Fíla blogg

elephant-standingEf þið hafið áhuga á að sjá eitthvað virkilega ótrúlegt þá ættuð þið að líta á þetta myndband frá Thailandi. Listafíll 

Fílar hafa í mörg ár heillað mig og eru án efa mín uppáhalds dýr. Þeir eru líffræðilega afar flóknar verur og sumt í hegðun þeirra hefur aldrei verið að fullu skýrt. Tennur þeirra eru svo verðmætar eins og kunnugt er, að þeir eru í útrýmingarhættu. Þeir eru eina dýrið sem ég veit um sem heilt þjóðland hefur verið nefnd eftir. (Fílabeinsströndin) Þeir hafa verið notaðir sem stríðsvélar og þungavinnuvélar og voru Indverjum og öðrum Asíuþjóðum þarfari þjónn en  hesturinn var þeim nokkru sinni.

Ég fann á blog.is blogg frá bloggvinkonu minni henni Steinunni Helgu Sigurðardóttur sem fílaunnendur gefðu gaman af að líta á, þ.e.a.s. þeir sem ekki hafa þegar gert það.

Svo fann ég eftirfarandi fróðleik á vefnum; 

elephant3Þrátt fyrir ákveðin líkamleg einkenni eru fílar hvorki náskyldir flóðhestum né nashyrningum. Þvert á móti er skyldleika að leita á allt öðrum stöðum í dýraríkinu.
Fílar nútímans lifa einir eftir af fjölda skyldra tegunda sem voru útbreiddar í stórum heimshlutum. Auk afrísku og indversku fílanna eru nú aðeins eftir tveir hópar tegunda þessara dýra. Annars vegar eru sækýrnar, sem skiptast í fjórar tegundir, sem allar hafast við í hitabeltinu í karabíska hafinu og við strendur Afríku og Ástralíu. Sækýr geta orðið allt að tvö tonn. Rétt eins og fílarnir eru sækýrnar hægfara jurtaætur. Skyldleikann má m.a. sjá á afar sérstæðri tannskipan. Karldýr sumra tegunda hafa t.d. stuttar skögultennur, samsvarandi skögultönnum fíla.
Það má sem sagt á sinn hátt skynja skyldleikann milli fíla og sækúa. Hitt kemur meira á óvart að bjóða skuli afrískum kletta- og trjágreifingjum á þetta ættarmót. En aftur er það sérstæð tannskipan sem afhjúpar skyldleikann. Framtennurnar hafa þróast í stuttar skögultennur sem að vísu standa ekki út úr munninum. Jaxlarnir eru stórir og flatir. Ættartengslin hafa líka á síðustu árum verið staðfest með greiningu á erfðaefni, bæði í frumukjörnum og orkukornum. Þær rannsóknir sýna sameiginlega forfeður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

fílar eru töff.. listafíllinn er reyndar frá thailandi, nánar tilekið frá chian mai í norð vestur thailandi.

Óskar Þorkelsson, 12.7.2008 kl. 22:53

2 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Sæll Óskar. Hvar væri maður án fróðra vina. Vitanlega er hann frá Thailandi, leiðrétti það með það sama :)

Svanur Gísli Þorkelsson, 12.7.2008 kl. 23:15

3 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

ég varð kjaftstopp. frábær klippa

Brjánn Guðjónsson, 13.7.2008 kl. 00:06

4 Smámynd: Sigurður Rósant

Já það er ótrúlegt að svona stórar skepnur geti leikið eftir færustu listamönnum.

Vera má að fílar hafi skráð hluta mannkynssögunnar í svokölluðum "hellaristum"?

Sigurður Rósant, 14.7.2008 kl. 11:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband