það vita allir að bretar og hollendingar eru með hamarinn yfir okkur og neita okkur inngöngu ef við ekki samþykkjum.

veistu það Hörður að ég veit ekkert um þetta.. ekki þú heldur !!   Þetta eru sögusagnir sem komið er af stað af andstæðingum ESB sem vilja endilega blanda þessu tvennu saman...

Óskar Þorkelsson, 17.7.2009 kl. 17:24

23 Smámynd: Hörður Valdimarsson

Þú getur ekki neitað því að við erum algerlega undir þeirra miskunn komnir. Ég hef nú lesið þetta hérna í Danmörku sem ég bý. Fynnst verulega skrítið ef andstæðingar ESB hafi ítök hérna.

Hörður Valdimarsson, 17.7.2009 kl. 17:35

24 identicon

Óskar vitri ... þú segir: "Þetta eru sögusagnir sem komið er af stað af andstæðingum ESB..... " Svanur segir: "Það hefur lengi verið vitað í Bretlandi að bein tengsl séu milli samþ. Icesave og aðildarumsóknar í ESB." Ekki er Svanur andstæðingur ESB. Hann tekur ekki afstöðu með eða mót ESB né Icesave, bara á móti pólitík. Annað hvort eru andstæðingar ESB á Íslandi með svona góð tök í Englandi eða kanski er hamarinn bara þarn yfir okkur. Svanur alvitri virðist allavega á þeirri skoðun. Og nú eru kristilegir demókratar í Bæjaralandi á móti OKKUR og vilja okkur ekki í ESB. Það skildi þá aldrei verða að okkur yrði bara meinað um aðildarviðræður, vegna þess hversu illa ESB gengur með þær þjóðir sem þeir hafa innanborðs í dag og treysta sér ekki í þennan óaldarlýð hér norður í ballarhafi. En hvað veit ég svo sem, heimskinginn, sem ekki vill ESB inngöngu né aðildarviðræður.

guggap (IP-tala skráð) 18.7.2009 kl. 11:10

25 identicon

Svanur: Hvað er annars það "sanna og rétta" sem skiptir máli í þessu máli - sem ekki nær í gegn vegna pólitíkurinnar?

guggap (IP-tala skráð) 18.7.2009 kl. 11:14

26 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Takk fyrir þetta Jenný Anna, Kolbrún og Hörður.

Við áttum okkur á því Kolbrún að það er hægt að nota sömu rökin fyrir því hversvegna við ættum ekki að ganga í þjóðabandalög og smákonungar og landsvæðastjórar hér áður fyrr, notuðu sem rök gegn myndun þjóða og þjóðríkja. Um einhverskonar "valdaafsal" var að ræða og framtíðin væri óviss.

guggap. Ég er fyrst og fremst að benda á að finna það "sanna og rétta" ætti að vera markmið Alþingis, frekar en pólitískur ávinningur persóna, flokka og fylgifiska þeirra.

Svanur Gísli Þorkelsson, 19.7.2009 kl. 00:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband