Brogaðar leikreglur alþingis koma í veg fyrir lýðræði

Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að stjórnarfar eins og það er útfært í flestum vestrænum löndum og þar á meðal á Íslandi sé gervi-lýðræði þar sem gamla lénsherraskipulagið hefur troðið á sig lambhúshettu pólitískra flokka.

mammon-euro-dollar1Flokkspólitík er valdastreita þar sem flokkseigendur (sem oft eru þingmenn líka)  púkka undir sig og sína svo lengi og svo mikið sem þeir mega. Keppt er um í þessu valdatafli að beygja sem flesta undir sinn vilja, með hvaða ráðum sem gefast. Mútur, gylliboð og síðast en ekki síst loforð um betri tíð með blóm í haga, eru helstu aðferðirnar til að ná umboðinu og almenningur er ginningarfíflin.

  Síðustu fréttir úr þingsölum Íslendinga bera þessu glöggt vitni. Þar var restin af þjóðinni beygð undir vilja örfárra manna sem eru hræddir við að missa völd sín.  Þjóðinni var neitað um að fá að kjósa til stjórnlagaþings og til að semja sér nýja stjórnaskrá.

 Þvílík og önnur eins valdaníðsla er fáheyrð í þessari álfu en algeng í vissum ríkjum Afríku þar sem ódulbúið einræði ríkir.

Á alþingi nýtir einn flokkurinn sér brogaðar leikreglur alþingis og knýr fram vilja fáeinna einstaklinga í blóra við vilja meirihlutans. Þetta er valdníðsla af versta tagi. Ef einhvern tíman hefði verið ástæða fyrir meðlimi búsáhaldabyltingarinnar að mæta á þingpallanna, hefði það verið þegar verið var að ganga að helstu hugmynd hennar um umgætur dauðri í þingsölum.

En nú eru margir af forsprökkum hennar búnir að stofna stjórnmálhreyfingu og þurfa að standa í kosningabaráttu.

Nú ætla ég að magna seyð og mæli svo um og legg svo á að þessi flokkur valdaníðinga sem kenna sig við sjálfstæði, gjaldi svo mikil afhroð í næstu kosningum að þeir munu ekki koma til álita í stjórn landsins á næstu 12 árum.

Annars er svona um alla aðra flokka líka.

Sumir mega ekki til þess hugsa að þjóðin fái að velja sjálf hvort hún vilji hefja viðræður um inngöngu í Evrópubandalagið. Þeir segja fólki bara að halda kjafti og kalla það landráðamenn sem mælast til slíks.  

Aðrir vilja alls ekki að hið óréttláta fiskveiði-kvótakerfi verði endurskoðað og leiðrétt. Þeir þykjast vilja það, en gera samt ekkert  þegar þeir komast í valdastólanna. 

En aðrir segjast vera stríðsandstæðingar en gera ekkert í því að segja þjóðina úr NATO þótt þeir komist í aðstöðu til þess.

Staðreyndir málsins eru, og skiptir þá akkúrat engu máli þegar upp er staðið, hvaða nöfnum þeir nefnast, að flokkarnir eiga það sameiginlegt að ganga allir erinda einhverra lénsherra, hver á sínu sviði.  Þetta er allt sami grauturinn úr sömu skálinni. Því miður.

Legg til að flokkakerfið verði lagt niður og teknar verði upp alvöru persónukosningar.

X-autt


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Sæll Svanur,

Lenti í furðulegri rimmu í gær við einn lambúshettu herrann, sem reyndi svo líka að villa á sér heimildir um að hann væri kona.   

Þó X-autt hugnist ekki, þá tek ég sterklega undir persónukosningar og endurskoðun stjórnarskrá.

Það er nefninlega þannig að í öllum þessum flokkum er að finna prýðilega þenkjandi og skynsamlegt fólk, sem maður hefði áhuga á að kjósa inn á þing, ef og aðeins ef, þeir væru ekki á mála hjá lénsherrum.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 16.4.2009 kl. 19:32

2 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Ég legg svo á og mæli um það sama.

Rut Sumarliðadóttir, 16.4.2009 kl. 19:32

3 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Sæl Jenný. Ég held að ég hafi séð hluta af skrifum "landsins" sem sem þú segir að hafi reynt að selja sig sem konu. Ég sá líka að þú pakkaðir honum snyrtilega saman svo ekki þurfti  löglærða til  :)

Rut; og magnast nú seiðurinn.

Svanur Gísli Þorkelsson, 16.4.2009 kl. 22:52

4 Smámynd: Aðalsteinn Baldursson

Ég hef í mörg ár verið á þeirri skoðun að það eigi að kjósa einstaklinga en ekki flokka. Það að skila auðum seðli er í mínum huga yfirlýsing þess efnis að ég hef áhuga á að nýta mér atkvæðarétt minn en vill ekki neitt af því sem í boði er. Þess vegna er það skömm að auðir seðlar skuli lesast sem ógildir.

Aðalsteinn Baldursson, 17.4.2009 kl. 00:35

5 identicon

Já það þarf að hreynsa algjörlega af borðinu og leggja á nýtt.

Ingo (IP-tala skráð) 17.4.2009 kl. 09:59

6 identicon

Ertu búinn að kjósa og koma atkvæðinu frá þér - svo það hafi einhver árif fyrir þína hönd. Eða er nóg að kjósa á blogginu í ár?

gp (IP-tala skráð) 18.4.2009 kl. 22:29

7 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

X-autt gp

Svanur Gísli Þorkelsson, 18.4.2009 kl. 23:14

8 identicon

Var það eitthvað við spurninguna mína sem þú ekki skildir? Þú ert búinn að segja að þú ætlar að skila auðu - sem er væntanlega ekki það sama í þínum huga og skila ekki atkvæði. Man að það var talsvert vesen að kjósa utankjörfundar þegar ég bjó erlendis - og sjá til þess að atkvæðið kæmist á réttum tíma.

gp (IP-tala skráð) 19.4.2009 kl. 14:31

9 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Einmitt gp. Ég skila auðu  á kjörfundi á kjördag.

Svanur Gísli Þorkelsson, 19.4.2009 kl. 16:24

10 identicon

Ok - þú ætlar sem sagt að heiðra þjóðina með nærveru þinni. :) Nú er bara vika til kosninga og ekkert bólar á lokakosningaspá Dr. Phil - á hún ekki að vera komin?

gp (IP-tala skráð) 19.4.2009 kl. 23:09

11 identicon

Ég sé ekki betur en að þínar skoðanir hér fari bara vel saman við Borgarahreyfinguna.

Einar Þór (IP-tala skráð) 23.4.2009 kl. 14:43

12 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Einar Þór; Það er alveg satt að ég finn til mikillar samkenndar með fólkinu í Borgarahreyfingunni og tel að ef einhverjir ættu skilið að komast á þing og fá tækifæri til að breyta hlutunum, eru það XO fólkið.

Svanur Gísli Þorkelsson, 23.4.2009 kl. 15:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband