Ræða Jóhönnu Sig. á NATO fundinum í Chicago nú um helgina

Komiði sælir herrar mínir. (horfa upp)

(muna að tala hægt svo túlkurinn hafi tíma til að þýða)

Ég flyt ykkur góðar kveðjur frá ríkisstjórn minni á Íslandi. Jú, það er rétt, sumir af ráðherrum mínum eru þeirrar skoðunar að NATO sé leifar frá kaldastríðinu. En það eru bara svona fyrrum friðarsinnar sem eins og alkunna er, eru ætíð tilbúnir til að fórna hugsjónum sínum í staðinn fyrir smá völd. (brosa) Við köllum það á Íslandi "að verða raunsæ."

johanna1Það er dálítið skondið að hugsa til þess að sumir þeirra skuli hafa arkað 50 km á hverju ári í rigningu og roki frá Keflavík til Reykjavíkur til að mótmæla veru landsins í NATO og hvetja skrattans Kanann til að hypja sig. - (smá hlátur)

(Alvarleg) Sem stendur reynum við á Íslandi að verjast árásum tveggja NATO ríkja. Bæði Hollendingar og Bretar standa í efnahagslegu stríði við okkur og reyna að neyða landið til að borga fyrir óvarleg innlán þeirra eigin þegna í netbanka sem starfræktur var á internetinu en var í eign íslensks fyrirtækis sem nú er farið á hausinn.

En þeir eru báðir drulluhræddir við okkur. Bretar voru meira segja svo hræddir við okkur að þeir flokkuðu landið meðal hryðjuverkahópa og stríðsglæpamönnum. - Vitanlega er hræðsla þeirra skiljanleg í ljósi þess að þeir hafa áður reynt að knésetja land okkar, en orðið frá að hverfa.

En, þið afsakið drengir að ég skuli ver að minnast á þetta hér. Þetta kemur NATO að sjálfsögðu ekkert við. NATO er eins og við vitum öll til að sprengja í loft upp óvini USA og UK í fjarlægum löndum sem ekki vilja selja þeim olíu á skikkanlegu verði, 

En hei, gaman að vera með ykkur. ( Brosa)

Bæ. (Veifa)


mbl.is Jóhanna Sigurðardóttir á fund NATO
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ó hvað ég hlakka til þegar hún segir loksins Hastala vista Beibí.  Það þarf þó að kenna henni brot úr tveim tungumálum áður en það verður, svo maður er ekki alltof bjartsýnn.

Jón Steinar Ragnarsson, 19.5.2012 kl. 20:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband