Hvað hugsar fólk

Það ku veramikil list að vita hvað og hvernig fólk almennt hugsar. Sérfræðingar í þeirri grein er gjarnan að finna á stóru auglýsingastofunum og þá bestu, (að eigin mati) ráða sig sem spunameistara til fólks sem hyggur á frama sem kjörnir fulltrúar þjóðarinnar. - Þeir færustu telja sig ekki aðeins vita hvað fólk hugsar, heldur geta haft mikil áhrif á hugsun þeirra og skoðanir.

Forsetakosningarnar sem nú standa fyrir dyrum, bera þess nú aukin merki, að auglýsinga og skrummeistararnir hafa fengið frjálsar hendur a.m.k. hjá einum frambjóðandanum.

Eftir að skoðanakannanir sýndu a fylgið var að hrynja af Þóru og örvæntingin greip um sig í herbúðum hennar, var greinilega ákveðið að hleypa þeim og nýta aðgang hennar að vel digrum sjóðum framboðsins,(sem hljóta að telja talvert fleiri milljónir en þær 12-14 sem framboðið segist hafa til umráð) til að reyna leiðrétta þann leiða misskilning almennings að fleiri en Þóra og Ólafur Ragnar séu í framboði.

Skilaboðin eru þau, að viljirðu ekki Ólaf áfram sem forseta, verðir þú að kjósa Þóru. Ekki kjósa þann sem þér finnst hæfastur, ekki kjósa eins og samviska þín býður þér, hinir frambjóðendurnir eiga enga möguleika, kjóstu taktískt, kjóstu Þóru. 

Og ef þú nærð ekki þessari einföldu reglu og ert einn þeirra sem kærir þig kollóttann um hver verður forseti, en ætlar sem að kjósa, kýstu vitanlega þann sem mest berst á.

Þeir stóla á að þegar fólk sér myndirnar í öllum strætóskýlunum, hugsi það, "já mikið er hún frambærileg, í stað, "eitthvað hlýtur þetta að hafa kostað"

Kristján Eldjárn, Vigdís Finnbogadóttir og Ólafur Ragnar eiga það sameiginlegt að hafa öll orðið landsþekkt í gegnum sjónvarpið. Ari Trausti og Þóra njóta einnig slíks meðbyrs enda í öðru og þriðja sæti í skoðanakönnunum. Það er því ekki nema von að spunameistararnir haldi sér við gömlu klisjurnar og álykti sem svo að þjóðin muni kjósa það andlit sem oftast ber fyrir augu almennings.

Ein af áherslunum í málflutningi Herdísar Þorgeirsdóttur er að skilja beri að eins og kostur er, auðvaldið frá fjölmiðlavaldinu. Enginn ætti t.d. að geta orðið sér út um opnbert embætti með ótakmörkuðum aðgangi að fjölmiðlum í krafti peninga, þótt það sé löngu orðið alsiða eins og dæmin sanna.

Til að vekja þá umræðu enn frekar opnaði Herdís bókhald framboðs síns upp á gátt og skoraði á aðra frambjóðendur að gera það sama. - Í ljós hefur komið að bæði Þóra og Ólafur sjá sér ekki fært að gera það.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hvað meinarðu hafa þau ekki bæði gert það?  Auk Andreu og Ara Trausta?  Annars að mörgu leyti sammála þér að það er synd að aðrir frambjóðendur hafa ekki fengið sömu athygli og þau tvö, það er skiljanlegt með Ólaf sem sitjandi forseta.  En þessi auglýsingarherferð Þóru lýsir meira frústrasjón heldur en vilja til að vinna.  Vissulega er Herdís flottur kostur og ætti að skora meira.  Líka Andrea.  En þarna er að mínu mati fyrst og fremst að kenna fjórða valdinu sem hafa stillt þessu svona upp tveir turnar og aðrir áttu ekki möguleika.  Þetta er ekki lýðræðið sem fjölmiðlar eiga að stunda og umhugsunarefni í víðara samhengi á hvaða leið þessir aðilar eru.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.6.2012 kl. 13:32

2 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Þessar kosningar bera auðvitað þess merki að sitjandi forseti er í framboði og það er bara ein umferð. Rökin fyrir einni umferð hefur löngum snúist um að forsetaembættið sé í raun bara valdalítil virðingastaða og því ekki þörf á að kjósa tvisvar.

En hvaða er þetta með að skilja "auðvaldið frá fjölmiðlavaldinu" og gefa í skyn að eitthvað auðvald sé á bak við einhver framboð. Ég held að það sá bara þannig að þeir sem njóta meiri almenns stuðnings eiga auðveldara með að fá aðra til að vinna með sér og að leggja eitthvað í púkkið til kynningarmála.

Svo er ég ekki alveg viss um að það hefði endilega hjálpað öllum, t.d. Herdísi, hefðu þeir birst oftar í sjónvarpi í gegnum tíðina. Það hafa líka margir birst oftar en Þóra í sjónvarpi án þess að eiga nokkurn séns. Sjónvarpsferill hjálpar vissulega en það er ekki bara eina málið - persónan sjálf þarf að höfða til fólks.

Emil Hannes Valgeirsson, 26.6.2012 kl. 17:21

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Samkvæmt skoðanakönnun Bylgjunnar sl sólarhring sem birt var nú síðdegis bendir ekkert til þess að Þóruframboðið hafi grætt á öllu auglýsingaflóðinu.

ÓRG fékk þar 57% atkvæða og Þóra 22%. Ef nokkuð er dregur í sundur með þessum tveim svokölluðu "turnum".

Ef raunin er sú að auglýsingameistarar vinni fyrir framboð Þóru, þá er ekki að sjá að þeir lesi rétt í hug fólks. Ætli þeir séu amerískt menntaðir?

Kolbrún Hilmars, 26.6.2012 kl. 17:59

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hef ekki séð þessa skoðanakönnun, en tel að þetta sé málið.  Við erum ekki ginkeypt fyrir yfiraulýsingum og viljum frekar hafa hlutina í hófi. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.6.2012 kl. 18:15

5 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Gáði og sá að Bylgjan er ekki enn búin að loka og birta súluritin. Hlýtur að verða aðgengilegt á morgun.

Ath. Svanur, í 3ju neðstu málsgrein; Kristján, ekki Þórarinn. :)

Kolbrún Hilmars, 26.6.2012 kl. 19:05

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hver er linkurinn á þetta Kolbrún?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.6.2012 kl. 19:07

7 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ég nota yfirleitt visir.is forsíðuna. Þar í dálkinum til vinstri er skoðanakönnun Bylgjunnar. Þarf ekki að fara inná þar, aðeins velja "eldri skoðanakannanir".

Þar leynist ýmis fróðleikur :)

Kolbrún Hilmars, 26.6.2012 kl. 19:40

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Kolbrún mín skoða þetta.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.6.2012 kl. 20:16

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jamm sá þetta. 58% gegn 23. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.6.2012 kl. 20:18

10 Smámynd: Kolbrún Hilmars

58~23 er síðasta könnun. 57~22 var birt í dag - ekki enn komin upp.

Annars ætla 365 miðlar að gera og birta kannanir á hverjum degi fram að kosningum, svo endilega taka þátt :)

Kolbrún Hilmars, 26.6.2012 kl. 20:52

11 identicon

 „Þetta endaði með því að þau voru svo hrædd um að skaða framboðið að þau tóku myndbandið út af netinu.“

Eftir að hafa fengið yfir sig holskeflu af dónalegum og andstyggilegum athugasemdum

Þá væntalega frá auglýsinga og skrummeisturum Þóru

Grímur (IP-tala skráð) 27.6.2012 kl. 10:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband